Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 6
c MORCVNBLAÐ1Ð Fímmtudagur 30. nóv. 1961 Dr. Pá.II og Matthías ræðast við. Hundaþúfan og hafiö — samtalsbók dr' Pdls ísólfssonar og Matthíasar Johannessens, kemur út í dag I DAG kemur í verzlanir bók- iu Hundaþúfan og hafið', samtöl Matthíasar Johannessens við dr. Pál ísólfsson í 29 samtalsþátt- um. 1 bókinni er rætt um æsku- ár dr. Páls á Stokkseyri, en síð- ar greinir frá námsárum hans erlendis, tónsmíðum, starfinu hér heima og kynnum hans af kunnum mönnum, erlendum og innlendum. Bókin Hundaþúfan og hafið er 231 blaðsíður í fallegu og VARÐBERG, félag ungra á- hugamanna um vestræna sam- vinnu, efndi til fundar í Borg- snyrtilegu bandi. Hana prýðir fjöldi mynda, sem Atli Már hef- ir gert. Fremst er mynd af dr. Páli. Bókfellsútgáfan gefur bók- ina út, Oddi h.f. sá um prent- un og bókband Sveinabókband- ið h.f. Sem sýnishorn skulu upptalin nokkur kaflaheiti bókarinnar: Harmóníum og fjósalykt, í fjör- unni, Um sorgina og svörtu él- in, Músík og ást, Á leiksviði, Handan við fjöllin, í Reykjavík, arritarar Sigurður Jóhannesson, verzlunarmaður og Sigurjón Bragason, afgreiðslumaður. Út í heim, Að taka ofan, Á fornum slóðum, Svona er ég nú orðinn gamall, Húmoreskur. Lokakaflinn nefnist Boðarnir falla. Hundaþúfan og hafið erþriðja samtalsbók Matthíasar Johann- essens. Hinar eru í kompaníi við allífið og Svo kvað Tómas. Mikið að gera hjá Birni Pálssyni MIKIÐ var að gera hjá Birni Pálssyni, flugmanni, í gær, þeg- ar veðrið skánaði í bili. Var Björn bæði í sjúkraflugi og flugi með menn í ýmsum er- indum. Fyrst flaug Björn vestur í Stykkishólm og þaðan aftur til Reykjavíkur. Þá flaug hann til Keflavíkur og þaðan til Hellissands; síðan til Hólmavík- ur og svo suður til Reykjavík- ur. Að lokum skrapp hann aft- ur vestur á Sand og flaug síð- an aftur til Reykjavíkur. Minni flugvél Björns flaug austur í Hornafjörð og til baka aftur. Má því með sanni segja, að mik ill annadagur hafi verið hjá Birni í svartasta skammdeginu. Fjölmennur Varðbergs- fundur á Akureyri Siglfirðingur sá loftsfein falla Sá fyrsti sem fellur á íslandi ÞANN 6. september sl. kom Jón | Magnússon á Siglufirði tilkynnti Þorsteinsson, bílstjóri á Siglu- firði á lögreglustöðina rétt fyrir kl. 12 og hafði meðferðis útflatt an lítinn loft- 5tein. Kvaðst hann hafa kom- ið auga á þetta titla „blys“ á suðvesturloftinu og fylgt því með augunum þar til hann hélt það mundi lenda á bíl hans, en það hafnaði á járngjörð á síldar- tunnu sem var rétt hjá honum. Frá þessu skýrir Páll Bergþórs- son í síðasta hefti af tímaritinu Veðrinu. Árið 1956 hafði Jón Eyþórsson skrifað í sama blað um víga- hnetti og Ioftsteina og sagði þá að hér á landi hefðu ekki fund- izt loftsteinar eða brot úr þeim, svo vitað væri. Guðbrandur því Veðrinu um þennan fyrsta loftstein. Lánið var meff Jóni. Um þennan fund segir Páll Bergþórsson: Það má segja að lánið var með Jóni Þorsteinssyni, fyrst það_ að steinninn skyldi ekki skemma bílinn hans og jafn vel kveikja í honum, en ekki var þó sú heppni hans minni að verða sjónarvottur að svo sjald- gæfum viðburði sem þessum og síðan finnandi að fyrsta loftstein inum, sem menn vita til, að hér hafi náðzt. Loftsteinninn ber greinil. merki þess að hafa lent á járngjörðinni, útflattur eins og segir í bréfinn og með dálitlum riðkornum úr gjörðinni, sem runnið hafa sam- an við bráðinn steinin. Hann verður rannsakaður og honum ráðstafað í samráði við finnanda. Leikfélag Hveragerffis hefur sýnt sakamálaleikritiff „Gasljós'* eftir Patric Hamilton 12 sinnum aff undanförnu viff ágætar viff« tökur. Næsta sýning verffur í Bíóhöllinni á Akranesi föstudag. inn 1. des. — Myndin sýnir Valgarff Runólfsson, Geirrúnu ívarsdóttur og Magneu Jóhannesdóttur í hlutverkum. sínum. arbíói á Akureyri sl. mánudags- kvöld. Umræðuefnið var „ís- land