Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 29. nóv. 1961 m oncrnvnr j n r ð 17 Kristmann Guðmundsson skrifar um^ BÓKMENNTIR GUIXÆDIÐ. BFTIR JACK LONDON GEIR JÓNASSON bjó til' prentunar. I SUÐURHÖFUM. EFTIR JACK LONDON SVERRIR KRISTJÁNSSON I ÍSEENZKAÐI. , ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA ' Jack London er meistari frá- sagnarinnar. Fáir hafa betur kunnað að segja sögu en hann, og í báðum þessum bókum kem- ur það glöggt fram. Hin fyrri er skáldsaga, hin síðari smásagna- safn. Gullæðið er sagan af Kitta Stormi. 1 upphafi bókar er hann iblaðamaður í San Francisco. Hann hefur líka gefið út kvæða- Ibók — og á frænda, er frýr hon- um oft hugar fyrir leti og ónytj- ungshátt. Gamli maðurinn brýn- ir hann títt á því, að afi hans hafi steinrotað mann rneið einu hnefa höggi, þegar hann var 69 ára að aldri, en telur ólíklegt, að Kitti geti sjálfur nokkru sinni rotað svo mikið sem maðkaflugu, allra sízt þegar hann er orðinn 69 ára. Eigi að síður leggja þeir frænd- ur litlu síðar af stað til Alaska, en þá hefur fregnin um gullfund inn mikla farið eins og eldur í sinu um Ameríku alla. Og nú hefst heldur en ekki viðburðarík og skemmtileg saga. Ekki skal lesandinn rændur þeirri ánægju að uppgötva sjálf- ur þau fjölmörgu æ-vintýri, sem Kitti Stormur iendir í á leiðinni. Þar eru hættur og raunir á hverju blaði — nóg til að drepa tíu hraustmenni af hörðustu gerð. Kitti er auðvitað linur í fyrstu, því að satt að segja hefur hann lítið annað gert en að slæpast með kunningjunum í San Fran- cisco alla sína tíð. En hann herð- ist smám saman, og ekki líður á löngu, áður en hann getur rotað fleira en maðkaflugur. Þess er líka full þörf, því að gullæðið mikla hefur nú gripið þúsundir manna, er allar streyma til Alaska, og kapphlaupið er ægi- legt að ná fyrstur til staðarins, þar sem gullið hefur fundizt. Brugðið er upp fjölda svip- mynda af bráðtifandi aukapersón um — og auðvitað vantar ekki spennandi ástarævintýri innan- um öll hin. Það er engin furða, þótt þetta sé ein af útbreiddustu bókum Jack London, svo prýði- lega býggð og bráðskemmtileg sem hún er. Sumir myndu víst kalla hana léttmeti á bóka- menntalega vísu, en það er ekki rétt. Frásögnin og atburðalýsing- arnar eru hvort tveggja svo snilld arlegt, að af ber, og þróun aðal persónunnar er gerð af meistara- höndum. Þá er þetta holl lesning ungu fólki, því að hún fjallar um þann karlmennskudug, sem ekiki kann að gefast upp, en vex í hættum og raunum — og það er einnig saga um trausta vináttu og góðan félagsskap. Þýðingin má kallast góð; virð- ist hún öll samvizkusamlega unn- in. En hressilegra og þrungnara af lífi er nú eigi að síður mál höfundarins sjálfs. f SUÐURHÖFUM er smásagna- safn eins og að ofan getur og í því sumar af allra beztu smá- sögum Londons. í þeirri bók er lesandinn kominn suður í blíð- una á Kyrrahafi — sem raunar á það stundum til að snúast upp í ofsarok og stórsjó. En það ger- ist margt í þessum sögum, og ekki vantar spennu; lesandinn gleymír að ergja sig yfir kæru- leysislegri þýðingu, sem lítur út fyrir að -vera gerð úr dönsku. („Litlu síðar fengum við okkur annað staup eða kannske það þriðja, og ég á að bera kveðju og segja, að það var ekki glund- ur, sem við blönduðum.