Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 29. nóv. 1961 1UORCU1SBT AÐIÐ 23 Mynd tekin eftir Hófðabrekkuvegi á Húsavík á sunnudaginn var. Þarna er um 5 metra hár skafl. Börnin ganga beint upp á húsþak af götunni. (Ljósm. Mbl.: Silli). — Tengdasonur ... Bandaríkin ekkert við því segja. Það, sem við erum andvigir og teljum ógnun við friðinn er, að fámennur hópur geti neytt ein hverju kerfi upp á nokkra þjóð með því að grafa undan gildandi stj órnarháttum. Verðum kyrrir í V-Berlin meðan íbúarnir óska þess ’ i Mikill hluti viðtalsins fjallar um Þýzkalandsmálin. Þar sagði Kennedy meðal annars, að færi svo að friðarsamningur milli Sovétríkjanna og Austur-Þýzka- lands legði stjórn samgangna til og frá V-Berlín í hendur hinna síðar nefndu, sem e.t.v. tækju upp á því að hindra þær sanv göngur — þá hefði slíkur friðar samningur ekki frið í för með sér, heldur aukna hættu. | — Þegar skipzt verður á skoð tjnum og rætt við Sovétríkin um þetta mál, sera við vonum að verði, sagði forsetinn, vona ég, að okkur verði látnar í té þær tryggingar, sem gera okkur kleift að halda þeim réttindum, sem við höfum í Vestur-Berlín samkvæmt fjórveldasamningnum, sem enn er í fullu gildi. Við munum ekki verða áfram í V-Berlín ef rbúar borgarinnar óska þess ekki. En þeir vilja að við séum kyrrir og meðan svo er, verðum við að varðveita réttindi ofckar þar, sagði Kennedy. Hann kvaðst vona, að Sovétménn væru sér sammála um þetta atriði og vildu stuðla að frjálsum flutningi varn ings og fólks til og frá V-Berlín. Hann bætti við, að gætu forráða menn Austurs og Vesturs komizt að samkomulagi um Berlínar- mélið, myndi þáð mjög bæta sam skipti Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. |f „Gæti skllið — ef —“ Kennedy sagði einnig í viðtal inu, að hann vildi helzt ekki, að Vestur-Þýzkaland fengi eig- in kjarnavopn. Adzjubei kvaðst hafa skilið á forsetanum, að hann væri því andvígur að Vestur- Þýzkaland hefði slíkum vopnum á að skipa eða hefði stjórn yfir slíkum vopnum. Kennedy minnti jafnframt í svari sínu á, að Aden auer kanzlari hefði árið 1954 sagt, að Vestur-Þjóðverjar vildu ekki kjarnavopn. Sú er áfram 6tefna vestur-þýzku stjórnarinn ar, sagði Kennedy — og ég tel það skynsamlega stefnu. Adzjubei spurði Kennedy, hvort hann teldi að vestur- þýzkir hershöfðingjar gætu feng ið of mikil áhrif í NATO. Kenne dy kvað mikilvægt að leggja á það áherzlu, að hinir vopnuðu herir Þýzkalands væru hluti af NATO sem væri stjórnað af öll om fimmtán aðildarríkjunum — og ekkert þeirra óskaði nýrrar Styrjaldar. Eins og sakir stæðu væri æðsti yfirmaður bandalagsins Banda- BÍkjamaður. i - Kennedy sagði, að hann gœti Bkilið óróleika Rússa, ef Vestur- Þjóðverjar heifðu eigin kjarna- vopn, flugskeyti og ‘ sterkan, sjálfstæðan þjóðarher — mér yrði sjálfum órótt, sagði hann. En þróunin hefur ekki orðið á þann veg til þessa, því skyldum við þá hætta á aukna erfiðleika í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Meðan hvorki ykkur né okkur er ógnað í Evrópu. Eg álít, að við ættum að líta á málin eins og þau eru nú — árið 1961, sagði Kennedy. Friðarsamning _ Ennfremur sagði Kennedy, að ein af orsökum hins ótrygga á- stands í heimsmálunum, væri ár- angursleysi viðræðnanna í Genf um bann við tilraunum með kjarnavopn. En hin raunveruiega hætta felst í því, sagði forsetinn, að við — eins og þið — megnum að valda gífurlegu tjóni með vopnum okkar. Sovétríkin og Bandaríkin munu verða fyrir mestum þjáningum og eyðilegg- ir.gum í mögulegri styrjöld. Því tel ég, að við gætum, — ef við kæmum fram með sönnu raun- sæi — komizt að samkomulagi sem tryggði hagsmuni beggja landanna Og gæfi okkur færi á að auka