Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVN Jtr 4Ð1Ð Sunnudagur 3. des. 1961 Otgefandi: H.f Árvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. UTAN ÚR HEIMI 1 Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. AÐSTOÐ VIÐ TOGARANA l^ins og kunnugt er, hefur ^ verið hið alvarlegasta aflaleysi hjá togaraflotanum að undanförnu, og á sá at- vinnurekstur við mikla örð- ugleika að etja af þeim ástæðum. Við útfærslu land- helginnar töpuðu togararnir flestum hinna beztu veiði- svæða, og ekki hefur fram að þessu verið talið unnt, að. bæta útgerðinni það tjón. Til greina hefði getað komið að heimila togurunum einhverjar frekari veiðar inn an 12 mílna en nú er gert. Sú leið var farin 1958 að leyfa íslenzkum togurum ákveðnar veiðar innan fisk- veiðitakmarkanna, sem út- lendingum voru bannaðar. Bátasjómenn eru að vonum andvígir því að slík heimild verði veitt og auðvitað verð- ur að fara varlega í þeim sökum. En ef sú leið verður ekki farin að heimila einhverjar togveiðar í landhelgi, virðist óhjákvæmilegt að bæta tog- urunum skaðann með öðrum hætti. Sú er líka skoðun stjórnarandstöðunnar í Fram sóknarflokknum. Um það segir Tíminn svo í gær: „Hitt er svo annað mál, að togaraútgerðin þarf á ein- hverri aðstoð að halda, en þ^r verður þjóðin öll að koma til. Þeirri byrði má ekki velta yfir á bátaútgerð- ina eina“. Með efnahagsráðstöfunum í fyrra var styrkja- og upp- bótakerfið afnumið og Við- reisnarstjórnin hefur ekki í hyggju að endurreisa það, enda var reynslan af því með þeim hætti, að síðustu úrræði ættu að vera að grípa til þess að nýju. Hi'nsvegar má segja, að einhver fjárframlög til tog- aranna væru ekki styrkir í venjulegri merkingu, heldur miklu fremur bætur fyrir þá skerðingu veiðisvæða, sem af friðunaraðgerðunum leiddi og raunar má líka á það benda, að þótt uppbótakerfið sé afnumið, þá hlýtur að verða að gera tímabundnar ráðstafanir, þegar sérstök ó- höpp steðja að, eins og hið mikla aflaleysi togaranna að undanförnu. Loks er svo þess að geta, að áður hefur tog-1 araflotinn verið sviptur rétt- mætum hagnaði, þegar sér- stakur bátagjaldeyrir var til styrktar bátaflotanum, en togararnir urðu að selja sinn afla við óraunhæfu gengi. Að öllu þessu samanlÖgðu má segja, að krafa Tímans um fjárframlög til togara- flotans sé réttlætanleg. EINURÐ I. DESEMBER Oatíðahöld stúdenta 1. des- ember einkenndust af ánægjulegri einurð og festu. Menn gera sér nú orðið ljósa grein fyrir því, að við ís- lendingar erum orðnir aðili að þeim alheimsátökum, sem háð eru milli góðs og ills. Þar getur ekki verið um neitt „siðferðilegt hlutleysi“ að ræða. Fyrir nokkrum árum höfðu kommúnistar veruleg áhrif í röðum mennta- manna. Síðan hafa þeir at- burðir gerzt, sem svipt hafa dýrðarhjúpnum af heims- kommúnismanum, svo að hann stendur sem berstrípuð yfirgangsstefna. Meðal annarra frjálsra þjóða hefur kommúnisminn. verið rétt nefndur um langt skeið, en hérlendis hafa menn veigrað sér við að gera sér rétta grein fyrir því, að í okkar þjóðfélagi eru sterk öfl, sem vísvitandi vinna að því að þjóð okkar verði hlekkjuð þeim helfjötrum, sem lagðir hafa verið á hvert þjóðlandið af öðru. En þegar mönnum eru orðnar þessar hættur ljósar, þá hverfur líka hættan á því að við sofnum á verðinum. LANDHELGISMÁL AFTUR Á DAG- SKRÁ TTmræður urðu á ný á ^ Alþingi um lausn land- helgisdeilunnar. — Fluttu stjórnarandstæðingar þar sömu rakaleysurnar og fyrr. Engan furðar á afstöðu kommúnista en menn hefðu haldið að Framsóknarmenn hefðu eitthvað lært. Morgunblaðið hefur marg- spurt Tímann að því, hvort Framsóknarmenn vildu nú hafa samstöðu með Bretum, Rússum og öðrum þeim, sem í dag vildu vafalítið fá lög- festar 12 mílur sem alþjóða- reglu. Þéssari spurningu hefur málgagn Framsóknarflokks- ins ekki svarað. Á svari við henni byggist þó endanleg- ur dómur um það, hvort samkomulagið við Breta er hagkvæmara en sú afstaða, sem við höfðum á tveim Genfarráðstefnum, að vilja lögfesta 12 mílur sem alþjóða reglu. Séð yfir hlut aaf háskólahverfinu í íþöku. Fiske-safnið í íböku telur nu 26.500 eíntok íslenzkra bóka og riia ALLIR ISLENDINGAR hafa vafalaust heyrt getið um Fiske- safnið við Cornell-háskólann í íþöku í Bandaríkjunum, enda er það mesta safn íslenzkra bóka í Ameríku —■ og stærsta íslenzka