Morgunblaðið - 03.12.1961, Page 6

Morgunblaðið - 03.12.1961, Page 6
8 MURGVISHLAÐIÐ Sunnudagur 3. des. igg. flCrístján Albertsson Hoiuies Hafsteín ’ MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið leyfi höfundar til að birta í dag upphafsorðin að ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson, þar sem hann gerir í stórum dráttum grein fyrir skiln- ingi sínum á sögulegu hlut- verki skáldsins og stjórn- málamannsins. ÍSLENZKA þjóðin reisti Jónasi Hallgrímssyni og Jóni Sigurðs- syni fyrstum manna standmynd- ir í miðri höfuðborg landsins, en þar næst Hannesi Hafstein, hinum eina sem átt hafði kraft ,og giftu til að lyfta merki beggja hinna í lífi sínu og verki. Hann er eini íslendingur, sem í senn var bæði einn af fremstu ljóðsnillingum tungunnar, og einn vitrasti og farsælasti stjórn málamaður landsins. Kvæði hans komu sem heil- næmur, vermandi vorþeyr í erfiðri tíð, forboði gróðrar og vaxtar. Hann var af þeirri skáldafylking sem hófst með Jónasi Hallgrímssyni, einn karl- mannlegasti andi af skáldum hins langa, kalda þjóðarvors. Með honum kom ný gleði og hreysti inn í hug þjóðarinnar. Nafn stjórnmálamannsins er tengt við þrjá af mestu sigrun- um í frelsisbaráttu íslendinga. I>að var hann sem 1901 fékk loforð útlenda valdsins fyrir því, að æðsta stjórn íslands skyldi flytjast frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur. Sam- bandslagafrumvarpið 1908 var hans sigur, fremur en' nokkurs annars, en með því hafði ísland komizt meiri áfanga í átt til full- frelsis en nokkru sinni áður. Hafði engum íslendingi eftir Jón Sigurðsson tekizt að þoka dönskum stjórnmálamönnum við líka langt til skilnings á rétti og nauðsyn íslendinga til auk- ins sjálfstæðis. íslenzkir kjós- endur höfnuðu frumvarpinu með samtals eitthvað yfir 1196 at- kvæða meirihluta (atkvæði komu ekki fram í einu kjör- dæmi, af því að" þingmaður varð sjálfkjörinn). En þar með var frumvarpið sízt úr sögunni. Sú réttarviðurkenning, sem í því fólst, varð ekki tekin aftur, hlaut að verða undirstaða allrar frekari íhugunar sambandsmáls- ins, bæði á íslandi og í Dan- mörku, og hafa úrslitaáhrif á þróun og endalyktir. Hinn næsti áfangi varð hreint konungssam- band og fullveldi, aðeins tíu ár- um síðar. Það var Hannes Haf- Stein sem 1913 fékk dönsku stjórnina til að fallast á lög- gildingu íslenzks fána. Það taldi Valtýr Guðmundsson hans furðu legasta afrek. Hannes Hafstein fékk ungur ást á Jóni Sigurðssyni, festu hans og kappi, samfara hygg- indum og hofi. Hann vissi sig vinna í hans anda, þegar hann fórnaði því sem fórna varð, og skipta mundi litlu þegar til lengdar léti, til þess að fá borgið hinum mesta sigri, sem unnizt hafði í sjálfstæðis- baráttu landsins. Matthías Joch- umsson lætur Jón Sigurðsson hafa að einkunnarorði: „Aldrei að víkja“. Aðrir sögðu orð hans hafa verið: „Ekki víkja“, og í samræmi við það yrkir Hannes Hafstein: „Áfram bauð hann: „Ekki víkja“.“ Þegar þessi mun- ur barst í tal, sagði Hannes Hafstein: „Faðir minn hefði getað sagt: aldrei að víkja — Jón Sigurðsson ekki. Til þess var hann of mikill stjórnmála- maður.“ Fátækleg og stundum ósæmi- lega hlutdræg sagnfræði um síð- ustu tíma íslenzkrar sögu reyn- ir oft að halla á Hannes Haf- stein, sumpart með gleymsku eða þögn, um það sem hann ávann, en sumpart af því virð- ingarleysi fyrir sannleik og réttri hugsun, sem er svo áber- andi einkenni í opinberu lífi á íslandi. Eimir þar víða eftir af tilhneigingum, sem æfinlega vakna þegar mikill foringi bíð- ur ósigur, en andstæðinga ^ríp- ur sigurfögnuður, sem er lengi að kólna. Þó varð mörgum fyrri andstæðingum snemma ljóst, hvert lífsverk Hannes Hafstein hafði unnið. Aðeins fáum árum eftir dauða