Morgunblaðið - 29.11.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 29.11.1961, Síða 11
Miðvikudagur 29 nðv. 1961 JORCVNBLAÐIÐ 11 Elías IVielsted hreppstjóri Fæddur 10. ágúst 1906. Dáinn 15. nóvember 1961. „Dáinn, horfinn! Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn“. ÞESSAR snilldar ljóðlínur listaskáldsins, er hann orti eftir vin sinn látinn, flugu mér í hug, er útvarpið bar mér þá óvæntu sorgarfregn, að Elías Melsted, vinur minn, væri lát- inn, og svipuð hugsun hygg ég að hafi bærzt í hjörtum ann- arra vina hans, sveitunga og kunningja, því allir, sem þekktu þennan mæta mann, munu Ijúka upp einum munni um það, að hér hafi fallið frá hinn mesti manngæðamaður og öðl- ingur, sem ekki mátti vamm sitt vita á nokkum hátt. Elías Meisted var fæddur að Suðureyjum á Breiðafirði 10. ágúst 1906. Faðir hans var Halldór Melsted, er þá var verzlunarmaður hjá Ólafi kaup- manni og útgerðarmanni Jó- hannessyni á Vatneyri. Var Halldór faðir Elísar kominn af hinni landskunnu Melstadsætt. IVIóðir Elíasar var Elín Ebines- ersdóttir, ættuð af Barðaströnd. Var Ebineser Þórðarson, faðir hennar, hinn mesti iðjumaður og öðlingur, sem aldrei féll starf úr hendi, og sama mátti segja um Kristján, bróður hans og föður þeirra bræðra, að þetta voru hinir mestu vinnu- garpar. Þegar Elías var 6 ára fluttist hann með móður sinni vestur á Rauðasand, en var þar skamma stund. Fluttist hann þaðan með móður sinni að Hóli í Ketildala- hreppi, þar sem eldri bróðir hans, Þórður, var til uppeldis. Þar var Elías ásamt Þórði bróð- ur sínum og móður hjá móður- systkinum mínum og mönnum þeirra við ágæta líðan og gott uppeldi þar til skömmu eftir fermingu. Um tvítugsaldur fór Elías í Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal, þar sem hann var í 2 vetur og eitt sumar. Þaðan útskrifaðist hann með ágætis vitnisburði, og var hann efstur af þeim, sem útskrifuðust með honum á búrtfararprófinu. Hann hafði afbragðs námsgáfur, og þá vantaði manninn ekki reglu- Hjálmar R. Bárðarson — Minnííig semina, vandvirknina og iðnina. Hann var líka listaskrifari. Að liðinni skólavistinni á Hól- um fluttist hann aftur í Ketil- dalahrepp. Varð nú Þórður bróðir hans, sem stofnað hafði heimili með Elínu móður þeirra mjög heilsutæpri algjörlega hjúkrunar og heimilis á heim- ili mitt. Sjálfur var Elías jafn- framt hjá mér til heimilis, en fór suður á vertíð á veturna. Þórður bróðir hans dó hjá mér í Hringsdal. Eftir dauða hans var Elín hjá mér í Hringsdal. En svo fór Elías með hana heilsulaus og rúmliggjandi eftir aðkenningu af slagi, sem hann hafði fengið. Tók ég þau þá fyrir tilmæli Elíasar til fæðis, suður í Reykjavík til lækninga, en árangurslaust. Hún dó eftir stutta dvöl í Landakotsspítala. Skömmu eftir dauða móður sinnar, reisti Elías nýbýli í Neðrabæjarlandi í Selárdal. Nefndi hann nýbýlið Grund. Þar byggði hann myndarleg bæjarhús, hlöður og gripahús, allt steinsteypt með jámþaki. Þegar hann hafði byggt ný- býlið Grund, gifti hann sig álit- legri og góðri konu, sem var náfrænka hans, því þau voru systkinaböm. Konan heitir Ás- gerður Einarsdóttir, er hún ætt- uð af Barðaströnd af góðu og starfsömu bændafólki komin. Þau hjón eiga tvær dætur, Elínu 17 ára og Sigríði Þóru 10 ára, auk þess tóku þau frænku Elíasar í fóstur, sem mun vera 8 ára, og heitir Lilja Björk. Ásgerður á líka son Sverri að nafni 24 ára að aldri, hinn mesta mannkosta og efnispilt, af öllum sagður, sem hann þekkja. Mun hann að öllum lík- indum verða styrkasta stoð móður sinnar 1 þessum raunum hennar. Hann er nú í Sam- vinnuskólanum. Þegar Elías hafði búið nokkur ár á Grund, losnaði Néðrabær úr ábúð. Tók hann þá Neðra- bæ til ábúðar og fluttist þang- að, en bjó jafnframt á Grund. En túnin á Neðrabæ og Grund mega heita að liggi saman. Hef- ir hann gert miklar jarðabætur á jörðum þessum. Var Elías ásamt öðrum manni að grafa skurð fyrir vatns- leiðslu, þegar hann fann fyrst til verkjarins, sem varð honum -------------------------------- V skömmu síðar að dauðameini. Hafði hann alla ævi til þessa verið við ágæta heilsu, og næst- um aldrei orðið misdægurt. Um störf Elíasar í hreppnum fyrir það opinbera er það að segja, að þegar ég sem þessar línur rita hætti búskap og flutti suður til Reykjavíkur 1944, tók Elías við starfi mínu, sem trún- aðarmaður Búnaðarfél. íslands við jarðabótamælingar, en