Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. nóv. 1965. MORGVflBLAÐlÐ 15 FRÚ RUTH Andersen-Rysst, ekkja fyrrverandi sendiherra Norðmanna á íslandi, sem nú er búsett í Lillenhammer í Noregi, varð sjötug hinn 4. nóvember sl. í tilefni afmælisins birtist við- tal við frúna í blaðinu „Lille- hammer Tilskuer.“ Þar sem þau sendiherrahjónin nutu mikilla vinsælda hér á landi og reynd- ust ávallt hinir tryggustu vinir íslands og íslendinga, er ekki úr vegi að birta hér kafla úr þessu Viðtali — enda fjallar það raun- ar mest um „Sögueyjuna" og þjóð hennar, sem frúin ber vel sög- una á allan hátt. Fara nokkrir þættir viðtalsins hér á eftir í laus legri þýðingu: — ★ — * Það kann að' koma mönnum á óvart að heyra, að ísland á sendi iherra í Lillehammer. En hér hef- ir hún setzt að, frú Ruth Ander- sen-Rysst, sem var gift fyrrver- andi fulltrúa ríkisstjórnar Nor- egs á Sögueyjunni. Og þegar hún fluttist heim til Noregs fyrir þrem árum, eftir 14 ára dvöl hjá bræðraþjóð okkar úti í Atlants- hafi, tók hún með sér ríka að- Frú Andersen-Rysst við eitt hinna mörgu, íslenzku listaverka, sem prýða heimili liennar i Lillehammer — litla brons-steypu af höggmynd Ásmundar Sveinssonar, „Móður Jörð“. — Myndin birtist með viðtalinu í „Lillehammer Tilskuer.“ r Úlfljótur NÝTT hefti af Úlfljóti, sem Ora- tor, félag laganema gefur út, er nýlega komið út. Þar er m.a. grein eftir Jóhann Hafstein, dóms mólaráðherra, sem heitir „Lög- fræðingar á Alþingi“ og fjallar um atbeina lögfræðinga og gildi lögfræðimenntunar við löggjafar störf á Alþingi. Greinin er byggð á fyrirlestri, sem höfundur hélt á síðasta hátíðisdegi Orators, 16. febrúar. Þá er grein eftir dr. juris Þórð Eyjólfsson, hæstaréttardómara, sem nefnist „Vernd á persónuleg- um hagsmunum, sem tengdir eru látnum manni“. Grein þessi er að stofni byggð á framsöguerindi, sem höfundur hélt um þetta efni á XIX. þingi norrænna laga- manna í Stokkhólmi árið 1951. Grein er eftir Jón E. Ragnars- son, stud. jur. um ferðir hans á Norðurlöndum í marz sl. í boði finnskra og sænskra laga- nema. Þá má nefna þátt- inn „Bækur; og fræðimenn", þar sem ritað er um Lárus H. Bjarna son og birtur kafli eftir hann um ríkisréttarstöðu íslands; göon ul umferðarlög; prófverkefni; rekabálk o. fl. Frumsýning „Islendingurinn engum líkur“ Brot úr afmælisviðtali við fru Ruth And- ersen-Rysst, fyrrum sendiherrafrú í Rvík dáun á fslendingum, sem enn er jafnfersk og lifandi og fyrr. Og komi maður inn í hús hennar, smitast hann þegar af þessari til- finningu, jafnvel áður en hann hefir náð að leggja frá sér yfir- höfnina. • ísland — aðalumræðuefnið Laugardaginn 4. nóvember verð ur frú Andersen-Rysst 70 ára, og það er í tilefni þess, að við gerum henni nú heimsókn. En ef við höfum talið okkur trú um, að hún vilji ræða um sjálfa sig .— hafa afmælisviðtal að venju- legum, gömlum sið — þá hefir Okkur skjátlazt. — Ekkert slíkt, segir hún. — Eg hefi átt innihaldsríka og fjöl- breytta ævi — og það er nóg . . . En, sjá — þarna á borðinu í innri forstofunni er íslenzk högg- mynd af móður og barni (Móðir Jörð eftir Ásmund Sveinsson), og á veggjunum i stigaganginum upp á efri hæðina hanga mörg ágæt, íslenzk málverk. Frúin veitir því eftirtekt, að við erum að horfa é listaverkin — og þar með höfum við fengið nóg xun að ræða. — ísland, segir hún, — já, það er nokkuð sérstakt. Þessar mynd- ir hérna — vinir mínir þar eru enn í dag að senda mér málverk. •— Já, íslendingurinn er engum öðrum líkur. Á íslandi er annars vegar hin óblíða náttúra og erfitt loftslag — Norðmenn vita eigin- lega ekkert hvað reglulegt óveð- ur er. Og á hinu leitinu er mann- fólkið sjálft — síbrosandi og ánægt, grannar og spengilegar konur og stoltir og