Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 30. nóv. 1961 /fi A* m' á - •**'*'%" ^ 4 É v - ^___ ■k Esbjerg varð Dan- merkurmeistari Vann á betra markahlutfalli en KB ESBJERG varð Danmerkurmeist ari í knattspyrnu. Keppninni lauk s.l. sunnudag og: var æsi spennandi og- tvísýn til síðasta leiks. Tvö félög Esbjerg og KB i Kaupmannahöfn voru jöfn að stigum, en Esbjerg vann á betra markahlutfalli. Esbjerg hafði skorað 52 mörk gegn 18 í 22 leikj um, en KB hafði skorað 73 mörk gegn 41. Betra hlutfall Esbjergs réði úrslitum. Spenna í siðustu umferð í síðustu umferðinni sem fram lór á sunnudag var mikil tví- sýna. Esbjerg keppti við Köge og varð að sigra til að vera ör- uggt um meistaratitilinn. KB hafði sem mótherja lið Skovs- hoved og var fyrifram öruggur sigurvegari. Enda kom á daginn að KB vann með 7:1. Spenningurinn var því gífur legur í Köge þar sem Esbjerg lék. Og ekki minnkaði spennan við það að Köge skoraði fyrsta markið. En svo vildi til óhapp hjá Köge. Bakvörðurinn hitti ekki knöttinn og Esbjerg fékk jafn að — og fékk aftur trúna á sig urinn og titilinn. Og hann var tryggður með 1 marki til viðbót ar. Leikurinn endaði 2:1. Niður í 2. deild falla Skovs- hoved og AIA. í 1. deild færast úr 2. deild Bronshoj og AB. Leikfélag Hveragerðis synir Gasljós eftir Patrick Hamilton í Bíóhöllinni á Akranesi föstudag 1. des. kl. 9. Leikstjóri: Kleménz Jónsson Blikksmiðir og laghentir hjálparmenn óskast strax ALUMINIUM og BLIKKSMIÐJA MAGNÚSAR THORVALDSSONAR Súðarvogi 42 — Sími 33566 og 38174 Iðnaðarhúsnæði 75—100 ferm óskast á leigu. — Upplýsingar í síma 17694. Peningalán Get látið í té kr. 50—100 þús til nokkurra mánaða gegn öruggu veði. lllboð merkt: „Viðskipti — 7643“ sendist afgr. Mbl. fyrir 2. des. 300-400 fermetra húsnœði óskast Viljum taka á leigu strax 300—400 ferm. húsnæði fyrir vöruaígreiðslu. Iðnaðardeild S.Í.S. Sími 1-70-80 Kona óskast við afgreiðslustörf annan hvern dag frá 8—2 IHatbarinn Lækjargötu 8 Tékkarunnu Skota 4:2 í GÆR fór fram aukaleikur milli Skotlands og Tékkóslóvakíu í undanrásum heimsmeistarakeppn innar. Liðin voru jöfn þegar keppninni var lokið í riðlinum og varð aukaleikur að fara fram „á hlutlausum“ velli og varð Brussel fyrir valinu. Leikurinn var mjög tvísýnn. f hálfleik höfðu Skotar forystuna 1:0. En við leikslok var staðan jöfn 2:2. Þá varð að framlengja og í þeirri framlenginu tryggðu Tékkar sigur sinn og leiknum lauk endanlega með 4:2. Tékkar fara því til Chile og keppa um bikarinn. Til þessa leiks fengu Skotar lánaðan einn sinn bezta knatt- spyrnumann Dennis Law sem nú leikur með ítölsku liði. Þetta er í annað sinn á árinu, sem þeir fá hann lánaðan til lands- leiks. Hann er eins konar „spari maður“ Skota, og ekki valinn í landsliðið nema mjög mikið liggi við. -«> Birgir Birgis skorar fyrir Armann. Ármann vann ÍS í keppni neðstu liðanna Sigur þeirra 44 : 40 réttlátur f FYRRAKVÖLD fór fimmti og I næstsíðasti leikur Körfuknatt- ] leiksmóts Reykjavíkur fram að Hálogalandi. Leikurinn var af- gerandi með tilliti til neðstu sæt- anna. þar eð tapliðið hafnar á botninum. Stúdentarnir náðu strax í byrj- un nokkuð góðu forskoti á Ár- mann, allt á kostnað lélegrar varnar Ármanns, sem „hægt var að labba í gegn um“, eins og einhcer sagði. Þegar forskot ÍS var mest, höfðu