Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ I liðvikudagur 29. nóv. 1961 Frá umiæðum á Alþiaigi: Bætt afkoma sjávar- útvegsins veitur á fullkominni vinnslu aflans Á FUNDI neðri deildar í gær var tekið til 1. umræðu frum- varp ríkisstjórnarinnar um ráð- stafanir vegna ákvörðunar Seðla- bankans um nýtt gengi og spunn- ust af J»ví tilefni töluverðar um- ræður og tókst ekki að Ijúka þeim á fundi deildarinnar í gær. Nokkur nýmæli Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði og gat þess, að með þessu frumvarpi væri leitað staðfesting- ar á bráðabirgðalögum, sem sett voru í kjölfar tilkynningar Seðla- bankans um nýtt ‘gengi ísl. krónu 3. ágúst s.l. Annars vegar hafa þau að geyma ýmis ákvæði, sem nauðsynlegt er að setja, hvenær sem gengi krónunnar er breytt, og hins vegar eru í þeim fólgin nokkur nýmæli, einkum er varð- ar varðar útflutningsgjald af sjávarafurðum og ráðstöfun þess. í 1. gr. er ákvæði um, að geng- istap ríkissjóðs vegna skuldar við Greiðslubandalag Evrópu skuli fært á sérstakan vaxtalausan reikning á nafni ríkissjóðs í Seðlafcankanum, ennfremur skal færa á þennan reikning þann gengismun, sem af sömu ástæð- um kemur fram á reikningum gjaldeyrisbankanna. M. ö. o. gengishagnaður bankanna rennur til þess að bæta ríkissjóði upp þann halla, sem hann ella mundi verða fyrir. I>á eru í 2. og 3. gr. ákvæði, er tryggja frekari greiðsl ur inn á gengisreikning ríkissjóðs. Þannig mælir 2. gr. svo fyrir, að bankaábyrgð txl handa erlendum aðila skuli gerð upp á nýju gengi, hafi hún ekki verið greidd í ísl. banka fyrir 1. ágúst. í 3. gr. eru svo loks ákvæði, er mæla svo fyrir, að allar greiðslur, fyrir vinnu eða þjónustu til varnarliðs ins, sem inntar voru af hendi fyr- ir gildistöku hins nýja gengis, skuli gerðar upp í hinu eldra. Af þessu leiði, að oarna myndast gjaldeyrishagn- iður, sem renn- ar í gengisreikn ng ríkissjóðs. Sndanlegt upp- >jör reiknings- ns liggi enn ekki fyrir, en útlit fyrir að gengistap- ið verði ekki meira en 4 millj. kr., þegar gengishagnaður frá bönkunum og öðrum aðilum vegna ákvæða 1., 2. og 3. gr. hefur skilað sér. f 4. gr. er ákvæði um, að gjald af fob.-verði bifreiða skuli inn- heimt á því gengi, sem er á greiðsludegi gjaldsins án tillits til þess, hvenær leyfið var veitt, en það ákvæði var talið nauðsynlegt til að forðast misræmi. Þá eru í ð. gr. ýmis ákvæði um ákvörðun á tollverðmæti innfluttra vara og um það, að hægt sé að tollaf- greiða vörur miðað við eldra gengi, ef fullnægjandi skjölum hefur verið skilað í toll fyrir gildistöku bráðabirgðalaganna og fullnaðargreiðsla á sér stað eigi síðar en innan sex daga frá gildistöku þeirra. Meginregla um árabil í 6. gr. er svo fyrir mælt, að gjaldeyrir, sem útflytjendur skila bönkunum vegna útflutnings- vöru, sem framleidd hefur verið fyrir gengisbreytinguna, skuli keyptur á hinu eldra gengi, en hér er um að ræða sömu reglu og lögfest var í sambandi við gengisbreytinguna í febr. 1960, og hliðstæðar reglur voru einnig í