Morgunblaðið - 03.12.1961, Side 8

Morgunblaðið - 03.12.1961, Side 8
8 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 3. des. 1961 4. DESEMBER fyrir 100 árum fæddist einn af glæsilegustu for dngjum íslenzku þjóðarinnar. — Þann dag fæddist að Möðruvöll- um í Hörgárdal akáldið og stjórn málamaðurinn Hannes Hafstein, er stóð um langt skeið í fremstu víglínu og gerðist þjóðforingi í frelsisbaráttu Islendinga og þeir áttu að þakka marga sigra, er unnust milli stjórnarskrárinnar 1874 og sambandslaganna 1918. Hann varð fyrsti ráðherra ís- lands (1904—1909) og tók aftur við ráðherradómi sumarið 1912, er hann gegndi til hausts 1914, en þá bilaði heilsa hans. Hann kom hvarvetna fram með virðu- leik og festu og naut mikils itrausts meðal Dana. Kristján Albertsson rithöfund Fjölskyldan á ísafirði: Marínó Hafstein, Sigurð ur, Kristjana Havstein, Ragnheiður og Hannes. líf Hannesar Hafsíeins - og stjórnmál Eftir próf. Alexander Jóhannesson ur lýsir honum þannig í ævi- sögu hans, er kemur út á morgun hjá Almenna bókafélaginu* „Öll ásýnd hans og fram- ganga var heillandi, bar með sér göfugan og stórbrotinn mann, höfðingja og skáld, stillta, virðulega karlmennsku, samfara heitri og næmri lund, hátíðlegt glaðlyndi og þunga alvöru; Ijúfmennsku, nærgætni, kurteisi, en undir niðri mikla og næma skapsmuni, sem leyndust bak við fyrirmannlegt ógeð á taum- leysi og ofsa. Rómurinn var engum öðrum líkur, dimmur, djúpsóttur, hreimfagur, skapað- ur til að flytja ljóð, alvörumál eða hátíðarræðu, með hægum þunga — — Hin blágráu augu lágu djúpt, skin þeirra var sterkt, tillitið fast, oftast milt. Það sópaði að hinum stórvaxna manni hvar sem hann fór, og þó var framkoma hans full- komlega látlaus“. Og svo var hann ljóðskáld, eitt af vinsæl- ustu og beztu skáldum íslands, djarfur og víðsýnn og einn af þeim höfuðskáldum, er söng kraft. og þrek í þjóðina, er henni lá mest á, í baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði. Þótt margt hafi um Hannes Hafstein verið ritað og hann hafi átt við harðvítuga andstæð- inga að etja, er gerðu honum •llt til miska, eins og titt vill verða um íslenzka stjórnmála- menn, líta menn nú öðrum aug- un á lífsstarf hans en meðan hann stóð í miðri baráttunni. Hann kaus að fara fram með gætni og þoka frelsismálum ís- lands áleiðis og reyndi þar mjög á persónuleg áhrif hans á danska stjórnmálamenn. Það er sagt um hann, að hann hafi m. a. fengið dönsku stjórnina til að fallast á löggildingu ís- lenzka fánans og haft er eftir Valtý Guðmundssyni prófessor að hann hafi talið það furðuleg- asta afrek Hannesar Hafsteins. En öll barátta hans miðaði í þá átt, er síðar varð, að fá Dani til að fallast á sjálfsákvörðunar- | rétt íslendinga. Framan við Stjórnarráðið er standmynd Hannesar Hafsteins, er minna á ókomnar kynslóðir á hinn mikilvæga hlut hans í þjóðársögunni. Skömmu eftir að hann lézt (1922) sendu margir íslendingar, jafnt andstæðingar hans sem aðrir, út ávarp, þar sem segir: „Hvort sem litið er á Hannes Hafstein sem stjórnmálamann eða skáld, ann íslenzka þjóðin honum svo mjög, að hann er áreiðanlega einn þeirra manna, sem hugir þjóðarinnar hafa mest hneigzt að um síðustu mannsaldra. Með afburða þreki og lagni hefir hann átt svo mikinn þátt í hvorutveggja: að koma sjálfstæðismáli þjóðarinn- ar fram, og a(S hrinda réttar- bótum og framfaramálum henn- ar áfram, að fyrir það getur þjóðin aldrei sýnt þakklæti sitt meira en verðugt er“. v Ætt og uppruni Hannes var skírður