og vestræn samvinna". Framsögumennirnir voru al- þingismennirnir Matthías Á. Mathiesen, Jón Skaftason og Benedikt Gröndal. Gerðu ræðu- menn ýtarlega grein fyrir þeim sjónarmiðum, er utanríkisstefna íslands byggist á, og afstöð- unni til kommúnismans. Fengu ræðumenn mjög góðar undir- tektir fundarmanna ,sem voru eitthvað á þriðja hundrað. Auk frummælenda tóku til máls Bernharð Stefánsson, fyrr- verandi alþingismaður, Árni Jónsson, bæjarfulltrúi, Jakob Pétursson, ritstjóri og Jón Asp- ar, loftskeytamaður. Voru þeir allir frummælendum sammála um að vestræna samvinnu bæri að efla af fremsta mætti. Það vakti athygli, að enginn komm- únisti treysti sér til að taka til máls og andmæla. Fundarstjóri var Ragnra Stein bergsson, lögfræðingur og fund- • Hyrnur og pappa tappar „Húsfreyja í Kópavogi“ skrifar m. a.: „Eg vil taka undir orð hús- mæðranna, sem skrifuðu Vel vakanda um daginn um hyrn- urnar, sem mjólk er seld í. Það eru orð að sönnu, að hyrn urnar eru sérstaklega óþægi- leg ílát, en margir kaupa þær samt, þótt þær séu líka dýr- ari en flöskurnar, þar sem þeim finnst mjólkin betri í þeim. Það er smekksatriði, sem fólk verður að ráða. Það er svo aftur ótækt, að sums staðar skuli ekki vera hægt að velja á milli flöskumjólk- ur og hyrnumjólkur. Og er ekki hægt að hafa sams kon- ar mjólk og er i hyrnunum í sérstaklega merktum flösk- um? Annars ætlaði ég nú að minnast aðallega á flösku- mjólkina. Er ekki nokkur leið að hafa aðra og betri gerð af töppum á þeim? Oft eru þeir svo fastlímdir við flöskurnar, að þeir losna ekki, þótt þrýst sé ofan á þá, heldur rifnar pappinn og tappaskjöldurinn ónýtist. Kvenfólk hættir ógjarnan nöglum sínum við að reyna að rífa pappann frá, en venju- lega er hægt að plokka hann upp með hnífum eða öðrum verkfærum. Þetta eru kann- ske smámunir í augum for- ráðamanna Mjólkursamsöl-' unnar, en þeir verða að muna eftir því, að tugir þúsunda manna þurfa daglega að opna mjólkurflösku, svo að ekki væri til of mikils mælzt, þótt reynt yrði að gera þeim opn- unina auðvelda. A. m. k. er óþarfi að ergja viðskiptavin- ina vegna svona smáatriðis, sem auðveldlega hlýtur að vera hægt að bæta úr, ef vilji er fyrir hendi. • Fituklessur Og er ekki hægt að koma í veg fyrir, að fitan í mjólkinni safnist saman í harðan smjör. kökk efst í stútnum, þannig að reka þurfi prjón niður í gegnum lagið, svo að mjólkin geti runnið? Þegar lækkar í flöskunni, rennur fitan í ógeðs legar klessur Innan á glerinu. Þær eru svo ólystugar útlits. að engin húsmóðir getur t.d. boðið gestum mjólk úr flösk- unni, heldur verður hún að hella mjólkinni í könnu og veiða fituskánirnar ofan af, áður en hún er boðleg gest. um. Og að lokum: Hvernig stendur á, að rjóminn getur komið eldsúr úr hyrnu, sem keypt hefur verið að morgni og staðið í ísskáp til kvölds? Mér og áreiðanlega fleirum þætti gaman að fá einhver svör við þessum spurning- um“. • Sjónvarpið og kvikmyndir Vegna þess sem sagt var hér í dálkunum í fyrradag, aS kvibmyndir væru ekki sýnd- ar í sjónvarpi, fyrr en eftir vissan árafjölda, venjulega 15—20 ár, skal það tekið fram. að þar var vitanlega ekki átt við kennslumyndir, fræðslu- myndir og fréttamyndir. Þær eru einmitt oftast spánýjar, Gildi sjónvarpsins felst ekki hvað sízt í því, að hægt er að fylgjast með mikilsverðum at burðum hvar sem er á hnett- inum jafnóðum og þeir ger- ast. Þá eru sýndar nýjar mynd ir, sem sýna líf hinna ýmsu þjoða, er hnöttinn byggja, og eykur það ekki lítið á skiln- ing þjóða á meðal á högum þessu felst ómetanlegt upp- eldisgildi, og ekki má gleyma kennslumyndunum, sem gera alla kennslu mun auðveldari og áhrifaríkari. — Hins vegar sleppa kvikmyndafélögin nýj- um, löngum myndum af venju legri gerð vitanleg* ekki i hendur sjónvarpann* fyrr eu eftir nokkurn tima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.