Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNVLAÐIÐ Fimmtudagur 30. nóv. 196) Saga Reykjavíkur EKKI verður því neitað að margt blasir það við augum utanhúss hér í hoíuðstaðnusm sem virðist benda til þess, að ekki sé Reyk- víkingum næsta ant um bæinn sinn. Enn sannleikurinn mun sá, að þessi alltof mörgu ómenning armerki beri fremur vott um al- mennan skort á siðfágum og smekkvísi heldur en ræktarleysi. Til allrar hamingju mun hitt líka satt, að smámsaman séum við að vaxa upp úr þessari leiðinlegu og skaðlegu ómenningu. Við þurfum ekki að fara langt aftur í tím- ann til þess að finna þessum orðum stað með nokkrum sam- anburði; einn áratugur nægir. I>að er annar svipur á Reykjavík núna en var fyrir tíu árum og að öðrum tíu árum hér frá, ætti að mega vænta þess að þá verði hún orðin að sæmilega hreinlegum bæ, með Ijósu og björtu yfir- bragði. Húsin sem nú eru dökk og dimmgrá að lit, dumbrauð eða sóðalega gul, verða þá væntan- lega orðin ljós á lit, göturnar sem nú eru ekki annað en svað, skul- um við vona að þá verði búið að malbika eða öllu heldur stein- steypa, að komnar verði þá hellu lagðar gangstéttir þar sem við verðum nú að vaða forina upp á ristar þegar blautt er um, og nálega eins djúpt lag af mold- ryki í þurrviðrum. Og þá ættu að vera að mestu leyti horfnir úr sögunni sandbyljirnir, sem nú Á r n i Ó I a fylla vitin (og líka gluggakisturn- ar) jafnskjótt og hvessir á norð- an. Og þá verður farið að klippa trén í görðunum svo að þau hætti að minna á skakkhyrndar eða hornbrotnar ær; og þá verður trjálimið meðfram gangstéttun- um ekki látið hanga svo niður að fólk hröklist af þeim út á ak- brautina, þar sem bílarnir æða áfram. Já, „hönd konu minnar bar harðindaspor, en hún var þó alt um það mín“; og hversu ósnyrti- leg sem okkar litla höfuðborg er, og hversu illa sem hún stenzt sam anburð við jafnvel fiskiþorp grannþjóðanna, þá er það nú samt sannleikurinn a, Reykvík- ingar elska hana. Þeir-finna þá ást allrabezt í brjósti sér þegar þeir hafa dvalizt fjarvistum og hún kemur á ný í augsýn. Hvað þeim hlýnar þá til hennar. Og þegar þeir um dimma nótt eru komnir svo í námunda að þeir sjái úr flugunni ofan á ljósadýrð bæjarins — er það ekki undur samleg tilfinning sem þá vaknar í brjóstinu? Já, hversu áfátt sem okkur ann ars er í umgengni við hana, þá er þó borgin okkur sannarlega kær. Og ef við, því miður, erum ófús að gera mikið fyrir hana, þá vilj- um við samt helzt vita sem allra- mest um hana, fortíð hennar jafnt sem nútíðina. Helzt vildum við kunna hvert sigurljóð og hverja raunabögu hennar; helzt kunna alla hennar sögu, sögu gleðidaganna og sögu raunadag- anna. Við viljum sjá hana eins Og hún var hörmungadaginn mikla 7. apríl 1906, og við viljum sjá hana eins og hún var sólskins daginn 17. júní 1911, þegar ökk- ur fannst hún vera að heilsa nýrri og betri öld. En í sandfoki tím- ans skeflir yfir jafnvel rauna- dagana miklu og gleðidagana björtu, og enn dýpri skaflar hlað ast yfir spor tilbreytingarlitlu starfsdaganna. En einnig þá daga viljum við láta grafa upp og sýna okkur í skuggsjá sögunnar. Því víst eru þeir dagar, þessir hvers- dagslegu, uppistaðan í lífinu, lífi einstaklings og lífi þjóðar. ívafið í þeim köllum við grátt, en ívafið í hinum margbreytilega liti — liti hrygðarinnar og liti gleðinn- ar. — En þennan uppgröft megnum við ekki að gera sjálf; það er starf sem þar til kjörnir menn — alltaf