Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl. — eftir lobun — Innlendar fréttir: 2-24-84 Erlentlar fréttir: 2-24-85 272. tbl. — Fimmtutlagur 30. nóvember 1961 ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 22 Flúorsambönd frá Oskju leystu upp málninguna Somu efni í snjó á Hellisheiði og í Öskju ! — vísindamenn hafa leyst gátuna RANNSÓKNARSTOFA málnin? arverksmiðjunnar Hörpu hefur nú leyst gátuna um málningar- •skemmdir þær, sem í þessum mánuði hefur víða orðið vart hérlendis. Hefur komið í ljós að það eru flúorsambönd frá Öskju, sem valdið hafa því að olíumáln- ing hefur rumnið af þökum, en gastegundir hafa borizt frá Öskju með vindi. Er vatn kemst að flúor myndast flúorsýra, sem leysir m. a. upp gler og málma og er hættuleg. Er nú fengin staðfesting á því, sem vís- indamenn grunaði áður, að gaddur í skepiuim umhverfis Heklu 1947 hafi stafað frá flúor- sýru frá eldf jallinu. — Niðurstöð- ur rannsóknanna byggðust á mestu á sýnáshornum af snjó sem tekin voru við Öskju og í ná- grenni Reykjavíkur. Á Hellis- heiði fundust sömu efná í snjón- um og við Öskju og er flúorsýran svo sterk í sýnishornum þessum að hún hefur tært glerílát, sem Iþau eru geymd í. — Frá þessu skýrðu Magnús Helgason fram- kvæmdastjóri og Valdemar Jóns son verksmiðjustjóri Hörpu á blaðamannafundi í gær. Um s.l. mánaðarmót tók að bera á skemmdum á málningu — utanhúss — víða um land. Af frétt um mátti greina, að hér var um að ræða málningu frá ýmsum verksmiðjum, innlendum og er- lendum, og ýmislega lit, og að skemmdirnar voru bundnar við mjög stuttan tíma. Mánudaginn 6. nóv. tók Harpa til rannsóknar nokkrar tilrauna- plötur í Reykjavik. Komu þá í Mólning renn- nr enn oi þökum BREIÐDAL, 28. nóv. — í gær veitti ég því athygli að máln- ing rann af þaki hússins hér. Er hér um rauða þakmáln- ingu að ræða, líklega um fjög urra ára gamla. í gær var brotaveður og rigning hér, og veitti ég þvi athygli að rauð rönd myndaðist í snjónum um hverfis húsið þegar málningin draup af þakinu með regnvatn inu. Báðir bátarnir hér, Hafnar- ey og Bragi sigldu til í>ýzka- lands í morgun með ísaðan fisk. — Páll. ljós mjög óeðlilegar skemmdir á ílestum tegundum, þó mismun- ardi miklar, mestar á hreinni olíumálningu. Strax næstu daga fór Jóhann Þorsteinsson, efnafr. til athugunarstöðvanna í Vík í Mýrdal og við Mývatn, en Jó- hann hefur annast þessar rann- sóknir í áratug. Hann kom með þær fréttir að ekkert óeðlilegt Hér sézt hvemig flúorsýra hefur leikið málningu á plötu. væri að sjá í tílraunastöðvunum og skoðaði hann einnig hús og húspök í nágrenninu Og reyndist þar allt með felldu. Einkennilegt fyrirbæri Frum-rannsóknir sýndu að hér var um mjög einkennilegt fyrir- bæri að ræða. Málið var því rætt við ýmsa innl. sérfræðinga, m. a. Halldór Grímsson vísindamanna á Keldum Og prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson, sem mældi geisla- virkni hinna skemmdu sýnis- horna og sýndu þær mælingar ótvírætt að ekki gæti verið um áhrif frá