Hannes Þórður og voru foreldrar hans Jörgen Pétur Havstein, amtmað ur í Norður- og Austuramtinu, og 3. kona hans Katrín Krist- jana Gunnarsdóttir prests í Laufási Gunnarssonar (systir hins þjóðkunna athafnamanns Tryggva Gunnarssonar), en kona Gunnars prests var Jó- hanna Kristjana Gunnlaugs- dóttir sýslumanns Briem. Karlleggur ættarinnar er rak- inn til Færeyja og Noregs. Snemma á 16. öld hrakti bát með nokkrum unglingum langt á haf út frá Noregi. Þeir lentu í Færeyjum og þar settist einn þeirra að, var sá nefndur Heine, er varð prófastur eyj- anna og fékk viðurnefnið haí- reki. Ættarnafnið Hafstein myndaðist á þann hátt, að mönnum þótti fallegra að kenna sig við hafstein eða dranga, sem hvarvetna standa úr sjó við strendur eyjanna. Heine varð kynmargur í Fær- eyjum. Einn sonur hans var Jón Heinesen og var lögmaður, annar var Magnús Heinesen, frægur sjógarpur, er Danakon- ungur sendi til að leita Græn- lands (hefur Júlíus sál. Hav- steen sýslumaður samið leikrit um þenna ættingja sinn). Einn af niðjum Jóns Heinesen, Nieis Jakobsson Havsteen, var í sigl- ingum til Indlands á yngri ár- um, kvæntist síðar í Kaup- mannahöfn og fékk borgarabréf 1775. Þau dóu frá tveim drengj- um, Dúa 15 ára og Jakobi 13 ára, en móðurbróðir þeirra, Jó- hann Höwisch, verzlunarstjóri I við kóngsverzlunina í Hofsósi, tók drengina að sér og gekk þeim í föðurstað. Þeir komu til Islands 1787. Eftir daga Höwisch eignaðist Jakob Havsteen verzl- unina. Hann var mesti dugnað- armaður og keypti tvö stórbýli í nánd við kaupstaðinn, Höfða og Hof og auk þess Drangey. Hann kvæntist beykisdóttur frá Akureyri, Maren Birch. Yngsta barn þeirra hét Pétur (f. 1812). Hann var snemma hugaður og harðgerr. Hann varð stúdent og mælir rektor Bessastaðaskóla með „þessum ágæta unga manni vegna hans einstaka, hreina hug arfars, hæversku, ástar á bók- menntum og sálargöfgi". Tók hann seinna lagapróf og varð sýslumaður í Norður-Múlasýslu. Eftir 5 ára sýslumennsku var hann skipaður amtmaður og flutti hann til Möðruvalla 1850. Hann kvæntist Guðrúnu dóttur Hannesar Stephensens prófasts á Ytra-Hólmi á Akranesi og konu hans Þórunnar, er var einkadóttir Magnúsar Stephen- sens. Guðrún Kavsteen dó ung að aldri. Lá manni hennar við sturlun vegna sorgar og lögðu þá' vinir hans að honum að kvæn ast aftur og bentu honum á frændkonu Guðrúnar, Sigríði dóttir Ólafs Stephensens jústist- ráðs í Viðey. Hjónaband þeirra varð skammvint og átti hann svo þriðju konuna.Kristjönu Gunn- arsdóttur, sem var afbragð ann- arra kvenna, enda elskaði hún mjög sinn efnilega son Hannes. Uppeldi Hannes Þórður Hafsteinn (eins og hann ritaði sig áskólaárunum) sótti latínuskólann í Reykjavík og varð stúdent 1880 með góðri 1. einkunn, á 19. ári. Reykjavík hafði um þetta leyti 2500 íbúa og var óhreinn bær með mest- megnis einlyftum timburhúsum, stakkstæðum hér og þar, nokkr- um timburbryggjum, hjallariml- um með sundmögum og siginni grásleppu, með ódaun upp úr Tjörninni og Læknum, engin götu lýsing var þar. engin steinlögð gata, en opnar skolprennurnar. Götuljósker voru þó sett upp 1877 og áratugi síðar var komið upp skiltum með götunöfnum og númer sett á húsin. Þrátt fyrir þetta voru margs konar skemmtanir í bænum, tombólur, dansleikir og söng- skemmtanir. Matthías Jochums- son var þá ritstjóri Þjóðóþfs, en Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar. Þúsund ára afmælið fór fram 1874, konungskoma, mannfundir um land allt, erlendir gestir og herskip frá ýmsum löndum settu sinn svip á bæinn. Þeim unga Hannesi Hafstein þykir hann vera kominn nær heimsmenn- ingunni. Hann tekur þátt í blys- för fyrir tónskáldið Pétur Guð- johnsen fer til brennu á þrett- ánda uppi við Skólavörðu, fer á aðalhátíð skólans 8. apríl og fylgist með öllu því merkasta, er skeður í þessum litla bæ. Jón Sigurðsson forseti kemur tij þings og er honum haldið samsæti í Glasgow og kvæði er honum flutt eftir Gest Pálsson. 