Morgunblaðið - 29.11.1961, Page 13

Morgunblaðið - 29.11.1961, Page 13
Miðvikudagur 29. nóv. 1961 MOnCVHHT. AÐIÐ 13 Svíþjóð séð FYRIIl nokkrum dögrum kom út ■ Leningrad bók eftir rússneskan mann S. Volk að n.afni, sem mun liafa ferðast nokkuð víða um í Evrópu. Bókina nefnir hann „Evrópskar andstæður“. Þar er meðal annars 26 blaðsíðna furðu- lýsing á Svíþjóð, sem vakti þeg- ar athygli norrænna fréttamanna í Moskvu, einkum vegna þróun- ar samskipta Finnlands og Sovét- ríkjanna um þessar mundir og skírskotana Rússa til árásar- hættu af höndum Norðmanna og Svía. Nokkrar veigamestu upplýs- Ingar, sem Volk gefur þjóð sinni um þessa virtu og ágætu ná- granna okkar og vini, Svíana, eru eftírfarandi: • Sænskir hershöfðingjar hafa hlotið menntun sína og jþjálfun í þýzkum liðsforingja- skólum. Auk hershöfðingjastarfa Einna gegna þeir iðulega áhrifa- miklum stöðum innan sænska iðnaðarins — þar á meðal í mörg um fyrirtækjum, sem sjá fyrir visindatækjum til kjarnorku- irannsókna. • Kjarnorkurannsókniarstöð- in EVA á í miklum fjárhags- örðugleikum, sem stafa einkum ef því, að sænskir afturhalds- menn hóta að eyðileggja allar á- eetlanir um friðsamlega notkun kjarnorkunnar. • Þjóðfélagsumbætur, s e m gerðar hafa verið í Sviþjóð hafa í engu bætt kjör sænskrar alþýðu eða breytt eðli sænskra efnahags tnála. • Flokkur Sosialdemokrata Ihefur breytzt í stjórnmálaflokk, sem vakandi og sofandi gætir hagsmuna kapítalista. • Sænski konungurinn er alls ódugandi stjórnandi og eyðir öllum sínum stundum í forn- leifagröft og listaskoðun á Grikk landi. • Hinu mikla sænska bóka- forlagi Bonniers er stjórnað af Enskilda-bankanum. • Nú eru uppi ráðagerðir um að breyta Svíþjóð í bækistöð fyrir bandaríska heimsveldis- sinna. Svo mörg voru þau orð. „Furðulegt hlutleysi" Og Volk heldur áfram upplýs- íngum sínum og segir: „Hin á- gætu lífskjör í Svíþjóð eru því að þakka, að þar hefur ekki verið háð styrjöld í 150 ár — en í land- inu eru fjöldi fullkominna skóla- -bygginga nýrra íbúðabygginga, þar blasa við nýjar bifreiðar og nægð varnings er í verzlunum“. augum ur Volk á ummæli Östen Undens utanríkisráðherra, er hann árið 1959 kvaðst efast nokkuð um, að einlægni lægi að baki tillögu Rússa um kjarnorkulaust belti í Evrópu. Segir Volk þau ummæli Undens hafa verið til þess ætluð að dylja hernaðarundirbúninginn í Svíþjóð, sem miði að þátttöku Svíþjóðar í árásarbandalaginu Nato. í hugleiðingu um Málverk eftir Rembrandt, sem Volk hafði séð í Svíþjóð kveðst hann ekki fá varizt þeirri hugsun. að í Sví- þjóð séu sterk öfl að vinna að þvi að reka þjóðiná í hendur er- lendra einokunarhringa og banda riskra heimsvaldainna. Og þá víkur sögunni að flokki sænskra socialdemokrata, sem Volk segir, að hafi ekki aðeins gert sig sekan um að víkja af línu marxismans, heldur ljúgi í sífellu visvitandi til um lífskjör og efnahag sænska ríkisins í skjóli falskra hagskýrslna. Með mmm Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum, er þeir Torsten Rapp, æðsti maður sænska hersins og (t.v) Alrr^ren, yfirhers- höfðingi, voru á leið til fundar við ríkisstjórnina um orðsend- ingu Rússa til Finna frá 