Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 2
MORGVTSBL ÁÐIÐ Sunnudagur 3. des. 1961 ísíendingur hérabs- ráðunautur / Noregi NÝLEGA var því skýrt í norsk- um blöðum að Islendingur hefði gerst héraðsráðunautur j Brim- nesi, Moster og Bömla-héruðum. Er hér um að ræða Arinbjörn Jóhannsson Kuld, sem fæddur er á Akureyri og gekk síðar í Bændaskólann á Hólum. Síðan fór Arinbjörn á bændaskóla í Noregi að tilstuðlan Árna G. Eylands stjórnarráðsfulltrúa. Að loknu búnaðarskólanámi þar ytra giftist Arinbjörn inni í Sogni en síðustu tvö ár hefir toann stundað nám við Statens smábrukerlærerskole í Ses í Ask er. A þeim skóla hafa fleiri ís- lendingar stundað nám. Það hefi ráður komið fyrir, að Islendingur hefir verið ráðunaut- ur í Noregi. Eðvald Bóasson frá Stuðlum í Reyðarfirði fór til Noregs 1913 og stundaði nám við Búnaðarháskólann í Asi og var um skeið héraðsráðunautur í Valdres. Hann er nú kunnur bóndi nálægt Ösló. Eðvald er Eyjólfur Einarsson opnar málverkasýningu EYJOLFUR Einarsson opnaði í gær mólverkasýningu á Týsgötu 2. Hann er rúmlega tvítugur að aldri, menntaskólanemi, en hefur verið í Myndlistaskólanum frá 12 ára aldri, fyrst í höggmynda- deild hjá Asmundi Sveinssyni. í tvö ár, en síðan í myndlistadeild fhjá Sigurði Sigurðssyni. — Þetta er fyrsta sjálfstæða sýning Eyjólfs. A henni eru 12 myndir, 4 olíumálverk og 8 pastelmyndir. Eyjólfur er Reykvíkingur og hef ur frá því í vor rekið málverka- verzlunina að Týsgötu 1. — Sýn ingin er opin á venjulegum verzl unartima á virkum dögum, en í dag verður hún opin frá kl. 1—5. Spilavist, gaman- þáttur og dans á Akranesi Sjálfstæðisfélag Akraness heldur spilavist á Hótel Akra nesi í kvöld kl. 20:30. Byrjað verður með gamaniþætti, Kobbi skóari. Dansað verður til kl. tvö um nóttina. Mætið öll og réttstundis! Aðventusamkoma í Dómkirkjunni ÞAÐ MISHERMI var í fyrirsögn í blaðinu í gær, þar sem sagt var frá aðventusamkomu í Dómkirkj unni kl. fimm í dag, að hún var kölluð „aðventusamkoma fyrir börn“. Eins og sést af frásögn- inni, er samkoman öllum ætluð, ungum jafnt sem öldnum, — ■j|St ALÞINGIS Efri deild AlþingLs mánudaginn 4. des. 1961, kl. 1:30 miðdegis. 1. Alþjóðasamþykkt um varnir gegn óhreinkun sjávarins, frv. — 2. umr. — 2. Innflutningur á hvalveiðiskipum, frv. — 3. umr. Neðri deild Alþingis mánudaginn 4. des. 1961, kl. 1:30 miðdegis. 1. Skráning skipa og aukatekjur rík issjóðs, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.). — 2. Ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi, frv. — Frh. 1. umr. — 3. Dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjald- heimta o.fl., frv. — 1. umr. — 4. Vega lög, frv. — 1. umr. — 5. Sala eyðijarð arinnar Lækjarbgejar, frv. — 1. umr. 6 Bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga, frv. — 2. umr. — 7. Lausaskuldir bænda, frv. — 2. umr. bróðir frú Brunborg, sem svo mjög hefir greitt fyrir íslenzkum menntamönnum í Noregi. Skátaskemmtun AKRANESI, 30 nóv. — Skáta- félag Akraness hélt skemmtun s.l. fimmtudag í Bíóhöllinni. Hún var endurtekin á laugardag og sunnúdag. Fjölsótt var í öll skipt in og skemmtu menn sér vel. Til skemmtunar var leikþátturinn „Þóra“, fimm leikendur undir leikstjórn Þorvaldar Þorvaldsson ar. Gamansöngleikur „Og stund líður“. leikþáttur „Kærleikskodd inn“, af gömlum og nýjum þlöð- um, skopleikur með fimm frúm, leikinn af ungkörlum. Dumbó- kvartettinn lék á milli. Tvennar gamanvísur voru sungnar eftir Thedór Einarsson. Oddur. Inonu hlaut traust þingsins ANKARA, 2. desember. — Ismet Inonu Og tveggja flokka sam- steypustjórn hlutu í dag traust tyrkneska þingsins og er það fyrsta lýðræðisstjórnin, sem sezt að völdum síðan Menderes var steypt úr stóli fyrir 18 mánuðum. Lögð var áherzla á það af hálfu nýju stjórnarinnar, að hún ætlaði sér að styrkja tengslin við At- lantshafsbandalagið sem kostur væri. Við atkvæðagreiðslu í þinginu studdu 269 þingmenn stjórn Inonu, fjórir voru á móti, 78 sátu hjá, en 99 'þingmenn voru ekki mættir til fundar. Þeir, sem greiddu atkvæði gegn stjórninni, voru öfgafullir hægrimenn, segir í fréttaskeytum AP. Grotewohl skrifar Adenauer BERLÍN, 2. desember. — Otto Grotewohl, forsætisráðherra A- Þýzkalands hefur ritað Adenauer bréf þar sem stungið er upp að fulltrúar stjórna Austur- Og Vest ur-Þýzkalands hefji viðræður um að bæta ástandið milli landanna og forða óþarfa árekstrum. Bréf þetta var afhent í Bonn í gær, en