lögum um Útflutningssjóð frá 1958, svo og í öðrum lögum um breytángu uppbótakerfisins. En í þessu felst, að framleiðendur fái ekki í hendur verðhækkunar- ágóða, sem á sér stað á vörum vegna gengisbreytingarinnar, enda hefur það um margra ára skeið verið meginregla í verð- lagsmálum hér á landi, að eig- endur vörubirgða, hvort sem um er að ræða framleiðslu eða að- keypta vöru, megi ekki hækka þær í verði vegna almennra verð breytinga. Og á meðan ekki er talið fært að hverfa frá þessari reglu almennt, getur ekki verið xrm það að ræða, að eigendur útflutningsbirgða fái einnig að nota verðhækkunarágóða. Þá eru í 6. gr. ákvæði um, að verðhækkunarágóði sá, er hér um ræðir, skuli greiddur inn á sér- stakan reikning í Seðlabankan- um, og skal fénu varið í fyrsta lagi til þess að greiða gengistap ríkissjóðs vegna skuldar við E.P.U., að svo miklu leyti sem það jafnast ekki af gengishagnaði bankanna, verður hér væntanlega ekki um að ræða hærri upphæð en 4 millj. kr. í öðru lagi skal nota fé af reikn, til þess að greiða hækkun útflutningsgjalds vegna þeirra afurða, sem framleiddar voru fyrir gengisbreytinguna, til þess að hækkun gjaldsins verði ekki til að rýra verðmæti þeirrar framleiðsluvöru. Það sem eftir verður af verðhækkunargróðan- um skal verja til þess að létta byrðar ríkissjóðs vegna áfall- inna ríkisábyrgða í þágu atvinnu- veganna. Það skal sérstaklega tekið fram, að í þessu felst það eitt, að aflað er fjár ti'l að mæta þekn útgjöldum, sem ríkissjóður hefur orðið fyrir vegna ríkisábyrgða. Hins vegar felst ekki í þessu nein heimild til handa ríkissjóði til að gefa eftir skuldir og breytir á engan hátt þeirri stefnu ríkis- stjórnar að leggja verði megin- kapp á, að atvinnuvegirnir og aðr ir, sem ríkissjóður hefur gengið í ábyrgð fyrir standi við skuld bindingar sínar. Getur ekkj talizt skattlagning Eg kem þá að helzta nýmæli bráðabirgðarlaganna, sagði ráð- herrann, hækkun útflutnings- gjalda af sjávarafurðum úr 2,25% í 6% af fob. verði afurða, reikn- uðu á nýju gengi, og hækkun hlutatryggingarsjóðsgjalds úr 0,5% af bátaafurðum og 0,75% af síldarafurðum í 1,25% af þess um afurðum og togaraafurðum, en samtals mun tekjuaukning af þessum ráðstöfunum nema 115,6 millj. kr. miðað við árið 1960. Hér er því um að ræða mjög mikla nýja tekjuöflun af útflutn ingi, sem kemur til frádráttar frá söluandvirði útfluttra sjávar afurða. Hér er hins vegar engan veginn um að ræða skattlagningu útvegsins, þar sem gert er ráð fyrir, að allar þessar tekjur renni til þarfa útvegsins sjálfs á einn eða annan veg. Eg hef í þessu stuðzt við þá reynslu, sem feng- izt hefur á undanförnum árum, sem bendir eindregið til þess, að það sé útveginum hagkvæmara, að nokkur hluti framleiðsluverð- mætisins renni þannig til sameig inlegra þarfa útvegsins í einu eða öðru formi. Sú tekjuaukning, sem um ræðir, rennur í þrjá staði, til stofnlánadeildar sjávarútvegsins, til .nýs tryggingakerfis fiskiskipa Og til hlutatryggingasjóðs. Kem ég þá fyrst að