Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 1
z 36 síöur Og lesbók 48. áígangur 275. tbl. — Sunnudagur 3. desember 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skipzt á skotum i Katanga Brússel, 2. desember. I D A G kom til vopnavið- skipta milli hermanna SÞ og Katanga-hermanna á flug- vellinum í Elisabeth-ville. Skothríðin stóð í hálfa klst. og lyktaði með því, að her- menn SÞ tóku Katangamenn ina höndum. Hér var um að ræða ind- verska hersveit, sem annast varðgæzlu á flugvellinum í Elisabethville. Engar fregnrr eru um upptökin, en eftir að þessum vopnaviðskiptum lauk, heyrðist skothríð á göt- um Elisabethville, þar sem báðir aðilar hafa komið upp LEOPOLDVILLE, 2. desember. — Ein af flugvélum Sameinuðu Þjóðanrua hefur týnzt í Kongó. Þetta er sænsk leiguvél frá félag inu Transair, sama félagið og átti flugvél þá, er Hammarskjöld fórst með. Vélin, sem er af gerð- inni C-46, var á leið til Leopold- ville með viðkomu í Luluaborg síðdegis i gær og um borð var Cetur leitt til styrjaldai NÝJXJ Dehli, 2. des. — Nehru, forsætisráðherra, sagði í dag, að landamæradeilda Indlands og Pe- kingstjórnarinnar hefði nú skap- að heimsvandamál, sem jafnvel gæti leitt til styrjaldar. Nehru sagði þetta í ræðu á fjölmennum .fundi og endurtók, að Indland muni ekki láta í minni pokann fyrir Kínverjum. Landamæradeil an væri ekki mál Indverja einna, hún væri orðin heimsmál. Hann lagði áherzlu á, að Indverjar mundu reyna að jafna ágreining- inn við samningaborðið frekar en með vopnum. Síðari fregnir herma, að þrir kínverskir sendiráðsmenn, sem boðnir voru til þessa mannfagnað ar, hafi gengið úr salnum, er Nehru sakaði kínverska kommún ista um árás á Indland, sem leitt gæti til heimsstyrjaldar. Sendi- menn Rússa og annarra kommún istaríkja, sem einnig voru meðal boðsgesta, sátu kyrrir. 'i ni ~ ~i — *»■—**■■ —. » . *■. ■ götuvígjum og umferðar- hindrunum. Flugslys SYDNEY, Astralíu, 30, nóv. — (AP). — Ottast er að Viscount farþegaflugvél hafi hrapað í Kyrrahafið skömmu eftir flugtak frá Sydney í dag. Með vélinni voru 11 farþegar og 4 manna áhöfn. Þegar ekki náðist samband við vélina skömmu eftir flugtak í slæmu veðri var þegar hafin'leit að henni á sjó og úr lofti. Skammt frá Sydney fannst brak á sjónum, sem talið er vera úr vélinni. Er leitað á stóru svæði á þessum slóðum ef ske kynni að einhver af farþegum eða áhöfn vélarinnar skyldi hafa komizt lífs af. Sænsk flugvél týnd í Kongó þriggja manna áhöfn og einn far- þegi. Síðast heyrðist til vélarinnar um kl. 17 sd. í gær og átti hún skammt ófarið til Luluaborg. Til kynnti flugmaðurinn, að benzínið væri á þrotum og hann væri að svipast um eftir rjóðri til þess að nauðlenda í. Síðan hefur ekk- ert heyrzt til áhafnarinnar. Tshombe vill hitta Adoula BRAZZAVILLE, 2. desember. — Tshombe, forseti Katanga, frest- aði enn brottför sinni héðan í morgun, en hann er á leið til Brazilíu þar sem hann situr ráð- Haimes Hafstein : Stormur Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í bk ðctyrkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur. Þú skefur burt fannir af foldu og hól, þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól, og neistann upp blæs þú og bálar upp loga og bryddir með glitskrúði úthöf og voga. Þú þenur út seglin og byrðinginn ber og birtandi, andhreinn um jörðina fer; þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur og lífsanda starfandi hvarvetna vekur. Og þegar þú sigrandi um foldina fer, þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér. Ég elska þig, kraftur, sem öldrunar reisir, ég elska þig, máttur, sem þokuna leysir. Ég elska þig, elska þig, eilífa stríð, með ólgandi blóði þér söng minn ég býð. Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður; hugur minn fylgir þér, djarfur og glaður. stefnu siðvæðingarhreyfingarinn- ar. Var Tshobe enn á fundum með Youlou, forseta Kongó-lýðveldis- ins, sem áður var frönsk nýlenda. Herma óstaðfestar fregnir, að Youlou hafi verið að reyna að stefna þeim Tshombe og Adouia, forsætisráðherra sambandsstjórn- arinnar í Leopoldville, saman, en gengið erfiðlega. Sömu fregnir herma, að Tshom be sé fús til að hitta Adoula á báti á miðju Kongófljóti, sem skil ur Brazzaville og Leopoldville, ur Brazzaville og Leopold- ville höfuðborgir Kongóríkjanna tveggja. Ef ekki tekst að efna til fundar leiðtoganna munu samningavið- ræður Leopoldvillestjórnarinnar og Tshombe-sjtórnarinnar í Kat- anga fara fram á hlutlausu lands- svæði, Frakklandi, Sviss eða Bret landi. Síðari fregnir herma, að Adoula neiti að ræða við Tshom be nema hann komi til Leooold- ville. Skilnaður HOLLYWOOD, 2. desember. — Kveikmyndaleikararnir Dinah Shore og George Montgomery hafa ákveðið að skilja eftir 18 ára hiónaband. Þau eiga tvö börn, 14 ára stúlku og 7 ára dreng. f dag leituðu 14 flugvélar að týndu vélinni, en án árangurs. Hermenn Tshombe skutu í gær á eina af flugvélum S.Þ. skammt utan við Albertville með þeim af leiðingum, að einn farþeganna, írskur foringi, særðist töluvert. Hafnaði hugmynd Kennedys BERLÍN, 2. desember. — A-þýzka stjórnin hafnaði í dag eindregið hugfnynd Bandaríkjaforseta um að alþjóðlegt eftirlit yrði þjóð- veginum frá V-Þýzkalandi til V-Berlínar. Þetta er 110 mílna löng leið gegnum A-Þýzkaland. Ulbricht, leiðtogi a-þýzkra kommúnista, lét svo um mælt að því er a-þýzka fréttastofan væri einhver bandarísk nýlenda. Þjóð vegurinn væri eign A-Þýzka- lands, Bandaríkin fengju þar engu ráðið. i NORÐMAÐURINN Helge' l Ingstad taldi sig í sumar hafa fndið leifar frá byggðum Leifs heppna á Nýfundnalandi eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu. í því sambandi sneri Mbl. sér til Vil- hjálms Stefánssonar land- könnuðar og spurði hann um álit hans á þessum ! fundi Ingstads. Vilhjálm- ur, sem er ráðunautur Dortmouth-háskóla í Han- over, New Hampshire, varðandi heimskautalönd- in, kvaðst að svo stöddu ekki taka fundinn alvar- lega. „Enn sem komið er höfum við aðeins óná- kvæmar fregnir af fundi Ingstads,“ sagði Vilhjálm- ur. „Það er erfitt fyrir mig að meta þessar fregn- ir. Hins vegar veitti ég því athygli að hann studdist mikið við Flateyjarbók, sem venjulega er ekki tal- in öruggt heimildarrit.“ Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir skömmu af Vil hjálmi Stefánssyni í bóka- safni hans í Hanover. Rússar sœtta sig við það OSLÓ, 2. desember. — Lange, utanríkisráðherra, kom heimleið- Pravda sendir Hoxha tóninn MOSKVU, 2. desember. — Pravda sendi albönskum kommúnistum tóninn í dag og var það ein harð asta árásin, sem blöð Ráðstjórn- arironar hafa gert á Hoxha og félaga hans. Sagði Pravda að Hoxha hefði um langt skeið verið að grafa undan einingu komm- únistaríkjanna, nú væri hann að byggja upp ríki lögreglu og ógn- arstjórnar í Albanáu — í anda Stalins is úr Rússlandsförinni i morgan og sagði í viðtali við fréttamenn í Osló, að Rússum geðjaðist ekki að hlutdeild Norðmaraia í Atlants hafsbandalaginu, en virtust sætta sig við það. Hann sagði. að Krúsjeff hefði ekki endúrtekið neinar af þeim ásökunum, sem Mikoján og GrQmyko báru fram í miðdegis- verðarboðinu hjá norska sendi- herranum í Moskvu, daginn sem Lange kom til Rússlands. Ég ætla að gefa stiórninni Og utanríkismálanefnd þingsins skýrslu um förina, sagði hann og lagði áherzlu á, að Berlínarmál- ið væri erfiðasti vandinn, sem nú lægi fyrir að leysa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.