Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNBL4DIÐ Miðvikudagur 29. nóv. 1961 Kvæði frá Holti Sigurður Einarsson: Kvæði frá Holti. 100 bls. Rangæ- ingaútgáfan, Selfossi 1961. (Aðalumboð: Leiftur h.f., Reykjavík). ÞAÐ orð er á og sennilega ekki að ástæðulausu, að séra Sigurð- ur Einarsson i Holti sé einn mest- ur orðsnillingur þeirra sem nú eru uppi á íslandi, og hef ég þar fyrir mér orð margra mætra og dómbærra manna hverra um- mæli eru tilfærð á kápu og inn- brotum síðustu bókar sikáldsins. Nú er það að vísu sitt hvað að vera orðsnjall og vera skáild, eins og fjölmörg dæmi sanna, og er mér ekki fullljóst hvort séra Sigurður hefur unnið sér nefnd- an orðstír með ljóðum eða lausu máli, en hann er án alls efa meðal mælskustu og Orðheppn- ustu ræðumanna Og greinahöf- unda sem við eigum. Ljóð hans eiga sennilega líka einhvern þátt í umræddu orðspori, því mörg eru þau ort af mikilli Orðkynngi og hagmælsku. Honum virðist vera afar létt um að yrkja og bregður sér í margs konar gervi, er ýmist flugmælskur og há- stemmdur, hvassyrtur og mein- yrtur, ljóðrænn og íhugull eða einfaldur og myndvís. Eg er ekki viss um, að annáluð orðfimi séra Sigurðar og hag- mælska séu skáldskap hans ævinlega til góðs, því oft virð- ast mér ljóð hans vera í hættu- legu nábýli við mælgi eða mærð. Honum virðist sem sé s'tundum vera svo fyrirhafnarlaust að yrkja, að Ijóð hans skorti þá spennu sem skapast af átökum skáldsins við yrkisefnið. Þau verða slétt og felld, haglega orð- uð og kannski háfleyg, en ékki nægilega mögnuð eða hugtæk. í annan stað hættir séra Sig- urði til að stíga i stólinn — sem er kannski ekki óeðlilegt um prest — og prédika eða uppfræða. Hann hefur ríka hneigð til spak- mæla og djúpvísra athugasemda um mennina og tilveruna yfir- leitt, og kemst oft mjög vel að orði, en það vantar að jafnaði vekjandi líkingar og myndir í slík ljóð — eða þá hann notast við slitnar og máttlitlar líkingar. Á þetta ekki sízt við um tæki- færisljóðin í þessari bók, sem eru allmörg og sundurleit. Það liggur ef til vill í eðli tækifæris- Ijóða að vera hástemmd Og ræðu- kennd, en ekki þarf það alltaf að vera svo, eins og séra Sigurður sannar eftirminnilegast í ljóðinu „Vitinn“, sem ort er til Svein- bjarnar Árnasonar í Kothúsum. Þar fer saman snjöll bygging, sláandi líkingar og látlaust, hnit- miðað tungutak. í þessu sam- bandi mætti líka minna á ljóð Bjarna Thorarensens um Odd Hjaltalín. „Kvæðum frá Holti“ er skipt í þrjá kafla, „Helgistundir og minninga" (sem í efnisyfirliti ber raunar heitið „Litið um öxl“), „Suðurfararvísur" og „Við far- inn veg“, og er hinn síðasti lang- mestur að vöxtum. Framan við þessa þrjá kafla er inngangsljóð, sem skáldið nefnir „Hví skyldi ég ekki um vorbjartar nætur vaka?“ Virðist mér mælgin ná þar helzti áterkum tökum á honum og skáldskapurinn drukkna í mærð- arfullum hendingum þar sem sundurlausum líkingum ægir sam an. Mér finnst ljóðið eitt hið lák- asta í bókinni, þó þar bregði fyrir einstaka leiftrum. Fyrsti kaflinn geymir eingöngu tækifærisljóð, flest þeirra stór í sniðum og haglega samin. „Þor- steinsminni" (ort á 100 ára af- mæli Þorsteins Erlingssonar) er ort af mestum fimleik, mjög í anda Þorsteins sjálfs, létt og lip- urt, fullt af íslenzkri náttúru og karlmannlegri eggjun. Það er með köflum mjög dýrt kveðið, fyrsti kaflinn t.d. allur hring- hendur. — „Vér bændur" (ort á 50 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands) er rishæst hinna Ijóð anna í þessum kafla, frumlefast og samfelldast, þrungið lífsvís- dómi sem settur er fram í mátt- ugum hendingum og stundum snjöllum líkingum. Ljóðið í til- efni af 50 ára afmæli Háskóla fs- lands og Ávarp Fjallkonunnar 17. júní 1961 hafa hins vegar flesta annmarka venjulegra tækifæris- Ijóða, þau eru myndsnauð, ó- frumleg og hástemmd, þannig að • Skálholt í Skálholti eru að rísa upp byggingar. En enginn virðist vita hvað á að gera við þær. Og það sem meira er, fólk virðist láta sig það litlu varða. A. m. k. er lítið um það tal- að lengur. Blaðið Suðurland hefur þó ekki látið málið nið- ur falla. í 20. tölublaði er grein um þetta efni, á þessa leið: Suðurland gat þess hinn 14. okt. sl., að brátt mundi almenn ur kirkjufundur fjalla um framtíð Skálholts. Fundurinn var haldinn, eins og til stóð, dagana 22.