því, sagði ráðherrann að 30% útflutnings- gjalds renni til Stofnlánadeildar sjávarútvegsins eða um 45 millj. kr. á ári, miðað við þær tölur, sem ég áður nefndi. Við ákvörð- un þessa var við að styðjast þá reynslu sem fengist hefur af starfsemi Fiskveiðisjóðs nú um langt árabil, en höfuðtekjustofn hans hefur ávallt verið útflutn- ingsgjalc’. af sjávarafurðum. Munu ekki vera skiptar skoðanir um, að Fiskveiðisjóður hefur ver ið sjávarútveginum einhver hin mesta lyftistöng, og hafa lánveit- ingar hans átt meginþátt í þeirri uppbyggingu, sem átt hefur sér stað í bátaútvegi landsmanna. En jafnframt hefur verið Ijóst, hve miklu erfiðari aðstöðu þær grein ar sjávarútvegsins hafa átt við að búa. sem ekki hafa haft að bak- hjarli neina sambærilega lána- stofnun. Er hér fyrst og fremst um að ræða hinar ýmsu fisk- vinnslustöðvar og togaraútgerð- ina sem ekki hefur átt kost á innlendum stofnlánum, síðan Stofnlánadeildin var sett á lagg- irnar. Afleiðingin hefur svo orð- ið sú, að ekki hefur verið unnt að nýta aflann á eins hagkvæm- an hátt og æskilegt hefði verið. En fullkomin vinnsla úr því hrá- efni, sem berst á land er eitt af meginskilyrðum þess, að hægt verði að bæta afkomu sjávarút- vegsins í heild frá því, sem verið hefur, tg þar með lífskjör þjóð- arinnar allrar. Nýtt tryggimgarkerfi nauðsynlegt Kom ráðherrann næst að þeirri ráðstöfun að 32%, eða 48 millj. kr. miðað við fyrri tölur, skuli renna til nýs tryggingarkerfis fiskiskipa. Sagði hann, að með álagningu þessa gjalds væri gerð tilraun til að stuðla að lausn eins erfiðasta vandamáls í rekstri ís- lenzkra fiskiskipa. En athuganir hafa leitt í ljós, að tryggingar- iðgjöld af fiskiskipum hér á landi eru allt að því 200% hærri en í öðrum löndum, enda eru þau (orðin mjög þungur baggi á út- , gerðinni. Ríkisstjórnin hefði lát- ið fara fram víðtækar athuganir á, hvort hægt væri aS endur- skipuleggja tryggingar fiskiskipa í því skyni að lækka iðjöld af þeim í þær upphæðir sem eðli- legar megi teljast En mjög gæti auðveldað hagstæða lausn þess- ara mála að fyrir hendi sé hag- fastur tekjustofn. í þessu efni kemur tvennt til, annars vegar að þessi tekjustofn leysi úr að- kallandi vanda, unz fullkomin endurskipulagning trygginganna hefur komizt í framkvæmd og hins vegar er líklegt, að heppilegt verði talið, að hið nýja trygging- arkerfi verði að einhverju leyti byggt á tekjum af útflutnings- gjaldi til frambúðar. Kom ráðherrann svo loks að tekjuaukningu hlutatryggingar- sjóðs sem nema mun 21,3 millj., miðað við fyrri tölur. I frum- varpinu er mælt svo fyrir, að þessi tekjuauki gangi til nýrrar deildar hlutatryggingarsjóðs. sem hafi það hlutverk að aðstoða ein stakar greinar útvegsins ef þær verða fyrir sérstökum tímabundn um áföllum vegna aflabrests eða annarra utan að komandi orsaka. I En það er kunnara en frá þurfi ’ að segja, að það er eitt megin- , vandamál í sjávarútvegi íslend- (inga, hve miklar sveiflur eiga sér stað í aflabrögðum og nauð- synlegt, að hægt sé að