myndarlegir karlmenn. Þrátt fyrir hina nánu frændsemi við Norðmenn, er skap gerð íslendinga okkur framandi — og hún hafði mikil áhrif á mig. • Allir allra viniir — Gestrisnir? — Já, svo sannarlega — og samkvæmismenn miklir. Þegar íslendingar efna til skemmtunar eða veizlu, þá skal enginn hvers- dagsbragur vera þar á. Við sendi- ráðið þurftum. við bæði sjálf að standa fyrir samkvæmum og taka þátt í mörgum slíkum utan þess. Og alltaf skyldu allir mæta í sínum fínasta samkvæmisklæðn- aði. Minna mátti ekki gagn gera. Það var hálf-vandræðanlegt, þeg- ar norskir fulltrúar komu til ís- lands til fundahalda, eða annarra erinda, Og höfðu ekki hirt um að setja kjólfötin niður í ferðatösk- una. Það gátu íslendingarnir eig- inlega ekki skilið. Höfðuð þér nokkur kynni af öðrum útlendingum, t. d. banda- rískum varnarliðsmönnum á ís- landi? — Já, prýðisfólk það. Og ég varð aldrei annars vör en sam- bandið milli varnarliðsins og ís- lendinga væri hið bezta. Vegna stöðu okkar höfðum við einnig samband við Rússana (í sendiráði Sovétríkjanna). Og mér virtist sem fslendingar hefðu enga hæfi- leika til þátttöku í hinu kalda stríði. Allir urðu allra vinir — það kom eins og af sjálfu sér. • Naut mín í starfinu — Og hvernig féll yður svo við stöðu yðar sem opinber fulltrúi? — f sannleika sagt — þar var ég eins og fiskurinn í vatninu. Að skipuleggja og undirbúa stór samkvæmi, útbúa matseðla, vera gestgjafi — já, það var sannar- lega ánægjulegt. Eg vona, að þetta hljómi ekki eins og — ja, þér vitið . . . Eg á aðeins við það, að þetta var mitt starf og mér geðjaðist vel að því og naut mín í því. En erfitt gat það vissu lega verið. Og við hin daglegu störf í sendiráðinu kom það sér vel, að maðurinn minn var sann- kallaður víkingur til verka. • Næ ekki tökum á vorinu Svo fylgjum við frú Andersen- Rysst um húsið, sem byrjað var að byggja áður en maður henn- ar lézt. Þau hjónin höfðu löngu ákveðið að setjast að í Lille- hammer, þegar hann yrði að láta af störfum vegna aldurs. Frúin er reyndar fædd í Ameríku, en hún er af gamalli Lillehammer- ætt (fædd Bagge Lund), og úr stofuglugganum sjáum við hús- ið, þar sem þau hjónin héldu brúðkaup sitt endur fyrir löngu — heima hjá afa hennar og ömmu. Heimilið er rúmgott Og við- kunnanlegt — og innri búnaður þess er í stórum dráttum hinn sami og var í sendiráðinu, mál- verkin t. d. í svipaðri afstöðu til húsgagnanna. Málverkin eru mörg, og meðal þeirra eru nokk- ur eftir hana sjálfa. Frú Ander- sen-Rysst er nefnilega dugleg- ur málari og hefir nokkrum sinn- um átt mypdir á opinberum sýn- ingum. En hún vill ekki ræða um það. Við komum inn í vinnustofu hennar, og þar gefur m. a. að líta „íslenzk" málverk eftir hana, og einnig nokkrar norskar vor- stemningar. — En ég er ekki ánægð með þessar vormyndir, segir hún. Mér tekst aldrei að ná tökum á vor- inu. Skyndilega er það komið, en svo er það líka á bak og burt á næsta andartaki. Það stendur of stutt við fyrir mig. Úti við stofugluggann, þar sem við blasa haustgul trén í ótal húsgörðum, höldum við áfram að tala um ísland. Frúin rifjar upp ýmsar skemmtilegar minn- ingar, sýnir okkur ljósmyndir og lýsir fyrir okkur berangurslegu umhverfi Reykjavíkur. Og hún verður dálítið angurvær, þegar hún hugsar um — ja, hvað vit- um við . . . í Sigluíirði Siglufirði, 28. nóv. LEIKFÉLAG Siglufjarðar frum- sýndi hér sl. sunnudagskvöld kín verkst gamanleikrit, „Lafði Mséra Lind“. Leikstjóri var Gunnar Ró- bertsson Hansen, sem jafnframt samdi tónlist við leikritið og teiknaði búninga. Aðalhlutverk léku Magdalena Jóhannesdóttir, Guðný Hilmarsdóttir, Jónas Tryggvason, Helgi Vilhjálmsson og Sigríður Jónsdóttir. Þetta er ævintýraleikur, sem byggist að verulegu leyti á