Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 2
z iu o rcvn nr.i ÐiÐ Fimmtudagur 30. nóv. 1961 Ödýr hitaorka til iönaöar með virkjun í Krísuvík Þingsdlyktunartillaga Sveins Einarssonar Á FUNDI sameinaðs bings í gær var tekin fyrir þingsályktunartil Iaga frá Sveini Einarssyni, Ragn- hildi Helgadóttur, Matthíasi Á. MatKiesen, Sigurði Ingimundar- syni og Alfreð Gíslasyni bæjar- stjóra um, að athugaðir verði tæknilegir og fjárhagslegir mögu leikar á byggingu og rekstri gufu veitu frá jarðgufusvæðunum í Krísuvík til Hafnarfjarðar, Kópa vogs, Reykjavíkur o.fl. í samráði við stjórnir bæjar- og sveitafé- laga, sem hlut eiga að máli. Gufu veitan sé bæði miðuð við að af- henda gufu til iðnaðarþarfa og til rekstrar hitaveitu. Stærstu veitumar hentugastar. Sveinn E. Einarsson (S) fylgdi frumvarpinu úr hlaði og rakti möguleika á þvf. að hve miklu leyti væri hægt að komast af með innlendar orkulindir til að full- nægja orkuþörf landsmanna. Eins og nú standi sakir, nemi hin ir innlendu orkugjafar tæplega um 40%, en við óbreyttar aðstæð ur mætti komast upp í 60% með því að hita öll hús með rafmagni eða hitaveitu. Þessi hlutföll gætu þó raskazt, t.d. með tilkomu nýrra og orkufrekra iðnfyrir- tækja. Þá gat hann þess, að talið væri. að stöðug hitaútgufun frá jarðhitasvæðunum samsvaraði 2 millj. smálesta af olíu að orku- gildi og varmaforði undirstöðu- bargsins samsvaraði 130 millj. lestum af olíu, þessar tölur bæri þó ekki að taka of hátíðlega, þar sem um ágizkanir væri að ræða. Þá rakti þingmaðurinn útreikn- inga, sem fólu í sér samanburð á kostnaði við upphitun húsa með hitaveitu annars vegar og rafveitu hins vegar og varð nið- urstaðan sú, að bæði stofn og relcstrarkostnaður hitaveitunnar mundi verða helmingi lægri en rafveitunnar. Þingmaðurinn benti enn frem- ur á. að allar framkvæmdir á því gufusyatði, sem nýtt er, verða þeirn mun ódýrari, sem gufuveit an verður afkastameiri og hita- verðið þá að sama skapi lægra. Þess vegna sé mjög hagkvæmt, að sem flestir aðilar komi sér saman um og standi að veitunni. Á svæðinu. sem um getur í frum Stefnir í Hafnarf. TÓMSTUNDAKVÖLD verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld,_ fimmtu daginn 30. nóv. kl. 8,30. Ýmislegt verður til skemmtunar m, a. kvik myndasýning, spilað bob o. fl. Ókeypis aðgangur. — Stefnir. vaTpinu, búi um 90 þús. manns, þar af hafi um 40 þús. hitaveitu, Hér sé því mikið í húfi, og virð- ist eðlilegt, að ríkisstjórnin hafi forgöngu um þetta mál. Hitinn 200* C. Þá benti þingmaðurinn á, að fram að þessu hefðu eingöngu verið virkjuð svo nefnd lághita- svæði, en þar fer hitastig ekki yfir 100° C. Jarðhitasvæðið í Krísuvík sé hins vegar háhita- eða jarðgufusvæði, þar sem vinna má vatn eða gufu með allt að 200° C. Þetta hefur viss tækni leg vandamál í för með sér. sem Enn er von segir Rockefeller AMSTERDAM, 29. nóv. (NTB); — Nelson Rockefeller ríkisstjóri í New York kom í dag við á Schipol flugvelli við Amsterdam á leið sinni frá Nýju Guineu til Bandaríkjanna. Á Nýju Guineu tók ríkisstjórinn þátt í leit að syni hans, Michael, sem týndist laugardaginn 11. þ.m. Rockefeller sagði við frétta- menn á flugvellinum að ekki væri öll vón úti enn. Hugsast gæti að Michael finnist inni í kofa einhverrar Papua-fjöl- skyldu. Hann þakkaði fyrir það að allt sem hægt var að gera varðandi leit að Michael, hafi ver ið gert. Haldið úti í fjóra sólarhringa Vopnafirði, 29. nóv: — NOKKURT tjóm varð hér í veðr- inu sem gekk yfir nórðanvert landið um daginn. 