“ — „En að fara seint í háttinn", sagði hann, „að væri ekki gott, því að listkynning Mbl. Samsöngur Karlokórs Keflavíkur KARLAKÓR Keflavíkur hélt haustsamsöng sinn í Bíóhöllinni f Keflavík 18. nóvember. Fyrst söng kórinn verulegan hluta af söngskrá sinni fyrir skólanem- endur og var það vel hugsað af kórnum, þó að hinir ungu gestir tækju boðinu ekki með æskilegri hæversku. Karlakór Keflavíkur er í aug- um heimamanna merkilegt fyrir- bæri. Það fer lítið fyrir því al- mennt séð, þó að þessir 36 menn séu að hraða sér á æfingu að loknum margháttuðum dagleg- um störfum og eyða þar kvöldinu undir járnhörðum aga stjórnand- ans, en svo þegar kórinn birtist prúðbúinn á pallinum og flytur okkur brot úr meistaraverkum liðinna og líðandi stunda, þá verðum við í bekkjunum þakk- Ját og hrifin. W Karlakór Keflavíkur óskar eftir dómum um verk sín — en eðgát skal höfð í nærveru sálar -— og dómar um Karlakór Kefla- víkur verða tvíþættir fyrst og fremst dómur um það menning- arlega framlag, sem kórinn legg- ur okkar bæjarbrag, ef til vill imeð því að vera til og standast þolraunina að æfa og koma fram — fyrir það erum við innilega þakklát, því þar er vel að verið. Ekki er þetta þó einhliða frá okkur áheyrendum, heldur hafa kórfélagar einnig sína ánægju af J>ví að vera og gera- Um meðferð kórsins á fjölbrey.ttri söngskrá er margt hægt að segja. Yalið er fjölbreytt og gefur tækifæri til étaka á marga lund, sem kórinn leysir á afbragðs hátt. Stundum er kórinn leiddur á yztu nöf með aniklum andstæðum — Forte er ekki alltaf hávaði, heldur styrk- ur, en þróttmikil stjórn hefur oft tilhneigingu til að ná því hugstæða út úr verki sínu. Keflavíkurlagið, Alda sunnan úr öldum, eftir Bjarna J. Gísla- son við texta Kristins Reyrs er fallegt lag og vel með farið, það er grunntónn í því, sem höfðar til fortíðar og framtíðar, en þó svo skiljanlegt eins og gjálfrið við keflvíkska fjörusteina — Móðir vor jörð eftir Toni Ortelli, í útsetningu Hriberschek er fallegt og vel flutt af kórnum, Pílagrímasöngur Wagners rís Qg hnígur undra vel í meðförum ekki stærri kórs en hér er að verki. Með kórnum eru að þessu sinni fjórir einsöngvarar, sem leysa sín hlutverk vel af hendi og eru mjög smekkvísir í söng og tilfinninganæmir fyrir sam- ræmi heildarinnar. Sverrir Ólsen syngur eins og sá sem valdið hef- ur, rödd hans er björt.og falleg og þyrfti hann eða stjórnandinn að gæta hennar betur, þegar hann fellur inn í heildina með kórnum. Guðrún Kristinsdóttir annað- ist undirleik í forföllum Ragn- heiðar Skúladóttur, og gerði það af sinni alkunnu snilld, þó sam- æfingar væru ekki margar. Karlakór Keflavíkur hefur unnið gott verk og heldur nú áfram að velja sér ný verkefni og vaxa og þroskast undir ör- ugrri og markvissri stjórn Her- berts Hribérscheks, sem hefur leitt kórinn til vaxandi virðingar á erfiðri braut söngs og sam.taka. — hsj- Juneau, Alaska, 24. nóv. NTB. BANDARÍSK flutningaflugvél af gerðinni „Boxcar“ (C-119) hrap- aði í dag til jarðar í nánd við White Horse í Yukon. Fimm af áhöfninni fórust, en tveggja manna er saknað. maður færi með heilsuna á því.“ — „Þegar María var sex ára, gekk hún yfir stóra htiullungmn við ströndina án ótta, og ég hef séð fullorðna og fullsterka menn hika við það þrekvirki.“ — Það er meira af slíku.) Fyrsta sagan, „Heiðinginn“, fjallar um félagsskap tveggja manna af ólíkum kynþáttum. Óg fáu kann Jack London betur að lýsa en einmitt vináttu og félags- Skap. Suðureyjamaðurinn, Otu, verður lesandanum ógleymanleg- ur, svo lifandi og mannlegur er 'hann j frumstæðri væntumþykju sinni og óbilandi tryggð. Þá er sagan um svertingjann Má.kí og baráttu hans við óblíð örlög, er enda raunar I hinni mestu velgengni. Mákí yfirvinn ur allar þrautir og gerist að lok- um höfðingi á heimaey sinni, verður ótrúlega feitur og eignast fjórar eiginkonur. Auk þess á hann margar byssur, hanka úr postulínsbolla og glæsilegt safn af mannshausUm; — einn þeirra er meira að segja hvítur með gult skegg. Höfundurinn vinnur það afrek að vinna samúð lesand- ans til handa