30. október og þróun þeirra mála síðan. Samkvæmt hinni rússnesku bók eiga þessir menn að hafa hlotið þjálfun sína í Þýzkalandi og vera mikils ráðandi í sænskum iðnaði. altölur um framleiðslu og neyzlu í lándinu gefi engar hugmyndir um hvernig efnaleg gæði skiptizt þar niður. „Mestur hluti auðæfa Svíþjóðar", segir Volk, „er í höndum fjögurra banka og auð- kýfinga, sem þeim ráða. Wallen- berg fjölskyldan í Svíþjóð er þar jafn áhrifamikil og Rockefeller fjölskyldan í Bandaríkjunum.“ Undir lokin ræðir hann um um- renninga og afbrotamenn í Sví- þjóð, sem hann segir oftast vera syni og dætur auðugra kaup- sýslumanna — „Þó svo hafi verið látið heita í sænskri kvikmynd nýlega, að um börn verkafólks væri að ræða“. Loks ræðir Volk um bókaút- gáfu í Svíþjóð, sem eins og fleira sé í höndum auðkýfinga, enda sé Bonniers-forlaginu stjórnað af Enskilda bankanum og hann ræðst harkalega á kvikmynda- gerð í Svíþjóð og skemmtisagna- gerð. Hann klykkir svo út með athugasemd, sem næstum er að finna á hverri þessara 26 blað- síðna um Svíþjóð — að uggvæn- leg séu þau hin sterku öfl, sem nú starfi þar í þágu bandarískrar heimsveldisstefnu og leitist af megni við að færa kalda stríðið út yfir svæðið umhverfis Eystra- salt. Fréttabréf úr Kjal- arneshreppi „En — segir Volk — þetta er aðeins það sem út á við snýr. Hvað getur að líta að baki þess- ari glæsilegu forhlið. Jú, — þrátt fyrir trausta uppbyggingu efna- hagslífsins, eru 60 þúsundir manna atvinnulausir í landinu og atvinnuleysisstyrkur a ð e i n s greiddur tíu mánuði ársins. Elli- lífeyri fá menn ekki fyrr en þeir eru 67 ára að aldri — og í því sambandi nefnir Volk"*elliheimili í nokkrum sænskum bæjum, sem reist hafi verið fyrir fé sem fékkst með skattlagningu blóma- verzlana. „Og skattarnir“, segir Volk, „mergsjúga sænskan verka lýð“. Næst ræðir Volk um hlutleys- isstefnu L-víþjóðar og segir m. a.: „Það lætur óeðlilega í eyrum manns, að land, sem hefur lýst yfir hlutleysi í utanríkismálum skúli hafa varið á sl. ári fjórð- ungi þjóðartekna til hernaðar- þarfa. Frá sérhverjum Svia — einnig kornabörnum — er dag- lega tekin til hernaðarþarfa ein sænsk króna — sem er verð IV2 lítra af mjólk. Og hin svívirði- lega og miskunnarlausa vígvél krefst æ' meiri fórna. Jafnframt skýrir Volk svo frá, að Tage Erlander forsætisráð- herra hafi árið 1952 heitið Banda ríkjaforseta því, að skapa sterkt varnarkerfi í landinu — „furðu- legt“, segir Volk, ,»því eins og allir vita, stendur Svíum ekki ógn af neinum". Ennfremur drep Smalað inn að Vatnajökli . Skriðuklaustri 20. nóv. ÞEGAR litið er til baka yfir veðr- éttu síðastliöins sumars, er mik- ið um skugga og fátt um sól- skinsbletti. Heyskapartíð var ákaflega þreytandi vegna tíðra Skúra, og rigninga þegar leið á sumar. Þótt öðru hverju gerði þurrkflæsur, stóðu þær yfirleitt stutt og voru ófullnægjandi. Þó gerði góðan þurrkakafla í þrjá daga 18.