látbragðsleik, hreyfingum og tónlist. Húsfyllir var og leikendum vel fagnað. — Stefán. — Saga Reykjavíkur Framh. af bls. 10. Þetta er sennilegt að álykta aí því, að hann bar titilinn „Hon- (ourable)“, þótt ekki verði það þar fyrir staðhæft. Eg hefi aldrei grenslast eftir þessu og væri þó auðvelt að fá úr því skorið. Hvað um það, hann hefir verið frábær ágætismaður. Svo vill til, að ég hefi lengi átt forláta-fagurt eintak af bók þeirri, er hér um ræðir; hefir einhver T(?).D.G. Dillon sent það konu einni að vinargjöf, en ekki sést hvort gefandinn var karl eða kona. Rithöndin mundi eg segja að væri frá h. u. b. miðri nítjándu öld, þ. e. um það bil jafngömul bókinni. Mundi það oflæti að vonast eft- ir að bæjarstjórn Reykjavíkur vildi taka bendingu mína til at- hugunar? Sn. J. 361 bílstjóri hefur ekki valdið tjóni í tíu ár BLAÐINU barst 1 gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá Sam- vinnutryggingum: i Þegar biifreiðadeild vor tók til ítarfa fyrir um 15 árum var þeg ar í upphafi ætlun forráðamanna Samvinnutrygginga að starfsemi deildarinnar yrði aðallega þrí- þætt: Tryggingar fyrir sannvirði. Fræðsla um umferðarmál. Viðurkenning til öruggra bif reiðastjóra. Tryggingar fyrir sannvirði Óhætt er að fullyrða, að þessi þáttur starfsins, sé hinn mikil- vægasti. Tekin var upp sú ný- breytni að veita þeim bifreiða- eigendum, sem ekki valda tjóni, sérstakan afslátt af iðgjöldum. Var afslátturinn ákveðinn í upp hafi 10 til 25% en hefur síðan verið hækkaður í 30% af ið- gjaldi eftir eitt tjónlaust ár. Önnur tryggingafélög fetuðu í fótspor Samvinnutrygginga og tóku upp sama afsláttarkerfið. Á þennan hátt hafa gætnir bifreiða eigendur notið betri kjara en hin ir sem valda tjónum, oftast af gáleysi eða of hröðum akstri. Nokkrar óánægjuraddir hafa heyrzt um afsláttarkerfið og rétt mæti þess og fór því fram að til- hlutan tryggingarfélaganna skoð unarkönnun um það meðal allra bifreiðaeigenda. í ljós kom að yfirgnæfandi meiri hluti var fylgjandi því. Auk þessa afsláttar hefur ver ið úthlutað sérstökum tekjuaf- gangi af bifreiðatryggingum eft ir því sem afkoma bifreiðadeildar innar hefur leyft. Því miður hef ur þetta ekki verið hægt á hverju ári vegna mikilla tjóna, en kom ið hefur það gott ár, að endur- greiddu- tekjuafgangur til bif- reiðaeigenda hefur numið 20% af iðgjaldi. Atvinnubifreiðarstjóri sem tryggði hjá Samvinnutrygg ingum árið 1947 hefur 6 sinnum fengið endurgreiddan tekjuaf- gang samtals kr. 8.551.81. Tekju- afgangur nam 10% af iðgjaldi á þessu ári. FræSsla um umferðarmáll Annar mikilvægur þáttur í starfsemi bifreiðadeildarinnar hefur verið fræðsla um umferð armál. Leitast var eftir því í upphafi að birta greinar og aug lýsingar 1 blöðum og útvarpi til að vekja athygli á þessu mikil- væga miáli. Síðar eða í byrjun árs ins 1951 var gefin út bókin „Ör- uggur akstur“ og hún send öll um bifreiðastjórum, sem höfðu tryggðar bifreiðir sínar hjá Sam vinnutryggingum. í henni eru ýmiss heilræði og upplýsingar sem þessi mál varða. Rit Samvinnutrygginga — „Samvinnutrygging" hefur verið gefið út síðan 1951 alls 12 hefti. hafa mörg þeirra verið helguð þessum málum, svo til eingöngu, og flest vandamál umferðarinnar gerð að umtalsetfni. Má m.,a. nefna eftirtaldar greinar: Af hverju verða börn fyrir umferðarslysum. — Geta drengir hjálpað til við umtferðargæzlu. — Bifreiðaljós. — Vörubifreiðir 1 fólksflutningum. — Ölvun við akstur. — Er hægt að komast hjá 75% allra bifreiðaárekstra. — Hvernig munduð þér dæma. — Umferðavandamál Reykjaví'kur. — Hvar verða umferðaslysin 1 Reykjavík. — Nýju umferðarlög in 1958. í tilefni af tíu ára afrnæli Sam vinnutrygginga 1956 var efnt til Framli. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.