Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 30. nóv. 1961 MORCVTSBl ifílÐ 23 — Málning Framh. af bls. 24. starfar á rannsóknarstofu Hörpu, skiftu með sér verkum við öflun sýnishorna. Guðmundur rannsak aði nágrenni Reykjavíkur, en Baldur fór norður að Öskju. Fluor á Hellisheiði Sýnishorn, sem tekin voru í Esju reyndust með öllu óskaðleg, en sýnishorn frá Hellisheiði og Öskju innihéldu sömu skaðlegu efnin, fluorsambönd, er fundust einnig á tilraunaplötum Hörpu hér í Reykjavík, en þar var fluor salt í mjög miklu magni, og er það sannað að það olli skemmd- um á málningunni. Sennilega hafa þessi skaðlegu efni borizt í loftinu sem ryk og fallið til jarðar á hinum ýmsu stöðum, sem skemmdanna hefur orðið vart, enda sýna veðurkort Veðurstofunnar ótvírætt, að fyrstu þrjá daga gossins var vind átt mjög breytileg og stóð á alla þá staði, sem málningarskemmd- irnar komu fram á. Hinsvegar byrja ekki hinar skaðlegu verk- anir fyrr en rykið blotnar, t. d. við rigningu, því þá myndast m. a. fluorsýra sem er mjög skaðleg fyrir málningu, gler og fl. Það er staðreynd, að hraun- rennslið var mest fyrstu þrjá daga gossins, en samkv. upplýs- ingum dr. Sigurðs Þórarinssonar, er gasútstreymið ætíð í jöfnu hlut falli við hraunrennslið. — Bréf frá New York 1 Frh. af bls. 13. ur oft lýst yfir, að öllum þjóð- um beri sjálfstæði og sjálf stofn skrá þeirra er byggð á sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða og mann- helgi og frelsi einstaklingsins. Á þessu þingi hafa þó enn ver- ið fluttar margar tillögur um nýlendumálin. Hafa t. d. Rúss- ar lagt til að allt nýlenduskipu- lag skuli „skilyrðislaust hafa verið upprætt fyrir árslok 1962.“ Geta menn gert sér í hugar- 'lund, hvaða hreinskilni og heil- hugur liggur til grundvallar þeirri tillögu þeirra. Utanríkisráðherra Nigeríu, Jaja Wachuku og sendinefnd hans á þinginu hafa hins vegar fiutt tillögu um að all- ar ósjálfstæðar þjóðir skuli hafa öðlaxt frelsi fyrir árslok 1970. Sennilega skiptir það ekki miklu máli hvaða tímatakmörk verða sett í þessum efnum, eða hvort þau verða nokkur sett. í'róunin heldur áfram. Fram fyrir hendur hennar verður ekki tekið. En engum er það áreiðanlega ljósara en mörgum hinna nýju þjóða að hættulegt er að rasa fyrir ráð fram og fá þeim þjóðum algera sjálfstjóm, sem enn eru þess vanbúnar að taka við henni. Um það er sorg- arsaga Belgíska Kongó áþreif- anlegasta dæmið. Afstaða kommúnista til ný- lendumálanna er ekkert dægur- fyrirbrigði. Sjálfur Lenin lagði á ráðin um hana eins og fléira og markaði hana m. a. með þessum ummælum: „Við kommúnistar verðum að styðja borgaralegar frelsishreyf- ingar í nýlendunum þegar þess- ar hreyfingar eru raunverulega byltingareðlis, og þegar fulltrú- ar þeirra hindra okkur ekki í að uppfræða og skipuleggja bændurna Og hinn arðrænda Éjölda í anda byltingarinnar." Engum dylst hvað fyrir henin vakir. Kommúnistar eiga að styðja frelsishreyf- ingar nýlendnanna, ekki til þess að hjálpa þeim tii þess að öðlast frelsi heldur tii þess að skapa þar jarðveg fyrir kommúníska byltingu, nýtt þrælahald, nýtt nýlendu skipulag, hálfu verra og sví- virðilegra hinu gamla. Þessu boðorði hafa leiðtogar Sovét- ríkjanna og flugumenn komm únista um allan heim trúlega fyigt. En hinn frjálsi heimur, sem er að afnema nýlenduskipulag- Sð og leiða hundruð milljóna xnanna fram til frelsis og þroska frá áþján og niðurlægingu fagn- ar hinum nýju þjóðum og mun reyna að styðja þær eftirmegni 4 uppbyggingu þjóðfélaga þeirra. f»að er stórbrotnasta viðfangs- efni núlifandi kynslóðar, næst