—20. sept. og náðust hey þá að mestu hér í dalnum. Þessir dagar gerðu það að verkum að heyskaparlok í Fljótsdal urðu sæmilega góð. Göngum var frest- »ð um 4 daga, þannig að þessir góða dagar nýttust að fullu við heyskaparlokin. Ella hefðu flest- ir karlmenn sveitarinnar verið komnir í smölun, og þurrkurinn þá ekki nýtzt. Hey eru ssémilega mikil að vöxtum, en mjög mis- jöfn að gæðum, nokkuð hrakið sumt af þeim og yfirleitt hirt illa þurr, lyskrótt Og leiðinleg. Göngur tókust vel, veðrátta sæmilega hagstæð smaladagana. Fé reyndist í meðallagi til frá- lags a. m. k. dilkar, en ær voru með rýrara móti. Októberveðráttan var sæmileg fyrri hlutann en þó rigningar- söm, en síðari hlutinn stórbrot- inn og slæmur. 25. október var nörðaustan Ofsaveður og stór- ringning svo að fátítt ei\ Rigndi þá í lotu- um 6 m.m. á Skriðu- klaustri en á 3—4 dögum yfir 100 mm. Jörð öll var þá orðin for- blaut, stórfelldur vöxtur í ám og lækjum og vegaskemmdir víða. En úrkoman var þá mun minni inn undir Vatnajökli og að sumu leyti krapahríð, og varð því minni vöxtur í aðalvötnunum Keldu og Jökulsá. Fljótsdælingar vom þá í síðari göngum á Vest- uröræfum og gátu leitað síðari hluta dags inn við jökul, en nátt stað hafa þeir þá í Sauðakofa, sem er innarlega á afréttinni. Var kofi sá endurbyggður fyrir fá- um árum og er nú sæmileg vistar vera. Nokkuð heimtist af fé úr síðustu ieitum. Slátrun dróst því með lengsta móti og var slátrað fram í nóv- ember. í'rostkafli kom í lok októ- ber, en ekki snjóaði þá að ráði hér, enda norðlæg átt, en allhvöss og köld. Síðustu 10 dagarnir eða svo, þ. e. frá tunglkomunni 8. nóv. heí:r verið ágæt tíð. Allt annar svipur á veðráttunni, suð vestan áu oftast og stundum blíð- viðri. Er jörð aftur ögn farin að þorr.a, og góða tíðin nötuð til haustverkanna, sem ávalt eru fjöiþætt og verða að ljúkast fyrir gegningarnar. Er m. a. ávallt nokkuð um lagfæringar á bygg- ingum og nýbyggingar — J.P. SUMARIÐ, sem nú er liðið, varð hér á Kjalarnesi — undir hlíð- um Esju — með breytilegu veð urfari. Sláttur byrjaði um Jónsmessu-, eða þá var fyrst borið niður, en um það leyti brá tjl suðlægrar áttar og hélzt með litlum undan- tekningum mjög óhagstæð tíð fram til 20. júlímánaðar. Á þessu tímabili komu nokkrir þurrkdagar og var aðallega heyj- að í vothey og nokkru þvælt upp í sæti. Síðari hluti júlímánaðar, og til um 12. ágúst, var mjög góð hey- skapartíð með norðanátt — en gamli norðri stóð út Hvalfjörð með skýjabólstrum á Skarðs- heiði, stillum með vestan 3—4 vindstiga hafgolu síðla dags, en þó gengu stundum fjallaskúrir yfir út um Esju, sem gætti meir í austurhluta sveitarinnar og næstu sveitum. Var þessi góðviðr iskafli kærkominn öllum hér og til athugunar á vissan hátt, sem ég kem síðar að, því bændur luku við fyrri slátt á túnum og hirð- ingu á tæpum mánaðartíma með litlum undantekningum. Seinni sláttur á túnum gekk frekar erfiðlega vegna suðlægrar regnáttar og var það hey mest eða nær einvörðungu látið í vot- hey. í þessu sambandi kemur mér til hugar — að sú breyting geti verið í aðsigi samfara aukinni ræktun, meiri öryggi í heyverk- un, svo sem með súgþurrkun, vot heysgerð og fullkomnari, afkasta meiri vinnuvélum, — að auðvelt yrði* að stytta heyskapartimann, sláttinn, þegar góðir þurrkkafl- ar koma í 3—4 vikur og heyja nægilegt fóðurmagn fyrir allan búpeninginn, en síðari sprettan að