Morgunblaðið - 30.11.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 30.11.1961, Síða 11
Fimmtudagur 30. nóv. 1961 MORGV1SBLAÐ1Ð 11 Tilraun til sjálfsævisögu Boris Pasternak: Til- raun til sjálfsævisögu. Geir Kristjánsson kýddi. Útgefandi Helgafell '61. STÆRÐ þessarar bókar verður ekki ráðin af blaðsíðufjölda henn ar, sem eru aðeins 136 talsins, auk myndaarkarinnar: að efnis- magni og bókmenntagildi stend- ur hún vissulega í öfugu hlutfalli við pappírinn sem hún er prent- uð á. Hvernig stendur á því að það er ekki fyrr en að loknUm lestri þessa kvers að maður veit eitt- hvað að gagni um listir og menn- ingarlíf í Kússlandi á árunum frá aldamótum fram um 1930? Ekki vantar þó að maður hafi lesið ritgerðir og bækur frægra lokaorðunum dregur hann saman í stuttu máli endanlega afstöðu sína til Ijóða sinna og listsköpun ar: „Eg hef þegar skýrt frá,“ segir hann, „hve klofinn ég er í af- stöðu minni til fortíðar minnar sem skálds — bæði minnar eigin og margra annarra. — Eg mundi ekki hreyfa fingur til að bjarga frá gleymsku meir en fjórðungi þess sem ég hef samið. Hvers vegna hef ég þá fallizt á að láta gefa út safn af ljóðum mínum? Astæðurnar eru tvær. Fyrri ástæðan er sú að þrátt fyrir alla vankanta á kvæðum minum, allt sem þar er mér til skapraunar og ama, má samt finna í þeim ýmis- legt sem þar á að vera — fáeinar son gerði af heimsfrægum kvæða flokki hans: Tólfmenningarnir Pasternak segir: „Blok skipaði ákveðið rúm í æsku minni eins og í æsku ann- arra jafnaldra minna. Honum voru gefnir allir eiginleikar sem stórskáld þarf að hafa----“. Um ljóðstíl hans segir Pastemak: „Lýsingarorð án nafnorðs, um- sögn án frumlags, uppnám, æs- ing, feluleikur, knappleiki, þjót- andi skuggar — í hvílíku sam- ræmi var ekki þessi stíll við anda síns tíma, pukrið, innilo'kunina, moldvörpustarfið." Leo Tolstoj var fjölskylduvin- ur foreldra Pasternaks og kemur hér við sögu, enn fremur Gorkí, Verhaeren og Rilke. En einna eftirminnilegust verður kynning- in við byltingarskáldið Majakov- ski, sem Pasternak dáði mjög framan af ævi þeirra beggja: ,,Alvaran og ákæran í skáld- skap hans — þung og ógnandi — stakk furðulega í stúf við tilgerð og tiktúrur samtímans — — — þessi kvæði voru meistaraverk, stolt og demonisk------næstum eins og neyðaróp: „Tími ég bið: þó þú sért blindur og þær helgu myndir sem þú málar séu klessuverk, kldndu mynd af mér á tjald okkar vansköpuðu aldar. Tíminn hlýddi og gerði eins og hann bað. Mynd hans er kornin á tjald þessarar aldar, en hvílíka spádómsgáfu þurfti ekki til að sjá það fyrir þá !“ Aftur á móti gat Pasternak ekki fundið neitt gott í skáld- skap Majakovskís frá seinni ár- um hans, utan eitt verk. Þó var það einkum fyrir þann skáldskap sem Stalin lét löggilda þá stað- hæfingu, að hann hefði verið og væri gáfaðasta og mesta skáld okkar tíma. Fáum árum fyrr hafði Majakovskí framið sjálfs- morð. Boris Pasternak manna, bæði íslenzkra og út- lendra, um Rússland þessa tíma- bils. Öneitanlega hvarflar nú að manni grunur um, að þeim hafi verið ætlað annað hlutverk en þjóna sannleikanum einum. Eitt er víst: hér eftir mun spurt á þessu eylandi, þar sem tvennum eögum fer um allflesta menn og málefni þar eystra, á meginlandi byltingarinnar, spurt mun verða: Hvað segir Boris Pasternak? — 1 fyrstu málsgrein fyrsta kafla, *em nefnist „Frá bernsku minni“ cegir svo frá: ,,1 „Leiðarbréfinu", tilraun til sjálfsævisögu, sem ég skrifaði á árunum upp úr 1920, lýsti ég þeim aðstæðum sem mótað hafa lífsferil minn. Til allrar ólukku spillti 'það bókinni, hvað hún var tilgerðarleg, en tilgerð var höf- uðsynd þessara ára.“ Víða í þessari bók gagnrýnir liann sinn eigin skáldskap hlífð- arlaust, en lýsir jafnframt ná- kvæmlega þeim breytingum sem verða smátt og smátt á viðhorfi hans til stíls og máls í ljóðagerð- inni, bæði hjá sér og öðrum, og er sú skilgreining næsta girnileg til fróðleiks og lærdómsrík. 