hans 1922 birtist ávarp, þar sem skorað var á þjóðina að reisa standmynd hans í Reykjavík. Með því að undir- ritendur voru fjölmargir af merkustu mönnum landsins, og þar á meðal ýmsir af eindregn- ustu andstæðingum frumvarps- ins frá 1908, má líta á þetta ávarp sem fyrsta dóm sögunn- ar um Hannes Hafstein — dóm sem síðari tímar munu mörgu og miklu við bæta. í ávarpinu segir: „Hvort sém litið er á Hannes Hafstein sem stjórnmálamann eða skáld, ann íslenzka þjóðin honum svo mjög, að hann er áreiðanlega einn þeirra manna, sem hugir þjóðarinnar hafa mest hneigzt að um síðustu manns- aldra. Með afburða þreki og lagni hefur hann átt svo mikinn þátt í hvorutVeggja: að koma ! sjálfsforræðismáli þjóðarinnar fram, og að hrinda réttarbótum og framfaramálum hennar á- fram, að fyrir það getur þjóðin aldrei sýnt þakklæti sitt meira en verðugt er.“ Sigrar Hannesar Hafsteins fyr- ir þjóð sína verða ekki skýrðir til neinnar fullnustu með þreki hans og lagni, né vitsmunum. Hann var töfrandi maður, í sjón og framkomu. Það sem honum varð ágengt í samningum við útlent vald, verður aðeins skil- ið til fulls samkvæmt því lög- máli, sem Pascal orðar svo, að ef vinna eigi aðra á mál sitt, skipti meiru að þeim falli við manninn sjálfan, sem á málinu heldur, en við rök hans. Ungur kynntist Hannes Hafstein áhrifa- mesta andlegum leiðtoga í Dan- mörku, Georg Brandes, sem verður hugfanginn af þessum íslendingi, fær sterkan áhuga á íslenzkum bókmenntum og rétt- indabaráttu, og fyrstur danskra stórmenna talar máli Islands', eindregið og kröftuglega. Þeir sem taka við völdum í Dan- mörku upp úr aldamótum hafa allir orðið fyrir áhrifum af Georg Brandes. Þegar Danakon- ungar og danskir stjórnmála- menn kynnast Hannesi Hafstein, hafa þeir vafalítið ekki átt von á því, að ísland ætti slíkan mann, og fundizt eðlilegra en áður, að virða stórlæti og metn- að hinnar litlu þjóðar, sem bað um viðurkenningu á sjálfstæði sínu. Myndir gefa enga eða litla hugmynd um/áhrifin af persónu Hannesar Hafsteins. -Öll ásýnd hans og framganga var heill- andi, bar með sér göfugart og stórbrotinn mann, höfðingja og skáld; stillta, virðulega karl- mennsku, samfara heitri og næmri lund; ástúðlegt glaðlyndi og þunga alvöru, ljúfmennsku, nærgætni, kurteisi, en undir Hannes Hafstein á ísafirði niðri mikla og viðkvæma skaps- muni, sem leyndust bak við fyr- irmannlegt ógeð á taumleysi og ofsa. Rómurinn var engum öðrum líkur, dimmur, djúpsótt- ur,hreimfagur, skapaður til að flytja ljóð, alvörumál eða hátíð- arræðu, með hægum þunga. Hver sem man þessa rödd, heyr- ir hana í öllum kvæðum Hann- esar Hafsteins, og öllu sem hann hefur skrifað. Hin blágráu augu lágu djúpt, skin þeirra var sterkt, tillitið fast, oftast milt. Það sóp- aði að hinum stórvaxna manni hvar sem hann fór, og þó var framganga hans fullkomlega lát- laus; náttúrlega tíguleg, eins og konungs, og einna helzt í góðu og stóru landi. Hann var oft sagður konunglegur, líka áður en menn renndi grun í hver upphefð átti fyrir honum að liggja. Alþingisrímurnar lýsa honum svo, þegar hann kem- ur á þing: Sá var fyrða fríðastur, fallega mjög sig bar hann, kempa á velli, knálegur, konunglegur var hann. I ræðu sinni á Rafnseyri 17. júní 1944 talar Sigurður Nordal um hvernig öld af öld hafi bor- ið „skugga íslands óhamingju á æfi þeirra, sem máttu þykja kjörnastir forvígismenn", og minnir á hve margir þeirrg hafi dáið fyrir aldur fram, eða ekki notið sín. En með Jóni Sigurðs- syni „eignuðust Islendingar mann sem lánaðist — varð bæði gæfu- maður sjálfur og gáefa þjóð sinni .... Það er varla ofmælt, að allt frá því, er Jón Loftsson í Odda leið, hafi engum íslenzk- um þjóðskörungi orðið svipaðs gengis auðið.