sennilegt er, að Aden- auer og stjórn hans virði það ekki svars fremur en önnur þréf frá a-þýzkum kommúnistum. Bonn- stjórnin hefur margsinnis lýst því yfir, að stjórn A-Þýzkalands sé leppstjórn og styðjist ekki við meirihluta fólksins, sem í land- inu býr. Þess vegna geti a-þýzk ir kommúnistar ekki komið fram fyrir hönd þess hluta þýzku þjóð arinnar, sem þýr í A-Þýzkalandi. H. Benedikfsson 50 ára hf. Miðvikudaginn 29. nóvember var H. Benediktsson h.f. 50 ára. Fyrirtækið stofn- aði Hallgrímur heitinn Benediktsson þann dag árið 1911, og veitti hann því forstöðu til dánardags 1954. H. Benediktsson h.f. er eitt af elztu inn- flutningsfyrirtækjum landsins og hefur sem kunnugt er aðallega fengizt við inn- flutning á byggingarvörum, en jafnframt verzlað með matvörur, olíur, vélar o. fl. Skömmu fyrir hálfrar aldar afmælið, flutti fyrirtækið í ný húsakynni að Suður- landsbraut 4, en þar hefur það retst skrif- stofu og verzlunarhús og mun framvegis hafa rekstur sinn allan á sama stað. Eftir lát Hallgríms Benediktssonar tóku synir hans, Björn og Geir, við rekstri fyr- irtækisins, en síðan Geir Hallgrímsson varð borgarstjóri hafa Björn Hallgrímsson og Vilhjálmur Björnsson verið fram- kvæmdastjórar H. Benediktsson h.f., en Jón Jónsson fulltrúi. í Stjórn H. Benedikts- son h.f. esu frú Áslaug Benediktsson, Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir og Björn Hallgrímsson. ,Undrið mesta' og œvin- týri kafbátsforingja VÍKURÚTGÁFAN sen.dir nú frá sér tvær bækur. Önnur þeirra er „Undriff mesta“, sjálfsævisaga Arthurs Ford, í þýðingu séra Sveins Víkings. Arthur Ford var gæddur sál- rænum hæfileikum í ríkum mæli og fyrir þá sök lá leið hans til margra lahda og til fundar við fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum — Og segir hann í bókinni frá þeiiri skoðun sinni, að allir menn /f’ NA /5 hnútor ^ S\t SOhnútar H Sn/Homa • OÍi 7 Skúr ir K Þrumur KvMoahit ZS4 Hitaskit H Hmt 1 L * LaaS \ séu búnir sálrænni getu Og hvernig þeir geti beitt henni. Séra Sveinn Víkingur segir í formála: Ég hef þýtt þessa bók vegna þess, að ég tel hana eiga erindi til íslenzkra lesenda. Hin bókin, sem Víkurútgáfan sendir á markaðinn, nefnist „í helgreipum hafs og auðnar", saga brezks kafbátsforingja, sem kann aði ókunna stigu — og lenti í miklum ævintýrum suður við Afríkustrendur. Aftur samband við kommúnista LEOPOLDVILLE, 2. desember. — Sambandsstjórnin í Kongó tók i dag upp stjórnmálasamband að nýju við Ráðstjórnina, Pólland og Tékkóslóvakiu. Stjórnmálasam- bandið við ríkin rauf Kongó- stjórn sjálf í september 1960, strax eftir að Mobutu tók völdin í sínar hendur. Hæðin yfir Grænlandi var lítið sem ekkert í ré.nun í gær, og yfir Norðurlöndum var djúp lægð, enda norðanátt á breiðu svæði milli Grænlands og Noregs. Var yfirlei.tt 6—7 stiga frost við sjóinn, en mun kaldara í innsveitum, og á Grímsstöðum á Fjöllum var 18 stiga frost í gærmorgun. Um allt norðanvert landið var éljagangur, en bjart á Suður- landi. Þá hefur einnig verið úthlutað frumvörpum um breytingu á lög- um um ættaðaróðal Og erfða- ábúð, um skipti á dánarbúum og félagsbúum o. fl. Og um réttindi og skyldur hjóna, en í sambandi við samningu frumvarps til erfða laga koaa í ljós, að annaðhvort var heppilegt eða nauðsynlegt að gera þessar breytingar. ar a eim Frumvarp til erfðalaga ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi frumvarpi ríkisstjórnarinnar að nýjum lagabálki til erfðalaga. í greinargerð segir, að frumvarp þetta hafi verið samið af Ár- manni Snævarr háskólarektor og Þórði Eyjólfssyni hæstaréttar- dómara Og verið lagt fyrir síðasta Alþingi, en þá eigi orðið útrætt. Frumvarpið sé nú flutt óbreytt að öðru leyti en því, að leiðrétt sé tilvitnun í lok 20. gr. Og úpphaf 33 gr. er órðað á annan hátt, án þess þó, að um efnisbreytingu sé að ræða. GENF, 30. nóv. (AP) _ Aðal- fulltrúar Bretlands og Banda- ríkjanna á réðstefnunni í Genf um bann við tilraunum me3 kjarnorkuvopn hafa ákveðið að halda heim á föstudag. Munu að stoðarmenn þeirra verða eftir í Genf til að ræða áfram við full- trúa Rússa, en viðræðum hefur ekkert miðað í samkomulagsátt. Látið er uppi að Artihur Dean, aðalfulltrúi Bandaríkjanna, sé að fara til Washington að ræða við ríkisstjórnina um neitun Rússa við því að komið verði upp al- þjóðlegu eftirliti með þvií aið væntanlegt tilraunabann verði haldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.