1875 er afhjúpað líkneski Thor- valdsens gjöf frá Kaupmanna- höfn til íslands á þúsund ára afmælinu. Austurvöljur er skreyttur yfir 50 fánum. Biskup og landshöfðingi tala. Og um jólin taka piltar upp skólahúfu, úr dökkbláu klæði, framháa, með hvítri snúru umhverfis, en hörpu framan á. Hannes Hafstein verður ritstjóri bekkjarblaðsins Geysir, er hann kemst í annan bekk. Hann er lítili og grannur. er hann kemur í skóla, vel vax- inn og kvikur á fæti. Efribekk- ingar fóru oft illa með busana. En Hannes vildi ekki láta sig, en tók ósigrinum hjjóður og al- varlegur. Hann reyndist afburða- námsmaður og var oft efstur í bekk, síðast á stúdentsprófi. Hann þurfti ekkert að hafa fyrir náminu, fluggáfaður. Hann tók þátt í félagslífi og fundahöldum, þar sem piltar æfðu sig í ræðu- mennsku. Skólapiltar héldu uppi jeiksýningum á sunnudagskvöld- um, og skáldaklíka myndaðist og í henni voru þeir Hannes Haf- stein, Einar Hjörleifsson, Bertel E. Ó. Þorleifsson og Jónas Jón- asson (frá Hrafnagili). Annað félag nefndist Ingólfur. Á sumr- in fer Hannes heim til móður sinnar, sem nú býr á Syðra- Laugalandi í Eyjafirði. Hún elsk- ar þennan son sinn og skrifar honum með hverri ferð á vet- urna og áminnir hann til allra góðra hluta. Skólapiltar héldu oft hópinn, norðanpijtar fóru venjulega heim og heiman, vor og haust og var þá oft gaman. Hannes stækkar ört síðustu tvö árin í skóla og verður með hærri mönnum og vöxturinn er fagur og karlmannlegur. En ekki ber á skáldskapargáfu hans fyrr en í 6. bekk. Hann velur sér þá að yrkisefni Skarphéðin. Hann mæl ir fyrir skál rektors — á jatínu — á konungsafmæli 1879, en rektor svarar á latínu. Hann verður inspector scholae og á þá m. a. að hafa umsjón við bænir og kirkjugöngur. Hann er við- staddur jarðarför Jóns Sigurðs- sonar og frú Ingibjargar 8. maí 1880 og skrifar á eftir fyrstu blaðagrein sína fyrir Norðling á Akureyri skv. beiðni ritstjór- ans Skafta Jósefssonar. Hannes var mjög hrifinn af allri skipu- lagningu og niðurskipun og lýsir jarðarförinni mjög ítarlega. Mánuði eftir jarðarförina er lagður hornsteinn að Alþingis- húsinu. Og nú verður hann stúd- ent í júnílok 1880 og kveður systur sína og mág, er hann bjó hjá í Reykjavík. Þau bjóðast til að kosta hann til náms í Kaup- mannahöfn, fyrir utan Garð- styrkinn. Hann fer norður til móður sinnar til að kveðja, full- ur af æskufjöri. Og nú er hann kominn til Kaupmannahafnar og býr ó Garði. Hann verður að lesa lög, þótt hugur hans standi til bók- menntasögu eða heimspeki eða náttúrufræði. Og nú koma 6 ár við nám í lögfræði, sem hann slær mjög slöku við á þessum árum, en lýk- ur þó lögfræðiprófi 1886 í júní, með löku prófi. Ógerlegt er í blaðagrein að lýsa því helzta, sem kemur fyr- ir ungan stúdent á sex árum í stórri borg, eins og Kaupmanna- höfn var þá í augum hins unga manns (hafði þá nál. 230.000 íbúa). Hann yrkir mörg af sínu^ fegurstu kvæðum á þessum ár- um, tekur þátt í stjórnmálalífi íslenzkra stúdenta, eins og æ hef- ir verið siður, gengur í fóst- bræðralag með 3 öðrum