Morgunblaðið - 30.11.1961, Side 13

Morgunblaðið - 30.11.1961, Side 13
Fimmtudagur 30. nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Vi New York, 27. nóv. SL. 15 ár hafa 40 lönd með wm 800 milljónir íbúa, sem áður lutu hinum gömlu ný- lenduveldum, öðlazt frelsi og gerzt óháð og sjálfstæð ríki. Heilar heimsálfur, sem áður bjuggu við nýlenduskipulag, mæta nú þjóðum hins gamla heims á jafnréttisgrundvelli og ganga móti nýjum tíma frelsis og uppbyggingar. Þessi merkilega þróun sl. eins og hálfs áratugs hefur víðast hvar gerzt á friðsam- legan hátt. Hin gömlu stór- veldi í Evrópu hafa gert sér Ijóst, að tími nýlenduskipu- lagsins er liðinn. Þær tóku þess vegna upp þá stefnu að heimsstyrjöldinni lokinni að hjálpa nýlendum sínum til sjálfsbjargar, undirbúa frels- istöku þeirra með fjölþætt- um ráðstöfunum til þess að 800 milljdnir manna f á frelsi á 15 árum SOVÉTRÍKIN TAKA UPP NÝTT ÞRÆLAHALD OG NÝLENDUKÚGUN gera nýlenduþjóðirnar færar um að stjórna sér sjálfar, og byggja upp réttar- og lýð- ræðisþjóðfélög. . Það er Bretum og Frökk- um til mikils sóma, hversu vel þeim hefur tekizt þetta. Flestar nýlendna þeirra, sem nú hafa öðlazt sjálfstæði, stefna örugglega í átt til uppbyggingar og framfara. Margar þeirra hafa þegar skapað sér traust lýðræðis- skipulag og fólki sínu mögu- Ieika batnandi lífskjara og bjartrar framtíðar. Aðrar eru skemmra á veg komnar og berjast við frumstæða lifn- aðarhætti, fátækt og öryggis- leysi. En náin samvinna hef- ur yfirleitt tekizt um efna- hagslegt samstarf milli hinna nýju þjóða og fyrrverandi yfirþjóða þeirra. SORGARSAGA KONGÓ í einstökum nýlendum hefur frelsistakan ekki haft þá far- eæld í för með sér, sem aS var stefnt. Um það er sorgarsaga belgíska Kongó gleggsta dæmið. Þetta stóra land í hjarta Afríku var þess engan veginn viðbúið að öðlast sjálfstjórn. Hin belg- íska nýlendustjórn hafði ekki búið ættflokka þess undir að hefja í einu vettfangi stjórn og tippbyggingu nýs þjóðfélags. — Þess vegna gliðnaði Kongólýð- veldið þegar á morgni frelsis- tökunnar og hefur stöðugt ver- ið á barmi borgarastyrjaldar BÍðan. Friðunarstarf Sameinuðu þjóðanna er þar ennþá eins 'langt eða lengra frá takmark- inu og þegar það hófst fyrir rúmu ári. íhlutun þeirra í Kongó, sem byggðist á beiðni ríkisstjórnar landsins, hefur skapað samtökunum stórfelld vandræði, kostað þau gífurleg útgjöld og leitt til örlagaríkra átaka innan þeirra. Aðgerðir Sameinðu þjóð- anna í Kongó kosta samtök- in 10 milljónir dollara á mánuði eða 430 millj. kr., og hafa leikið fjárhag þeirra þannig, að þeim liggur nú við gjaldþroti, þar sem mörg meðlimaríki þeirra neita að taka þátt í þessum kostnaði, þar á meðal Sovétríkin. NÝLENDUSTEFNA RÚSSA En á sama tíma og hin vest- rænu stórveldi hafa veitt 800 milljónum manna í hinum gömlu nýlendum sínum frelsi og hjálpa þeim síðan til að byggja upp ný þjóðfélög, hafa önnur stórveldi tekið upp merki ný- lendustefnunnar. — Síðan árið 1939 hafa Sovétríkin hreinlega innlimað í veldi sitt landsvæði, sem