þessum frumstæða morðingja og grimmdarsegg, og má það heita vel af sér vikið. Persónulýsingin er snilld og sag- an listaverk. DJOFULLINN HIRÐIR YKK- UR ! er ekki eins góð og hinar fyrri, enda kennir í henni nokk- uð mikils hroka fyrir hönd hins hvíta manns og fyrirlitning á negragreyjunum þarna á Suður- hafseyjum. I SONARSYNI MORÐINGJANS er góð mannlýsing og snjöll frá- sögn af hrakningum skútu einn- ar, er berst um höfin með eld í lestinni. Höf. tekst þar að skapa mjög sérstæða og ógleymanlega stemmningu með meistaralegri frásagnargáfu sinni. I sögunni HVÍTI MAÐURINN — HINN ÓUMFLYJANLEGI, ber enn nokkuð á hvítramannahroka, en að öðru leyti er þetta rétt snortur saga. Bráðskemmtileg er sagan HIN- AR ÆGILEGU SALÓMONSEYJ- AR. En heldur er hún létt á bókmenntalegum metum. — Hús ið hans Maphuis er aftur á móti ágæt saga um baráttu frumstæðra roanna við hræðileg náttúru- öfl. Frásögnin af hrakningum ) Nárí gömlu er gerð af tærri snilld. Og hinn ljúfi undirleikur vonarinnar í öllum þessum ham- förum kemur við hjartað í les- andanum. Draumur þessara fá- tæklinga um húsið, er þau ætla að kaupa fyrir perluna sína, mun lengi geymast í minni manns. Síðasta sagan HVALSTOÐIN, er lélegust, og skal ekki fjölyrt um hana. Frágangur bókanna er ágætur, hvað ytra útlit snertir, og eru nú komin átta bindi af ritsafni Jacks Londons. SNORRI D. Halldórsson heldur sýningu á myndum sínum í glugga Mbl. næstu daga. Snorri var með þcim fyrstu er stofnuðu samtök frístundamálara og sýndi hann tvisvar með félögum sín.um. Sjálfstæða sýningu hélt hann svo í Vestmannaeyjum 1955. Snorri sýnir að þessu sinni 2 oiíumyndir, 5 krítarteikninigar og allmargar vatnslitamyndir. Fiest- ar þessar myndir eru frá Reykja- vík og nágrenni og allar til sölu. Lögðu hald á ilagvélina Haag og Caracas, 27. nóv. — (AP — NTBJ — FIMM stúdentar frá Vene zuela lögðu í dag hald á farþegaflugvél — dreifðu úr henni flugritum yfir Caracas, höfuðborg Vene- zuela, og neyddu síðan flugmanninn til þess að lenda í Curacao. Flugvélin var á leið frá C-aracas til Maracibo, sem er um 800 km. fyrir vestan Caracas. Farþegar í vélinni voru 43 og fjögurra manna áhöfn. Þegar eftir flugtak í Caracas, tóku stúdentarnir öll völd um borð. Þeir fleygðu flugritum með gagn- rýni á stjórn Venzuela yfir borgina. Þegar flugvélin lenti í Williamstad í Cura- cao voru stúdentarnir hand- teknir af hollenzkum yfir- völdum. New York 24. nóv. NTB SKÝRT var frá því í Bandaríkj- unum í dag að alls hafi Rússar sprengt 50 kjarnorkusprengjur frá því þeir hófu tilraunir að nýju hinn 1. sept. sl., en ekki 30 eins og talið var. KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR . * < * HiaNí.NHiAM skrifar um kvikmyndir * kvikmyndir Trípolibíó: NAKIN KONA í HVITUM BIL FRANSKI leikarinn Robert Hossein hefur samið handritið að þessari mynd Og haft á hendi leikstjórnina og auk þess fer hann með eitt af aðalhlutverk- unum. — Myndin hefst á þvi, að á veginum til Riviera nemur hvít ur bíll skyndilega staðar um miðja nótt við hlið manns nokk- urc', sem er þar á gangi. Kven- mannsrödd í bílnum spyr mann- inn- til vegar til Nice og býður honum jafí framt ótvírætt ástar- lot sín. Þegar ástarævintýrinu er lokið ætlar maðurinn að kveikja ljós til þess að sjá hver konan er, en hún ógnar honum með skammbyssu svo að hann fer úr bilnum án þess að sjá andlit liennar. Maður þessi, sem heitir Pierse Menda, hefur starf- að hjá franska útvarpinu, en er nú atvinnulaus og á leið til Rivi era í atvinnuleit við útvarpið í Monte Carlo. Hann getur ekki gleymt þessu ævintýri og honum tekst að hafa upp á eigendum bílsins. Eru það tvær systur, Helena óg Eva, ungar og