íslenzk- um skáldum, þeim Einari Hjör- leifssyni, Bertel E. Ó. Þörleifs- syni og Gesti Pálssyni. Þeir gáfu út ritið Verðandi 1882 og voru þar kvæði eftir Hnnes Hafstein og Bertel, Kærleiksheimiiið eftir Gest Pálsson og Upp og niður eft- ir Einar Hjörleifsson. Öll þessi ár hefir Kristjana, móðir Hannesar, verið leiðarljós hans, skrifað honum ótal bréf og hvatt hann til dáða. Hún skrifar honum m.a. 3. maí 1886: , einnig að það þurfi að vaxa upp ný og kröftug þjóð til þess að sannrar bótar sé von, en hvar fáum við Móses? Hann getur ris- ið upp þegar minnst varir, má- ske þú verðir það, Hannes minn? . . . alltaf hef ég óskað og óska enn, að þú yrðir okkar fátæka föðurlandi til einhvers gagns . . .“ Hafnarvist Hannesar er bráð- um lokið. Nú er aðeins eftir 1V2 mánuður, þangað til hann fær próf. Hann býr sig til heimferðar og sttgur á land í Reykjavík 20. júlí 1886. Það er sagt um hann, að hann sé fallegasti maður á öllu íslandi, dökkur á hár og suðrænn yfirlitum, gleði og þrótt- ur í svipnum, frægt skáld og gáfaður ungur maður. Störf og embætti-o. fl. Hannes Hafstein er ekki fyrr kominn heim en á hann hlaðast ýmis störf. Hann er settur sýslu- maður í Dalasýslu í nokkra mán- uði og býr þá á Staðarfelli, síðar skipaður málafærslumaður við yfirréttinn í Reykjavík. Næsta sumar á eftir er hann jafnframt settur sýslumáður í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Er settur ritari hjá landshöfðingja í ágúst 1889, og verður endurskoðandi við Landsbanka íslands frá 1. jan.. 1890 og Verður loks skipaður sýslumaður á Isafirði og bæjar- fógeti og flytur þangað um vorið 1896. Loks er hann skipaður ráð- herra fslands frá 1. febr. 1904, en fær lausn 31. marz 1909 og þá skipaður bankastjóri í fslands- banka frá 1. apríl. Verður ráð- herra á ný 25. júlí 1912, en fær lausn 21. júlí 1914 og er þá á ný skipaður bankastjóri í fslands- banka og gegnir því starfi til 1917, er hann verður að hætta vegna heilsubrests. Situr á Al- þingi frá 1900—1918, ýmist fyrir ísfirðinga eða Eyfirðinga eða landskjörinn (1916 og næstu ár) og er foringi Heimastjórnar- flokksins 1901—1912. Tekur þátt i mörgum milliþinganefndum, um fjármál, skattamál 0. fl., er fuil- trúi á Þingvallafundinum 1888, forseti Sameinaðs þings 1912 m„ m. Við sjáum af þessu, að hann lifir og hrærist með þjóð sinni og verður ráðherra samtals í 9 ár. Þessi ungi og gáfaði maður, sem hafði helzt óskað að ferðast eftir próf og kynnast heimsmenn- ingunni nánar, verður nú fram- vegis að lifa og starfa fyrir litla og fátæka þjóð, um langt skeið í litlum og afskekktum bæ, þótt hann taki brátt þátt í þingstörf- um í Reykjavík og komist til æðstu metorða. En skömmu eftir að hann kemur heim (1887) verð- ur hann hrifinn af 16 ára falíegri stúlku Ragnheiði Melsteð (kjör- dóttur Sigurðar Melsteðs lektors, og konu hans, Ástríðar Helga- dóttur biskups, er var föðursystir hennar), en hún var Stefánsdóttir piests að Ofanleiti Thordersens og konu hans Sigríðar, miðkonu Péturs Havsteens. Hún giftist síð- an Hannesi og varð hjónaband þeirra mjög farsælt, enda var það almenningsálit síðar meir, er hún var orðin ráðherrafrú, að vart hefði sézt glæsilegri hjón á öllu Islandi og þó víðar væri leitað. Þeim varð margra barna auðið: Þau misstu 2 ungbörn (Sigurð, tæpra 9 ára og Kristjönu, tæpra 12 ára), en þau, sem upp kom- ust, voru: Ástríður, gift Þórarni Kristjánssyni hafnarstjóra, Þór- unn, gift Ragnari E. Kvaran Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.