er um 200 þús. fermílur að stærð með 22,5 milljónum íbúa. Meðal þessara landa eru Eystra- saltslöndin, Eistland, Lettland og Lithauen, ásamt finnsku Karelíú og hluta af Norður- Fínnlandi. Auk þess hafa Sovét- ríkin gert 7 önnur lönd í Austur og Mið-Evrópu með um 90 milljón íbúum að algerum leppríkjum sínum og stjórna þeim í skjóli síns rauða hers með aðstoð fámennra flokka kommúnista í þessum löndum. í Asíu hafa Sovétríkin einnig teygt áhrifavald sitt yfir Ytri- Mongólíu, Norður-Kóreu og N- Vietnam, að ógleymdum Kuril- eyjum, sem þau hrifsuðu undir sig sem borgun fyrir níu daga þátttöku í styrjöldinni gegn Japan. 1 hlnum nýju nýlendum og leppríkjum Sovétríkjanna rikir, eins og í Rússlandi sjálfu, algert einræði. Þar er ekkert mál- frelsi, ekkert prentfrelsi, ekkert félagafrelsi eða fimdafrelsi. Þar er ekki einu sinni frelsi til að ferðast. Múrveggir og gadda- vírsgirðingar eru settar upp til þess að hindra fólkið í að kom- ast burtu eða hafa samskipti við nágranna sína. — Hvorki sovétþjóðirnar sjálfar né hinar nýju nýlenduþjóðir þeirra mega heldur hlusta á útvarp frá vestrænum lýðræðislöndum. Ó- hemju fé er varið til þess að trufla allar útvarpssendingar að vestan. Nýlendufólkið eða íbúar Sovétríkjanna mega heldur ekki kaupa blöð eða bækur frá Vest- urlöndum, nema þá blöð komm- únista, t.d. Daily Worker í Lon- don og Þjóðviljann í Reykja- vík. En skyldi fólk þar eystra hafa mikið gagn eða gaman af þeim bókmenntum?!! Þanmg er hin nýja nýlendu- stefna Sovétríkjanna í fram- kvæmd. Það sætir því vissulega engri furðu þótt það þyki skrýtin málafylgja þegar leið- togar kommúnista þykjast vera harðskeyttir andstæðingar allr- ar nýlendukúgunar og flytja jafnvel tillögur um það, að þær þjóðir, sem ennþá hafa ekki öðlazt sjálfstæði, skuli tafar- laust fá frelsi, hversu sem ástatt er fyrir þeim, og hvar sem þær eru staddar á þroska- braut sinni. KRÖFUR MAROKKÓ OG INDÓNESÍU En nýlendusjónarmiðin eiga sér því miður fleiri formælend- ur en Rússa. Þegar Mauritanía, sem er gömul frönsk nýlenda, var að undirbúa frelsistöku sína í góðri samvinnu við Frakka, gerði Marokkó allt í einu kröfu um að þetta ná- grannaland þess yrði lagt und- ir sig. íbúar Mauritaníu, sem eru um 800 þús. talsins, höfðu sjálfir ákveðið að þeir vildu verða sjálfstæð þjóð. Þeir töldu sig enga ástæðu hafa til að láta innlima land sitt í Marokkó. En út úr þessu reis hörð og löng deila. Þegar inntökubeiðni Mauritaníu var rædd á Alls- Eftír Sigurð Bjarnason herjarþinginu í haust tóku Mar- okkómenn upp illskeytta bar- áttu gegn henni, lýstu yfir kröfum sínum til landsins og fengu margar aðrar Arabaþjóð- ir til stuðnings við þessar kröfur. Þannig geta jafnvel smáþjóð- ir, sem nýlega hafa öðlazt sjálf- stæði, látið sér til hugar koma að gerast drottnarar minni og veikari nágranna sinna! SUKARNO FER Á KREIK Ekki ósvipuð barátta stendur nú einnig yfir austur í Kyrra- hafi. Þar hefur Sukarno índó- nesíuforseti krafizt þess, að vesturhluti Nýju-Gíneu verði afhentur Xndónesíu án þess að