Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVMILADIB Fimmtudagur 30. nóv. 1961 Nokkrar athugasemdir Frú Teresía Guðmundsson, veðurstofustjóri, ritar grein í Mwgunblaðið 25. f. m., sem hún nefnir: „Nokkur orð um ósann- girni“f og er svar við grein aninni, sem birtist í sama blaði 15. sama mánaðar og ég nefndi: ,,Nokkur orð um veðurfréttir". Vegna þess að í grein þessari kennir bæði nokkurs misskiln- ings og lítils velvilja í minn garð, sé ég ástæðu til að gera við hana iáeinar athugasemdir. Mér duldist ekki þegar ég skrifaði áðurnefnda grein að það yrði ekki vinsælt verk meðal veðurfræðinga á Veðurstofunni. En ég gerði það eftir mikla um- bugsun og langa yfirvegun, ekki af löngun til þess að finna að, heldur vegna þess, í fullri al- vöru sagt, að mér fannst umbóta þörf. Og fyrst ég á annað borð tók málið til meðferðar, fannst mér sjálfsagt að mæla af fullri hreinskilni og tæpa ekki á neinu Ekkert siður fyrir það, þó ég hafi verið samstarfsmaður Veð- urstofunnar, sem veðurathugun- armaður um 20 ára skeið. Hins vegar bjóst ég ekki við að grein þessi myndi valda slíkum sár- indum og gremju, sem grein Teresíu ber vitni um. Þetta segi ég mér ekki til afsökunar, heldur til skýringar á minni afstöðu. Eg viðurkenni fúslega að grein min var hörð gagnrýni á Veð- urstofuna, en ég fellst ekki á að hún hafi verið ósanngjörn. Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna, barna- bama og vina fyrir góðar gjafir, blóm og skeyti á 70 ára afmælisdegi mínum 23. nóv. sl. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Nönnustíg 7, Hafnarfirði. Þökkum af alhug góðar gjafir og hlýjar óskir á 60 ára afmælisdaginn minn og 40 ára hjúskaparafmæli okkar 18. þ.m. Sigríður Jónsdóttir, Júlíus Guðmundsson Klapparstíg 13 Hjartanlegar þakkir sendi ég, fjölskyldu minni, systur minni og frændfólki, tengdafólki mínu, vinum og kunn- ingjum fyrir stórar gjafir, blóm og skeyti á 70 ára afmælisdegi mínum 25. nóv. sl.. — Guð launi ykkur öllum. — Lifið heil. Guðrún Ólafsdóttir, Vitastíg 11 Maðurinn minn GUNNAR BENJAMÍNSSON læknir andaðist þann 25. nóv 1961. Bálför fer fram í Foss- vogskirkju mánudaginn þann 4. des. n.k. kl. 10,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þórunn Benjamínsson og börn. Litli drengurinn okkar KKISTJÁN verður jarðsettur frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði föstu- daginn 1. des. kl. 2. Greta og Garðar Finnbogason. Jarðarför SIGUROAR ÓLAFSSONAR bifreiðarstjóra fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. des. kl. 10,30 f.h. Jón Ólafsson Hjartanlega þökkum við öllum þeim mörgu fjær og nær, sem auðsýndu samúð og vináttu víð andlát og jarðarför MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR málarameistara Guð blessi ykkur öll. Foreldrar, börn og systkini Fjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fall og jarðarför GUÐRÚNAR ÍVARSDÓTTUR Börn, tengdabörn og barnabörn Hjartanlegar þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins mms, föður okkar og fósturföður SIGURJÓNS JÓHANNSSONAR söðlasmiðs, Hafnarfirði Þóra Gísladóttir, Margeir S. Sigurjónsson, Hannes H. Sigurjónsson, Bergþóra Þorvaldsdóttir. Ekki mannjöfnuður Það var ekki meining mín að fara út í neinn mannjöfnuð þó ég teldi að veðurfréttir væru á ýmsan hátt ófullkomnari nú en þær voru fyrir 20—30 árum. Til þess geta legið fleiri orsakir en þær, sem rekja má til lélegra veðurfræðinga. Heldur var þetta aðeins samanburðardæmi, sem