örfáir — verða að vinna fyrir okkur. Og hvað við megum vera þessum fágætu mönnum þakklát fyrir verk þeirra, ef við hugleiðum það af skilningi. Annað veifið nú að undan- föruu hefi ég stund og stund ver- ið að líta yfir mikið starf eins þessara ötulu og óþreytandi upp- mokstrarmanna: áratuga starf Árna Óla. Eg hefi að síðustu ver- ið að lesa nýjustu bók hans, sem hann nefnir Skuggsjá Reykjavík- ur. Og að rýna í þessar fjölbreyti- legu og fróðlegu bækur hans, hefir að síðustu vakið hjá mér svo margar hugsanir að mér finst ég verða að víkja. að nokkrum þeirra á almennum vettvangi. En það er þó af skiljanlegum ástæðum aðeins örfátt sem ég get vikið að í einni blaðagrein, sem ekki með nokkru móti má verða löng. Eg skal þá snöggvast grípa aft- ur fyrir mig til þess sem ég sagði rétt núna; sem sé, að m'st hugsa Reykvíkingar af ræktar- sem um bæinn sinn. Þetta kemur berlega fram í því, að hvenær sem út er gefin einhver bók am Reykjavík og sögu hennar, þá er sú bók tætt út svo að hún hverfur nálega tafarlaust af markaðinum. Löng upptalning er hér óþörf. Saga Reykjavíkur eft- ir Klemens Jónsson var sökum stærðar sinnar eðlilega nokkuð dýr, og hún kom út þegar kaup- geta almennings var lítil, svo margfalt minni en nú. Eigi að sið- ux var þó upplagið fljótt að hverfa. Fyrri útgáfan af Árbók- um Reykjavíkur, stórri bók, eftir Jón biskup Helgason, hvarf í einu vetfangi að heita mátti, og önnur bók hans, Þeir sem settu svip á bæinn (prentuð beinlínis fyrir mína afskiptasemi), seldist upp á fáum dögum, þó að upp- lagið væri með stærra móti. Svip- aða sögu er að segja um bækur Árna Óla, og vantar þó á að þær hafi verið einskorðaðar við sögu Reykjavíkur, þangað til þessi síð- asta, sem að framan var nefnd; en fyrir Reykvíkinga má hún telj ast merkust þeirra allra. Þessar staðreyndir hygg ég að sanni svo mál mitt að ekki verði í móti mælt. Ef ég væri að skrifa ritdóm, mundi ég fara hér miklu nánara út í efni þessarar bókar, því sð það væri skemmtilegt verk. En ritdóm er ég ekki að skrifa. Hins vil ég ekki láta ógetið, að mér virðist Árni Óla mikils góðs mak legur af hálfu Reykvíkinga fyrir það uppmokstursstarf sem hann hefir fyrir þá unnið og orðið er geysimikið. Eg vildi óska að enn mætti hann lengi halda þvi á- fram. Og annars til vildi ég óska; en það er að hinar fyrri bækur /-í verið að halda fyrsta sam- kvæmið, sem dótturróttir hans, Celia Sandys, tók þátt í sem „uppkomin stúlka“. || Hann stóð við þarna í tvo tíma, og enginn var svo ónær gætinn að telja kampavíns- glösin sem hann drakk. Það amar ekkert að honum nema heyrnarleysið. Beztu vinir hans hafa fyrir löngu ráðlagt honum að fá sér heyrn artæki, en hann eyddi því jafnan með hægð, unz hann þraut þolinmæðina og varð vondur. Hann sagði að heyrn- artækin gerðu rödd kunn- ingjanna óþekkjanlega. Auk þess getur hann lesið og skrif að því meir, sem hann heyrir minna. Því sjónin er ágæt. Ohurohill er hættur að eta reyktan lax og kjúkling í litla skatt, og var það gert forsætisráðherranum og sagði: „Eg lifi mjög fábrotnu lífi. Eg drekk ekki áfengi og ég reyki ekki. Eg iðka fim- leika og heilsan er 10 T% góð.“ „Marskálkur“, sawoi Cbur- chill eftir langa þögn. „Eg et það sem mig langar í, og hve- nær sem mig langar í það. Eg reyki og ég drekk og iðka aldr ei fimleika. Heilsan er 105% góð.