Morgunblaðið - 29.11.1961, Side 22

Morgunblaðið - 29.11.1961, Side 22
22 M OR GV y m AÐIÐ Miftvikudagur 29. nóv. 1961 84 íþróttakermarar á íþróttanámskeiði A FOSTUDAGINN í fyrri ráðherra, sem les Holmqvist t viku tók nýr landbúnaðar- embættiseiðinn, og Osten ff| ráðherra við embætti í Sví- Undén utanríkisráðherra. , þjóð. Þetta er Eric Holmqvist, Holmqvist er frá Limhamn 1 44 ára þingmaður jafnaðar- á Skáni og hefur gegnt ýms- manna. um á'byrgðarstöðum. A sínum ' Þriggja dálka myndin sýnir yngri árum ferðaðist hann um þegar Holmqvist sór embætt- Svíþjóð sem loftfimleikamað- iseið sinn. A þeirri mynd eru, ur, en þá var tveggja dálka 1 talið frá vinstri: Gustaf VI. myndin tekin. Eric Holmqvist Adolf Svíakonunugur, Eric er ljóshærði maðurinn í ■ Holmqvist, Kling dómsmála- miðju. Björgvin Schram og stjórn KSÍ endurkosin Dauft KSI-þing um helgina ÁRSÞING Knattspyrnusambands íslands var háð um helgina og sátu þingiff um 70 fulltrúar og gestir ásamt stjórn sambandsins. Voru fulltrúar þó heldur færri en venja er til og þingiff í dauf- ara lagi. Lauk því eftir um þaff bil 6 tíma fundarsetu tveggja daga. Björgvin Schram formaður KSÍ setti þingið en fundarstjóri var Hermann Guðmundsson framkv.stj. ÍSÍ. Skýrsla sambandsins lá fjölrit- uð frammi ásamt reikningum en Björgvin Schram talaði fyrir skýrslunni en Ragnar Lárusson gjaldkeri skýrði reikningana. Litl ar umræður urðu um skýrsluna og reikninga og var hvor.tveggja samþykkt. Tvær nefndir störfuðu á þing- inu, Fjárhagsnefnd og Allsherjar nefnd. Skiluðu þær störfum síð- Tækniþrautir í köríu- knattleik undirbúnar Bogi Þorsteinsson var endur- kjörinn formabur KKÍ F Y R S T A ársþing Körfu- knattleikssambands íslands fór fram fyrra sunnudag. Gestur þingsins var Ben. G. Waage, forseti ÍSÍ. — Flutti hann ávarp við þingsetningu og árnaði körfuknattleiks- íþróttinni og körfuknattleiks sambandinu heilla í nútíð og framtíð. Bogi Þorsteinsson, formaður KKÍ, setti þingið og flutti skýrslu stjórnarinnar. Kom í ljós af skýrslunni að KKÍ hefur farið vel af stað og margir unn- ið mikið verk að skipulagningu og eflingu þessarar vinsælu íþróttar. Útbreiðslunefnd sambandsins, en formaður hennar er Ásgeir Guðmundsson, hafði unnið sér- lega vel. Hún sá um hrað- keppnismót sem tókst hið bezta. Nefndin lét og gera tillöguupp- drætti að merki KKÍ. ★ TÆKNIÞRAUTIR Nefndin vann einnig að því að afla upplýsinga erlendis frá um afreksmerki og knattþraut- ir unglinga í körfuknattleik. Á grundvelli upplýsinganna samdi nefndin reglur um tæknimerki KKÍ, en tækniprófin eru ætluð stúlkum og drengjum, 12—15 ára. Er það von KKÍ að þegar tækniprófin hefjist verði þau til að auka áhuga á körfuknatt- leik og auka á hæfni körfu- knattleiksiðkenda. ★ NÁMSKEIÐ Útbreiðslunefndin annaðist éinnig undirbúning og skipu- lagningu að námskeiðum, sem bandaríski þjálfarinn Wyatt kenndi á. Voru námskeiðin tví- þætt. Annað var haldið á veg- um íþróttaskólans fyrir íþrótta- kennara, en hitt fyrir áhuga- þjálfara og leikmenn. Tókust námskeiðin með afbrigðum vel og telja leiðtogar körfuknatt- leiksins, að koma Wyatts hafi orðið körfuknattleiknum til mikils gagns. ★ STJÓRNARKJÖR 1 stjórn fyrir næsta starfsár voru kjörnir Bogi Þorsteinsson formaður, Kristinn Jóhannsson, Matthías Matthíasson, Magnús Björnsson og Einar Ólafsson. — Ásgeir Guðmundsson var endur kjörinn formaður útbreiðslu- nefndar og Helgi V. Jónsson kjörinn formaður laganefndar. ari fundardaginn og urðu umræð ur ekki miklar um þær fáu til- lögur sem nefndirnar fjölluðu um og aðeins 2 tillögur komu til atkvæða á þinginu. •k Erfiffur fjárhagur. I Ijós kom af umræðum um fjármálin :'J fjárhagur sambands ins er erfiður, en mjög litlar um- ræður urðu