ég greip til, máli mínu til stuðnings, án þess að tilraun væri gerð til að skilgreina það til nokkurrar hlítar, enda get ég þess um leið að mér finnst það „stórfurðulegt“. Þó gef ég í skyn, eins og Teresia bendir á, að orsaka geti að einhverju leyti verið að leita í því, að veður- fræðingarnir lesi ekki veður- fréttirnar sjólfir. Til sönnunar því, að þetta hafi við rök að styðjast, get ég bent á það. að óhugsandi er að sjálfir veður- fræðingarnir myndu nokkru sinni Iesa sömu veðurfréttir næstum heilan dag og spá fyrir liðinn dag kl. 8 að kvöldi. Eg gat líka hugað mér að ófullnægj- andi lægða- og veðurfarslýsingar myndi að einhverju leyti stafa af því, að veðurfræðingunum fyndist, almennt séð, ekki ástæða til að túlka þær nánar en gert hefur verið. Enda var grein mín fyrst og fremst skrifuð til þess að reyna að fá úr því bætt, og því reiknað með því, að veður- fræðingarnir hefðu bæði mennt- un og hæfileika til bess, og ef- ast ég ekkert um það. Þó ég álíti að það væri til bóta fyrir veðurþjónustuna, almennt, að veðurfræðingar lesi sjálfir spár sínar og veðurfarslýsingar, og beri persónulega ábyrgð á þeim, þá veit ég vel, að það væri síður en svo þeim sjálfum til þæginda. Enda var þess hvergí farið á leit í áðurnefndri grein minni. eins og Teresía gef- ur i skyn. Teresia vefengir þá staðhæf- ingu mína. að veðurfarslýsingar séu nú ófullkomnari en áður var. Það breytir að sjálfsögðu ekki skoðun minni. Um þetta hefi ég að vísu engar skýrslur og get því ekki sannað mál mitt. En veðurfarslýsingar og spár hljóta allar að vera geymdar í skjölum Veðurstofunnar, og ætti veðurstofustjóri auðveldlega, að geta gert á þessu samanburð. Um aukna veðurþjónustu Teresia fer mörgum orðum um miklar annir veðurfræðinga og gerir alllangan samanburð við norskar veðurstofur. I þann samanburð vantar að vísu annan þáttinn, þ.e.a.s. það er gerður samanburður á starfsliði, en ekki hinu, hversu þjónustan sjálf sé fullkomin. Eg vil aðeins benda á þessa vöntun, en að öðru leyti leiði ég hjá mér að ræða þenn- an samanburð vegna ókunnug- leika. Flugveðurþjónustan er að sjálfsögðu mikið starf. En þegar þess er gætt að nú eru 4 veður- fræðingar í spádeild og auk þess 7 aðstoðarmenn, en voru áður en flugveðurþjónustan hófst aðeins 2 veðurfræðingar, á ég bágt með Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifsofa. Austurstræti 10A. Sími 11043. ví 4LFLUTNIN GSSTOFA Aðalstræti 6, III hæð. Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson ,HELGflSON/ A w __ S.ðÐHRI/OG 20 /">/ KC /4 í>( I W emaK oq piö-tur Ph-C-SiJ að trúa því, að þessir menn séu' skiptir ekki máli, haldist mein- svo störfum hlaðnir að þeir af.ingin rétt. Fyrsta’dæmi um mis- þeim sökum geti ekki formað nákvæmari veðurfréttir en raun ber vitni. Athugum þetta nánar: Nú er veðurspámaðurinn búinn að teikna inn á veðurkortið, sem nær yfir allt norðanvert Atlants- haf, Island, mikinn hluta Græn- land, til Nýfundnalands og Labrador, austur um Bretlands- eyjar og Norðurlönd, nú er hann búinn að teikna inn á þetta kort: lægðir og hæðir, jafn- þrýstilínur, hita- og kuldaskil, skúra- og regnsvæði, vindáttir og vindhraða. Og þegar nú all- ar þessar upplýsingar liggja ljósar fyrir, getur hvorki verið mikið né vandasamt verk að gera handrit að yfirliti um veð- urfarið urohverfis ísland, lægð- ir og hæðir, hlýja og kalda loft- strauma o. fl. sem máli skiptir hverju sinni, í líkingu við tillög- ur mínar. Og ætti aðstoðarmað- ur að