risasprengju Rússa að ræða. Hinsvegar benti allt til þess, að hér væri Askja að verki. Að ráði próf. Þorbjörns fékk Harpa Bald- ur Líndal efnaverkfræðing sér til fulltingis. Hann taldi að hér væri um gastegundir að ræða, og að eina leiðin til að ganga úr skugga um það væri að taka sýnishorn af snjó til rannsóknar. Ákveðið var þá að þeir efna- verkfræðingar Baldur Líndal og Guðm. H. Guðmundsson, sem Framh. á bls. 23. Samgöngu- og rafmagns- truflanir í S-Þing. Árnesi í Aðaldal, S-þing., 28. nóv. 1AMGÖNGUR eru nú slæmar í léraðinu. Þó er trukkum fært ram í Kinn og Reykjadal, og fært :r í bili milli Húsavíkur og tkureyrar. Efri Laxárvirkjunin er nú óvirk ægna stíflunar. í dag hefur ver- ð reynt að sprengja úr síflun- ím og ná vatni inn á gömlu nrkjunina. Úr neðri virkjuninni !æst 7000—7500 kw orka, en nú Héldu kynu fyiii í Pétuis- kiikju LEITARMENNIRNIR 10, sem í fyrradag héldu upp á heiðar til að sækja fé, héldu kyrru fyrir í Péturs- kirkju í allan gærdag og treystust ekki til leitar vegna stórhríðar. í gærmorg un höfðu þeir samband við byggð. Sáu þeir aðeins átta kindur á leiðinni að Péturs kirkju, en talið er að á heið- unum þarna séu á annað þús und fjár. Er hugsanlegt að eitthvað af því hafi fennt. Ef mikilli fönn kyngir niður og dregur í skáfla getur ástandið versnað og orðið erfiðara að koma fénu til byggða. Þeir sem unnu að rannsóknunum talið frá vinstri: Guðm. H. Guðmundsson efnaverkfr., Valdemar Jónsson verksmiðjustjóri, Baldur Líndal efnaverkfr. og Jóhann Þorsteinsson efnafr. Stjdrnarkosning í Sjdmannafélaginu NÝLEGA hófst stjórnarkosning í Sjómannafélagi Reykjavíkur. — Tveir listar eru í kjöri, listi lýð- ræðissinna, A-listi. borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði og B-listi borinn fram af komm- Aldarmmning Hannesar Hafsteins í Háskólabíói næstkomandi sunnudag HINN 4. desember n.k. eru 100 ár liðin frá fæðingu stjórnmála- mannsins og skáldsins Hannesar Hafstein ráðlherra. í tilefni af því hafa Stúdentaráð Háskóla ís- lands, Almenna bókafélagið og Stúdentafélag Reykjavikur á- kveðið að efna til veglegrar af- mælishátíðar og fer hún fram í Háskólabíóinu sunnudaginn 3. des. n.k. kl. 14 síðdegis. Þar mun forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, flytja ræðu um stjórnmálamanninn Hannes Hafstein og Tómas Guðmundsson skáld tala um skáldið og skáld skap hans. Kristinn Hallsson óperusöngvari syngur einsöng við undirleik Fritz Weisshappel. Ævar R. Kvaran leikari les úr Ijóðum Hannesar og Róbert Arn- finnsson leikari les upp úr Ævi sögu Hannesar Hafstein eftir Kristján Albertsson, en Almenna bókafélagið gefur þá gók út í tilefni afmælisins. Þá mun Hjört ur Fálsson stúdent lesa ljóð eftir Hannes og að síðustu syngja kór félagar úr Fóstbræðrum. Aðgöngumiðar að aldaminning unni verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Austur stræti fimmtudaginn 30. þ.m. — Kostar miðinn kr. 20.00. únistum og fylgifiskum þeirra. Kosning fer fram daglega á skrifstofu félagsins