því að tryggja frið og sættir meðai mannanna. Baldur Líndal, sem tók sýnis- horn af snjónum í Öskju, af há- öxlinni gegnt gosinu, segir m. a. svo í greinargerð varðandi þenn- an þátt rannsóknanna. „Töluverða stybbu lagði af gos stöðvunum og hraunefiunni þenn an dag. En það vakti sérstaka eftirtekt mína hve miklar útfell ingarnar í hinu nýja hrauni voru. Ég tók tvenns konar sýnishorn í því skyni að rannsaka þær. í fyrsta lagi eru það hvítar útfell- ingar sem koma fram þegar raki (snjór) kemst að hinu heita hrauni. Er hér um að ræða ör- þunna skán sem gefur hraunkögl- unum gráan blæ. í öðru lagi var um að ræða áberandi þykkar (1—5 mm) ljósleitar útfellingar, sem höfðu komið fram í ákveðn- um blettum í þeim hluta hrauns ins sem var farið að kólna. Þessir blettir voru nokkrir metrar í þver mál, grænleitir til að sjá, en við nánari athugun mátti finna ljós- grænar, gular og rauðar útfell- ingar í sama bletti. Þessir blettir voru strjált í hrauninu og svo virðist sem útfellingarnar hefðu komið fram við gufu uppstreymi á þessum einstöku blettum. Má geta sér til að þarna hafi hraun- ið runnið yfir djúpa skafla og að hiti hraunsins hafi valdið upp- gufun í nokkra daga. Athuganir slíkar sem þessar, viðvíkjandi útfellingum í hraun- inu, miða að því að gera sér grein fyrir hve miklar og hvaða gostegunir hafi stigið upp frá gígnum í fyrstu goshrynunni. Þessar gufuútfellingar sem lýst var benda til þess að óvenju mikið af uppgufunargjörnum efnum sé enn í hrauninu eftir að það hefir runnið og mætti því gera ráð fyrir að gosmökkurinn í byrjun hefði innihaldið óvenju- mikið af klór og fluor samblönd- um auk vatnsgufu. Efnagreining- ar á þeim sýnishornum, sem var safnað, munu að sjálfsögðu gefa fyllri upplýsingar un þessi atr- iði". Gaddur við Heklugosið Mbl. átti í gær tal við dr. Sig- urð Þórarinsson varðandi þetta mál. Sagði hann að eftir að tók að bera á fíngerðu öskufalli frá Heklu, varð vart við gadd á bæj- um næst Heklu. Gaddur er sjúk- dómur þessi nefndur, en gosefni mynda þá hrúður á tönnum skepna, og setjast í liðamót beina þannig að skepnur verða ganglausar. Sagði dr. Sigurður að hestar yrðu einkum fyrir barð inu á gaddinum þar sem þeir tækju svo nærri grasrótinni Áður hefðu verið til sérstakar tengur í sveitum til þess að brjóta gadd af tönnum skepna. Sigurður sagði að í sumum eldri gosum hefðu gos efnín verið miklu meirá ábérandi Og hefði þá oft fallið mikið af skepnum. Með snjóbíl til öskju? Dr. Sigurður sagði að rann- sóknir Hörpu undirstrikuðu hversu margt þyrfti að athuga við hvert eldgos. Sagði Sigurður að hann hefði reynt að komast til Öskju um daginn, en þá hefði óveður gripið í taumanna, „en ég gæti hugsað mér að ef ekki verður fært til Öskju vegna veðra í bili að fara með Guðmundi Jónassyni á snjóbíl þegar fært verður orðið yfir hálendið og ár lagðar. Það er sérstaklega þýð- ingarmikið að Guðmundur Sig- valdason kæmist í Öskju, en hann er sérfræðingur í efnabreyting- um og samsetningum hrauna", sagði dr. Sigurður Þórarinsson að lokum. — Apinn Enos Frh. af bls. 1 rétt að stjórn. Var því ákveð- ið að láta skipið lenda. Ekki er vitað hvort þetta ó- happ verður til þess að fresta því að skotið verði á braut mönnuðu geimfari. En tilkynnt var í dag að ákveðið væri að John H. Glen, höfuðsmaður úr landgönguliði flotans yrði fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem skot- ið væri á braut umhverfis jörðu. Næstur á eftir honum verður Donald Slayton majór í flug- hernum. Áætlað hafði verið að senda Glen út í geiminn hinn 