geta gert það. En sé nú þetta samt sem áður ófram- kvæmanlegt vegna anna eða tímaskorts verður að finna aðrar leiðir til úrbóta, svo við sé hægt að una. AUir þegnar þjóðfélags- ins hafa sama rétt á góðri veð- urþjónustu. Bændur og sjómenn hafa hér ekki hvað sízt hags- muna að gæta. Og má öllum ljóst vera hve ítarlegar og ábyggileg- ar veðurfréttir eru mikilvægar fyrir þær tvinnugreinar. Uw tíðleika veðurfrétta Teresia játar að sömu veður- fréttir séu stundum lesnar all- an daginn, en ekki séð ástæðu til að finna að því. Mér finnst játn- ingin sjálf virðingarverð, en hitt undarlegt, að hún skuli ekki hafa fundið að þessu. Þetta tel ég mikla vanrækslu. Þó slíkt komi ekki fyrir í stórviðrum né umhleypingum, þá sýnir það betur en flest annað, því miður, inn í þá tegund hugarfars, sem stundum er nefnt kæruleysi. Þessi vanræksla kom oft fyrir s.l. sumar, okkur til mikils hug- arangurs og gremju, sem við heyskap fengumst. Var búinn að benda á dæmi um betta frá 27. júlí. Hér er a»nað frá 30. júlí: Þá var hér hægviðri og nokkur þurrkur fyrrihluta dags. Lægð yfir Norðurlandi á hreyf- ingu Austur. Spáð S.V. golu og léttskýjuðu. Sömu veðurfréttir allan daginn til kl. 19,30. Kl. 22 er lægðin yfir N A. landi á hreyf ingu Austur. Þá einnig spáð S.V. golu og léttskýjuðu. En kl. 6 síðd. er komin úrhellisrigning í innsveitum. og er því búið að rigna þar í um það bil 4 tíma þegar veðurfréttir eru lesnar kl. 22. Daginn eftir er svo Norðan átt og rigning, enda lægðin kom- in Austur fyrir land. Lái mér hver sem vill aðfinnslur fyrir svona veðurfréttir. Teresia hneykslast á því að ég skuli finna að þeirri algengu venju að lesa sömu veðurfréttir tvisvar eða oftar, og segir þetta gert í greiða skyni við hlustend- ur. Þarna er meiningarmunur. Það sem ég á við, er auðvitað það. að ég vil fá tíðari veðurfrétt ir eða. að öðrum kosti sé miðað við ákveðna stuiid, séu veður- fréttir gamlar. Annars getur þetta orðið villandi. T. d. gætu veðurfréttir, ser* lesnar eru kl. 12.25, óbrevttar fró kl. 9,10 hljóð að svo: Samkvaemt veðurkorti frá kl. 9,10 er alldjúp lægð 300 km. suður af Reykjanesi o. s. frv. Annars liggur beinast við að álykta að miðað sé við þá stund, sem veðurfréttir eru lesnar á, eða litlu fyrr. Hinsvegar tel ég oftast ófullnægjandi að fá veð- urfréttir á aðeins 6 tíma fresti. Og þó kort séu ekki gerð oftar, ætti samt að vera auðvelt fyrir veðurfræðinginn að gera sér grein fyrir breytingum þess á milli, enda oft gert. T. d. er of seint fyrir bændur að fá nýjar veðurfréttir ekki fyrr en kl. 22 um heyskapartímann. Miklu betra að fá þær kl. 19,30. Um rangfærslur mínar Teresia fer allmörgum orðum um ónákvæmni mína og rang. færslur á lægðalýsingum Veð- urstofunnar og nefnir 5 dæmi því til sönnunar. Ekki er það nein afsökun fyrir ónákvæmni Veðurstofunnar þá ég fari skakkt með. Og vegna þess að ég vil ekki vefengja skrá Veðurstof- unnar get ég gjarnan fallizt á að hjá mér kunni að gæta ein- hverrar ónákvæmni, enda veð- urlýsingar teknar upp á hlaup- um mitt í önnum daganna og stundum af öðrum en mér vegna fjarveru. Og orðalagsmunur ræmi tekur Teresia frá 20. ágúst. Samkvæmt skrá Veðurstofunn- ar kl. 10,10 er djúp lægð skammt suður af Vestmannaeyjum á hreyfingu Austur. En kl. 12,25 segi ég, að lægð sé talin fyrir S.A. land. Ætli að lægðin hafi nú þurft að hreyfast mjög hratt til þess að vera komin S.A. fyr- ir landið kl. 12,25. Hér þarf þvl litlu sem engu að muna, hafi veðurfréttir