18—20 síldar- tunnur tók af síldarplaninu hjá söltunarstöðinni Hafblik. Búið var að setja miður tvö kör til framlengingar kranabryggjunn- ar, og færðist annað þeirra til í óveðrinu og brotnaði eitthvað. — Nú er aftur komið versta veð- ur, austan krapahríð. Einn þil- farsbátur er hér, og var honum haldið úti á fjórða sólarhring í óveðrinu um daginn, því svO ókyrrt var við bryggjuna að hann hefði brotnað við hana. Eftir að veðrinu slotaði lá hann í sólar- hring við bryggjuna, en nú varð að fara aftur með hann frá henni, vegna austan hríðarinnar. . — Sigurjón. Flugmálahátíð 1. des. FLUGMÁLAHÁTÍÐIN 1961 verð- ur haldin föstudaginn 1. desember í Lido. ALÞINCIS Efri deild Alþingis fimmtudaginn 30. nóv. 1961, kl. 1:30 miðdegis. 1. Érfðalög, frv. — 1. umr. — 2. Skipti á dánarbúum og félagsbúum, frv. — 1. umr. — 3. Héttindi og skyld ur hjóna, frv. — 1. umr. — 4. Ættar óðal og erfðaábúð, frv. — 1. umr. — 5. Jarðgöng á þjóðvegum, frv. — Frh. 2. umr. Neðri deild Alþingis fimmtudaginn 30. nóv. 1961, kl. 1:30 miðdegis. 1. Skráning skipa og aukatekjur rík Issjóðs, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.) — 2. Ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi, frv. — Frh. 1. umr. — 3. Lausaskuldir bænda, frv. — 2. umr, — 4. Bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga, frv. — 2. umr. — 5. Vegalög, frv. — 1. umr. Hátíð þeesi er einnig haldin í tilefni af 25 ára afmæli Flugmála félags íslands sem var 26. ágúst s.l., og var þess þá minnzt með flugsýningu á Reykjavíkur-flug- velli. Með stofnun Flugmálafélagsins var vakinn almennur áhugi á flugi, Og má segja að þá hafi verið lagður hornsteinninn að flugmálum okkar eins og þau eru í dag. Á kvöldhátíðinni 1. desember verður einn brautryðjandi í flug- málum sæmdur gullmerki félags ins, en auk þess flytur flugmála- ráðherra ávarp. Þá annast Loftur Guðmundsson skemmtiþátt og einnig Baldur og Gimmi. Á mið- nætti verður ógleymanlegt skemmtiatriði. þó eru talin vel viðráðanleg, en á hinn bóginn opnast möguleik- ar til fjölbreyttari nýtingar jarð- hitans, t.d. með því að afhenda gufu með þrýstingi til iðnaðar- nota. En með því yrði hægt að framleiða ódýrari hitaorku en nokkurs staðar í Vestur-Evrópu eða um 40% ódýrari. Bílfært á báðar hendur Grundarfirði, 29. nóv.: — ÞRÍR bátar stunda síldveiði héð- an. Tveir þeirra komu inn í nótt, annar með 350 tunnur Og hinn með 200 tunnur. Þriðji báturinn fór til Reykjavíkur með 400 tunn ur. — Nú er hér norðan rok og ekki útlit fyrir síldveiði undir Jökli í kvöld, en síldin þar hefur verið bæði stærri og betri, en sú sem veiðzt hefur í Miðnessjó. — Bílfært er héðan á báðar hendur, til Stykkishólms og Búðardals, þótt nokkuð hafi snjóað í norðan veðrinu um daginn. — Emil. Bækur á erlend- um málum HELGAFELL hefir á undanförn- um árum gefið út nokkrar bækur á erlendum málum, dönsku, norsku, sænsku og ensku, sérstak lega ætlað þeim sem senda vilja vinum erlendis góða gjöf. í dag hafa blaðinu borizt tvær nýjar bækur frá forlaginu í þessum flokki. Eyvindur of the mountain (Fjalla-Eyvindur). Hefir próf- essor dr. Francis P. Magoun, jr. gert þýðinguna og skrifar auk þess stuttan eftirmála. Þýðing prófessörs Magoun hefir ekki ver ið prentuð áður. Hin bókin er „In search of my beloved“ (fslenzkur aðall) eftir Þórberg Þórðarson. Bókin er þýdd á ensku af prófessor Kenneth Chapman, sem þýtt hef- ir fleiri bækur íslenzkar, meðal annars fslandsklukkuna. Krist- ján Karlsson, rithöf. hefir skrif- að stutta grein um Þórberg, sem birtist aftan við söguna. Báðar þessar bækur eru þokka- legar og hentug gjöf fyrir ensku- mælandi fólk. Þessi mynd er af fyrsta bátnum af þessari stærð sem smíðaður hefir verið í Stykkishólmi. Báturinn er smiðaður í Skipasmíða- stöðinni undir stjón Kristjáns Guðmundssonar skipasmiðs. Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar sá um niðursetningu vélar ásamt umboðsmönnum verksmiðjunnar sem hún er frá. Játaði þrjá koparþjófn- aði á Melunum RANNSÓKN er nú lokið í máli feðganna tveggja, sem undan- farna daga hafa setið í gæzlu- varðhaldi sakaðir um innbrot og þjófnaði. Hefur faðirinn, sem í fyrstu neitaði að tala, nú viður- kennt að hafa þrisvar brotizt inn í birgðaskemmu á Melunum og stolið þaðan koparvír. Beið fað- irinn dóms fyrir níu önnur inn- brot er hann varð uppvís að hin um þremur. 18 ára syni hans, sem einnig sat í gæzluvarhaldi og h--fur ját að á sig nokkur innbrot, hefur nú Röntgentæki til Vopnafjarðar Vopnafirði, 29. nóv: — f FYRRADAG voru sett upp röntgentæki í sjúkraskýlinu hér, og verða tekin í notkun í þessari viku. Það var kvenfélagið hér, sem stóð fyrir því að þessi tæki yrðu fengin og safnaði fé til þeirra. Þau kostuðu á annað hundrað þúsund krónur. Tækin eru bæði til gegnumlýsingar Og myndatöku. Héraðslæknirinn hér heitir Lars Haukland. Hann kom hingað 1. okt. sl. Og er ráðinn þrjú misseri. — Sigurjón. /‘NAIShnitor »/ S V 50 hnútar X SnjóÁtmo • Úti V Skirir It Þrumur W%K, KuUotlil Hilotkil H Hmt L Lotqi Hæðin yfir Grænlandi var í gær að þokast SA, og um leið færðist vindstrengurinn mikli suður yfir landið. Var rigning á láglendi austan lands, en slydda eða snjókoma þegar dró frá sjónum og um norð austanvert landið, kl. 14 var hvassast á Hellissandi, 10 vind stig, en annars víða 8 vindstig en annars víða 8 vindstig norð an lands. í Reykjavík var hæg ur vindur. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land, Faxaflói og miðin: Allhvass NA, sikýjað. Breiðafjörður og miðin: NA hvassviðri, sums staðar snjó koma. Vestfirðir, Norðurland og miðin: NA hvassviðri, snjó- koma. NA-land, Austfirðir og mið in: Hvass NA, rigning við sjó inn en snjókoma niður undir láglendi. SA-land og miðin: Allhvass NA, sumsstaðar dálítil rigning verið sleppt úr varðhaldi, en fað irinn situr áfram. í innbrotunum þremur á Mel- unum játaði maðurinn að hafa stolið um 1200 kílóum af kopar- vír. Er vírinn kominn í leitirnar utan ca 250 kg. Þá játaði faðirinn ennfremur á sig þjófnað á kopar úr rafstöðvarhúsi á Reykjavíkur flugvelli og koparlóðum annars- staðar af flugvellinum. Feðgar þessir eru úr Hafnar- firði. Hjálpnrbeiðni EINS og kunnugt er af fréttum varð húsbruni í Smálöndum s.L mánudagsmorgun, þar sem Frið- steinn Helgason og kona hans bjuggu ásamt 5 börnum sínum. Misstu þau þar aleigu sína að kalla. Allt innbú þeirra brann, svo að ekkert má framar úr þvl nýta. Auk þess brann hús þeirra allt að útviðum. Nú stóð hér svo illa á, að inn- búið var óvátryggt. Þeir eru sem betur fer margir, sem með nokkrum hætti eiga auð velt með að setja sig í spor ann- arra. Ljóst má þeim öllum vera, að erfiðir muni þessir dagar vera barnafjölskyldunni, sem alla muni sína missti á örskotsstund og nú stendur uppi slypp og næst um því að segja vegalaus. Margt glatast við svo válega atburði, sem aldrei verður bætt með fé, en margir góðviljaðir samborgarar verða vafalaust til að láta nokkuð af hendi rakna til að bæta úr brýnustu þörf i svip. Yetrarhjálpin, sem er til húsa að Thorvaldsensstræti 6, hefir góðfúslega lofast til að veita við töku gjöfum þeirra, sem hér óska að láta finna fyrir bróður- hönd sinni. Bjami Sigurðsson. Keflavík í KVÖLD kl. 9 verður spilað Bingó í Aðalveri. Spilað verður um marga glæsi- lega vinninga, þar á meðal, ef heppni* er með farmiða fyrir tvo til Kaupmannahafnar og til baka. Aðgangur að Bingókvöldinu er ókeypis. Sjálfstæðisfélögin í Kefiavík. ★ SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ Sókn í Keflavík heldur sinn árlega bazar í Sjálfstæðis- húsinu föstudaginn 1. des. kj. 9. Margt ágætra muna. Allur ágóði rennur tii góðgerðarstarf- semi fyrir jólin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.