Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORC111SBLAÐ1Ð Fimmtudagur 30. nóv. 1961 Meðferð ölvaðra og drykkjusjúkra Á FUNDI sameinaðs þings í gær var tekin til 1. umræðu þings- ályktunartillaga um meðferð ölvaðra manna. Alfreð Gíslason ('K), flutningsmaður frumvarps- ins, gat þess, að lög um meðferð ölvaðra manna og drykkju- sjúkra væru frá 1949 og komið hefðu í ljós ótvíræðir gallar á frumvarpinu. í lögunum sé gerður gerður skilsmunur á ölv uðum mönnum og drykkjusjúk- um, þeim séu ætlaðar mismun- andi stofnanir og meðferð Slíkur munur sé óeðlilegur Og hefur enga þýðingu. ölvaður maður er drykkjusjúkur, meðan hann er ölvaður, og drykkjusjúkur maður Oft Og tíðum ölvaður. Megingalli þeirra sé þó sá, að lögin koma í veg fyrir samræmdar skipulagð ar lækningar og fyrirbyggi ein- beitingu krafta og fjár. Þá sagðist AG geta upplýst, að Vilmundur Jónsson fyrrv. land- læknir og höfuðsmiður laganna frá 1949 skildi þörfina á því að lögunum verði breytt og hafi beitt sér fyrir því, sömuleiðis nú- verandi landlæknir, Sigurður Sig urðsson, sem hefði verið formað- ur nefndar til að endurskoða lögin. Sú nefnd hafi svo skilað áliti í jan. 1960 og síðan hefðu tillögurnar legið í heilbrigðismála ráðuneytinu, þar sem enginn áhugi hefði verið fyrir að gera þær umbætur, sem helztu menn heilbrigðismála hefðu talið æski- legar. Ekki þyrfti því annað að gera en dusta rykið af þessum tillögum. Eiiigin einhlít lausn fyrir hendi Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra sagðist sammála AG um, að hér væri um brýnt vandamál að ræða, en kvaðst ekki sammála um hitt, að það væri eins auð- velt viðfangs og hann vildi vera láta. Vitnaði hann síðan til þess, að AG hefði talað svo sem, að það væri við |sama vandamál- : ið að etja, hvort ; sem maður væri : drukkinn eða drykkjusjúkl- mgur. Kvaðst ráðherrann hyggja, að al- menningsálitið væri á gjörsam- lega annarri skoðun, „drykkjusjúkur maður" sé þannig skilið, að um sé að ræða mann, sem ekki ræður við drykkjuhneigð sína, þótt ýmsir aðrir geti hins vegar verið ölvað- ir. Þá kvað hann þá fullyrðingu AG á misskiiningi byggða, að frumvarpið hefði stöðvast í ráðu neytinu yegna þess, að skort hefði áhuga á þessum málum. Hann hefði athugað frumvarpið í nánu samstarfi við þá aðila, sem mesta þekkingu og reynslu hafa á þessum efnum, og framhjá því verði ekki komizt, að mikill ágreiningur er þeirra á milli, og einnig mill læknanna innbyrð is og svo áhugamannanna. f því liggur vandinn og þess vegna sé klofningur í framkvæmdinni. Hins vegar væri tímabært að taka þessi mál upp, þegar ný skipan mála kæmist á í meðferð geðveikimála með skipun próf- essorsembættis í þeim fræðum og skiptingu Kleppsspítala. Sagðist ráðherrann hafa átt tal við hinn nýskipaða prófessor í sumar um, að hann kynnti sér þessar tillögur sérstaklega Og eins fyrirkömulag í öðrum löndum. Og þó sér komi ekki til hugar, að endanleg lausn verði fundin, þá sé sjálfsagt að bera tillögurnar undir mann, sem eins rækilega hefur kynnt sér þessi mál Og hinn nýskipaði próf- essor. En sé vandinn hins vegar ekki annar en sá, að sækja frumvarp- ið upp í heilbrigðisráðuneyti, get- ur AG ugglaust fengið það, hvenær sem er, hjá heilbrigðis- ráðherra með klukkustundar fyr irvara Og lagt það fyrir þingið. Alfreð Gíslason (K) tók aftur til máls og endurtók fyrri stað- hæfingar sínar, en Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra svaraði þeim sem fyrr Og benti jafnframt á, að með auknum fjárveitingum m. a. til AA-samtakanna, sem mestum árangri hafa náð í þess- um málum, væri jafnvel séð fyrir þessum málum og ef umrætt frumvarp hefði verið lagt fram, þar sem höfuðbreyting þess fólst í auknum fjárveitingum. Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra kvaðst vilja geta þess, að hann hefði í haust átt tal við hinn nýskipaða prófessor og hefði hann þá kynnt sér tillög- urnar. Hafði hann jafnframt óskað þess að fá að kynna sér þær nánar og ekki viljað láta bera þær fram að svo stöddu. Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs og var samþykkt að vísa tillögunni til allsherjarnefndar. S)i(^urtuncjíiíi uncjA Skemvntun Stýrímanmskólans Frá kl. 21.00—00.02. Til sölu 180 lesta stálskip á góðu verði og með hagkvæmum greiðsluskilmál- um. — Skipið er með ollum siglingatækjum af nýjustu gerð. Síldarleitartæki af stærstu gerð og kraftblökk. — Skip, vél og allur útbúnaður í góðu lagi. Ganghraði 11 hnútar. — Uppl. hjá. ÞORMÓFH ÖGMUNDSSYNI, lögfræðingl í síma 15795 eftir kl. 5 og Hótel Vík, herbergi Nr. 8. Heyverkun, öryggi opinna vélbáta og fleira rætt á Alþingi í gær Á FUNDI sameinaðs þings í gær| var sanr.þykkt umræðulaust að, vísa þingsályktunartillögum um viðurkenningu Þýzkalands á 12 mílna landhelginni og um sam- komulag um aðstöðu Færeyinga til handfæraveiða til utanríkis- nefndar. Þá var og samþykkt að vísa þingsályktunartillögu um jarðboranir að Leirá til fjárveit- ingarnefndar og tillögu um nám- skeið til tæknifræðimenntunar til allsherjarnefndar. Héraðsskóli á Snæfellsnesi Tekin var fyrir þingsályktun- artillaga um, að athugaðir verði möguleikar á byggingu héraðs- skóla á Snæfellsnesi. Benedikt Gröndal (A), flutn- ingsmaður tillögunnar, gat þess, að héraðskólarnir væru allir full- setnir og þeir unglingar skiptu hundruðum, sem ekki fengju inn. göngu. Það sé því tímabært að halda áfram byggingu héraðs- skólanna og æskileg staðsetning næsta skóla, taldi flutningsmað- ur að væri á Snæfellsnesi. Heyverkunarmál Þá var tekin fyrir þingsálykt- unartillaga um, að skipuð verði nefnd til að gera tillögur um sér- stakar ráðstafanir, er miði að því að gera heyverkun bænda sem öruggasta og ódýrasta, með sérstakri hliðsjón af því, hvernig auka megi votheysgerð og súg- þurrkun. Ágúst Þorvaldsson (F) fylgdi tillögunni úr hlaði og gat þess. að það hefði sýnt sig, að bændur þeir, sem bæði hafa súgþurrkun og votheysgerð, geta haldið áfr- am að heyja, hvernig svo sem tíðin sé, og hey- ið samt haldið sínu fóðursgildi. En þar sem eng- in lánastofnun er til, sem veitir lán í þessu skyni, eru þessir bændur mjög fáir, en ræðumað- ur kvaðst viss um, að annað fé mundi ekki ávaxta sig betur en það, sem lánað væri í bessu skyni. Frumkvæðið komi frá bændum. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra kvað það rétt, að nauð- synlegt væri að gera ítarlega at- hugun á því, hvernig heyverk un væri bezt hagað. Spurning in væri þó, hvort Alþingi þurfi að samþykkja slík- ar tillögur, þar sem bændasam- tökin hafi þessi mál til umræðu og eins Búnaðar- félagið, en vitanlega er eðlilegast, að bændasamtökin hafi forgönau um þetta mál. Taldi landbúnað- arráðherra kunnugt. að bænda- samtökin væru með þessi mál á dagskrá og hefðu áhuga á, að lausn fáist á þeim. Mætti því telja, að tillaga þessi sé óþörf, og liti þannig út, að með flutningi hennar væri verið að grípa fram í fyrir hendurnar á bændasam- tökunum, sem ættu að hafa for- ystu í þessu máli. En hins vegar taldi ráðherrann sjálfsagt, ef svo ólíklega færi, að bændasamtökin hefðust ekki handa án áskorunar frá Alþingi, þá bæri að sam- þykkja tillöguna. Enn fremur gat ráðherrann þess, að jarðræktarlögin væru í undirbúningi, og þeir, sem um þau fjalla, hafi komið auga á, að hækka þurfi styrk til súgþurrk- unar og votheysgerðar. Þá sé og í athugun hjá ríkisstjórninni, hvort ekki sé unnt að veita lán til súgþurrkunar og votheysgerð ar í auknum mæli úr ræktunar- sjóði. Ágúst Þorvaldsson og landbún- aðarráðherra Ingólfur Jónsson i tóku báðir aftur til máls, en ekki er ástæða til að rekja það frek- ar. Síðan var samþykkt að vísa tillögunni til fjárveitingarnefnd- ar. Jarðskráning Næst var tekin til umræðu þingsályktunartillaga um, að und irbúin verði löggjöf um jarða- skráningu og jarðarlýsingar, er verði grundvöllur fasteignamats lögbýlisjarða í landinu og undir- staða framkvæmdaáætlana í landbúnaði. Ingvar Gíslason (F) fylgdi frumvarpinu úr hlaði og gat þess, að það væri tilgangur fasteigna- mats og jarðalýsinga að gefa sem sannasta mynd af landeignun um m. a. með tilliti til skattlagn- ingar, sölu hæfni og veðsetningar. Fasteignamötin 1932 og 1942 gefi nokkrar upplýs- ingar um ein- stök atriði varð- andi jarðirnar, en vegna þess, hve örar breyt- ingar eru, að því er tekur til nytj a lands jarða, umbóta á því og þeim húsakosti, sem jörðunum fylgir, eru þær upplýsingar orðn ar úreltar, áður en útgáfu fast- eignamatanna er lokið. Er því brýn þörf á, að hér sé ráðin bót á, með því, að árlega séu til- 'kynntar og skráðar allar þær breytingar, er á jarðeignunum verða, og að þessar upplýsingar séu aðgengilegar á einum stað. Uæknisvitjanasjóðir Enn fremur var tekin fyrir þingsályktunartillaga um, að endurskoðuð verði lög um lækn- isvitjanasjóði. Páll Þorsteinsson (F) fylgdi frumvarpinu úr hlaði og gat þess, að þau lög, er nú gilda, séu sett fyrir 20 ár- um. í þeim segir, að tekjur lækn- isvitjanasjóða skuli vera fram- lag ríkissjóðs gegn þriðjungs- framlagi annars staðar frá. Fram lag ríkissjóðs má þó ekki fara fram úr 2 krónum á hvern héraðsbúa, sem heima á utan þess kaupstaðar eða kaup- túns, er læknir situr. Þetta er miðað við það verðgildi peninga, sem var fyrir stríð, en síðan hef- ur verðgildi peninga rýrnað að miklum mun og kostnaður við ferðalög aukizt. í þessu efni þarf því að gera annað hvort að auka tekjuiy læknisvitjanasjóðanna eða fela sjúkrasamlögum og Trygg- ingarstofnun ríkisins að láta í té þann stuðning, sem sjóðunum er ætlað. Aukið öryggi opinna vélbáta Þá var tekin fyrir þingsálykt- unartillaga um, að kannaðir verði möguleikar til bættrar að- stöðu til rekstrar opnum vélbát- um og auknu öryggi sjómanna á slíkum bátum. Benedikt Gröndal (A) fylgdi frumvarpinu úr hlaði og gat þess m.a. að opnum vélbátum hefði fjölgað verulega hér á landi og væri hér um umfangsmikla at vinnugrein að ræða. Allt of lít- ið hefði þó verið fyrir hana gert, bæði væri t.rill- um lítil sem eng in aðstaða veitt í höfnum, of lít- ið greitt fyrir þeim með lán- veitingum og loks oft og tíðum erfíðleikar með að losna við afl- ann. Þá væri öryggisútbúnaður þeirra lítill sem enginn og þótt Bkipaskoðun ríkisins hafi leitazt við að auka öryggi þessara báta, þá séu örðugleikar margir á því sviði, en hins vegar megi einskis láta ófreistað til að uuka öryggl trillusjómanna. Gunnar Jóhannsson (K) kvaðst sammála því, að þörf væri á, að hlúð væri að þessari útgerð. Algengt sé, að einn maður rói á slíkum bátum, sem hafi í för með sér óþarfa hættur, og spurn ing, hvort ekki eigi að banna slíkt. Endurskoðun girðingalaga . . Þa var tekin fynr þmgsalykt- undirtillaga um, að girðingalög- in verði endurskoðuð. Halldór E. Sigurðsson (F) fylgdi frumvarpinu úr hlaði og gat þess m.a., að síðan lögin voru sett, bafi vélgrafnir skurðir kom ið til sögunnar sem telja verður, hluta af girð- ingu, svo að hægt er að kom- ast af með færri girðingastrengi en ell«. Þá séu ákvæði núgild- andi laga um skyldur vega- gerðar orðin úr- elt, og fara verð- ur út fyrir lands- lög til að geta sinnt eðlilegum bótakröfum. Nú standi yfir end- urskoðun á vegalögunum og fer einkar vel á því, að girðinga- lögin verði jafnframt tekin til athugunar. Séra Gunnar Gíslason (S) kvaðst frumvarpinu samþykkur, en vildi þó vekja athygli á einu atriði. Tekið væri fram í lögun- um, að halda verði girðingum þannig við, að búfé geti e'kki stafað hætta af þeim þótt allir viti að á því hefur orðið misbrestur. Veldur þar m.a. tvennt, að við- hald girðinga er dýrt og bændur flestir orðnir einyrkjar og kom- ast því ekki yfir allt það, sem þeir annars mundu gera. En einn ig væri þó um hirðuleysi að ræða, t.d. með því að fjarlæga ekki girðingaleifar, en af þeim stafaði bæði mikil hætta fyrir sauðfé og einnig væri af þeim óþrifnaður. Taldi þingmaðurinn, að það yrði mjög til bóta, ef sveitastjórnum verður gert skylt að fylgjast með slíku. Gunnar Sigurðss. bóndi áttræður Skriðuklaustri 16. nóv. í GÆR átti áttræðisafmæli Gunn- ar Sigurðsson bóndi á Egilsstöð- um í Fljótsdal. Hann er mjög far inn að heilsu og hefir verið rúm- fastur síðustu árin. Kona hans er látin fyrir nokkrum árurru Gunnar var hraustmenni, ferða- garpur mikill og á ótalin spor um afréttir og heiðar í nágrenninu. Var öræfabarn er átti sínar yndis stundir við heiðabrjóstin. Börn beirra hjóna voru mörg og eru öll á æskustöðvunum eða í grennd og halda uppi einstöku rausnar Og snyrtiheimili á Egilsstöðum. Þau hafa lítið lagt á námsbrautir, er. eru flest hög í höndum, jafn- vel þúsund þjala smiðir. Hafa leyst vanda sveitunganna við byggingar, miðstöðvarlagnir, véla viðgerðir, gert að úrum og klukkum og annast sauma. Meðal sonanna er Egill hreindýraeftir- iitsmaður. — J.P. VALGARÐUR KRISTJÁNSSON héraðsdómslögmaður Eskihlíð 20. Öll venjuleg lögfræðistörf — Fasteignasala. Viðtalstími kl- 18—19 alla daga nema laugardaga kl. 14—17. Simi 3-84-81.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.