þó um þessi alvar- legu vandamál sambandsins. Umræður á þinginu snerust heldur ekki um annan vanda knattspyrnuhreyfingarinnar. Að- eins lítillega var drepið á vanda- málin með þjálfun og ekki rætt um leiðir til úrbóta á mótafyrir- komulagi, þó fram kæmi að alvar legur ruglingur hefði komizt á þau mál á hverju ári að undan- förnu o var s.l. ár þar engin und antekning. í skýrslunni kemur x ljós að fjárhagsörðugleikar torvelduðu mjög margt það er stjórnin og nefndir hennar vildu vinna að. Má þar til nefna landsliðsnefnd- ina sem vegna fjárskorts gat ekki haft þjálfara á launum og svo var um fleiri nefndir — og mál sem stjórnin hugðist leysa. Ýmissa þátta skýrslunnar verð ur getið síðar. ★ Stjórnarkjör. Við stjórnarkjör var öll stjórn KSI endurkjörin. Björgvin Schram var endurkjörinn með lófataki, svo og þeir Jón Magnús son, Guðmundur Sveinbjörnsson og Ingvar N. Pálsson. sem áttu að ganga úr stjórn nú. Fyrir voru Axel Einarsson, Sveinn Zoega og Ragnar Lárusson. í varastjórn voru kjörnir Gunnar Vagnsson, Haraldur Snorrason og Hafsteinn Guð- mundsson (Keflavík). -Á VEGUM íþróttakennarskóla ís lands, var efnt til námskeiðs í Skólaíþróttum fyrir íþróttakenn- ara. Námskeiðið fór fram í Gagn fræðaskóla Austurbæjar og Barnaskóla Austurbæjar í Reykja vík, dagana 28. ágúst til 8. sept. 1961. Kennarar námskeiðsins voru: Ulla Berg frá Svíþjóð. Hún kenndi leikfimi stúlkna og lagði sérstaka áherzlu á að kenna létt stökk. C. H. Wyatt frá Bandaríkjun um, sem hér dvaldi á vegum Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- axma og Körfuknattleikssam- bands fslands, kenndi karlmönn um körfuknattleik. Einnig kenndi hann stúlkunum lítils- háttar körfuknattleik. Karl Guð mundsson var túlkur. Einar Ólafsson og Ingi Guð- mundsson kenndu körfuknattleik meðan C. H. Wyatt var ókominn til landsins. Stúlkunum kenndi Einar Ólafsson svo til allan náms tímann. Benedikt Jakobsson kenndi körlum stökk á áhöldum og dýnu. Einnig ræddi hann um þjálfun. Hannes Ingibergsson kenndi körlum leikfimi fyrir drengi á barnaskólastigi. Hann hafði 10 drengi sér til aðstoðar. Stefán Krstjánsson kenndi körl um leiki og rifjaði upp tíma- seðla, sem Karl Thorsson kenn- ari sænska íþróttaskólans, kenndi hér á námskeiði 1959. Mínerva Jónsdóttir kenndi sam kvæmis- og þjóðdansa. Unnur Eyfells annaðist, vegna leikfimiæfinga og dansa, undir- leik á píanó. Sigríður Valgeirsdóttir sagði frá Alþjóðaþingi kveníþrótta- kennara, sem hún sótti í Banda- ríkjunum á s.l. sumri. Kvikmyndasýning var eitt kvöldið og var þá sýnd læknis- fræðileg mynd af hryggnum. — Sigríður Valgeirsdóttir skýrði myndina. Kennsla stóð alls í 11 daga ög fór fram daglega frá kl. 9:30 til kl. 22. íþróttafulltrúi hefur séð um fjölritun og dreifingu á námsefn inu til íþróttakennara. Námskeiðið sóttu samtals 84 íþróttakennarar. Þeir voru ekki allir reglulegir þátttakendur. — Sextíu íþróttakennarar og þar af 35 kvenkennarar sóttu námskeið ið daglega og bví nær alla kennslutímans Bók um uirek og æíintýri EIN af jólabókum Setbergs er „Afrek og ævintýri". Bók þessa hefur Vilhjálmur S. Vilhjólmsson þýtt og endursagt, en þar er að finna níu frásagnir af stórvið- burðum, hetjudáðum og mann- raunum. Höfundar og kaflaheiti eru m.a.: Ævintýri við Miðjarðarhaf eft- ir Hans Habe Slapp úr blóðbaði Indíána eftir Alexander Henry Svörtu mamba slöngurnar eft- ir E. F. Löhndorff Biðin langa eftir Oliver La Farge Kraftaverkið við Dunkirk eftir Arthur D. Divine. Eins og sjá má af þessum kafla fyrirsögnum segja rithöfundarnir frá afrekum og ævintýrum, sem þeir sjálfir hafa unnið, upplifað, tekið þátt í, verið áhorfendur aff eða rannsakað. Vilhj. S. Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.