Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNfíLAÐIÐ Miðvikudagur 29. nóv. 19tr> Margaret Summerton HUSIÐ ViÐ SJÖINN Skdldsaga f6 að drekka úr glasinu J>ínu í friði. Og hún kom vingjarnlega til mín og lyfti undir olnboga minn. Þetta hefur ekki verið góður dagur í dag hjá ömmu. Það var eitthvað seinnipartinn, sem kom henni í vont skap og svo komst í>ú á eftir ásetlun. Hún þolir ekki að bíða. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt. Ég hafði enga hug- mynd um, að þið væruð svona mikið mínútufólk, annars hefði ég gætt þess að láta hana ekki bíða eftir mér. Já. því miður höfum við víst klukkuna nokkuð mikið fyrir húsbónda í þessu húsi, sagði hún. Edvina hafði snúið til hægri, þegar inn í borðsalinn kom. Eftir nokkrar sekúndur yrðum við öll komin að borðinu. Ég varð að flýta mér með með spurninguna. Þú varst gift Edmond, var það ekki? Jú... .auðvitað. Safírbláu aug- un opnuðust snöggvast af undr- un, — líklega yfir því, að ég skyldi ekki vita þetta. En svo sigu mjólkurhvítu aunalokin aft- ur og huldu þau og brosið hvarf af munninum og það hefði mátt lengi leita til að geta fundið ann- an eins sorgarsvip og á hana kom. Hjarta mitt hefði átt að fyllast af samúð og ég skamm- aðist mín fyrir, að það skyldi ekki gera það. Við gengum nú inn í borðsal- inn, en enginn hafði heyrt til okkar vegna samtals karlmann- anna, sem voru rétt á eftir okkur. Eg leit rétt sem snöggvast á vangasvipinn á Lísu. Hún brosti nú aftur, og það var þetta hægiáta og hæversklega bros, sem hefði átt að vera hlýtt en var það ekki. En það rann upp fyrir mér þá. að þetta bros kæmi jafn sjálfkrafa og andardráttur- inn hjá henni og að það væri gjörsamlega tilfinningarlaust. — Jafn sjálfkrafa sendi hún það nú Edvinu, sem nú sat uppstillt við borðsendann, eins og stúlkunni, klunnalegri og ósnyrtilegri, sem gekk um kring með súpuskálina. Hérna. Charlotte! sagði Edvina og barði í diskinn við hliðina á sér. Mark getur setið hjá þér. Komdu, Ivor. Hefurðu séð um vínið? Ég minnist ekki að hafa fengið kjallaralykilinn hjá þér aftur. Hann lagði lykilinn fyrir fram an hana og hún hneig einhvern- veginn saman eins og sauma- poki. Þú getur byrjað að bera fram, Ivy! Lísa, alúðleg og kurteis eins og fyrr, og Tarrand majór kátur og næstum verndandi vingjarn- legur. héldu uppi samræðum við mig um ferð mina frá London, en Edvina snerist öll um að moka í sig súpunni með háværri græðgi. Mark Halliwell stein- þagði. Ég skoðaði þennan skuggalega borðsal með þunglamalegu hús- gögnunum, geysistóra borðinu, sem við notuðum ekki nema fjórðapartinn af, skinandi kerta- stjaka með engum kertum í. á- vaxtaskálar með engum ávöxtum í. Arinninn var mjög fallegur en gaf bara ekki frá sér neinn hita — það lítið var af honum þarna, stafaði frá litlum rafmagnsofni bak við Edvinu, en gerði lítið gagn út um stofuna. Ó, Charlotte ég sé. að þú ert að horfa á myndina af honum afa þínum. Edvina lagði frá sér skeiðina, enda hafði hún lokið við súpuna sína löngu á undan öllum hinum. Ég hafði tekið lauslega eftir dökkleitu olíumálverki yfir arn- inum, en ekki veitt því neina frekari eftirtekt. En nú var mér harðlega skipað að gera það. og sá nú alskeggjaðan aldamóta- höfðingsmann í hversdagsklæð- um. Með þvi að snúa mikið upp á sig, leit Edvina við unz hún gat horft á myndina. Ég missti hann, þegar hann var á bezta aldri og rétt að byrja afreksverk sín. Það var ekki aðeins minn skaði held- ur ættjarðarinnar. Ef hann hefði lifað, vrrri hún betri staður að lifa á en nú er. Meðan hún var að taia gat ég ekki annað en tekið eftir breyt- ingunni, sem á henni varð. Mínútu áður hafði hún verið rellin gömul kona. sem hámaði í sig matinn, sem henni var bor- inn, og stráði aðfinnslum til beggja handa að þeim, sem kring um hana sátu. En nú þegar hún burðaðist við að snúa sér aftur að þeim, sem við borðið voru, var svipur hennar altekinn sorg, sem hafði enzt henni út yfir gröf og dauða. Eg rétti ósjálfrátt út höndina og snerti hennar hönd, og hún sagði kjökrandi: Menn eins og hann afi þinn var, fæðast ekki lengur. Og sannfæringin um 'það virt- ist herða hana upp í eðlilegt reiðiskap sitt og