það 'starf hafði ég haft á hendinær 20 ár í Ketildala-, Suðurfjarð- ar- og Tálknafjarðarhreppum. Hafði Elías þetta starf á hendi þar til ráðunautur Búnaðarsam- bands Vestfjarða tók við því starfi. Árið 1948 þegar Einar B. Gíslason frændi minn, sem þá bjó á Bakka og var hreppstjóri hreppsins hætti búskap á Bakka og fluttist úr sveitinni, sagði hann af sér hreppstjórastarfinu. Gjörðist Elias Melsted þá hrepp stjóri hreppsins. Hélt hann því starfi til dauðadags með vin- semd og prýði. Elías starfaði líka ötullega að ungmennafélagsskapnum í hreppnum, sem varð til þess, að tvö ungmennafélagshús voru byggð í hreppnum, sem jafn- framt hafa verið höfð fyrir skólahús; svo þar mátti segja að tvær flugur væru slegnar í einu höggi. Öll sín embættis- og trún aðarstörf og öll önnur störf rakti Elías með stakri trú- mennsku, óhlutdrægni og sam- vizkusemi. Og öllum þeim mál- um, sem hann kom nærri og hafði afskipti af, reyndi hann með prúðmennsku sinni og sátt- fýsi að stýra til góðra enda- lykta. Eftir hið óvænta, skjóta og sorglega fráfall þessa merkis- manns úr hreppnum má segja með sanni: „Hér er sætið harmi smurt, höldar kæti tepptir. Rekkur mætur rýmdi burt. Rústin grætur eftir.“ Ég bið guð af almætti sínu að styrkja ekkjuna og börnin til að standast þessa sorgar- raun eftir fráfall þessa síns ást- kæra eiginmanns, föður, upp- eldisföður og stjúpa. Ég vil líka hér með fyrir mína hönd, konu minnar og barna votta ekkju þessa kæra vinar okkar og börnum þeirra okkar dýpstu samúð, og við munum geyma fagra kynningu við hann gömlu sveitungarnir, sem góðan og göfugan dreng. Blessuð sé minning þín! Hvíldu í guðs friði góði vin- ur! Einar Bogason frá Hringsdal. Ljósmyndabók komin út SETBERG hefur gefið út fyrstu handbóikina um Ijósmyndun. — Hjálmar R. Bárðarson hefur þýtt ©g staðfært bóikina, en gífur- legur fjöldi mynda er eifninu til Skýringar. Ljósmyndabókin er fyrst og fremst rituð fyrir byrjendur og þá, sem eitthvað hafa áður feng- izt við Ijósmyndun. Bókin er rit- uð um ljósmyndun almennt og hún krefst einskis af útbúnaði nema þess, sem sérhver áhuga- Ijósmyndari getur aflað sér. f bók inni er sýnt í texta og myndum, hvað átt er við með orðunum: brennivídd, ljósstyrkleiki, ljósop, Ijósmælir, hliðarsjónskekkja, sam bandið milli ijósops Oig lýsingar- tíma. Hér er ekki aðeins sagt frá því, hvernigtaka skuli góðar og skýr- ar ljósmyndir, heldur og um notk un leifturljósa, framköllun, kopí eríng, stækkun og margt fleira. Fyrri hluti bókarinnar sýnir í myndum, hvernig Ijósmyndavél- in er gerð og hvert hlutverk ann- ar útbúnaður hefur, hvernig er framkallað, kopíerað og stækkað. Síðari hlutinn segir frá því, hvernig finna skal verkefni til að ljósmynda, hvernig finna skal kosti þess og galla. Ljósmyndabókin er fyrsta hand bókin, sem gefin er út á íslenzku um það, hvernig taka á ljós- myndir. Smekkleg vínstofa FORMICA plötur gera vínstofuna smekklegri — Þér getið valið úr 100 mismunandi litum, mynstrum og fallegum litasamsetningum. Ef FORMICA er notað í borðplötuna, þarf aldrei að hafa áhyggjur af blettum eftir vínanda eða hita, því að FORMICA lætur ekki á sjá þótt hitastigið sé allt að 150 C. Til að halda FORMICA hreinu þarf aðeins að strjúka yfir það með rökum klút, þá er það aftur sem nvtt. Biðjið um lita-sýnishorn. G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 — Sími 24250 Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki bjóða yður önnur efni í stað FORMICA, þótt stælingin líti sæmilega út. — Atli. að nafnið FORMICA er á hverri plötu. Prjónagarn og bandprjónar mjög gott úrval Anna Gunnlaugsson Laugavegi 37 Ung hjón utan af landi óska eftir eins til Iviggja herb. íbtíð strax. Fyrirframgreiðsla. Tilb. leggist á afgr. fyrir hádegi á fimmtud. merkt: „Bilstjóri — 7624“. Nýtt trönskn kjólaefnin komin Franska garnið allir litir komnir. Schuss prjónar no. 6. Petrouchka, no. 4. Double Sport, no. 4. Baby garn, 3-þætt. Sokkagam, ull og nælon. Schwanen, 3 teg. bouclé garn. Rifsbönd, allsk. smávara. Léreftsblúndur. Búðin mín Víðimel 35. Hafnfírbingar Aukavinna. —• Vantar fólk til innheimtustarfa. Tilboð send- ist til afgr. Mbl. merkt: „Innheimta — 7628“. Ameriskar kvenmoccasiur SKÓSALAN Laugavegi 1. Miðstöbvarkatlar og þrýstíþensluker fyrirliggjandL Simi 244uu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.