Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 1
24 slður 48. árgangur 272. tbl. — Fimmtudagur 30. nóvember 1961 PrentsmiSja H"srgunblaSsina Apinn Enos stóð sig vel fór tvær ferðir umhverfis jörðu Canaveralhöföa, Florida, 29. nóv. — (NTB-AP) — BANDARÍKJAMENN skutu í dag á loft 125 lesta Atlas eldflaug, er flutti geimskip með simpans-apa á braut umhverfis jörðu. Geimskipið, Bcm var af Mercury-gerð, fór tvær umferðir umhverfis jörðu, en lenti svo á fyrir- fram ákveðnum stað á At- iantshafinu. Þar var apinn, sem nefnist Enos, tekinn um borð í bandarískan tundur- spilli, og virtist hann við beztu heilsu. Enos er 5% árs og hafði honum verið kennd meðferð þriggja stjórntækja í geim- skipinu. BILUN Ætlunin var að apinn færi þrjár umferðir umhverfis jörðu og var þetta lokatilraun áður en maður verður sendur sömu leið, sennilega milli jóla og nýj- árs. En í annari hringferðinni kom í ljós, þegar geimskipið var yfir austanverðu Kyrrahafi, að eitthvað var athugavert við straumbreytir í skipinu. Ákváðu þá vísindamennirnir á Canaver- alhöfða að láta Mercury-skipið flenda eftir tvær umferðir á fyr- árfram ákveðnum stað. Lend- ingin gekk eðlilega og kom geimskipið í sjóinn ekki langt frá tveim bandarískum tundur- spillum. Þyrlur voru sendar á vettvang og Enos fluttur um borð í tundurspillinn Stormes. Enos er nú í læknisrannsókn. Þar verður athugað hvaða hárif ferðin hafði á hann, en honum virðist ekkert hafa orðið meint af. Tilraun þessi gekk mjög vel í upphafi. Að vísu varð að fresta skotinu um þrjá tíma vegna smávægis bilunar, en svo var eldflauginni skotið á loft kl. 15,09 (ísl. timi). Geimskipið komst strax á rétta braut og fylgdust 18 hlustunarstöðvar með ferð þess og viðbrögðum Enos. — Enos hafði í marga mánuði verið æfður í meðferð þriggja stjórntækja geimskÍDS- ins og stóðst nú prófið. GERÐI A L L T RÉTT Geimskipið fór með 27.200 km hraða á klst. á braut, sem lá næst jörðu í 140 km fjarlægð en fjarst í 200 km hæð. Enos stýrði skipinu eftir mismunandi litum ljósmerkjum. Ef hann gerði eitthvað rangt fékk hann lágspennu rafstraum í fótinn, sem minnti hann á það, sem hann hafði lært. 1 skipinu voru mælitæki, sem fylgdust með líð an apans, mældu viðbragðsflýti hans, árvekni, hjartslátt, anda- drátt og líkamshita. Það kom í ljós að Enos gerði allt rétt, sem fyrir hann var lagt. Og senditæki geimskipsins skýrðu frá því að hjarta hans sló 105—120 sinnum á mínútu í hringferðunum, en 150 sinnum á mínútu í flugtaki. Fyrir góða frammistöðu fékk Enos að laun um tvær töflur með banana- bragði. í lok annarar hringferðarinn- ar kom svo í ljós bilun á raf- kerfinu. Hitinn jókst inni í geim skipinu og hæðarstýrið lét ekki Framhald á bls. 23. f I.V7IT4I ivm wai* cíXoctí I líinrl oKfniiÍViict í ÞÝZKALANDI var síðasti I sunnudagur sérstaklega helgað- ur minningu látinna ættingja, | Totensonntag, eins og Þjóðverj- ar nefna hann. Víða um Þýzka- land söfnuðust ættingjar saman við grafir látinna með blóm og blómvendi. í Vestúr-Berlín urðu þeir, sem áttu látna sttingja aust an megin múrsins að láta sér nægja að koma saman við vegg Ifiiiiríat* comati I inn milrlo á\ir Iniro-ia lvit* n inn mikla og leggja þar blóm- sveiga sína. Og jafnvel þetta var ekki leyft, þvi sumsstaðar fleygði austur-þýzka alþýðulög- reglan grjóti og tómum flöskum að syrgjendum. Berlínarmiírinn burt segir v-þýzka stjórnin Bonn, 29. nóv. — (NTB) — VESTUR-ÞÝZKA stjórnin tilkynnti í dag að allt yrði gert til að bæta ástandið í Berlín og koma á samninga- viðræðum milli stórveldanna fjögurra. Tilkynning þessi kom fram í yfirlýsingu, er Ludwig Erhard aðstoðar-for- sætisráðherra Ias upp í fjar- veru Adenauers við valda- töku hinnar nýju ríkisstjórn- ar Vestur-Þýzkalands. 