þeir 15 stiga yfir- burði, 28:13, en er stutt var til hálfleiks, var eins og Ármenn- ingar áttuðu sig og fyrr en varði var taflið farið að snúast þeim í vil, vörnin farin að standa þétt- ar saman og sóknin beittari, og síðustu fjórar körfurnar skoruðu Ármenningar, þannig að í áhlfleik stóðu leikar 28:21 fyrir ís. Síðari hálfleikurinn leiddi í ljós nokrra yfirburði Ármanns, enda unnu þeir hálfleikinn með 23:12 og sýndu oft, einkum síðast í leiknum mun betri leik en Stú- dentarnir. Síðari hálfleikurinn var lengst af mjög jafn en ein- hvern veginn komst aldrei nein veruleg spenna *í leikinn, enda þótt leikar stæðu 36:36, 38:38 Og 40:40, enda vantaði tilfinnanlega áhorfendur til að svo gæti orðið, en þeir munu hafa verið eitthvað um 50 þetta kvöld. Ingvar og Hörður gerðu út um sigurinn þetta kvöld með tveim góðum körfum og Ármann hlaut því rétt látan sigur 44:40. Ármannsliðið á uppleið Greinilegt er að hið unga Ár- mannslið er á hraðri uppleið og verður innan skamms skeinuhætt bæði ÍR og KFR, og er reyndar þegar orðið það. Beztir í liðinu þetta kvöld voru þeir Birgir og Sigurjón. Lárus og Ingvar voru báðir ágætir. Stúdentarnir hafa greinilega ekki úr miklum mannskap að moða, enda fá þeir enga menn nema frá Laugarvatnsskólanum, en þaðan er allt þeirra lið upp- runnið. Kristinn var „maður kvöldsins* í liðinu, eins og oft áður. Hans naut nú við allan tím ann, þar sem hann aftur á móti varð að yfirgefa völlinn snemma leiks gegn KFR vegna villna. Haf steinn var góður og skorar alltaf fjölmörg stig. Guðni er og sterkur leikmaður. Hrafn Johnsen hefur góða tilfinningu fyrir langskot- um. Dómarar voru þeir Helgi Jó- hannsson og Hólmsteinn Sigurðs- ÍR „burstar" KR í 2. flokki k. í 2. flokki karla vann ÍR KR heldur hraustlega með 49:21 eftir að leiða 28:14 í hálfleik. Yfir- burðir ÍR voru algerir. STIGAHÆSTIR Ármann: Sigurjón .... 11 stig Lárus ....... 11 — Birgir ....... 8 — Ingvar ....... 6 — Hörður ....... 4 — Sigurður .... 2 — Davíð H..... 2 — Stúdentar: Kristinn . Hafsteinn Guðni Hrafn Jón Eyst. Sigurgeir EDGAR 44 — 15 stig 9 — 6 — 6 — 2 — 1 — 1 — 40 — Evrópumeístara- mót í sundi Evrópumeistaramót í sundi fer fram í Leipzig í ágústmánuði 1962. Nú þegar hafa 25 þjóðir til kynnt þátttöku. Meðal þátt- tökuþjóða eru Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Finnland. Reykjavík, Glasgow og Ber- gen í bæjakeppni á skíðum SKIÐARAÐ Reykjavíkur hef ur nýlega borizt bréf frá skíða ráði Bergen. I bréfinu er stungið upp á því að Bergen og Reykjavík efni til bæja- keppni í skiðaiþróttum og spyrja Bergen-menn hvort Skíðaráðið hafa á móti því að Glasgow sé með í keppninni. Norðmennirnir háðu slíka keppni við Glasgowbúa í fyrra og tókst vel. Vilja þeir nú útvikka hugmyndina og láta hana ná til Reykjavíkur líka. Allir þessir bæir búa við svip uð skilyrði til skíðaiðkana. Það þarf að sækja nokkuð langt á æfingarnar. í bréfinu er aðeins upp- ástunga um þessa keppni, sagði Ellen Sighvatsson form. SKRR í gærkvöldi. Það er ekki minnst á keppnisgreinar né fyrirkomulag að öðru leyti utan það að keppt yrði til skiptis á stöðunum þremur, ef til kæmi. „Við höfum áhuga á þessari keppni“, sagði Ellen, „en mál ið er enn á byrjunarstigi og bréfaskriftir rétt að hefjast“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.