grípa til einhvers konar tekjujöfnunar- ' sjóðs. þegar um almennan afla- brest er að ræða. „Hafið og kietturinn" ný Ijóðabók eftir Sigurð A. Mqgnússon KOMIN er út á forlagi Helga- fells Ijóðabókin „Hafið og klett- urinn“ eftir Sigurð A. Magnús- son. Er þetta önnur ljóðabók hans á íslenzku, sú fyrri var „Krotað í sand“ og kom út 1958. Þessi nýja ljóðabók er 98 bls. og skiptist í sex kafla, sem nefn- Sigurður A. Magnússon. ast Staksteinar, Personæ, Vett- vangur dagsins, Til þín, Dauði Baldurs og Hafið og kletturinn. Tveir síðustu kaflarnir eru hvor um sig samfellt ljóð, hið fyrra í fjórum þáttum, hið síðara í fjórtán þáttum. Nokkur Ijóðanna hafa birzt áð- ur á íslenzku í bókinni „6 ljóð- skáld“ og í tímaritum, en lang- flest þeirra eru áður óbirt hér. Nokkur þeirra hafa ennfremur birzt á ensku í bandarískum og indverskum tímaritum og á frönsku í belgísku tímariti. Tæp- ur þriðjungur ljóðanna var gef- inn út á grísku í fyrra undir nafn inu „Dauði Baldurs og önnur ljóð“. Um þá bók skrifaði annað kunnasta núlifandi ljóðskáld Grikkja, Ódysseas Elýtis, m.a.: „Þessi ljóð eru meðal hinna merkilegustu sem ég hef lesið J langan tíma. Þau tjá sanna til- íinningu nútímamannsins gagn- vart hlutunum, og tjáningin er svo eðlileg og óþvinguð, að mig furðar stórlega á hvernig þýð- andinn hefur getað varðveitl hana“. Takis Varvitsíótis. sem hlaut grísku Ijóðskáldaverðlaun- in 1959, skrifaði m.a.: „Maður á þess sjaldan kost að heyra skáldaraddir sem eru eins tón- hreinar og rödd þessa íslenzka ljóðskálds. Eg var í sannleika sagt heillaður af ljóðunum, enda eru mörg þeirra hreinustu perl- ur. Ljóðlist hans býr í senn yfir lýriskum innileik og íhygli og dregur upp snjallar, frumlegar og óþvingaðar myndir, en hún er fmmar öllu persónuleg, verðleiki sem ég a.m.k. met mjög mikils.14 Skáldkonan Tatjana Stavrou skrifaði m.a.: ,,í Dauða Baldurs, fyrsta langa ljóðinu í safninu, er goðsögnin samofin hárbeittum sýmbólisma og inntak mannlegr- ar reynslu órjúfanlega bundið tærri ljóðlist. Ég marglas það. Það er eitt þeirra ljóða sem við endurtekinn lestur opinbera les- andanum stöðugt nýja og óvænta leyndardóma, vekja honum end- urnýjaða gleði.“ Aðrar bækur Sigurðar A. Magnússonar eru „Grískir reisu- dagar“ (1953), greinasafnið „Nýju fötin lceisarans" (1959) og skáldsagan ,,Næturgestir“, sem kom út nú í haust. Til þess a3 moka fé í ríkissjóð Eysteinn Jónsson (F) tók næstur til máls. Sagði hann, að frumvarpið væri fylgifiskur geng islækkunarfrumvarpsins og fjall aði um skattlagningu á útflutn- ingsatvinnuvegina, sem næmi mörg hundruð milljónum króna. í 6. gr. frumv. væri tekin verð hækkun á birgð um útflutnings- atvinnuveganna, sem orðið hefði vegna gengis- lækkunarinnar, og látin renna í ríkissjóð. Þess væru engin dæmi og engin sanngirni fælist í því, þótt hins finnist dæmi, að slíkar hækkanir hafi verið teknar til þess að standa undir útflutningsuppbótum. Hins veg- ar hefði verið fullkomlega rétt- mætt, að einhverju af gengis- lækkunargróðanum