Morgunblaðið - 30.11.1961, Síða 12

Morgunblaðið - 30.11.1961, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. nóv. 1961 CTtgefandi: H.f Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. .Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingarr Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: íVðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. EINKENNILEGT UTGERÐAR- SJÖNARMIÐ ¥ úðvík Jósefsson, alþingis- maður, þykist sérstakur sérfræðingur í útgerðarmál- um, þótt hæfileikar hans séu meiri á nefndarfundum en við framkvæmd útgerðar, eins og sannazt hefur á Norðfirði. Síðasta kenning þessa spekings er sú, að gengisfellingin í sumar hafi fremur verið til tjóns en hagsbóta fyrir útveginn. Kenning þessi er svo frumleg, að ekki verður hjá því komizt að fara um hana nokkrum orðum. Samkvæmt henni er það til tjóns fyrir útveginn, að fá fleiri krónur fyrir afla sinn. Samkvæmt henni hafa allar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið und- anfarin ár til að koma flot- anum úr höfn, verið andstæð ar hagsmunum þessa atvinnu vegs. Samkvæmt henni ætti það í raun réttri að vera sér- stakir hagsmunir útvegsins og útflutningsframleiðslu al- mennt að gengi væri stór- hækkað. Kenningar þessar eru sann arlega meðal þess bjálfaleg- asta, sem fram hefur verið sett. Hinsvegar mundi al- menningur að sjálfsögðu telja það meinalaust, aðLúð- * vík Jósefsson reyndi að sann færa útvegsmenn um rétt- mæti kenninga sinna. — Gengisfellingin var gerð af illri nauðsyn til að bjarga útflutningsframleiðslunni. — Ef Lúðvík gæti sannfært for- vígismenn hennar um, að gengishækkun væri sjávar- útveginum til hagsbóta, ligg- ur auðvitað beint við að hækka gengið aftur, því að ekki leika menn sér að því að axla byrðar, ef þeir, sem ávaxtanna njóta, telja að- gerðirnar vera sér til tjóns. NÝ FANGA- GEYMSLA jnh'ns og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, hefur nú verið tekin til afnota ný fangageymsla við Síðumúla í Reykjavík og leysir hún af hólmi „kjallarann“ í lög- reglustöðinni. Framkvæmd þessi var hið brýnasta nauðsynjamál, enda eru fangelsismál þjóðarinnar til vansæmdar. 1 nýju lög- reglustöðinni, sem nú er hafin byggin á, verða einnig allmargir fangaklefar og verða verulegar umbætur í þessum málum, þegar hún hefur verið reist, auk þess ser igreglunni í Reykjavík ve. odr þá skapaður sóma- samlegur aðbúnaður. Lögreglustjórinn í Reykja- vík, Sigurjón Sigurðsson, hef ur í samvinnu við dómsmála ráðherra, haft forgöngu í þessum málum og ber að þakka hana. RÖDD KENNEDYS í RÚSSLANDI l/'iðtal það, sem tengdason- * ur Krúsjeffs, ritstjóri Iz- vestiá, átti við Kennedy Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birt í Sovétríkjunum, óbrenglað að því að talið er. Er þetta mjög mikilvægt, því að rödd Bandaríkjafor- seta heyrist þá í fyrsta skipti um langt skeið austan tjalds. í viðtalinu er ekki margt nýtt fyrir okkur, sem búum við lýðfrelsi, en vafalaust mun margt af því, sem þar segir, vekja verðskuldaða at- hygli í kommúnistaríkjun- um. Sérstaklega mikilvægt er, að Kennedy undirstrikar, að örðugleikar í alþjóðamál- um stafi af því, að Sovétrík- in vinni stöðugt að því að koma á kommúnisma um gjörvallan heiminn. Kynni það að vekja menn þar aust- ur frá til umhugsunar um, að tímabært væri að Rússar létu af heimsvaldastefnu sinni og reyndu að búa að sínu. Tímabært var líka að Ráðstjórnarþjóðirnar fengju rétta vitneskju um Þýzka- landsmálið og aðild Vestur- Þýzkalands að Atlantshafs- bandalaginu, því að nú er það meginárásarefni á Vest- veldin — og raunar fyrst og