“ — Sir Winston Churchill hefur nóg að bíta og brenna, en ríkur er hann ekki. Hann græðir vel á bókum sínum, en ríkið tekur mikið af því í skatt. I fyrra tók hann í fyrsta skipti við eftirlaunum þeim, sem honum ber, sem fyrrver- andi forsætisráðherra, en þau eru 5.600 pund á ári. Hann býr á víxl í Chartwell .og í CHURCHILL heyrír illa en neitar að nota heyrnartæki WINSTON Churtíhill er orð- inn svo heyrnardaufur, að erf- itt er að tala við hann. Þess hefur verið óskað, bæði opin- berlega af kunningjum hans, að hann fengi sér heyrnar- hjálp, en hann tekur það ekki í mál og segist heyra allt sem hann vilji heyra, en telur hlunnindi, að heyra ekki hitt. Hann er 87 ára í dag, 30. nóvember. Fyrir nokkru kvef aðist hann svo illilega að hann gat ekki mætt á árshátíð gamla skólans síns í Harrow, og nú héldu flestir, að hann væri að berja í nestið og bjuggust við þjóðarsorg. En nokkrum dögum síðar lagði tóbaksreyk út úr lyftunni í Quagliano-klúbbnum, og reyk urinn kom út úr Churchill. Hann var að fara í klúbbinn í tilefni af því, að þar var samkvæmt læknisráði. Hins- vegar skellir hann skolleyrum við öllum læknisráðum um áfengið. Maður, sem nýlega var gestur hjá honum, segir að það mundi hafa glatt koníaksframleiðendur í Frakk landi að sjá hve hressilega Churchill drakk koníak eftir miðdegisverðinn. Frá stríðsárunum er til saga um, að Montgomery mar- skálkur — sem er annálaður fyrir sparneytni og hófsemi. ætlaði að vekja aðdáun hjá húsi sínu í Hyde Park Gate í London. Hann málar minna uppá síðkastið en hann gerði áður. En í Chartwell eru um 400 myndir eftir hann, svo að erf- ingjar fá talsvert til að skípta á milli sín. Talið er að hon- um finnist myndin ,,Bottle- rama“ sú bezta, sem hann hef ur gert. Hún hangir á bezta stað í aðalstofunni, og er af fjöldamörgum whisky- og koníaksflöskum — öllum tómum. og reykir og drekkur eins og áður hans yrðu sem fyrst prentaðar upp á ný, og þá gerð sameigin- leg nafnaskrá yfir þær allar. Það er hreint og beint nauðsynja- verk. En svo hefi ég miklu stærri il- lögu fram að leggja og tel að þar sé um merkilegt miál að ræða: Við þurfum að fara að hugsa fyrir ítarlegri og samfeldri sögu Reykjavíkur, frá fyrstu tímum allt til þessa dags. Klemens Jóns- son hefir að vísu lagt undirstöð- una og rutt brautina, en full- nægjandi væri hans rit ekki þó að gefið væri út á ný — sem ég tel raunar að gera ætti til bráða- birgða. Hann var sjálfur ótæm- andi fróðleikssjór um j etta efni (og raunar um margt fleira), en það var Ijóður á hans ráði hve spart hann miðlaði sínum mikla fróðleik þegar hann skrifaði. Fyr ir því er Reykjavíkursaga hans (og Akureyrarsagan sömuleiðis) brotakendari og beinagrindar- legri en ástæða var til. Hann vita skuld hafði óbeit á málæði (og ekki er það honum til lasts), en hann syndgaði með því að halda um og aftur af sér. Eins og fleir- um varð honum meðalhófið vand ratað. Finnur bróðir hans rataði réttari leið, og fyrir það varð bókmenntasaga hans sú gersemi sem hún alla daga verður. Það er augljóst mál, að enn her að hafa á þessu sama hátt og fyr. Bæjarsjóður styrkti Klemens um allmörg ár til þess að vinna að sögunni. Þennan kost verður enn að taka. Það verður að finna efni- legan mann á meðal hinna yngri fræðimanna og veita honum fjár- styrk til þess að safna til sögu bæjarins og rita hana. Og styrk- inn verður að ætla honum um a. m. k. tíu ára bil, ef til vill leng- ur, enda má gera ráð fyrir að sagan yrði, við skulum segja fer- falt stærri en bók Klemensar. Þetta fyrirtæki