verið endurskoðaðar fyrir kl. 12,25. En þetta er erfitt að sanna, vegna þess að mér skilst að breytingar vegna end- urskoðunar séu yfirleitt ekki færðar í skrá Veðurstofunnar. Þessu næst tekur Teresia 4 dæmi þar sem mér ber ekki saman við Veðurstofuna og segir síð- •an orðrétt: „Það er engu líkara en Friðjón telji það skipta litlu máli fyrir veðurspár sínar, hvort lægðir séu díúpar eða grunnar, vaxandi eða minnk- minnkandi, hægfara eða á hraðri ferð. — Þó heimtar hann unnlýsingar nm flest hessara at- riða". — (Leturbr. mín). Athugum þetta nánar: f fyrsta Iagi er það ekki rétt að ég hafi „heimtað“ neitt í grein minni, ég aðeins fann að veðurþjónust- unni og gerði tillögur til úrbóta, enda tel ég aðfinnslur ekki rétt- mætar nema bent sé um leið á eitthvað betra. í öðru lasri ósk- aði ég ekki sérstaklega eftir unp lýsingum um hvort lægðir væru „vaxandi eða minnkandi, hæg- fara eða á hraðri ferð“, — þet+a eru 4 atriði af sex sem Teresia telur upp —, af þeirri einföldu ástæðu að Veðurstofan hefur yf- irleitt gefið fullnæejandi upp- lýsingar um þessi atriði. Sést á þessu, að það geta fleiri farið skakkt með en Friðjón Guð- mundsson. Upplýsingar um dvot lægðanna hafa reyndar yfirleitt ekki verið vanræktar heldur. en ég tók þær með í tillögur mínar vegna þess, að fein samverkandi og gaenverkandi áhrif á dýpt- ina hafa sjaldnast verið brúkuð nægilega, og fawnst mér eðlileg- ast að þau atriði kæmi öll fram sem einn liður. Það er því ekki af tilhneigingu til rangfærslu að ónákvæmni kunni að gæta í framangreindum atriðum hjá mér, heldur vegna þess, að það er allt annað. sem ég er að rok- styðja með þessum dæmum og skipta því umrædd atriði ekki svo miklu máli. Má ljóst vera á hvað ég legg mesta áherzlu f grein minni. Og Teresiu tekst ekki með einu einasta dæmi að hrekia mernn aðfinnslur mínar: Ósamræmið í Iæeðalýsinp,um Veðurs+ofunnar frá emni veður- frétt til annarrar. En orsakir bess ósamæmis eru fyrst og fremst tvær. 1) að ein lægð er aðeins nefnd, j*ó fleiri séu og 2.) lægðunum er ekki fylgt nógu Iengi eftir, svo samhengið nofn- ar. Um garnrvni Eg sé ekki ástæðu til að fialla öllu meir um grein Veðurstofu- stjóra, Teresiu Guðmundsson. Eg hefi enga löngun til að finna að, að ástæðulausu og því síður „nautn af því“ *ð vera ósann- gjarn. En gagnrýni er öllum nauð- synleg, háum og lágum, einstakl- ingum, stofnunum og stefnum. Oll mannanna verk þurfa gagn- rýni við. andleg sem líkamleg, ef ekki á illa að fara. Hvernig myndi hverskonar félagsstarf- semi, stjórnmál, bókmenntir og listir verða án hennar, svo nokk uð sé nefnt. Jafnvel kristin kirkja hefur gott af gagnrýni, og mætti þó ætla að hún öðrum fremur ástundaði góða þjónustu réttlæti og sannleika. Myndi þá Veðurstofa Islands geta verið hér undantekning? — Eg áfell- ist ekki Teresiu fyrir gagnrýnl sína, sem ég hefi nú gert að um- talsefni. Eg læt mér jafnvel I léttu rúmi liggja þó hún bregði mér um ósanngirni og rang- færslur og gefi einnig í skyn vits- munaskort. Gagnrýni mín á Veðurstofuna var að vísu hörð, en það var með vilja gert vegna þess að ég bjóst frekast við ein- hverjum árangri með því. Eg gerði þó ekki ráð fyrir miklum sigrum, aðfinnslur eins manna eru varla nógu sterkar til þess. En nú þegar ég skrifa þetta er þó sem ég eygi nokkum árang- ur, og get því sagt að ég hafl- dálitla ástæðu til að vera bjart- sýnn á framhaldið. 10. nóvember 1961. Friðjón Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.