fremst á Norðurlönd — að hinn litli her Þýzkalands ógni Rússum. Fer varla á milli mála, að upplýsingar Kennedys muni vekja marga Rússa til umhugsunar um þessi mál og réttari skilnings á þeim en áður. VILLA Á SÉR HEIMILDIR ins og flestum íslending- um er kunnugt, hafa kommúnistar löngum reynt að villa á sér heimildir. Þeir hafa þótzt vera málsvarar verkalýðs og látið þau boð út ganga að hvergi eigi menntamenn betra skjól en undir verndarvæng þeirra. Nú eru þeir allt í einu orðn- UTAN UR HEIMI Kúrdauppreisnin í írak barin niður En Kassem hefir aðeins dreift glóðunum — ekki tekizt að LITLAR og óljósar fréttir hafa borizt af Kúrdauppreisninni, sem brauzt út í norðurhluta íraks á liðnu sumri, en nú hefir það þó vitnazt fyrir víst, að hersveitir forsætisráðherrans, Abdul Karim Kassems hershöfðingýa, hafa bar- ið uppreisnina niður, a. m. k. um sinn. Þrátt fyrir ófullkoimnar fréttir, er það og Ijóst, að það hefir kostað mikið hernaðarlegt átak að „þagga niður í“ Kúrdun- um — t.d. varð Kassem að láta flugherinn taka mjög virkan þátt í aðgerðum landhersins til þess að ná yfirhöndinni yfir upp reisnarmönnum, sem stunduðu harðvítugan skæruhernað í hæð- um og fjöllum í norðurhluta landsins. — Og flest bendir til þess, að enda þótt Kassem hafi tekizt að kæfa sjálft bálið, þá hafi hann fremur dreift glæð- unum en slökkt í þeim. — ★ — Molla Mustafa Barzani, hötfð- ingi Kúrdanna, sem var upphafs maður og aðalforingi uppreisn- arinnar, fer nú huldu höfði — og telja margir, að hann sé á leið til Sovétríkjanna að nýju, en þaðan kom hann til íraks eftir bylting- una 1958. slokkva í þeim hét þeirn fullu jafnrétti við Araba — og þegar stjórnin tók að leyfa starfsemi stjórnmálaflokka í smáum stíil á nýjan leik, á sl. ári, var „Kúrdíski demókrata- K A S SEM — erfiðleikarnir hafa steðjað að úr ýmsum áttum . . . flokkurínn" einn hinn fyrsti, sem hlaut leyfi til að starfa. töldu Kúrdana raunverulega bandamenn sína — og hafa þeir þar fyrst og fremst haft í huga hinn skjóta frama foringjans, Barzanis, í Sovétríkjunum. Og jafnframt því sem meiri og meiri greinir urðu með Kassem og kiommúnistum, gerðu Kúrdarnir sér það æ betur Ijóst, að jafnrétti' við Araba í orði var allt annað en raunverulegt jafnrétti. Enda er sannleikurinn sá, aá hagur Kúrda á sl. sumri, þegar þeic gripu til vopna, var litlu eða engu betri en hann hafði yerið fyrir byltinguna. Uppreisnarmennirnir nutu stuðnings kommúnista í írak, og kommúnistaríkin létu yfirleitt i ljós samúð við baráttu þeirra — mjög varfærnislega þó. Hug- myndin um sjálfstætt ríki Kúrd- anna — „Kúrdistan" — sem næði yfir allstóran hluta af Tyrklandi, fran og írait, er engan veginn ný. Hafa Moskvumenn löngum litið á hana sem eitbhvert hið vænlegasta ráð til þess að sundra varnarbandalagi Tyrklands, ír- ans, Pakistans og Bretlands. — En niðurstaðan varð sú, að hreyf ing þessi reyndist ekki tímabær. Kúrdarnir fá ekiki staðizt land- her og flugher íraksstjórnar snún ing, þótt þeir geti gert mikinn óskunda með skæruhernaði sín- um. ★ HVAÐ GERA RÚSSAR? Þeir miundu þarfnast mjög virkrar og öflugrar aðstoðar Sov- étríkjanna, ef þeir ættu að geta framkvæmt byltingu. Og fátt bendir til þess, að Rússarnir séu — a. m. k. enn sem komið er — svo hatrammir gagnvart Kass- em, að þeir vilji hætta á að slíta öll tengsl við hann og gera hann að eindregnum andstæðingi, svo * GULLIN LOFORÐ Enda þótt fregnir af uppreisn inni hafi verið óljósar og fábrotn ar, eins og fyrr segir, leikur ekki á tveim tungum, hvað það var, sem einkum fékk Kúrdana til þess að grípa til vopna gegn íraks stjórn. Eftir