1 nákvæmar og velheppnaðar at- huganir. Seinni ástæðan er sú, að ég hef nú nýlokið stærsta og þýðingarmesta ritverki mínu, því eina ritverki sem ég ekki skamm ast mín fyrir og sem ég tek fulla ábyrgð á. Það er skáldsagan ,,Zivagó læknir" og kvæðin sem henni fylgja. Onnur kvæði mín sem til hafa orðið á löngum tíma og fyrirhugað er að taka í safnið eru eins konar inngangur að þess ari skáldsögu og ég lít á útgáfu þessa safns sem undanfara henn- ar.“ Ekki hefur enn orðið úr því í Rússlandi að gefa út kvæðasafn það sem Pasternak talar hér um, og þessi síðari „Tilraun til sjálfs- ævisögu" átti að fylgja. Lýsingar Pasternaks á ýmsum samtímamönnum sínum í hópi listamanna eru skýrari, eftir- minnilegri og ég hygg sannari i þessari bók en kostur er á í öðru lesmáli, sem mér er kunnugt um. Vil ég þar fyrst nefna tónskáld- ið Skrjabin, en þó sér í lagi ljóð- skáldið Alexander Blok, sem á Islandi er einkum þekktur af þýð ingu þeirri, sem Magnús Asgeirs „Upp úr þessu var farið að út- breiða Majakovskí með valdboði, eins og kartöfluna á dögum Katrínar miklu. Þá dó hann í annað sinn, og nú lagði hann ekki sjálfur hönd að verki." Einn eftirminnilegasti kaflinn í „Tilraun til ævisögu" er hug- leiðing um sjálfsmorð þessa manns, og þriggja annarra stór- skálda, sem einnig frömdu sjálfs- morð, eftir að ógnarstjórn Stalíns hófst í Sovétríkjunum: ,--------Við getum ekki gert okkur neinar hugmyndir um þá kvöl, sem er undanfari sjálfs- morðs. Fólk sem verður að þola líkamlegar pyndingar á kvala- bekknum missir venjulega með- vitund, þjáningarnar eru svo ofsalegar, að þær verða sjálfar til að stytta kvalastríð. En maður sem þannig verður fórnarlamb böðulsins er ekki búinn að vera, þótt hann missi rænuna af kvöl- um, hann er sjálfur nærverandi til hinztu stundar, hann á enn fortíð sína, minningarnar eru hans, og ef hann kærir sig um, getur hann fært sér þær í nyt, hann getur sótt þangað styrk til að mæta dauðanum. En maður sem ákveður að Sandur og Sær eftir Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum 25 sögur og þættir Verð kr. 135 (+ söluskattur) Bókaútgáfan Ftóði. stytta sér aldur segir um leið skilið við allt, hann snýr baki við fortíð sinni, viðurkennir gjaldþrot sitt, allar minningar eru honum markleysa. Þær geta hvorki veitt honum styrk né bjargað honum, þær ná ekki leng ur til hans. Samfellan í sálarlífi hans er rofin, persónuleiki hans liðinn undir lok. Og það sem kemur honum endanlega til að fremja sjálfsmorð er kannski ekki fyrst og fremst einhver óhagganleg ákvörðun, heldur hitt hve sú örvænting er óbæri- leg, þegar enginn er til að ör- vænta, þessi þjáning, án þess að nokkur þjáist, þessi bið sem er svo tóm, vegna þess að lífið hef- ur stanzað og gefur henni ekki lengur neina fyllingu. Mér virðist að Majakovski hafi skotið sig af stolti, vegna þess að hann ihafi fordæmt eitthvað í sjálfum sér, eða eitthvað sem var honum nákomið, eitthvað sem sjálfsvirðingu hans var of- raun að sætta sig við----------“. Meðal þess merkasta við „Til- raun til ævisögu" er hvað stórt og voldugt baksvið blasir við lesandanum bak við orðknappa frásögn höfundarins. Auðséð er að fyrir Pasternak vakir meðal annars að sýna að gamla Rúss- land fyrir byltinguna hefur ekki verið nein andleg eyðimörk, heldur ríki mikillar og fjölskrúð- ugrar menningar. Enda liggur þetta í augum uppi: Söng Rúss- lands og hljómlist þekkja allir, og hvar i heimi hafa stórbrotnari skáldverk verið samin ? Pasternak mun hafa lokið við þessa bók um það leytið sem hann fékk nóbelsverðlaunin, þó hún nái eiginlega ekki lengra en þangað til hann er hálffertugur að aldri. Saga byltingarinnar er ekki skráð hér svo nokkru nemi, það er í bókinni „Zívagó læknir* sem 'hún er sögð. Geir Kristjánsson skáld hefur þýtt bókina úx ensku. Aftan við sjálfsævisöguna er birt þýðing á eitthvað um 10 kvæðum Pasternaks. Hefur Geir Kristjánsson þýtt þau beint úr Rússnesku. Að sjálfsögðu get ég ekkert um það fullyrt hvernig •honum hafi tekizt það, en hitt er víst, að öll er þessi bók rituð á ágætu máli, litauðugu og þrótt- miklu, og þar sem Geir Krist- jánsson er sjálfur gott skáld, trúi ég þvi að honum hafi tekizt að túlka Pasternak rétt. 1 bókarlok er prentað stutt æviágrip Paster- naks, samantekið af þýðandan- um. Guðmundur Daníelsson. TRÚLOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.