Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 14
14 M O R cr v W r. A m 9 Míðvikudagur 29 nóv. 1961 Ykkur öllum sem glöddu mig á ýmsan hátt á afmælis- degi mínum 17. þ.m. þakka ég hjartanlega. Sérstaklega þakka ég börnam míiium, tengda- og barnabörnum. Síðast en ekki sist þakka ég forstjóra, starfsfólki og dvalargestum í heilsuhæli NLFÍ, Hveragerði. Guðmundur Pétursson, Akureyri Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á fimmtugsafmælinu með skeytum, gjöfum og heimsóknum og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Olöf Bjarnadóttir, Skipasundi 41 ÞÓRHALLUR DANÍELSSON 1 fyrrv. kaupmaður frá Höfn, Hornafirði lézt í Landsspítalanum aðfaranótt þriðjudags 28. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. SKARPHÉÐINN ÞÓRÓLFSSON vélstjóri andaðist í Landdakotsspítala 27. nóv. Vandamenn Systir mín SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Öxl andaðist í Landakotsspíiala 27. þ.m. Jósep Jónsson Faðir okkar \ KRISTJÁN ÓLAFUR SVEINSSON múrari, Hörgshlíð 12, verður jarðsungmn 29 þ.m. kl. 10,30 frá Fossvogskirkju. Blóm vinsamlega afþökkuð. Athöfninni verður útvarp- að. Fyrir hönd vandamanna Börnin Eiginkona mín SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR frá Fossi, til heimilis að Laugaveei 87, er andaðist 23. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 30. nóv. kl. 10,30 árdegis. Athöfninni í kirkjumii verður útvarpað. Ásgeir Halldórsson jarðarför sem andaðist að heimúi sínu Nóatúni 27, Reykjavík, FRÚ LIBUSE PICHOVÁ mánudaginn 27. þ.m., fer fram frá Kaþólsku Krists kirkjunni í Reykjavík, íimmtudaginn 30. nóvember kl. 10 f.h. Ing. Dr. Zdenek Pieha, Nadezda Sigurðsson, Magnús Z. Sigurðsson Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir ANNA HALLDÓRA BJARNADÓTTIR Njarðargötu 31 sem aridaðist 22. nóv. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 30. nóv. kl. 1,30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. & Elín Sigurðardóttir, Bjarni Sigurðsson, Trausti Ó. Lárusson Móðir mín i GUÐRÚN INGVARSDÓTTIR sem andaðist 24. nóv. sl. verður jarðsett frá Grinda- víkurkirkju föstudaginn 1. des. n.k. — Athöfnin hefst , með húskveðju frá heimili hennar, Baldursgötu 4, Kefla- vík kl. 10,30 f.h. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðið. Fyrir hönd aðstandenda. 3 Einar Einarsson Hjartanlegar þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR Herjólfsstöðum Þuríður Pólsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn m mmmm* 0 00001 Kristján Sveinsson F. 31. ágúst 1884. D. 21. nóv. 1961. I BYRJUN þessa mánaðar ók ég fram á Kristján Sveinsson gang- andi á leið til vinnu sinnar. Hann átti skamma leið ófarna inn með Suðurlandsbrautinni að húsinu, sem hann var að vinna við, og hélt nú, að það tæki því ekki að stöðva bifreið sín vegna, og láta aka sér síðasta spölinn. >ó lét hann til leiðast að aka með mér þennan stutta spotta. Ekki grun- aði mig, er við kvöddumst við nýbygginguna, að þetta væri í síðasta sinn að fundum okkar bæri saman. Sá, sem þessar linur ritar, kynntist Kristjáni fyrst fyrir sjö árum. Hann var þá orð- inn gamall og líkamlega slitinn, en heilsan ágæt og andinn sí- ungur. >ví minnist ég á þetta hér, að hann svaraði mér jafnan því til, að hann væri orðinn gam all og slitinn, er ég var að dást að dugnaðinum og atorkunni í sambandi við vinnu hans við sam komu'húsið í Hörgshlíð 12. 