safnið, sem til er, ef frá eru talin Landsbókasafnið í Reykjavík og sá íslenzki bóka- og handritakost ur sem enn er í Kaupmannahöfn í Árnasafni og Konungsbókhlöðu. í tilefni 50 ára afmælis Háskóla islands var snemmsf I nóvember efnt til allmikillár sýningar á hin um dýrmætustu bókum Fiske- safnsins í -íþöku, og háskólinn gaf út kynninga grein um safn- ið. — Enda þótt lesendur muni margt vita um Fiskesafnið — og allmargir hafi eflaust einhve: tíman heimsótt það og skoðað, viljum við birta hér úrdrátt úr nefndri grein, sem er rituð af James M. Muldoon, blaðafulltrúa Cornell-háskólá: — ★ — Á hverju ári veitir lýðveídið ísland fé, að upphæð 125 dollarar til kaupa á bókum fyrir Cornell- háskóla. Umræddar bækur verða hluti af Fiske-safninu í (The Fiske Iclandic Collection), sem er hið stærsta af sínu tagi í Norður- Ameríku. Þetta framlag er til heiðurs tveim Cornell-prófessor- um og brautryðjendum í íslenzk- um fræðum þeim Willard Fiske, stofnanda safnsins (sem við hann er kennt), og Halldóri Hermanns ■syni, sem var umsjónarmaður safnsins um 43 á^a skeið. í þessum mánuði (greinin er dagsett 11. nóv.) var lögð áherzla á hin nánu, sérstæðu menning- artengsl Cornell-háskóla við Is- land með sýningu fágætra bóka úr Fiske-safninu — og var sýn- ingin þáttur í hátíðahöldum, sem fram 'fóru í tilefni 50 ára afmælis Háskólá íslands. — 1 safninu eru nú um 26,500 bindi, og eru aðeins tveir staðir þar sem fleiri ís- lenzkar bækur eru saman komn- ar — þ.e. Reykjavík (Landsbóka safnið) og Kaupmannahöfn — (Árnasafn og Konungsbókhlaða). — ★. — Fiske-safnið í íþöku er líka fræigt um allar jarðir, þar sem safnsins er kjarninn forpsögur, ásamí öðrum sögulegum ritum' og ævisögum, og eddukv.jði, er fjalla um goð og hetjur Skand- inavíu og íslands — auk þess, bækur sem fjalla um þessi fornu rit og rekja þróun sagnritunar og skáldskapar. Er hér bæði um að ræða rit á Forn-íslenzku og Nor- rænu, svo og eftir síðari tíma höf unda. Fornritin eru fræðimönn- um mikilvæg af ýmsum sökum. Ekki er það sízt merkilegt fyrir Ameriku, að í sumum fornsagn- anna segir frá ferðum Leifs Eiríkssonar o.fl., um, árið 1000 oig WILLARD FISKE, stofnandi safnsins, taldi að öll frum- handrit ættu að vera á íslandi, og geymir Fiske-safnið því aðeins eftirrit fornsagna og eddukvæða. wi «,s /ía V) lögð er stund á forn fræði og bókmenntir, ekki aðeins vegna bókanna sem í því eru. heldur og fyrir hin miklu bókfræðilegu störf próf. Halldórs Hermanns- sonar og hins yfirgripsmikla safns hans á því sviði. — í Fiske safninu eru rit, sem fjalla um nálega allá þætti þróunar íslands frá fundi þess- og landnámi til dagsins í dag, — í miðaldahluta Morgunblaðið leyfir sér enn að skora á Tímann að svara þeirri spurningu, hvort Framsóknarflokkurinn vildi rifta samkomulaginu við Breta og styðja lögfestingu 12 mílna landhglgi. Þar með væri girt fyrir frekari út- færslu um langa 'framtíð. En með samkomulaginu við Breta var beinlínis vitnað til ályktunar Alþingis um að við myndum halda áfram friðunaraðgerðum. Við höf- um þess vegna ekki lokað þeim dyrum, sem við vor- um reiðubúnir til að loka á Genfarráðstefnunum. Að sjálfsögðu mundu komm únistar vilja fá alþjóðareglu um 12 mílur, þar sem Rússar mega ekki heyra á það minnzt, að nokkurs staðar sé víðáttumeiri fiskveiðiland- helgi. En Framsóknarmenn hafa enn ekki svarað. næstu árin þar á eftir, til lands, sem nefnist Vínland — en marg- ir fræðimenn eru þeirrar skoð- unar, að þar sé að finna sönnun þess, að Ameríka hafi fundizt nær 500 árum áðúr en Kólumbus fór sína frægu siglingu, er verald arsagan segir hann hafa fundið meginland Ameríku. Fiskesafnið er frábrugðið mörg um hliðstæöum, sögulegu.xr spfn- um að því ley'.i, að þar er aðeins að finna fá frumhandrit að forn- sögunum. Aftur á móti á safnið mikið af ágætum eftirritum, sem eru nákvæm eftirlíking frum- ritanna. Prófessor Fiske var þeirrar skoðunar að hin upp- runalegu handrit tilheyrðu ís- lenzku þjóðinni og ættu hvergi að vera nema á íslandi. - - Meðai íslenzkra bókmennta i safninu frá því á 16. öld er fyrsta bókin, sem prentuð var á íslenzku (Nýja testamentið, Hróarskeldu 1540). Frá þeim tíma og til dags- ins í dag hefir safnið fengið ein- tök af miklum hluta bóka, blaða Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.