1 tilkynningunni er lýst yfir Fer ekki til Sovétríkjanna en eí til vill til Evrópu, segir Kennedy Washington, 29. nóv. (NTB-AP) KENNEDY Bandaríkjaforseti hélt í dag blaðamannafund í Vítur á 8-Afríku SÞ, New York, 29. nóv. (AP) ALLSHERJARÞING Sam- einuðu þjóðanna samþykkti í dag með 97 atkvæðum gegn 2 harðorða fordæmingu á kynþáttastefnu SuðurAfríku. Suður-Afríka og Portúgal greiddu atkvæði gegn for- dæmingunni. Tillögur um viðskiptabann á Suður-Af- ríku náðu ekki % atkvæða meirihluta og voru því felld- ar. — Felldu tillögumar voru flutt- er af Sovétríkj unym og Pakist- an. I tillögu Sovétríkjanna er svo til ætlazt að bannað verði að selja vopn til Suður-Afríku. Tillaga þessi hlaut 50 atkvæði, en 33 voru á móti og 17 sátu hjá. Pakistan leggur til að bann að verði að selja olíur til Suð- ur-Afríku. 47 greiddu þeirri til- lögu atkvæði, 32 á móti og 21 sátu hjá. Hvorug tillagan hlaut % atkvæða. í tillögunni, sem samþykkt var með 97 atkv. gegn 2, segir að SÞ harmi að Suður-Afríka hafi enn ekki breytt eftir ósk- um Allsherjarþingsins og virði einskis almenningsálitið í heim- inum með því að neita að taka kynþáttastefnu sina til endur- skoðunar eða hlíta skuldbind- ingum stofnskrár SÞ. Hvíta húsinu. Gaf hann þar í skyn að ekki væri útilokaðað hann færi í ferðalag fyrir árs lok, en sagði hins vegar ekk- erí um það hvaða land hann mundi heimsækja, ef úr yrði. Forsetinn tók það skýrt fram að hann tæki ekki þátt í ráð- herrafundi Atlantshafsbanda lagsins, sem hefjast á í Par- ís 13. des. n. k. Varðandi samninga um Berlín sagði hann að einna mest áríðandi væri að ná samkomulagi um einhvers konar alþjóðlegt eft irlit með akbrautinni milli Vestur-Þýzkalands og Vest- ur-Berlínar. En hann viður- kenndi að erfitt gæti reynzt að ná samkomulagi um eftir- lit, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. EFTIRLIT Kennedy var beðinn að gefa nánari skýringar á hugmyndum þeim er fram komu í viðtali hans við aðalritstjóra Izvestia. Sér staklega var óskað eftir nánari skýringum varðandi alþjóðlegt eftirlit með akbrautinni til og frá Vestur-Berlín. Forsetinn sagði að heppilegra væri að skýr Frh. á bls. 23 Verkf all LONDON, 29. nóv. (NTB): — Leigubílstjórar i London hafa samþykkt að gera 48 tíma verk- fall til að mótmæla samkeppni frá „smábílum“. En litlir leigubíl ar, aðallega Reneult Og Fiat, hafa náð miklum vinsældum í London undanfarið, enda ódýrara að ferð ast með þeim. Um 1000 bifreiða- stjórar komu saman á fund í Hyde Park og samþykktu verk- fallsboðunina. Bifreiðastj óradeild flutningaverkamanna sambands- ins hefur hins vegar skorað á meðlimi sína að taka ekki þátt í verkfallinu. að þrjú grundvallaratriði megi ekki undir neinum kringumstæð um skerða með væntanleguna samningum, en þau eru: 1. Öryggi Vestur-Þýzkalands. 2. Viðhald núverandi stjórn- mála, dómsmála og fjár- málatengsla Berlínar við Vestur-Þýzkaland, þar með talið ferðafrelsi borgaranna. 3. Sameiningarstefna varðandi Þýzkaland. Það er að segja landið sameinist í frið og frelsi, landsvæði það, sem hernumið er af Rússum og ríkisstjórnin, sem þar rik- ir, verði ekki viðurkennd og landamæradeilurnar verði leystar með friðarsamningi gerðum við stjórn allsÞýzka Iands. í tilkynningunni segir að ástæður Krúsjeffs fyrir því að vilja semja sérfrið við Austur- Þýzkaland séu ekki aðeins að vilja tryggja eigin áhrif þar, heldur vonar hann einnig að með því geti han á einn eða annan hátt spillt samvinnu Vest ur-Þjóðverja og bandamanna þeirra. Krúsjeff reynir að grafa und- an frelsi Berlínarbúa og öryggi, segir í tilkynningunni. Hann reynir að fá Austur-Þýzkaland viðurkennt til að geta haldið áfram útþenslustefnu sinni það- an. Og hann gerir allt hvað hann getur til að koma Vest- ur-Þýzkalandi úr Atlantshafs- bandalaginu. En það yrði til þess að veikja báða aðila. NIÐUR MEÐ MÚRINN Varðandi atburðina eftir 13. ágúst sl., þegar Austur-Þjóðverj ar hófu að reisa múrinn milli Austur- og Vestur-Berlínar, seg- ir í yfirlýsingunni að vestur- þýzka stjórnin krefjist þess að lög og réttur ráði um allt Þýzkaland. Sérstaklega verði að afnema slagbrandsstefnuna, sem rekin er í Berlín, múrinn hataði Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.