1 því húsi eru haldnar samkomur ,,til boðunar fagnaðarerindis Jesú Krists“. Margir bæjarbúar þekkja þegar þetta hús, ef ekki af eigin reynd, þá af afspum, og vonandi eiga fleiri eftir að kynnast því er tímar líða. Hitt vita færri. að þetta hús var ráð- izt í að byggja af engum efn- um, en því meiri bjartsvni á málstaðinn og þann boðskap, sem í þessu húsi átti að flytja. Kristján Sveinsson á flest hand tökin þeirra. er unnu við bygg- ingu þessa húss. Hann tók ekki laun fyrir störf sín, heldur vann þau og gaf í krafti þeirrar trú- ar, sem hann sjálfyr virti og boðaði öðrum. >að er orðið sjald gæft með þjóð vorri, að menn taki ekki einhverja eða fulla borgun fyrir störf sín. Að minnsta kosti er svo í bæium og þorpum. Einhverjar hliðstæður kann að vera hægt að finna til sveita, og er það þá venjulega nefnt húsbóndahoilusta. Starf sit.t við húsið í Hörgshliðínni vann hann fvrir sinn húsbónda, sálfan Drottinn og honum til dýrðar var verkið unnið. Kristján- var ekki maður, sem gekk lífsbrautina í þeim tilgangi að láta bera á sér, þvert á móti. Hann var hæglátur og stilltur vel, en þó jafnan glaðvær og ávailt þægilegur í viðmótí. Aldr- ei sá ég hann skipta skapi þau ár, er kynni okkar stóðu. En er iýsa skal Kristjáni, þá verður þó trúin á Guð efsi á blaði. Hann lét sér ekki nægja að trúa sjálf- ur heldur gekk hann um meðal samborgara sinna og boðaði þeim þann sflnnleik, er harin einan nóv. sl. gerir þú nokkrar athuga- semdir við ræðu, er ég flutti á nótaráðstefnu L.f.Ú. fyrir stuttu. Eg ætla ekki að biðja þig, eða aðra, afsökunar á neinu, er ég gat þar um, því að órð mín voru á engan hátt niðrandi fyrir út- gerðarmenn, skipstjóra eða neta- gerðarmenn, enda tók ég skýrt fram, að það atriði, sem þig virð- ist hafa hneykslað, hið svokall- aða sálræna ástand, væri að finna á fjölmörgum sviðurti í lífi okkar daglega. >ú minnist á, að ræða min hafi ekki verið til þess fallin að vekja traust á samtökum netagerðar- manna, og þú virðist draga það i efa, að ég hafi gert félögum mínum mikinn greiða með sumu, er ég þar gat um. Eg held, nú Óskar, að félagar mínir séu ein- færir um að dæma í því máli, og hefðir þú því getað sparað þér að taka upp hanzkann fyrir þá. Hvað því viðkemur, að ég hafi gleymt hvað nefndar athuganir á tveimur nótum hafi kostað, þá sagðist ég hafa vitað um nefnd tilvik, en ekki að ég sjálfur hefði vissi réttastan. Trúin var aðal- atriðið í lífi hans og knúði hann áfram til óþreytandi starfsemi, sem hætti ekki fyrr en í dauð- anum. >au eru mörg húsin á Is- landi, sem Kristján hefir knúið á dyr og boðið fólki sinn „Fagn- aðarboða". Honur var allsstaðar veltekið. Framkoman og góð- mennskan í svipnum vöktu traust, ekki aðeins á mannin- um ,heldur einnig því, sem hann var að boða. Nú er Kristján látinn, kallað- ur burt héðan frá starfi sínu með þeim hætti, að segja má, að hann hafi verið bænheyrður. Hann var líka sannfærður um það, að Drottinn tæki hann til sín með þeim hætti sem varð. Kristján var á ferðalagi í Vestmannaeyj- um með „Fagnaðarboðann“ sinn, er hann lézt í svefni á 78 aldursári. Slíkum manni sem honum, er búin góð heimkoma. Vinur. Ferðaðist um land og lög, Ijóssins styrki hlynur. Dagsins maður djarfur mjög, Drottins góði vinur. Guði varst þú vottur trúr um vegi landsins alla. Aldrei mátti skin né skúr, skrefum vissum halla. >ú komst í hlað og knúðir dyr, með Krossins Orð í hendi. Eitt skal svar ef einhver spyr, Alvaldur þig sendi. >ú kveiktir ljós, sem kvika enn, kvattir oft til dáða. Við klerka jafnt sem kotungsmenn kunnir orðum ráða. Búðardal, 20. nóv. 1961. T DALASÝSLU er nú unnið að smíði 8 nýrra íbúðarhúsa, sem bygging hefur hafizt á á þessu ári. Auk þess erú álíka mörg hús í srriíðum frá fyrra ári, en bygg- ingu þeirra ér nú að ljúka. Af þeim 8 húsum, sem byrjað var að byggja á þessu ári, eru 4 í Mið- dölum, og hafa ekki verið byggð svo mörg íbúðarhús í þeirri