lífsþægindi þjóðanna. Eng- ar þjóðir geta gert eins mikið til varðveizlu friðar og Banda- rikjamenn og Rússar, sagði for- setinn. Ef okkur tekst hélt hann áfram — að halda friði næstu tvo áratugi munu þjóðirnar lifa til muna auðugra og hamingju- samara lífi. Ritstjórinn spurði Kennedy, hvernig honum myndi lítast á hugmyndina um friðarsamning milli Bandaríkjanna og Sovétríkj anna. Forsetinn kvaðst þeirrar skoðunar, að ekki skyldi aðeins gera friðarsamning, heldur stíga þau skref. sem gætu gert friðinn möguleian. Eitt þeirra mörgu at- riða, sem ræða bæri í því sam- bandi, væru Þýzkalandsmálin. Fengist lausn þeirra mála, væri það mikilvægt skref í átt til bættrar sambúðar á öðrum svið um. Ef við gætum komizt að sam komulagi sem tryggði frið í Mið- Evrópu; komið á hlutlausri og óháðri stjórn í Laos — já, þá gæt- um við ráðist með betri árangri á önnur þau vandamál sem spennu valda. En við getum ekki látið við sitja, að draga herlið okkar frá Evrópu — yfir allt Atlantshaf, gegn því að þið drag ið herlið ykkar inn fyrir landa- mæri Sovétríkjanna, sem eru að eins í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð. Því verður að skapast skilningur um aðstöðuna í Berlín og Þýzkalandsmálinu. Eg vona því hélt Kennedy á- fram, að hið fyrsta hefjist við- ræður milli ríkisstjórna okkar og þær beri góðan árangur. Að kljúfa land - kljúfa borg - reisa múrvegg þvert í gegnum borg — allar slíkar ráðstafanir auka spennuna í stað þess að minnka hana. Við erum þeirrar skoðunar, að næðist samkomulag i Þýzka- landsmálinu gætum við einnig gert ráðstafanir til þess að tryggja öryggi annarsstaðar, sagði Kennedy að lokum. Viðbrögðin Samkvæmt fregn Reuters fréttastofunnar, telja vestrænir fréttamenn í Moskvu, að það, sem mest áhrif hafi á sovézka borgara verði hin ljósa skýring aðild Vestur-Þýzkalands að Atl- antshafsbandalaginu og einnig yfirlýsing forsetans um hvað leiði og muni leiða af óskum Sovétríkjanna um að koma á kommúnisma í öllum heiminum Ennfremur hafi forsetinn sagt opinskátt að Rússar hafi komið fram með tvískinnungi, er þeir undirbjuggu kjarnorkutilraunir, meðan þeir sátu enn við samn ingaborðið í Genf. í stjórnarbúðum Bretlands hef ur viðtalinu verið vel tekið og af opinberri hálfu í Washington er viðtalið sagt mikilvægt, því þetta sé í fyrsta sinn sem íbúar Sovétríkjanna fái að heyra sjón- armið Vesturveldanna á alþjóða- málum. Hins vegar segir Tass frétta- stofan rússneska að Kennedy hafi í viðtalinu reynt að fela sig bak við hina gömlu rúllu- gardínu, þar sem skrifað standi „Hin mikla kommúníska ógnun“, Ennfremur hafi hann kosið að kenna Rússum um, að Þýzka- land væri nú svæði síaukinnar spennu. Og hann reyndi segir Tass, að gera lítið úr hinni vax- andi hernaðarlegu hættu frá Vestur-Þýzkalandi. — Braut rudd Framhald af bls. 24 enn úti, en búið er að hagræða því. Ekki er enn vitað, hvort eitt- hvað vantar í það. Mikið fé er enn úti hjá þeim bræðrum á Ein- arsstöðum og Jaðri í Reykjadal, en ekki vitað, hvað vantar í það. Á Einbúa í Bárðardal lágu 20 kindur úti í hríðinni. Þær eru fundnar, en þrjár voru dregnar dauðar úr fönn. -— H.G. Búa í Péturskirkju Grímsstöðum í Mývatnssveit, 28. nóvember. EKKI virðist vanta margt fé á bæjum hér í kring eftir stórviðr- ið, og virðist útkoman ætla að verðá sæmileg að því leyti þannig, að hvergi er vitað um verulegan fjárskaða. Vitað er um 2—3 kindur, sem drepizt hafa í hríðinni, en nú verður smalað utan næsta nágrennis, og er þá viðbúið, að fleira finnist dautt. — J. S. Allt er á kafi í snjó í Mývatns- sveit. 