29. des. n. k. FYRIR RÚMU ári var ný verzl un opnuð í Aðalstræti 18, sem hlaut nafnið: Úr og skrautvörur. f júní í sumar varð gerð mikil breyting á verzluninni, hún stækkuð og bætt við minjagripa deild. Fyrir rúmum mánuði var endanlega gengið frá verzlun- inni og „nú fyrst þykjumst við vera þess umkomnir að auglýsa búðina“, sagði eigandi hennar, Skúli Sívertsen við blaðamann Mbl í gær. Verzlunin „Úr og skrautvörur'* hefur aðallega á boðstólum, eins og nafnið ber með sér, úr Og skartgripi, auk minjagripa. Einn ig sér hún um viðgerð á klukk um og úrum. Þá hefur verzlunin söluumboð fyrir keramikmuni frá — Kennedy Framh. af bls. 1. ingarnar biðu samningaviðræðn anna. Hann bætti því við að til væri margskonar alþjóðlegt eftir lit. Þar gæti komið til mála fjór veldaeftirlit, SÞ eftirlit o.fl. Kennedy sagði að ekki væri útilokað að bandarísku varalið arnir, sem kvaddir voru til her þjónustu fyrr á þessu ári, losni áður en tólf mánaða skyldutkni þeirra rennur út. Hann sagði það hinsvegar hafa verið nauð- synlegt að kalla út þetta vara lið vegna ástandsins í Berlín. HELZTU VANDAMÁLIN Aðspurður sagði Kennedy að ekki kæmi til mála að hann færi í heimsókn til Sovétríkjanna með an ekki væri fundin viðunandi lausn á jafn mikilsverðum mál um og Þýzkalands- og Berlínar- vandamálunum og ástandinu í Suðaustur Asíu. Enda hefði hon um ekkert boð borizt frá Krú- sjeff. Þá væri frá sama sjónar- miði ekki tímabært að ræða samn inga NATO Og Varsjárbandalags ins, þer sem gefin væru gagn- kvæm fyrirheit um að hvorugur aðilinn skyldi ráðast á hinn. Hann sagði að lausn Þýzkalands, Berlínar og Suðaustur Asíuvanda málanna yrði að finna fljótlega til að draga úr spennunni í heim inum. — Berlin Framh. af bls. 1. verði að hverfa og tryggja verð- ur ferðafrelsi milli Berlínar og Vestur-Þýzkalands. Þá segir ríkisstjórnin það nauðynlegt að Atlantshafsbanda lagið hafi yfir kjarnorkuvopn- um að ráða, til samræmis við vopnabúnað andstæðinganna. — Hins vegar ber stjómin á móti því að ætlunin sé að reyna að útvega þýzka hernum kjarn- orkuvopn. — Kjarnorkuvopnin yrðu eingöngu undir sameigin- legri yfirstjórn NATO. En al- menn og algjör afvopnun er á- fram eitt af aðalmarkmiðum vestur-þýzkrar utanríkisstefnu, segir í tilkynningunni. Glit h.f. og mikið úrval af þeirri vöru á boðstólum. Skúli Sívertsen sagðist leggja áherzlu á fyrsta flokks þjónustu og að veita góða fyrirgreiðslu í sambandi við minjagripasöluna, verzlunin annaðist sendingar minjagripa til útlanda o.s.frv. Húsakynni verzlunarinnar eru mjög smekkleg og nýtízikuleg, gólfteppi á gólfinu, lýsing góð, afgreiðsluborð og sýnisskápar úr harðviði. Verzlunin er sem fyrr segir í Aðalstræti 18, Uppsölum, á 2. hæð. Meðfylgjandi mynd er úr minj agripadeildinni Kennedy lýsti yfir ánægju sinni yfir að hafa fengið tæki- færi til að koma skoðunum sín um á framfæri í Izvestia, mál- gagni stjórnar Sovétríkjanna. HERSTÖÐVAR Varðandi fyrirspurn um Efna hagsbandalag Evrópu sagði £or- setinn að Bandaríkin hefðu ekki í hyggju að gerast aðili að þeim samtökum. Hinsvegar yrðu Bandaríkin að halda viðskipta- samböndum sínum erlendis til að útfiutningurinn minnki etoki frá því, sem nú er. ,,Ef við get- um ekki flutt út meira en við flytjum inn“, sagði Kennedy, „verðum við annað hvort að skera niður efnahagsaðstoð okk ar við erlend ríki eða leggja niður herstöðvar og kalla her- mennina heim“. Hann sagði að kostnaður við þessar herstöðv ar væri um 3000 millj. dollara á ári, en viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5000 millj. dollara. Þess vegna hafi