hefði verið varið til þess að létta á þeim gjöldum skipa- og bátaeigenda, sem á þá höfðu fallið vegna gengislækkananna. í 7. greýi væri gert ráð fyrir að geysiþungir skattar yrðu lagð ir á sjávarútveginn og tekin upp sú stefna, að sjávarútveg- urinn legði sjálfur til bróður- partinn af því fé, sem fara á til stofnlánadeilda sjávarút- vegsins. Þessa stefnu taldi þing- maðurinn óframkvæmanlega, aðrar leiðir yrði að finna, fjár- öflun fyrir stofnlánadeildina ætti að vera sameiginlegt mál atvinnuveg'anna allra og þjóð- félagsins í heild. Þá sagði hann, að með því að leggja sérstakan skatt á til að standa undir ið- gjaldggreiðslum til tryggingafé- laganna hefði stjórnin gefizt upp við viðreisnina, því að með henni hefði verið lýst yfir, að engar uppbótagreiðslur af hálfu hins opinbera kæmu til greina. Þá sagði þingmaðurinn að lok um, að frumv. sannaði, að geng islækkunin í sumar hefði ekki verið gerð til viðreisnar at- vinnuvegunum. Tekjur bátaút- vegsins hefðu ekki hækkað um einn einasta eyri, en útgjöld stórvaxið. Með, þessu frumvarpi gerði ríkisstjórnin svo ráð fyr- ir að taka verulegan hluta af þeim hækkunum, sem sjávarút- vegurinn gat átt von á, með hinum nýju sköttum. Augljóst væri því, að gengislækkunin hefði verið gerð til að moka fé í ríkissjóð. Kvaðst ræðumað- ur því sannfærður um, að þetta frumvarp fengist ekki staðizt og að því yrði breytt á þessu þingi. Breyta þarf vátryggmgareglum Lúðvík Jósefsson (K) taldi, að í frumvarpinu fælist fyrst og fremst þetta þrennt: 1. að taka skuli gengishagnað af útflutnings birgðum og láta hann renna í ríkissjóð til greiðslu gengistaps vegna skuldar ríkis- sjóðs við Greiðslubandalag Ev- rópu og Evrópusjóðinn, 2/3 út- flutningsgjalds á sjávarafurðum framleiddum frá 16 febr. 1960 til 31. júní 1962 og að öðru leyti til að létta byrðar ríkissjóðs vegna áfallinna ríkisábyrgða 1 þágu atvinnuveganna; 2. að hækka stórkostlega út- flutningsgjöld sjávarafurða; 3. að gjörbreyta starfsreglum hlutatryggingans j óðs. Kvað hann það rétt hjá E.J., að fyrir slíku væri ekkert fordæmi. þótt svipað hefði verið farið að áður með því, að þessi hagnaður rann beint inn I uppbótakerfið og var þannig atvinnuvegunum til góða. Þá sagði hann, að með þessu væri verið að. hækka útflutnings- gjald sjávarafurða úr 2,9% í 7,4% til 9,4% og ættu slíkar skattaálög- ur hvergi sinn líka. Það væri grundvallarmisskilningur hjá for sætisráðherra, að gjöldin rynnu aftur til sjávarútvegsins, þótt þau rynni í sjóði hans, þar sem gjöld- in koma með öllum þunga sínum á viðkomandi ár. Sagðist hann og hyggja, að ríkisstjórnin hefði fengið um það ábendingu frá ein um af sínum erlendu sérfræðing- um, að það væri mjög óeðli- legt, að stærsti atvinnuvegurinn væri þannig klyfjaður gjöldum, sem rynnu í lánastofnanir hans, Þá sagði hann, að allmikið hefði verið rætt um það, að breyta þurfi vátryggingarreglum og gjöldum sjávarútvegsins og væri Framhald á bls. 23,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.