sveit á einu ári, svo að kunnugt sé. >á eru félagsheimili í smíðum að Staðarfelli á Fellsströnd, verið riðinn við mál það Hitt get ég upplýst þig um, að í öðru til- vikinu voru teknar kr. 50,00 fyrir aðstoðina, en mér er ekki ljóst hvort, eða hvað mikið hefur ver- ið reiknað fyrir aðstoðina í hinu. Held ég því, að sjóðurinn, sem þú talar um i þessu sambandi, geti ekki hjálpað útgerðarmönn- um mikið, þótt til væri. Eg er á því, að sálarástandi þínu á þessum fundi hafi verið ábótavant, þar sem þú virðist hafa haft tilhneigingu til að halla réttu máli og færa sumt úr sam- hengi. Aðrar tilvitnanir og til- búningur þinn hirði ég ekki um að svara. Skal aðeins minna þig á að lokum, að hinn kunni afla- maður og skipstjóri, Sigurjón Einarsson, talaði á fundinum á eftir mér og staðfesti einmitt það atriði, sem virðist hafa fært sál- arástand þitt úr skorðum. Viljir þú fara með rétt mál úr ræðu minni, þá skalt þú fá að hlusta á hana, í þriðja sinni, hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hún var tekin upp á segulband á fund inum. Með þökk fyrir birtinguna. Kristinn Jónsson, Dalvik. >ú þekktir syndasárin ljót, og sorg af nánu kynni. En margur hlaut hér meinabót af milligöngu þinni. Mér er kært að minnast þín, mörg þó líði árin. Eg kránkur var, þú komst til mín, en Kristur græddi sárin. Nú er sál þín svifin heiiri, sólum björtum skærri. >ú munt orðinn einn af þeim, sem erfa pundin stærri. >ú áttir fagurt aldurskieið, á'akri Drottins fríðum. >ar enda fékk þín langa leið, í ljóssins faðoni blíðum. Um þín fyrri ævistörf, aðrir munu skrifa. Eg græt þig ei, en gleðst af þörf, í Guði munt þú lifa. >ú áttir Dröttins einu trú, og öðlaðist perlur skírðar. Hús af grunni hefur þú, honum reist til dýrðar. Kirkjuhvoli í Saurbæ, og byrj- að hefur verið á byggingu fé- Íagsheimilis að Búðardal. Nokk- uð hefur verið unnið að viðgerð- um á Húsmæðraskólanum að Staðarfelli, en frekari endurbæt- ur eru fyrirhugaðar þar að vori. Einnig hafa staðíð yfir gagngerð ar endurbætur á Sælingsdalslaug í Hvammssveit á vegum Ung- mennasambands Dalamanna. f sumar var og byggð stór og vönd- um, steinsteypt fjárrétt undir Kirkjufelli í Haukadal. >að er lögrétt. Haukdæla Og ber nafnið Kirkjufellsrétt. — >á hefur Kaup félag Hvammsfjarðar og í smið- um vörúgeymsluhús og bifreiða- verkstæði að Búðardal. Auk þeirra bygginga, er nú hafa verið taldar, eru útihús, þ.e. fjárhús, fjós, hlöður o. fl., í smíð- um á eigi færri en 16 býlum í sýsl unni. Mikill hugur er í mönnum að fjölga kúm og koma upp stærri og betri fjósum vegna mjólkurstöðvar þeirrar, sem reist verður að Búðardal. Undirbún- ingi þeirrar byggingar er nú langt komið, og hefjast fram- kvæmdir væntanlega strax og fært þykir að vori. Úttekin nýrækt árið 1961 á svæði Búnaðarsamibands Dala- manna er rúmlega 120 hektarar. Ein skurðgrafa hefur unnið 1 héraðinu í sumar. Hefur hún að- eins grafið í Laxárdal og ekki tekizt að fullnægja öllum pönt- unum bænda í þeirri sveit, hvað þá heldur annars staðar. Vél- grafnir skurðir á þessu sumri eru um 21 km að lengd eða um 82 þúsund teningsmetrar. — Tvö ræktunarsambönd eru starfandi í sýslunni: Ræktunarsamband Suður- og Vestur-Dala. Tvær stór ar ýtur hafa unnið í sýslunni að jarðvinnslu í sumar frá því um mánaðamótin maí og júní og fram á þennan dag. önnur þeirra vann þó um tíma að vegagerð. Er því mikið brotið land, sérstak- lega í Vestur-sýslunni, sem ekki hefur verið fullunriið. F.Þ. Orlsending til Osknrs Vnldi- morssonnr, skipstjórn, írd Kristni Jónssyni d Dalvík f MORGUNBLAÐXNU hinn 24. K.K. Byggingnr og ræktun í Dttlum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.