10 manna flokkur fór í morgun að leita að fé inni á Fjöllum, en það er venjulega haft þar á heiðum til mánaðamóta nóv. —des. og þá sótt. Ekki er vitað með vissu, hve mikið fé er þar inni frá nú. — Mennirnir fóru á skíðum og búa í Péturskirkju, sem er í jaðri Nýjahrauns, en það rann úr Sveinagjá árið 1875. Jón Pétur Þorsteinsson, bóndi í Reykjahlíð, er leitarforingi. Leit- armenn hafa með sér síma og hafa samband við Reykjahlíð á hverju kvöldi. — Afuminlum Framh. af bls. 24. á stórvirkjunum, bæði sunnan- lands og norðan, og mundu slík- ar virkjanir væntanlega kosta þúsund milljónir króna. Til að standa undir slíkum kostnaði verður að vera fyrir hendi iðn- aður, sem strax getur tekið við verulegum hluta orkunnar. Aluminíum-verksmiðjan, sem nú er rætt um að byggja, yrði að líkindum 20 þúsund tonna, en gæti þó orðið 40 þúsund, Og mögu leikar yrðu til stækkunar upp í 100 þúsund tonn. Jóhann Hafstein gat þess, að hér væri um gífurlega stórt fyrir- tæki að ræða. Þannig mundi 40 þúsund tonna aluminíum-verk- smiðja væntanlega kosta 1 'h milijarð króna. Kísilgúrverksmiðj an yrði aftur á móti minna fyrir tæki, sem ekki mundi kosta nema 120—130 milijónir. Af fjárhags- ástæðum væri hugsanlegt að við gætum kömið henni upp af eigin rammleik. En á því sviði hefur tæknikunnátta úrslitaþýðingu og auk þess nefðu þeir erlendu aðil- ar, sem viðræður hefðu farið fram við, góða markaðsmöguleika í Evrópu. „Skoðanir eru noikkuð skiptar um það, hvort við eigum að taka upp slíka samvinnu", sagði ráð- herrann, „en ég fyrir mitt leyti tel að við eigum ekki að hika við það á nokkurn hátt að laða saman möguleika orkunnar, sem við höf um, og erlenda tækni Og fjár- magn, sem við ekki höfum“. Vel væri hægt að búa um hnútana og gætuirr við í því efni stuðzt við reynzlu Norðmanna. Ráð væri fyrir því gert, að við gætum eign azt kísilgúrverksmiðjuna á 20— 25 árum, og um aluminíumvenk- smiðjuna væri það að segja, að við mundum sjálfir eiga orkuver in og einungis vera samnings- bundnir til að selja útlendingum orku um ákveðið árabil. Sjálfa verksmiðjuna mundu útlendingar hinsvegar eiga einir fyrst í stað, en þó væri hugsanlegt að íslenzk ir menn gætu lagt eitthvað fé til byggingar hennar. að hafa samvinna Viðræður í Sviss Fulltrúar frá íslenzku ríkis- stjórninni hafa að undanförnu dvalið í Sviss til viðræðna við þá aðila þar í landi, sem mestan áhuga hafa á að koma hér upp aluminíumverksmiðju. Má gera ráð fyrir, að athugunum verði svo langt komið haustið 1962, að þá verðum við íslendingar að taka endanlega afstöðu til þess, hvort við viljum hafa samvinnu við út lendinga um að hrinda þessum stórmálum fram. Óhræddir við aðra Ræðumaður vék að fram- kvæmdaáætluninni. Sagði hann, að ríkisstjórnin mundi væntan- lega ganga frá henni í byrjun næsta árs, að öðru leyti en því :em tæki til stóriðjunnar, en af stöðu til hennar verður væntan- lega að taka síðar á árinu, eins og áður er um getið. Ræðu sinni lauk hann á þessum orðum: „Iðnaðuijinn, sem við höfum í dag, er sannarlega góðra gjalda verður, en er þó fyrst og fremst miðaður við innanlandsmarkað. Nú þarf að renna fleiri stoðum undir atvinnuvegina og við þurf um að vera óhræddir að hafa samvinnu við aðra til að styrkja þær stóðir'. — Alþingi Framh. af bls. 8. full þörf á því. Hins vegar væri lagt út á ranga braut með því að leggja á sérstakan skatt til að inna af hendi iðgjaldagreiðslur og væri það á misskilningi byggt. Þá sagði hann, að með frumvarp inu væri farið út á þá braut, að leggja sérstakan skatt á bátaflot- ann til styrktar togaraflotan- um. Kvaðst hann að vísu á þeirri skoðun, að að veita þyrfti togara- útgerðinni stuðning, en hins veg- ar væri hann andvígur því, að það væri gert með þessu móti. Leggja togurunum Næstur tók Björn Pálsson (F) til máls. Sagði hann, að með gengislækkunarfrv. 