byltinguna 1958 flykktust flestir þeir, sem fyrr verandi stjórn hafði gert útlæga, til landsins á ný — og var tekið opnum örmum. Meðal þeirra var Barzani, sem hafði verið gerður að ,,heiðurs-hershöfðingja“ í Rauða hernum á útlegðarárum sínum í Sövétríkjunum. Nokkru eftir heimkomuna stofnaði hann, ásamt nokkrum stuðningsmönn- um sínum og skyldmennum, til samtaka meðal Kúrdanna, áem síðar þróuðust í það að verða stjórnmálaflokkur, „Kúrdíski. demókrataflokkurinn". Fljótlega eftir að kyrrð var komin á í frak eftir byltinguna, þótti Kassem sér ógnað af „Nass- ers-hreyfingu“ í hinu nýja lýð- veldi — og til þess að vega á móti styrk hennar, tók hann að efla samband sitt við ýmsa minni- hlutahópa, jafnvel kristna flokika, eins og Assyriana og Nestoriana. En einkum gerði þó Kassem sér far um að smjaðra fyrir Kúrdunum og lofa þeim gulli og grænum skógum. Hann A ÓTTINN VI» KOMMÚNISTA Síðar kom svo að því, að Kassem tók að óttast mjög vax- andi áhrif kommúnista, sem BELGRAD, 27. nóv — Reuter — Ni'B. — Miðstjórn kommúnistaflokks Júgóslavíu hefur verið kölluð saman til fundar í fyrsta sinn í tvö ár. í skýrslu sem fyrir stjórn inni liffffur er lögð á það áherzla að fiokksfélagar taki ekki vettl- ingatökum á einstökum mann- eskjum, sem notfæri sér hinar miklu breytinffar í efnahagskerfi landsins til þess að verða sér úti um auðfengið fé. Það er framkvæmdastjórn flokksins — en hún er skipuð 14 mönnum — sem hefur útbúið skýrsluna. Þar segir, að sumir ein staklingar líti á efnahagsbreyt- ingarnar sem ógnun við forrétt- indaaðstöðu sína og aðrir notfæri sér þær til þess að afla sér fjár með auðveldum hætti. Á slíkum tilhneigingum geti kommúnista- flokkurinn ekki tekið með neinni sem fullur og opinber stuðningur við Kúrdana myndi eflaust hafa í för með sér. (Byggt á grein eftir H.A.R. Philby, fréttamann „Ob- servers" í Teheran) linkind, — og heldur ekki unað við að innan hans séu menn, sem sýni með hugsjónum sínum og að gerðum. að þeir eru gegnsýrðir anda, er stríðir gegn fyrirætlun- um flokksins og hugsjónalegum grundvelli. Með efnahagsbreytingunum, sem talað er um í skýrslunni, mun vera átt við dreifingu og sölu matvælaframleiðslu þannig að forystumenn einstakra staða hafa fengið frjálsari hendur til verzlunar og jafnframt verið lögð meiri ábyrgð á hendur þeirra. Þór veitir aðstoð VARÐSKIPIÐ Þór flutti í gær veikan mann frá Bíldudal til Patreksfjarðar. Þar var maðurinn lagður í sjúkrahúsið. Engin vettlingatök ir einkar vinveittir bændum. Ekki verða fleiri stéttir nefndar hér, þess gerist ekki þörf. Einungis skal bent á þá staðreynd, að faguryrði kommúnista um þetta fólk eru ekki annað en einn þráð- urinn í þeim blekkingavef, sem kóngurlóin spinnur. — Á sama tíma og Moskvumál- gagnið leitar aðstoðar verka- manna, eru þeir strádrepnir á götum í Austur-Berlín. Á sama tíma og íslenzkir komm únistar þykjast vera sér- stakir málsvarar mennta- manna, eru þeir felldir í Búdapest og rödd þeirra kaéfð alls staðar þar sem kommún- ismanum hefur í skjóli öfl- ugra herja tekizt að hrifsa til sín völdin. Og naumast ætti að þurfa að tala um hlutskipti bænda, eða hvernig urðu ekki örlög þeirra í Sovétríkj- unum sjálfum, er þeir höfðu áhuga á að eiga sjálfir meira en tvö hænsni? Svo mikla þekkingu hafa menn orðið á eðli heims- kommúnismans, að hræsnis- tal og uppveðrun við bráð- saklausa menn, er orðið bros legt. En sérstaklega er það fjarstætt að ætlast til þess, að menntamenn, skáld og rit höfundar geti stutt einhverja mestu ofbeldisstefnu alira alda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.