fríðar konur. Hann fer heim til þeirra undir því yfirskyni að bílnum hafi verið ekið á sig þessa um- ræddu nótt. Helena verður undr- Krúsfeff eins og banda- rískir heimsvaldasinnar segir albansk\ú æskulýðsleiðtogi Tirana, Albaníu, 24. nóv. — (NTB) — AÐALRITARI æskulýðs- hreyfingar koniniúnista í Albaníu, Loubonia, réðist í dag harðlega á Krúsjeff for- sætisráðherra og sakaði hann um tækifærisstefnu og árásir á sanna Marx-Lenin- ista. Líkti hann Krúsjeff við „bandaríska heimsvaldasinna og júgóslavneska endurskoð- unarsinna“. Laubonia sagði að Krúsjeff hefði ráðizt á landsþing æsku- lýðshreyfingarinnar í Tirana. „Flokkur okkar hefur með ró og þolinmæði mætt árásunum og rógburðinum frá Krúsjeff og lærisveinum hans vegna þess, að flokkurinn er þess fullviss að Marxisminn og Leninisminn munu sigra endurskoðunarstefn- una“, sagði Loubonia. Þá ásakaði Loubonia Krús- jeff um að hafa hvatt til þess í ræðu að gerð yrði gagnbylting í Albaníu. Sagði hann að það væri furðulegt þegar Krúsjeff talaði um sjálfan sig sem Leninista, því Lenin, „hinn mikli leiðtogi byltingarinnar", hefði aldrei hvatt eða varið gagnbyltingaröflin, eins og Krúsjeff hefur gert varðandi Albaníu. Loubonia lauk máli sínu með því að hvetja kommúnistaæsk- una í Albaníu til enn nánari samstöðu við flokkinn og mið- stjórnina undir forustu Enhver Hox' andi, þvi að hún fer aldrei út að nóttu til og um Evu getur ekki verið að ræða, því að hún ér iómuð og bundin við hjólastólinn. Pierre verður vinur systranna. Þær bjóða honum að búa hjá sér og taka.við stjórn hljóðfæraverzl unar, sem þær eru að setja á stofn. En nú fara að gerast mjög aularfull atvik í sambandi við Evu. Hún hverfur nótt eftir nótt úr rúmi sínu og finnst hvergi enda þótt þau Pierre og Helena leiti hennar vandlega. Eva hafði játað Pierre ást sína, en hann óg Helena sem hafa fellt hugi saman, hafa miklar áhyggjur af því hversu komið er, einkum þó út af þessu næturhvarfi Evu. Fer svo að Pierre tekur að gruna að Helena sc hér að verki, í þeim tilgangi að láta menn halda að Eva sé geðbiluð. Þegar Helena kemst að grun Pierre fer hún af heimilinu í reiði. En að lokum fæst lausn ieyndarmálsins. Mynd þessi er mjög sérstæð að efni, spenna hennar mikil og hún sérstaklega ve! gerð og eftir því vel leik.ii. Systurnar Marina Vlady og Odile Versois leika Evu og Helenu og Robert Hossein Pierre. Er leikur þeirra allra af- bragð, ekki síst Marinu Vlady, sem túlkar frábærlega vel sálar- líf hinnar lömuðu stúlku. Háskólabíó: OVENJULEG ÖSKUBUSKA OVENJULEG öskubuska er rétt- nefni á þessari mynd. Vinur okk- ar Jerry Lewis er sem sé ösku- buskan. Hann heitir Fella og býr bjá auðugri stjúpu sinni og son- um hennar tveimur. Eins og ösku buskan í ævintýrinu er hann horn reka á heimilinu og þjónn sem annast öll verstu verkin meðan synir stjupunnar lifa í allsnægt- um og gei a ekki annað en að njóta lífsms. Og nú kemur prins- essan til sögunnar. Henni er haldin mikil veizla og þangað fara hálfbræður Fella til þess að krækja í prmsessuna, en Fella verður vitamega að sitja heima. En þá tirtist honum töframaður inn, og áður en varir er Fella kominn í veizluna prúðbúinn og stigur dans við prinsessuna. En kl. 12 á miðnætti tekur hann til fótanna og missir þá annan skó- inn, sem prinsessan finnur. Þarf ekki að hafa þessa sögu lengri, — allir kannast við hversu lauk sögunm um öskubusku. Mynd þessi, sem tekin er í lit- um, er ekki eins skemmtileg og margar sðrai myndir Jerry Lew- is. Þó eru ýmis atriði myndarinn- ar ailskemmtileg og alltaf er gam an rð sia hin margvislegu og furðulegu svipbrigði Jei'ry’s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.