nokkurt samráð verði haft við það fólk, er byggir þetta land sem liggur í órafjarlægð frá henni og er fjarskylt Indónes- um að ætterni. Nýja Gínea er þriSja stærsta ejja í heimi, næst á eftir Ástralíu og Græn- landi. Rúmur helmingur hennar tiiheyrir Ástralíu en tæpur heimingur eyjarinnar hefur um 300 ár verið yfir- ráðasvæði Hollendinga. Á helmingi Hollendinga eru um 700 þús. íbúar en 1,8 millj. íbúa á hluta Ástralíu. Þetta mikla eyland er byggt fjölda ættflokka, svokölluðum Papúum, ákaflega frumstæðu fólkf á mjög lágu menningar- stigi. Það talar 4—500 tungu- mál og þess eru dæmi að jafn- vel í einum og sama dal eða héraði búi þrír eða fjórir ætt- flokkar, sem ekki skilja hver aðra. Indónesía hefur nú gert kröfu til þess að hollenzki hluti eyjarinnar verði tafarlaust af- hentur sér. Ef það verði ekki gert hafa leiðtogar Indónesa jafnvel hótað að beita hervaldi til þess að fá vilja sínum fram- gengt. Hollendingar hafa hins vegar lagt til að þetta frumstæða land verði fyrst í stað sett undir verndargæzlu Sameinuðu þjóð- anna en ibúum hennar síðan gefinn kostur á því að ákveða sjálfir, hvaða kost þeir velji, hvort þeir vilji sameinast Indð- nesíu eða gerast algerlega sjálf- stæð þjóð þegar tími væri til kominn. Leiðtogar Hollendinga hafa lýst því yfir, að þeir hafi engan áhuga á að halda land- inu áfram sem hollenzkri ný- lendu. Þeir hafa boðizt til að borga framvegis 30 milljónir dollara á ári til uppbyggingar þar eins og undanfariri ór. Rússar og fylgiríki þeirra hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við ’-.röfur Indó- nesiu til Nýju-Gíneu. Þeir mega ekki heyra nefnt að íbúar eyjarinnar hafi sjáifs- ákvörðunarrétt um f ra ni tið sína, geti ákveðið það sjálfir, hvort þeir sameinist Indó- nesíu eða gerist sjálfstætt ríki, sem e.t.v! myndi er tím- ar liðu sameinast þeim hluta eyjarinnar, sem Ástralia hef- ur ráðið. HIN ÓSJÁLFSTÆÐU LANDSVÆÐI Ennþá eru um 50 landsvæði í heiminum, sem eru ósjálfstæð. Tæpum 40 þeirra er stjórnað af Bretum. Samtals eru íbúar þessara 50 landsvæða um 50—- 60 milljónir. Sum þeirra eru ör- fámennar eyjar með nokkur þúsund íbúum. Önnur eru all- fjölmenn, svo sem sumar ný- lendur Portúgala í Afríku. Nokkrar brezkar nýlendur munu enn öðlast sjálfstæði á næstunni. Þannig verður Tanga nyika sjálfstæð 9. des. n. k. — Brezku Kamerúnsvæðin sam- einuðust sl. haust Kamerún-lýð- veldinu og Nigeríu. Uganda mun öðlast sjálfstæði 9. okt. næsta ár og Kenya og Zansibar hafa þegar fengið verulega sjálf- stjóm en stefna nú til algers sjálfstæðis. í Nyasalandi og Norður- Rhodesiu er unnið að undirbún ingi nýrrar stjórnarskipunar. Brezka Guiana og brezka Honduras eru einnig á leið til sjálfstæðis. ALLAR NÝLENDUR FRJÁLSAR INNAN TÍU ÁRA Þing Sameinuðu þjóðanna hef Framhald á bls. 23. Jaja Wachuku, utanríkisráðherra Nigeríu — Öll Afríka frjáls fyrir árslok 1970. fbúar Nigeríu eru um 40 milljónir, þeir kaupa meginhluta þeirrar skreiðar, sem íslendingar flytja út.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.