“ Hannes Hafstein varð næsti þjóðforingi íslendinga eftir Jón Sigurðsson sem varð mikils gengis auðið. Honum áttum við öllum fremur að þakka þá sigra, sem unnust í sjálfstæðis- baráttunni milli stjórnarskrár- innar 1874 og sambandslaganna 1918. Hann var í fararbroddi á einum hinum mestu og giftu- samlegustu tímamótum í sögu lands síns, þegar nýfengin inn- lend stjóm og nýr framfara- andi og stórhugur taka að leysa ísland úr aldagömlum álögum ófrelsis og fátæktar. Hann verður öllum öðrum fremur sá stjórnmálaleiðtogi sem ísland þarfnast á þessum tímamótum. Þegar hann varð ráðherra fyrstur Islendinga, varð Reykjavík höfuðborg í nýrri og meiri merkingu en áð- ur — og ekki sízt vegna þess, hver maður settist í hið nýja innlenda öhdvegi. Mönnum fannst hann sjálfur, allt and- legt atgjörvi hans og höfðing- legur bragur, bregða gæfu- bjarma og göfugum svip yfir upphaf íslenzkrar sjálfstjórnar; vekja hugboð um nýtt og betra ísland, eggja krafta þjóðarinnar til bjartsýni, menningar og framtaks. hækka aftari hluta efsta og breiðasta pallsins (i stöllum), koma þar fyrir sætum handa söngfólki og hafa til taks bogadreginn afturvegg, sem nota mætti á tónleikum með • Nýi hljómleika- salurinn Síðan hið nýja og glæsilega samkomuhús háskólans kom upp og hljómleikahald bæjar- ins færðist þangað, hafa tón- listarunnendur rætt mikið um hinn nýja sal og hæfni hans til að flytja þeim tóna frá sviðinu, enda var búið að bíða eftir slíkum sal með mikilli eftirvæntingu. - Nýlega stjórnaði dr. Róbert Abraham Ottósson sinfóníu- hljómsveit og blönduðum kór, sem ásamt einsöngvurum flutti stórt verk í þessum sal. I tilefni af þessu, bað ég hann um að segja lesendum Vel- vakanda, hvað honum fyndist um hljómburðinn í þessu nýja samkomuhúsi. Róbert svaraði: • Hvernig er hl j ómbur ðurmn Kynni mín af hij^mburði hins nýja, veglega samkomu- salar Háskóla íslands tak- markast við (1) kynni áheyr- anda — frá 6, og 11. bekk — 5 tveimur sinfóníutónleikum og (2) kynni stjórnanda — frá söngstjórnarpalli og ýmsum öðrum stöðum í húsinu — á æfingum og tveim ur tónleikum þar sem flutt var verk fyrir einsöng, sam- kór (rúmlega 70 manns) og sinfóníusveit. Ósanngjarnt væri að kveða upp dóm um hljómburð tón- leikasalar, sem ekki er að öllu leyti fullgerður eins o.g um- ræddur samkomusalur — en þar er fyrirhugaðri smíði glerþaks yfir söng- og hljóm- sveitarpalli enn ólokið. Er því engin furða, þótt hljómburði hússins sé ábótavant, enda. munu margir áheyrendur hafa sannreynt, að svo er. Uppsetning glerþaksins mun bæta aðstöðu söngvara, hljóð- færaleikara svo og stjórnanda uppi á sviðinu, og fagna ég þeirri á.cvörðun forráða- manna hússins að láta þetta verk ekki dragast. (Glerþak það, sem hér á í hlut, er úr svonefndu „Plexiglas". Gegn- ir það því hlutverki að endur- varpa „hljómgeislunum“ til þeirra, sem syngja og leika, og auðvelda þeim þannig nauðsynlega tónmiðun og tórt- vörzlu.) Athugandi væri í þessu sambandi, hvort ekki ætti að ganga feti lengra og hljómsveit og kór til þess að beina hljómnum fram á við. (Byggingarlag fremri pall- anna er að mínum dómi ó- hentugt til hljómsveitarleiks —• en því verður sennilega ekki breytt í bráð.) Hin endurbætta heyrð á söng- og leiksviðinu sjálfu mun einnig koma hlustendum að góðu notum. Hitt er þá annað mál, hvort þeir gera sig ánægða með tónsvörun („res- ónanz“) áheyrendasvæðisins, a. m. k. sumstaðar í húsinu, Ég’ held að Jjyggingarfræð- ingum nútímans sé oft og ein- att fullmikið í mun að draga úr endurómshæfni salar- kynna, sem nota á til tón- leikahalds og er ég ekki einn um þá skoðun. Með kveðju, yðar R.A.O. * Reykjavík, 1. desember 1961,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.