ætti ekki að vera bæjarfélaginu ofvaxið. Það tak- mark ætti að setja, að útkomu sögunnar verði lokið ekki síðar en 1986, helzt miklu fyr. Þegar hafist er handa um ritun þessarar sögu, mun það koma í ljós, hve gagnlegt starf Árni Óla vann á þessu sviði. Og alltaf verð ur það mikið og margt í hans rit- um, sem ekki fer inn í hina al- mennu sögu og ekki á þar heima, en er þó ekki síður merkilegt fyrir það. Hans rit munu lengi halda gildi sínu; en þar r eð er vitanlega ekki sagt að ekki kunni frekari rannsóknir að bæta um eitt og annað í þeini. , Náttúrlega þarf að halda verki Árna áfram, líka eftir hans daga, því að náman er í rauninni ótæm- andi. Sumum rannsóknum hans þarf að halda áfram einurn áfanga lengra en hann hefir gert, eða jafnvel átt kost á. Sem dæmi vil ég nefna hinn fróðlega og skemmtilega þátt nú í síðustu bókinni um bókasafnshús Latínu skólans, íþöku. Hver var Charles Kelsall? Þess mun margur spyrja og þess mun margur hafa spurt allt frá öndverðu, en hér á landi er fráleitt kostur þeirra gagna, er spurningunni svari. Svarsins verður að leita á Eng- landi. Og rannsókn þess þar get- ur naumast orðið næsta torveld, úr því að arfleiðslumálið fór fyr- ir Court of Chancery. Með þeim lykli sem þar fæst, ætti að vera auðvelt að opna dyr leyndardóms ins. Og mynd af Kelsall þarf þá að útvega. Meðal þeirra heimilda, sem enn hefir verið of lítill gaumur gefinn, eru erlend rit þau er eitthvað greina frá fslandi, og þar verða þá ferðabækur fremst- ar í flokki. Sumar þeirra á alveg fortakaslaust að þýða af mikilli vandvirkni og gefa þær út með sem rækilegustum skýringum og athugasemdum. Á meðal þeirra er þannig átti fyrir löngu að vera búið að gefa út, er ferðabúk eftir Arthur Dillon, A Winter in Ice- land and Laplaiid (London 1840), þ. e. a. s. fyrra bindi hennar, sem fjallar um dvöl hans á fs- landi 1834—35. Bókin er frá upp- hafi til enda verulega skemmtí- leg, því að jafnvel frásögnin um baslið við að komast hingað, held ur lesandanum hugföngnum. Eng in leið var að komast hingað frá Englandi, heldur varð fyrst að fara til Danmerkur, og til þess að komast þangað, varð Dillon fyrst að fara til Svíþjóðar, og sjálfum Danakonungi átti hann það að þakka að hingað komst hann samjumars — á herskipi sem var að sækja hingað Friðrik Danaprins. Annar farþegi var á skipinu og var sá sira Tómas Sæmudsson, sem þá var að kóma heim úr suðurför sinni. Þeir töl- uðust við á ítölsku, því að t henni var sira Tómas liðugri en í ensku eða frönsku. Hvenær sem þessi bólt verður gefin út á íslenzku, þarf mjóg að vanda til athugasemda og skýringa, svo að þar er aðeins á fárra færurn að gera vel, en langt hygg ég að Árni Óla mundi kom- ast þar. Það má ekki koma fyrir að kastað sé höndum til þess verks, en að sjálfsögðu er bað ekki nauðsynlegt að sami maður- inn geri hvorttveggja, að þýða og gefa út. Annar sjálfsagður hlut- ur er það, að í öllum slíkum þýð- ingum sé sýnt blaðsíðutal frum- ritsins, á samia hátt og gert var 1 Ferðabók Hendersons. f íslenzkum ritum hefir víða verið minst á Arthur Dillon og að jafnaði talað um hann sem aðalsmann (lávarð). Þetta er ekki rétt. Hann var ekki aðalsmaður, En frægir menn hafa öldum sam- an borið þetta nafn, lávarðar og riddara, og sennilegt þykir mér að Dillon sá, er hér var, hafi ver- ið aðalsmanns sonur, þó að ekki sé mér ljóst hver faðir hans var. Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.