Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudaöur 29. nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Bótamál áverka vegna fyrir Hæstarétti Fór betur en á horfðist Þegar John Kryway liðsfor- ingi var að lenda orustuþotu sinni á flugbraut flugvéla- móðurskipsins Franklin D. Roosevelt s.1. þriðjudag, vildi það óhapp til að eitt lemdingarhjólið brotnaði og ‘kom upp eldur í þotunni. Varð flugma'ðurinn að grípa til neyðarútbúnaðar, sem þeytti honum út úr brenn- andi vélinni. Kryway lenti í sjónum rétt við skipshlið og náðist fljótlega um borð lítið meiddur. Stærsta myndin er tekin um það leyti er Kryway þýtur út úr brennandi vél- inni, sem steyptist fram af og í sjóinn. Hinar myndirn- ar eru nokkuð óskýrar, en sýna „flug“ Kryways þar til fallhlíf hans opnaðist. 140 fjár lundust í þriSju leit — búgleg kurföflusulu — afturför í skemmfunulífi — kvefslæðingur í fðlki MYKJUNESI, 19. nóv. — Heldur hefur verið umhleypingasöm tíð hér upp á síðkastið; hatfa skipzt á frost og rigningar. Jörð er þó klakalaus nú og ekki hefur verið ■tórviðrasamt. Ekki er farið að gefa fé ennþá, nema að sjálf- eögðu hrútunum, en vegna óstöð- S ' coc o% strength Æ Fréttabréf úr Holtum ugrar veðráttu og einnig þess, hve jörð sölnaði snemma hausts, er hætt við að fé sé heldur að leggja af og væri þar af leiðandi eflaust þörf á að gefa a. m. k. kjarnfóður með beit. Gerðar hafa verið þrjár leitir í Landmannaafrétt í haust og margt fé komið úr þeim öllum. Má í því sambandi geta þess, að í þriðju leitinni fundust um 140 fjár, þar af um 100 fjár frá efstu bæjum á Rangárvöllum, sem bú- ið var að koma heim áður. Er það vitanlega ófært að vera að eltast við sama féð allt haustið að þyrfti að vera hægt að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Ennþá vantar af því fé, sem farið var með á afréttinn í vor. Víst er, að afrétturinn verður mjög dýrt íyrirtæki á þessu ári, og kemur mjög rækilega við pyngju manna hér í sveitum. Þarf vissu- lega að verða önnur skipan á þessum málum í framtíðinni og réttlátari, þannig að verulegur hluti kostnaðarins greiðist af þekn, er vilja hafa fé rétt á fjalli. Mjög báglega gengur hér með kartöflusölu á þessu hausti. Hér er yfirleitt ekki um mikla kart- öflurækt að ræða, en þó haifa ýmsir drýgt tekjur sínar undan- farin ár með kartöflusölu. Nú stendur þetta allt fast, þess eru dærai að sumir hafi sama og engu getað komið frá sér, en aðrir losnað við svo til allt sitt Virðist þurfa að taka upp ein- hverja aðra og fastari akipan í þessum málum. Nú vofir sú hætta yfir, að eitthvað af kart- öflum skemmist heima hjá mönn um, sökum skorts á fullnægj- andi geymslum. Hér um sveitir hefur verið unnið að jarðræktarframkvæmd- um til skamms tíma, en stöðvað- ist hér sökum frosta fyrir nokkru og er ólokið nokkru verki ennþá. Byggingarframkvæmdir hafa einnig verið með mesta mióti á þessu ári. Félagslíf er heldur dauft. Er nú helzt útlit fyrir að samkomur liggi að mestu niðri í sveitum nema til komi aðfengnir, rándýr- ir skemmtikraftar. Verður það að teljast nokkur afturför frá því, sem áður var, er menn undu glaðir við sitt í þessum efnum. Heilsufar hefur verið sæmiilegt í haust, þó hefur einhver kvef- slæðingur verið að