—24. okt. í Reykja- vík. f fréttum af fundinum er þessa getið meðal annars: 1. Um Skálholt var svohljóð- andi tillaga samþykkt sam- hljóða: „Hír.n 13. almenni kirkju- fundur beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnar íslands og Al- þingis, að Þjóðkirkju íslands verði afhentur Skálholtsstað- ur til eignar og umráða og veitá biskup íslands Skálholti viðtöku fyrir hönd Þjóðkirkj- unnar Og sé hann húsbóndi staðarins, enda telur fundur- inn að stefna beri að því að Skálholt verði biskupsstóll að nýju. varla tollir í manni nokkur hend ing eftir lesturinn. Síðasta Ijóð kaflans, „Þig man ég lengst“, er spaklegur lofsöngur til konu skáldsins í fornum stíl. „Suðurfararvísur" er heilsteypt asti kafli bókarinnar og sá sem tærast er kveðinn. Hér er eins og skáldið leggi frá sér hempuna Sigurður Einarsson og hitti lesandann í fullum trún- aði. Formin eru einföld, tungu- takið eðlilegt og liðugt, bygging Ijóðanna sterk. Skáldið dregur Jafnframt þakkar fundurinn Alþingi og ríkisstjórn þær framkvæmdir, sem þegar hafa verið gerðar á staðnum og lýsir gleði sinni yfir þeim mikla áhuga, sem erlendir ís- landsvinir hafa sýnt á endur- reisn helgiseturs þar, þakkar höfðinglegar gjafir þeirra og annan stuðning í orði og verki.‘ 2. Um kirkjulegt menntasetur í Skálholti var eftiriaran <i til- laga samþykkt samhljóða: „Hinn 13. almenni kirkju- fundur íslenzku Þjóðkirkjunn- ar hvetur alla kirkjulega sinn aða menn í landinu til að taka saman höndum um að stofna í Skálholti menntasetur með lýð háskólasniði til kristilegrar vakningar og lýðfræðslu. Verði sú stofnun sniðin eftir þeim hliðstæðum stofnunum erlendis, er bezt hafa gefizt evangeliskum kirkjum. Bein- ir fundurinn þessari áskorun fyrst og fremst til biskups og kirkjuráðs." • Verði afhent Þjóðkírkjunni Því ber að fagna, að hinn almenni kirkjufundur virðist fram nokkur atriði úr reynslu sinni og hugrenningum á löngu ferðalagi og bregður upp skýr- um svipmyndum sem greyþast í hug lesandans. Satt að segja veit ég ekki gjörla hvert þessara átta ljóða er .bezt, en „Stræti spuna- kvennanna" og „í Amman“ eru mér hugstæðust. „Mynd frá Naza ret“ ér sérlega hnyttið Ijóð, og „Austurlenzkt ljóð“ er áleitið, þó mér virðist séra Sigurði ekki full komlega takast að gefa þessu „atómljóði“ það hnitmiðaða form sem hugmyndin kallar á. Þriðji kaflinn, „Við farinn veg“, er langsrmdurleitastur, enda er þar saman komið flest sem skáldið hefur ort á liðnum fjórum árum, að frátöldu því sem að framan er nefnt. Hér fara saman angurvær lýr- ísk ljóð, hárbeittar ádeilur, tæki- færisljð, fagnandi lofsöngvar og íhugul heimspekiljóð. Bezta tæki færisljóðið hef ég þegar nefnt, og eru hin mun síðri, þó „Lyfseð- illinn" (afmæliskveðja til Jóns Pálssonar dýralæknis) sé skemmtilega ísmeygilegt. Eins og endranær lætur ádeil- an séra Sigurði vel, og eru ádeilu ljóðin fjögur hvert öðru snjallara. Eg get ekki stillt mig um að til- færa eitt þeirra. Það ber yfir- skriftina „E.O.“, og læt ég les- endur um að geta sér til um hvort skotmarkið er þekktur pólitíkus eða annar minna þekktur borg- ari: Um hversdagsskvaldursins skolugu rastir Skýzt hann sem brandan í lænunni. En hætti hann sér á vitsins vastir veltir hann óðara kænunni. hafa verið einhuga um þjóð- lega nauðsyn þess að endur- reisa Skálholtsstað til biskups- og menntaseturs, en þó má merkja það á samþykktum þessum, að með þeim hefir verið reynt að ná út yfir nokk- uð mismunandi sjónarmið. Menn hafa verið sammála um biskupssetur í Skálholti, en þess er ekki getið hvort þar skuli sitja biskup íslands eða biskup að nafni til. Ekki er vitað um neina nauð syn þess að fjölga