mestu notuð til beitar handa mjólkurkúm og sláturfénaði, allt fram til að frost byrja. Haustveðráttan hefur verið hlý fram yfir veturnætur en þá kólnaði og hefur Esjan og Skarðs heiðin tjaldað hvítum hjúp, en nú um tíma hafa verið mikil úr- felli. ★ Garðrækt hefur heppnast vel i sumar, en sá hængur er á, að sú ræktun er ekki nógu almenn, Myndi ég halda, að það væri mjög til athugunar, að bændur hefðu samvinnu um þá starfsemi og notuðu til þess nýjustu vélar, sem nú eru til staðar. Hefur ráðu nauturinn Kristófer Grímsson beitt sér nokkuð fyrir slíkri starfsemi á félagslegum grund- velli. Ríkissjóður hefur keypt jörð- ina Kollafjörð hér í hreppi og skal þar byggja uppeldisstöð fyrir lax og laxaklak. Eru hafn- ar þar miklar framkvæmdir og standa miklar vonir til þess, að hér sé stigið mikið spor í rétta átt til að efla þá ræktun. Hafa ungir menn úr sveitinni fengið vinnu við þessar fram- kvæmdir í Kollafirði en dveljast heima hjá sór um nætur. . , ★ A þessu ári og fram til 1. nóv. hefur mjólkuraukningin orðið nokkur en frekar fækkar þeina bændum, sem þá grein stunda. Sauðfjáreignin er næstum sú sama og fallþungi dilka í meðal- lagi góður að þessu sinni. Ó. B. Brúarbygging og vega- lagnir í Borgarfirði AKRANESI, 27. nóv. — Rétt fyrir miðjan nóvember var lokið við að byggja brúna hjá Króki i Norðurárdal. Brúarsmíðin var hafin í suraar um mánaðarmótin júní—júii. Brúin er 63 m. löng, bogabrú, ca. 5 m. breið, mikið mannvirki. Allt að 20 menn unnu þarna þegar flestir voru. Yfir- smiður \ar Kristleifur Jóhann- esson. Tveir nýir vegakaflar hafa ver- ið iagðir í Þverárhlíð í sumar, annar frá höfða að Litlu Þvérá, hinn eftir ásnum vestan við Kví- ar. Samanlögð lengd þeirra er á þriðja kílómetra. Nýr vegur var gerður á simrinu frá brúnni á Norðlingafljóti fram að Kalmans- tungu, 2—3 km, svo að Hvítár- síðumjólkurbíllinn kemst nú orð ið alla leið fram að Kalmans- tungu. S1 fimmtudag var harðneskju- hríð fram ; Hvítársíðukrók, þ. e. frá Gilsbakka og fram úr. í miklu tveggja daga rigningunum á dög- unum óx Norðurá svo gífurlega og vatnsflaumurinn barst svo vítt um, að sumir óttuðust að flóðin hefðu hrifið eitthvað af kindum með sér. Hafin er bygging íbúðarhúss að Brekku í Norðurárdal, búið að steypa grunninn. Langt er komið bvggingu um 70 kúa fjóss að Helgavatni í Þverárhlíð. — Oddur. Hvalstöð og bátar snyrt AKRANESI, 27. nóv. — Tveir elztu hvalbátarnir Hvalur 1 og Hvalur 4 liggja nú við festar inni í Hvalfirði. 5 hvalbátanna, Hvalur 2„ 3., 5., 6., og 7. eru í slipp í Reykjavík. Er þeir koma uppdubbaðir og nýviðgerðir það- an eftir áramótin verður þeim lagt inni í Hvalfirði. Ofarið á mark.-ð frá Hvalstöð- inni er t.d. um 1000 lestir af lýsi og 500 lestir af mjöli. 31. fimmtudag átti Ms. Fjallfoss að taka 200 lestir af mjöli, en ófært var að bryggju vegna veðurofsa. Síðan hvalstöðin hætti að taka á móti hval í haust, hafa 30 manns unnið i stöðinni, að gera við og hreinsa vélar og tæki. — Núna hafa þeir gerc allt klárt fyr- ir næstu hvalavertíð á vori kom- anda og hættu störfum sl. laug- ardagskvöld, 25. nóv. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.