læðast um og hettusótt hafur stungið sér niður. Enda þótt nú »é liðinn mánuð- ur af vetri, er æði víða sitt af hverju ógert, er ljúka þyrfti við áður en hinn eiginlegi vetur geng ur í garð, en úr þessu getur það gerzt æði fyrirvaralítið. En fólk- ið er fátt og dagurinn stuttur og mörgu þarf að sinna. Þess vegna verðum við jafnan að halda í þá ósk, að morgundagurinn verði góður. — M.G. Sératkvæði NÝLEGA var kveðinn upp i Hæstarétti dómur í máli, er Bernharð Hjartarson. ísafirði, höfðaði á hendur fjármálaráð- lierra f. h. ríkissjóðs til bóta- greiðslna vegna áverka, er hann varð fyrir. þar sem hann vann við að sprengja jarðgöng í Arn- arneshamar, sem er á leiðinni frá ísafirði til Súðavíkur. Málavextir eru á þessa leið: Sumarið 1948 vann stefnandi við að sprengja ofangreind jarð- göng. Verk þetta var unnið á vegum vegagerðar ríkisins. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að dag einn í októbermánuði, er sprenging hafði átt sér stað, hafi hann ásamt fleiri mönnum far- ið inn í jarðgöngin ,til að hlaða grjóti, sem hafði losnað við sprenginguna, upp á pall vöru- bifreiðar. Þegar þeir höfðu unn- ið að því nokkra stund, hafi grjótstykki fallið úr þaki jarð- ganganna og komið vinnstra megin á höfuð sér, en þeir hafi ekki borið neina hjálma á höfði. Við höfuðhöggið lsom frekar lítið sár á höfuð stefnanda, en töluvert blæddi úr. Hann féll ekki á jörðina og missti aldrei meðvitund, en varð miður sín, fékk mikinn höfuðverk og varð óglatt, Starfsfélagar stefnanda báru hann inn í upphitaðan skúr og lagðist hann þar fyrir á bekk. Var ekki talin þörf á, að hann færi til læknis og eftir um það bil tvær klukikustundir hafði hann jafnað sig svo, að hann fór aftur á vinnustað. Daginn eftir fór stenandi hins- vegar til læknis, þar sem honum var ráðlagt að vinna ekki vinnu, sem áreynslu þyrfti við. Líðan stefnanda fór síðan dagbatn. andi og höfuðverkurinn hvarf alveg. Um það bil ári eftir slysið fór stefnandi að finna til þyngsla í höfði, sem ágerðist mjög. jafn- framt því, sem hann varð hald- inn svefnleysi og máttleysi. Fór heilsu stefnanda síðan hrakandi og varð hann að hætta við bú- fræðinám. er hann byrjaði út í Noregi. Veturinn 1957—1958 fór stefnandi síðan að fá krampa- köst ásamt miklum sársauka í 'höfði. Þessar kvalir og þjáningar vildi stefnandi rekja til þess atviks í október 1948, er steinn féll í höfuð honum við vinnuna á Arnarneshamri og þvi höfðaði hann skaðabótamál þetta með stefnu, er gefin var út 12. sept. 1958. Gerði hann kröfur um bætur að upphæð kr. 491.600,00. Reisti hann kröfur sínar á því, að engir hjálmar hefðu verið út- vegaðir þeim. sem unnu í jarð- göngunum, né hafi heldur verið gerðar nokkrar aðrar ráðstafan- ir til að vernda þá gegn grjót- hruni úr þaki jarðganganna. Stefndi krafðist sýknu og byggði sýknukröfu sína á því, að í fyrsta lagi hafi verið ósannað að sjúkleiki stefnanda sé afleið- ing höfuðhöggi því, er hann hlaut í október 1948. Héraðsdóm ur leitaði álits læknaráðs og enn fremur voru lögð fram allmörg læknisvottorð og með tilvísan til þessara gagna taldi héraðsdóm- ur, að núverandi veikindi stefn- anda væru afleiðingar nefnds höfuðhöggs. Þá taldi stefndi, að krafan væri niður fallin