1960 hefði verið ákveðið, að afgangur út- flutningssjóðs skyldi ganga til greiðslu á trygg ingariðgjöldum, en nú ætti að taka allan geng islækkunargróð- ann og láta hann renna í ríkis- sjóð. — Ríkið slægi eign sinni útgerðin ætti að rekstrarkostnað, sem varð vegna gengislækkun- arinnar, en fá svo ekki einn einasta eyri í staðinn. En það væri lágmarkskrafa útgerðar- innar, að fá uppbætur á síldina í sumar, búið hefði verið að semja um afurðaverðið, áðuren gengisfellingin varð, það væri því siðferðileg skylda að greiða mismuninn. Þá kvað hann ráð- stafanir frumvarpsins gera út- gerðarmönnum að ýmsu leyti léttara að standa undir trygg- ingariðgjöldum, en taldi út- gjaldabyrðina af þeim sökum orðna óeðlilega mikla og þyrfti lagfæringar við. Þá sagði hann, að vitað væri, að hluta af hluta tryggingarsjóði ætti að verja til að greiða hallann á togaraút- gerðinni. Kvað hann það rang- látt, að bátaútvegsmenn einir ættu að standa undir þeim halla, auk þess lítil búmennska að gera út togara, sem ékki afla einu sinni fyrir rekstrarkostn- aði, hvað þá fyrir vöxtum og afborgunum á lánum. Um hagsmunaágreining að ræða Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra tók aftur til máls og gat þess, að nokkuð hefði verið vikið að gengislækkuninni sjálfri, þótt hún væri ekki til umræðu. Allir á gróðann, en greiða aukinn skynsamir menn vissu, sem kynnt hefðu sér nógsamlega að- stæður, að svo víðtækar kaup- hækkanir hlytu að leiða til geng- isfellingar. Hitt væri einnig kunn ugt, að sjávarútvegurinn á við örðugleika að etja, ekki þó vegna gengisfellingarinnar heldur fyrst og fremst sakir kauphækkana fyrr á þessu ári. En með gengis- lækkuninni og þessu frumvarpi væri reynt að firra vandræðum. Nokkuð hefði þegar tekizt og enn betur mun takast að bæta úr örðugleikunum, þegar sjávarút- vegurinn fer að njóta góðs af ákvæðum frumvarpsins enda var þeim málum ekki skipað á annan veg betur. Togaraútgerðin á við enn aðra örðugleika að etja en bátaút- vegurinn, sagði ráðherrann, vegna hins geigvænlega aflaleys- is. Björn Pálsson sagði, að úr því þeir gætu ekki borið sig, ætti að leggja þá niður. Þannig gæti eng- inn talað í fullri alvöru, þótt þeir gerðu það í gaman-máli. Á það er að líta, að með stækkun land- helginnar voru bátaútvegnum sköpuð forréttindi umfram tog- arana og gengið á rétt þeirra. Allir vita hvaða nauðsyn rak til þess, en eðlilegt verður að telj- ast, að þröngt sé í búi, þar sem togararnir njóta svo lítilla rétt- inda innan fiskveiðilögsögunnar og aflabrestur hefur orðið á hin- um fjarlægu miðum. Toganaút- gerðin hefur verið og er þjóðinni meira virði en svo, að stundar- örðugleikar slái því föstu, að leggja beri hana niður. Þá liemur til _ álita, hvort rétt sé að veita þeim meiri réttindi innan land- helginnar. Yrði því þá eflaust haldið fram, að gengið sé á hlut bátaflotans, á sama hátt og nú er haldið fram, að gengið sé á hlut togaranna. Hér er um að ræða hagsmunaágreining milli þegna þjóðfélagsins, sem allir eiga jafnan rétt til landsins gæða. Og hver er kominn til að leggja á slíkt einhlítan úrskurð? Kvaðst ráðherrann vita, að það væri ekki vinsælt að segja, að annaðhvort fái togararnir rýmkaðan fiski. veiðirétt eða þá fjárbætur. með- an rekja má örðugleika þeirra til stækkunar landhelginnar. Sagð- ist ráðherrann ekki hafá heyrt minnst á önnur úrræði, en kva'ðst hræddur um, að hér ætti að bæta hlut annars á kostnað hins. Ráilherranum tókst ekki að ljúka máli sín-u, er venjulegur fundartími deildarinnar rann út, og og mun væntanlega halda ræðunni áfram á fundi deildar- innar á fimmtudag. • —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.