drottnunargirni, og aftur tók stofan að bergmála skipanir hennar. Enginn var nógu fljótur fyrir hana, ekki Mark Halliwell að hella í glösin, Tarrand majór að skera kjötið, né stúkan að rétta diskana. Þetta var heldur vesaldarleg máltíð: þunn, bragðlaus súpa, of- steikt kjöt, grænmeti og seigar kartöflur. Svo komu niðursoðnar ferskjur með einhverju velgju- legu gumsi ofan á sem hefur lík- lega átt að heita rjómi. Ég sann- færðist æ betur um, að þetta ríkidæmi Edvinu væri ekki ann- að en hugarfóstur Tamöru. Vínið var það eina. sem var gott og Edvina drakk líka mörg glös af því með góðri lyst. Við fjórða glasið fór Lísa eitthvað að benda henni á að fara varlega, en þá sendi Edvina henni svo eitrað augnatillit, að hún flýtti sér að draga sig í hlé. Lísa og Tarrand majór gerðu heiðarlegar tilraunir til að halda samtali í gangi, eins og ekkert væri um að vera, en það var annars enginn hægðarleikur og ollu því sífelldar framítökur Ed- vinu. Af öllum þeim, sem við borðið sátu, virtist Mark Haili- well einn vera eins og hann átti að sér. Framkoma hans var líkust gests, sem hefur verið dreginn nauðugur í samkvæmi og situr því á sér Einu sinni, þegar hann var að hella í glasið mitt, leit ég beint í augu hans. Þau voru ekki brún, eins og mér hafði sýnzt, heldur blá — einkennilega stál- blá, ekki hrokafull eins og ég hafði búizt við, heldur hreinskiln isleg og eins og honum væri skemmt, án þess að hann léti mjög á því bera. Hann brosti um ieið og hann lyfti flöskunni, en ennþá gat ég einskis orðið vísari um það, hve- nær og hvernig við hefðum hitzt áður, en hitt var ég viss um, að hann sjálfur vissi það fullvel. Þegar við fórum út úr borð- salnum, staulaðist Edvina þver- móðskulega á undan okkur sem fyrr. Þetta erfiðlega fótatak henn ar var einkonar uppreisn gegn óhlýðni limanna við vilja hennar, reiðiuppþot gegn ásókn ellinnar. En þá brosti ég. Edvina átti sér að minnsta kosti eina gleði- lind. Mig var þegar tekið að gruna að amma mín drykki tais- vert. Og víst var um það, að konjaksflaskan stóð þegar hjá henni er við komum inn í setu- stofuna. Aftur sat hún í armstólnum eins og í hásæti með Ijósið skín- andi beint á sig. Rétt hjá henni var lítill bakbeinn stóll, sem hún lamdi nú á með stafnum sinum. Sittu þarna, þar sem ég get séð þig, Charlotte. Nú. þegar við er- um búin að borða, langar mig að tala við þig. Ég hlýddi skipuninni og hin þrjú settust rétt utan við ljós- hringinn frá standlampanum. Ég settist niður og aðeins vegna þess, að móttaka mín í húsið hafði verið heldur óviðkunnan- leg, varð ég gripin einhverri hræðslu og meðvitund um að geta enga björg mér veitt. Eftir óþægilega þögn í heila mínútu, hóf Edvina mál sitt: Þú ert ekki nokkra vitund lík hon- um Esr.'.ond. Ekki svo að skilja, að ég sé neitt hissa á því. Þetta hefur mér líka verið sagt. Var það mamma þín, sem sagði þér það? Já. Hún gaf bendingu um að hún vildi láta fylla konjaksglasið sitt aftur, og um leið og Tarrand majór stóð upp til að hlýðnast skipuninni, komu mér til húgar orðin, sem mamma hafði notað um þetta fylgdarlið gömlu kon- unnar: Ræningjar! Hákallar! En um leið varð mér líka Ijóst, að mamma vissi margfalt meira um þetta fólk en ég. Edvina hélt á glasinu í hendi, sem var vansköpuð af gigt, og hélt áfram: Svo þú vinnur í banka? Eða það sagði mamma þín mér. Hvað gerirðu þar? Ég sagði henni það í sem stytztu máli, og það var fyrsta svarið, sem hún kreisti út úr mér, þvi að ekki hætti hún fyrr en hún hafði fengið ævisögu mína í öllum aðalatriðum, allt frá sex mánaða aldri og til þessa dags. Hún vissi innan stundar allt, sem um mig var að vita, að því und- anteknu, að einu sinni hafði ég verið skotin í manni að nafni Philip Lester. Nú var ég bæði sonardóttir hennar og gestur svo að ég gat ekki færzt undan að svara öllum þessum spurningum, en það sem ég kunni verst við var þetta að hafa þessa þrjá áheyrendur að öllu, sem ég sagði. Þegar gamla konan hafði lokið yfirheyrslunni, hataði ég þessi þrjú, en þó eink- um manninn, sem ég vissi ekki, hvað hét, en hafði einhverntíma í fyrndinni lent í einhverjum erf- iðleikum, sem ég átti sjálf þátt í. Ég var hrædd um, að fyrtni