biskupum í þessu landi vegría mikilla starfsumsvifa, Og stofnun slíks embættis til þess að fullnægja formi einu saman, en án eðli- legra verkefni, mundi ekki verða til neinnar aukningar virðingar kirkjunni né til fram dráttar nokkru kirkjulegu mál efni. Biskup íslands, ásamt tveim vígslubiskupum, mun enn um sinn anna verkefnum sínum, sé honum fengið til þess hæfilegt starfslið, og er því nú sönnu nær að búa vel að einum biskupi landsins svo að hann megi sem kirkjuleið- togi njóta sín fyrir bókhalds- önnum og reikningagerðum fremur en stofna til tveggja eða þriggja embætta, sem hvert um sig mundi njóta minni virðingar og hljóta kot- Því þetta er sá afbragðs öslunarmaður að alheimsins grynning fékk lolks sína vild, því enginn fæddist jafn gusuglaður, né gruggaði polla af þvílíkri snilld. Fagnaðarljóðin eru með ýmsu móti, en það er eins og dagur- inn, sumarið og sólin eigi sterk- ust ítök í skáldinu. Að minnsta kosti fimim ljóðanna hafa daginn að uppistöðu. Það er lífsjátning og heiðrí'kja í þessum ljóðurru Bezt þeirra er „Jónsmessuljóð 1961“, leikandi létt og bjart. „Gestkoma" er skemmtilegt sam- bland af gam.ni og djúpri alvöru. og „Dagar ára efri“ dregur upp eftirminnilega mynd. Af lýrísku Ijóðunum er „Næt- urljóð" tærast, en „Segðu mér leyndarmál, svanur" er í ískygigi legri nánd við tilfinningasemi, þó myndin sem það laðar fram sé bæði fögur og hjartnæm. „Einn undir ásýnd himins“ er líka fallegt ljóð, en einhverra hluta vegna minnir það mig á ljóð annars skálds og miklu yngra, Það sem ég hef nefnt „heim- spekiljóð" væri kannski fullt eins rétt að kalla hvatningarljóð eða vísdómsljóð. Þau fjalla ým- ist um lífsskoðun skálds ins eða hvetja menn til þeirra dyggða sem hann metur hæst: karlmennsku, einurðar, bróður- elsku, bjartsýni, trúar og um- burðarlyndis. Skáldskapargildi þeirra er ekki alltaf tiltakanlega mikið, en þau eru að jafnaði kunnáttusamlega ort, hvort sem um er að ræða rímnatilbrigði eða aðra hætti. „Bréf til vinar" er þörf hugvekja til hinna öldruðu í andanum, sem halda að allt sé Framh. á bls. 10. ungslega aðbúð í samræmi við ófullnægjandi tilverurétt. Kirkjufundur vill að Skál- holtsstaður verði afhentur þjóðkirkjunni til eignar og umráða, enda verði biskup húsbóndi staðarins. Þjóðkirkjan hefir ekkert að vilja að Skálholtsstað fremur en aðra kirkjustaði fyrr en hún skilur þýðingu þess og tekur ákvörðun um það að flytja þangað sinn eigin hús- bónda, og gera honum þar virðulega búsetu og sæmileg öll starfsskilyrði. Ef endur- reisn Skálholts er mönnum alvörumál, og ef staðurinn er þeim í sannleika helgisetur þjóðarinnar, þá hlýtur þeim að verða ljóst, að húsbóndinn á ekki að halda til á öðru landshorni. Þeim hlýtur að vera ljóst, að Skálholti hæfir þá ekki að vera annexía né neinskonar útibú eða skólasel. Hins vegar er engin ástæða til að efast um það, að ríkisvald- ið afhendi biskupi Skálholt til óskoraðs forræðis að öllu leytá, jafnskjótt og ákveðið væri að hann settist þar að. Kifkjufundur vill stofna i Skálholti menntasetur með lýðháskólasniði til kristilegrar vakningar Og lýðfræðslu. Hætt er við, að það eigi nokkuð langt í land að byggja yfir slíka starfsemi í Skálholti og yfir nauðsynlegt tilheyr- andi starfslið, sem ekki hefði þar að sinna öðrum verkefn- um. Hins vegar bera að sama brunni um þessa tillögu sem aðrar í sambandi við Skálholt, Með komu biskups og starfs- liðs hans til staðarins og með flutningi nokkurra nágranna- presta þangað (sbr. grein varð andi þetta efni í 18. tölublaði Suðurlands) verður hugmynd- in framkvæmanleg áreynslu- lítið sem eðlilegur áfangi á þró unarbraut biskupssetursins en annars ekki um langan aldur eða aldrei. Verði biskupssetur íslendinga flutt að Skálholti og að því staðið með heilind- um allra hlutaðeigandi, er endurreisn staðarins borgið og þar með heiðri kirkjunnar, lands og þjóðar i þessu sam- bandi. Þá munu staðnum veit- ast allar nauðsynjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.