sökum tóm- lætis stefnanda, en ekki var fallizt á þau rök, þar sem heilsu hans hafi stöðugt verið að hraka á tíma'bilinu. Héraðsdómur lagði því fébóta- ábyrgð á ríkissjóð og var hon- Ium samtals gert að greiða kr. 336.600,00 auk kr. 23.000,00 í málskostnað. Hæstaréttardómur Fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs áfrýjaði máli þessu og krafðist í Hæstarétti sýknu af kröfum stefnanda, en hann hélt fram sömu kröfum og hann hafði gert fyrir héraðsdómi. Hæstaréttardómarar urðu ekki sammála um niðurstöður í máli þessu. 1 forsendum dóms, er meirihluti Hæstaréttar kvað upp segir: ,,I málum eins og því, sem hér liggur fyrir, er oft ekki unnt að fá algjöra vissu um orsakasam- band milli slyss og eftirfarandi heilsutjóns, og verður þá að meta, hvort gert hafi verið nægi lega sennilegt, að slíkt orsaka- samhengi sé fyrir hendi.“ Síðan var vitnað til vottorða lækna og þess síðan getið að málið hafi verið lagt fyrir læknaráð. Þá segir svo: „Kveður læknaráð ekki verða fullyrt, að umrædd vanheilsa gagnáfrýjanda stafi af höfuðáverka þeim. sem hann varð fyrir í október 1948, en sennilegt megi teljast, að svo sé, enda hafi ekki komið fram í gögnum málsins líkur fyrir öðr- um orsökum. Stóðu átta lækna- ráðsmenn að ályktun þessari, en hinn níundi taldi réttara að í stað orðanna: „en sennilegt má telja“, kæmi: „en ekki er úti- lokað". Fallast má á það með héraðs- dómi, að framangreind gögn ásamt þeim upplýsingum, sem fram hafa komið um sjúkraferil gagnáfrýjanda, leiði nægar lík- ur að því, að heilsubrestur hans eigi rót sina að rekja til slyss þess, sem í málinu greinir*1. Bótaábyrgð var því lögð á rík- issjóð og Bernharði Hjartarsyni dæmdar kr. 326.60.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 12. sept. 1958 til greiðsludags og kr. 40.000,00 í málskostnað. Sératkvæði Svo sem áður er vikið að skil- uðu tveir hæstaréttardómarar sératkvæði. Þar urðu niðurstöð- ur á annan veg og fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs sýknaður af kröfum stefnarfda. í forsend- um að atkvæði þeirra segir: „Samkvæmt gögnum málsins varð hvorki verkstjóm Vega- gerðarinnar né öðrum fyrirsvars- mönnum hennar kunnugt um slysið fyrr en um mitt ár 1958, en þá hafði gagnáfrýjandi fyrst uppi kröfur um skaðabætur úr hendi aðaláfrýjanda (ríkissjóðs) vegna þess áfalls. Læknar þeir, sem taldir eru í héraðsdómi, hafa á árunum 1957—1960 lýst því, að gagnáfrýjandi væri hald- inn heilarýrnun, höfuðverk og flogaveiki, sem þeir vilja, meira og minna ákveðið, rekja til slyssins." Síðan er vikið að ályktun læknaráðs og segir síðan: „Þegar litið er til þess, hversu langur tími leið frá því, að gagn áfrýjandi varð fyrir höfuðhöggi því, er í málinu greinir, og þar til læknar töldu sig hafa sann- reynt sjúkdóma hens, þykir var- hugavert við það að miða, að heilsutjón gagnáfrýjanda verði rakið til þessa höfuðhöggs og eigi til annarra orsaka. Sam- kvæmt þessu og þar sem aðal- áfrýjandi var eigi fyrr en næst- um tíu árum siðar krafinn greiðslu skaðabóta vegna van- gæzlu starfsmanna sinna, þykir skaðabótkrfa gagnáfrýjnda vera reist á of veikum grundvelli til þess, að hún verði tekin tii greina."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.