kl. 3—6 síð- degis, nema laugardaga kl. 10-12. Sjómenn eru hvattir til aS kjósa sem fyrst. — Frambjóð- endur lýðræðissinna eru þessir: Formaður Jón Sigurðsson, Varaform. Hilmar Jónsson. Ritari Pétur Sigurðsson. Gjaldkeri Sigfús Bjarnason. Varagjaldk. Óli Barðdal. Meðstjórn Ólafur Sigurðsson Karl E. Karlsson. Varam. Sigurður Sigurðsson Jón Helgason Þorbjörn D. ÞorbjörnsS. Góð síldveiði GÓÐ SÍLDVEIÐI var í Miðnes- sjó í fyrrinótt, og fengu þar þá 52 skip samtals 25.450 tunraur, og þrj-ú skip 930 tunnur undan Jökli. 5000 tn til Akraness ■ gær Bdtar rifu nót Skipaskaga AKRANESI, 29. nóv. — Fimm þúsund tunnur sáildar bárust hing að í dag. Allir bátarnir héðan voru suður í Miðnessjó í nótt að veiðum í ágætis veðri, utan Reyn ir, er var vesturfrá og fékk ekkert. Lítilsháttar var flakað hefur stíflan í Laxárdal breikkað, svo að vatnið rennur æ meira út í nraunið. Er því hætt við, að orkan minnki eittihvað og skömmt un tekin upp að nýju á orku- veitusvæðinu. — H.G. Síðdegis í gær komst önnur vélasamstæða efra orkuvers Lax árvirkjunarinnar í gang. Fram- leiddi hún um 1000 kv og var búist við rafmagnsskömiratun í nótt á Akureyri. Mikið járninnihald í Oskjuhraunmoia HRAUNMOLI úr nýja hraun inu í Öskju, sem er í hönd um manna í málningarverk- smiðjunni Hörpu, virðist hafa óvenju mikið járninnihald, og telja þeir að í honum muni vera um 40% af járni. Ekki er búið að efnagreina sýnishornin, er tekin hafa ver ið úr Öskjuhrauninu á ýmsum tímum. En algengt mun vera að járn falli mieira á einn stað en annan í eldgosum. T.d. er um 30% járra í hraunkertum í Raufarhólshelli. Eðlilegt mun teljast að í hrauni eins Og ÖskjUhraunið er sé 10—15%, og ef meira fellur af járni á einhverjum litlum stað get- ur orðið talsvert mikið magn í einstöku molum. Hve mikið járnmagn er í öskjuhrauni er sem sagt órannsakað, þar sem ekki hefur verið unniíí úr þeim sýnishornum, sem tekin hafa verið á ýrnsum tímum og ýmsum stöðum. og hraðfryst en annars fór sildin öll í bræðslu. Aflahæstur var Sigurður með 1172 tunnur, þá Sæfari 962, Sig- rún 868, Heimaskagi 840, Höfrung ur I 713 tunnur. Átta bátar héS an eru nú suður í Miðnessjó, með al þeirra Höfruingur II., sem kom í morgun, leiddist að bíða eftir löndunarkrananum og fór eins og skot út aftur með 600 tunnur í sér. Fjórir bátar lögðu af stað út á miðin, en sneru aftur, þvl kl. fimm var kominn stinnings- kaldi af ANA. Hjá Skipaskaga rifnaði nótin þegar hann var hálfnaður að kasta. Keyrðu tveir bátar inn í nótina hjá honum. — Oddur. Allt fé fundið ÞÚFUM, N. ís. 29. nóv. — Mið- vikudaginn 21. þ.m. brá til verri veðráttu með norðan storm og snjókomu. Var fé þá almennt tekið 1 hús. Hefur smölun þesa gengið vel og allt fé fundizt Hafa því ekki fjárskaðar né aðr- ar skemmdir orðið af áhlaupi þessu. Sn.iókoma var ekki ýkja mikil, og hafa því leitarskilyrði verið góð. Vegir eru yfirleitt fær- ir í byggð, en heiðar eru orðna* ófærar bílum. — PP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.