min yfir þessu væri áberandi, og leit því snöggt við. og sá þá, rétt yzt í birtunni, silfurumgerð á borði, fornlega að gerð. Ég hall- aði mér fram til þess að líta bet- ur á hana og sá, að í henni var Ijósmynd af karlmanni. Ég tók m-yndina upp og sá þá, að þetta var ekki einu sinni Ijósmynd heldur málverk. mjög svo við- vaningslega gert. Ég sneri mér að Edvinu og spurði: Er þetta Esmond? Esmond! Hún hrifsaði mynd- ina af mér. Nei, þetta er sjálfs- mynd af Danny. Hann mélaði hana fyrir mig í vor sem leið og notaði spegil. Ég var vön að sitja og horfa á hann á meðan.. Röddin tók allt í einu að titra. Þá átti ég þrjá Danny: Danny, sem var að mála, Danny í spegl- inum og Danny á myndinni. En nú.... hér brá fyrir kjökri i röddinni og hún tók að tauta: Danny, Danny... .aftur og aftur við sjálfa sig. Enginn sagði orð. Enginn nálg- aðist til að hugga hana. Hún var yfirefin í sorg sinni og þetta var ógeðsleg sorg og aumkunarverð og mér óskiljanleg. Eg hafði enga hugmynd um, hver Danny var — vissi ekki annað en það, að hann hvíldi nú í kirkjugarðin- um í Glissing. < En ég held næstum, að þá þeg- ar hafi ég haft hugmynd um Slllltvarpiö Miðvikudagur 29. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. —. 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tón- leikar. — 10:00 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. —• Tónl. — 16:00 Veðurfr. — 'Tónl. — 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: ,,Bakka- Knútur" eftir séra Jón Kr. ísfeld; I. (Höfundur les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Rudy Risavy og hljóm sveit leika létt lög. 20:20 Kvöldvaka: 0 a) Lestur fornrita: Grænlend- inga saga; síðari hluti (Dr. Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður). b) I>uríður Pálsdóttir syngur íe- lenzk lög. c) Benedikt Gíslason frá Hoí- teigi flytur frásöguþátt: Um Jökuldælu. d) Baldur Pálmason fer meU stökur eftir Halldór Ólafsson frá Fögrubrekku í Hrútafirði. e) Dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor kveður stemmur atf Ströndum. 21:45 íslenzkt mál (Ásgeir Magnússon cand. mag.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: Dean Acheson rifjar upp liðna tíð; I. (Hersteinn Páls- son ritstjóri). 22:30 Næturhljómleikar: Frá tónleiik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands og kórsins Fílharmoníu í Háskóla blói 23. þ.m. Einsöngvarar: — Hanna Bjarnadóttir og Guðmund ur Jónsson. Stjórnandi: Dr. Ró- bert A. Ottósson. Ein deutsches Requiem G>ýzk sálumessa) op. 45 eftir Johannes Brahms. 23:45 Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðurfregnir. -—9:20 Tón- leikar. — 10:00 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 13:00 ,,Á frívaktinni"; sjómannaþáttiir (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tiik. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — TónL — 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð- rún Steingrímsdóttir). 18 .20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Um erfðafræði; III. þáttur: Men- del og lögmál hans (Dr. Sturla Friðriksson). 20:16 Gestur í útvarpssal: Björn Fon- gaard leikur norska tónlist á gítar. 20:35 Erindi: Jólagleði fyrr á öldum; I. (Árni Björnsson cand. mag.). 21:00 íslenzk tónlist: Strengja-kvartett nr. 2 eftir Helga Pálsson (Kvart- ett Björns Ólafssonar leikur). 21:10 Litið við á Suðureyri: Dagskrár- þættir úr Vestfjarðaför Stefán* Jónssonar og Jón Sigbjöms- sonar sl. sumar. Frarn koma: Guðmundur Halldórsson, I>órður I>órðarson, Valdimar Þorvaldsson, séra Jóhannes Pálmason og Jón Kristjánsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10Upplestur: Dean Acheson rifjar upp liðna tíð; II. (Hersteinn Páísson ritstjóri). 22:30 Djassþáttur (Jón M. Árnason). 23:00 Dagskrárlok. — Eftir hádegismatinn sefur maðurinn minn tii klukkan hálf fimm. Þetta er gamall vani, síðan hann var á skrifstofunni. GEISLI GEIMFARI >f>f>f — Vilduð þér gjöra svo vel að — Á hvaða stjörnu er ég fædd? heilann hans Gar læknis að svara skrifa spurningu yðar á þennan — Það verður erfitt fyrir rafeinda- þessari spurningu! renning, ungfrú Fox.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.