verið mögulegt að halda uppi herstöðvum er- lendis. — x — f fréttum frá London er sagt að tvö atriði í sambandi við um mæli Kennedys hafi vakið sér- staka athygli þar, en þau eru um samninga NATO ög Varsjárbanda lagsins og um alþjóðaeftirlit með akbrautinni til Berlínar. Er á það bent að samkomulag muoi ríkja um þessi atriði milli Breta og Bandaríkjamanna, en hinsveg ar talið vafasamt að Frakkar séu á sama máli. — Almenna Framh. af bls. 3. hallur Bjarnason biskup skráðl ýmist eftir minni eða frásögnum annarra. Bókarauki er grein, sem Dóra ÞórhalLsdóttir, forsetafrú, hefur ritað um föður sinn. Bækur á næsta ári. Á næsta ári er ráðgert, að út komi fjögur til fimm bindi af skáldverkum Gunnars Gunnars- sonar. Verði unnt að koma fimm bindum út, lýkur útgáfu ritsafns ins á árinu en alls eru í því 8 bindi. Mánaðarbækur AB verða vænt anlega þessar á fyrri hluta árs- ins. Rússland, 2. bindi í hinum vand aða útgáfuflokkí „Lönd og þjóð- ir“. Bókin er eftir Charles W. Thyer o.fl. en þýðendur eru Gunnar Ragnarsson og Thorolf Smith. Moby Dick — hvíti hvalurinn — hin sígilda skáldsaga banda- rískra bókmennta eftir Herman Melville í þýðingu Júlíusar heit- ins Havsteens, sýslumanns. Ævisaga Hannesar Þorsteins- sonar, afar fróðleg og óvenju hreinskilin cjálfsævisaga eftir hinn kunna og merka fræðimann. Ítalía, þriðja bindið i „Lönd og þjóðir" eftir Herbert Kubly. Ein ar Pálsson þýðir bókina. Fuglabók. Fuglar Evrópu. Þetta er eitt merkasta og glæsilegasta fræði- rit, sem út hefur komið. Það hef ur þegar verið gefið út samtals í milljón eintaka á ýmsum tungu málum. í því eru myndir af öll- um fuglategundum Evrópu. og 64 litmynt.asiður. Sjái menn ókunn an fugl. eiga þeir að geta þekkt hann eftir leiðbeiningum bókar- innar, en í henni eru „lyklar" svipaðir þeim sem eru í Flóru Islands. Höfundar ritsins eru 3 heimsfrægir visindamenn, þeir Roger Petersen, Guy Montfort og P. A. D. Hollom, en Jul. Huxley ritar formála. Dr. Finnur Guð- mundsson þýðir bókina. Forn-islenzk bókmenntasaga. Af öðrum bókum. sem væntan legar eru næsta ár, ber einkum að nefna íslenzkar bókmenntir í fornöld I. bindi bókmenntasögu Einars Ól. Sveinssonar prófessors Er áætlað, að verkið verði alls 3 bindi og tekur yfir fyrstu 5 ald- irnar í íslenzkum bókmenntum. Verður verkið væntanlega í 3 bindum — bókmenntaviðburður, sem vafalaust mun vekja athygli út fyrir ísland. Þjóðfræðasafnrit. Á næsta ári hefur AB útgáfu stórverks. sem kallað er Islenzk þjóðfræði. Þegar hafa verið á- kveðin 5 bindi í því verki. Máls- háttasafn, sem Bjarni Vilhjáims- son og Óskar Halldórsson safna til. Þetta verður safn um 8000 málshátta, eða stærsta safn ís- lenzkra málshátta hingað til. Skýringar fylgja. Þá er vísna- safn, safn lausavísna fram um aldamótin 1900, sem Sveinbjörn Beinteinsson sér um. Islenzkt orð takasafn í umsjá dr. Halldórs Halldórssonar prófessors, og tvö bindi þjóðkvæðasafns, sem Jón Marinó Samsonarson magister sér um. Auk þessara bóka koma út nokkur skáldverk, en óraðið er um útgáfu s.hl. ársins. Tvö bindi koma e.t.v. út í flokknum „Lönd og þjóðir", Bretland og Japan. Öskjubók. Að lokum má geta þess, að samið hefur verið við dr. Sigurð Þórarinsson um útgáfu öskjubók ar, en ekki er afráðið. hvenær hún kemur út. Svíþjóðarbátur Til sölu ca. 50 tn. bátur í úrvals ástandi. Diesel-vél. Sjálfleitandi síldarmælir og annar minni SIMRAD. Báturinn er nýyfiriarinn. Góðir skilmálar - trygging. FASTEIGNIR — SKIP & BÁTAR, Höfðatúni 2 — Simi 18833. (Ljósm.: Ól. K. Mag.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.