Morgunblaðið - 03.12.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.12.1961, Qupperneq 13
Sunnudagur 3. deí. 1961 MORGUNBL AÐ1Ð 13 Kekkonen og Krúsjeff ræðast við „Maður les fréttatilkynninguna af samningunum í Novosibirisk og furðar sig stórlega á, hversu auðveldlega allt komst í lag.“ Blaðið lýkur þessari grein með því að segja, að aðgerðunum gegn Finnlarftíi sé vafalaust beint að fjarlægara markmiði en Hels- ingfors, „og við höfum enn á ný ástæðu til að staðreyna, hvílíkt öryggi það veitir okkur að vera í félagsskap með sterkum vinum, ef bréf kemur frá Moskvu". Daginn eftir þykir Aftenposten að athuguðu máli fregnirnar frá Helsingfors enn ískyggilegri. Þá heitir forystugreinin: „Slagsíða mót austri.“ Þar vitnar blaðið til orða Finnlandsforseta um, að Finnar eigi að fylgjast með að- stöðunni í Norður-Evrópu. „Slagsíða mót austri44 „En með þessu er raunar einnig sagt, að hið finnska hlut- leysi hafi fengið mjög mikla slag- síðu mót austri og nýjan þátt, sem getur skapað mörg vanda- mál á meðal norrænna þjóða. ir hann að það sé „staðreynd, a5 Vestur-Þjóðverjar hafa leitað fyr ir sér um heræfingastöðvar hér á landi.“ Annars staðar í blaðinu er sagt, að Þjóðviljinn hafi fengið „öruggar fréttir um einhverja ógnarlegustu hættu, sem vofað hefur yfir lslendingum,“ þ. e. að Þjóðverjar sæktu eftir herstöðv- um á Islandi. Aður, þ.e. á sunnu- daginn var, hafði Þjóðviljinn sagt: ' „Hér í blaðinu hefur verið bent á það margsinnis, að V.andi Finna stafaði m.a. af því, að Norðurlönd | væru aðilar að hernaðarbanda- lagi, þar sem Vestur-Þjóðverjar vaða nú uppi i vaxandi mæli og herstöðvar á Islandi váeru svik við Finná.“ Allt þetta segir Þjóðviljinn. þó að hann viti að herstöðvafregn- in var lygi frá rótum. Sunnu- dagsgreinin sannar, að blaðinu er fullljóst, hvers eðlis lygi þess er. Það veit sjálft 'ofurvel, að hún er eitt ljótasta níðingsbragð, sem framið hefur verið í íslenzkri blaðamennsku frá upphafi. Fár veit hver ju fagna skal Eftir heimkomu sína frá við- talinu við Krúsjeff í Síberíu lýsti Kekkonen, Finnlandsforseti, yfir því, að þótt það hefði verið þung spor fyrir sig að hefja þessa ferð, þá væri hann eftir á hæst- ánægður með hana og árangur þann, sem náðst hefði. Anægja forsetans sannar, að ekki hefur hann við góðu .búizt. Sarpa er um þann létti, sem ýmsir fleiri fundu til við fyrstu fregnir af Iþví. sem^ gerzf hafði. Skýringin á þessum viðbrögð- um getur ekki verið önnur en sú, að menn hafi búizt við hinu versta, þ.e. að Finnland yrði að meira eða minna leyti hernum- ið, því að það, sem gerðist var. að Sovétstjórnin sannaði fyr ir öllum umheimi, að hún áskil- ur sér vald til að kveða á um Ihver skuli vera forseti' Finnlands, eða a.m.k. algert neitunarvald á þeim, sem henni þóknast ekki. [Þetta er vægasta túlkun atburð- anna og er þó ærið ískyggileg, þegar hún bætist við það sem áður var orðið. Fyrir þremur ár- um knúði Sovétstjórnin rétt- ikjörna þingræðisstjórn til að ihverfa frá völdum og er landinu síðan stjórnað af minnihluta- stjórn í skjóli forsetans. En fleira liggur nú ljóst fyrir. Sovétstjórnín treysti s? * írnmálaforvstu « Finna I ræðu sinni s.l. sunhudag sagði Kekkonen m.a.: „Að svo miklu leyti, sem Sovét samveldið hefur ekki efasemd- ir um utanríkisstefnu Finnlands, er ekki nauðsynlegt fyrir það að tryggja sér hernaðaröryggí í okk ©r átt. Með öðrum orðum, þegar Sovétsamveidið treystir á stjórn- málastefnu Finnlands og á stjórn málaforystu Finnlancls, þarf það ekki á friðartímum að grípa til þeirra ráðstafanna, sem hefjast með því samráði um hernaðar- málefni, sem ráðgert br ,í 2. gr. Vináttu- og hjálparsamningsins. . Það, sem gengið er út frá í ©rðsendingunni og er grundvöll- ur fyrir aðstöðu okkar nú og framvegis, er, að Sovétsamveldið annað hvort treysti stjórnmála. forystu Finnlands, þjóðþinginu, stjórninni og forseta lýðveldis- ins. eðí þá að Sovétsamveldið verður að fullvissa sig um öryggi í Norður-Evrópu með því að grípa til þeirra ráða, sem vináttu- og hjálparsamningurinn býður upp á,“ Með þessum orðum segir forseti Finnlands á hátíðlegri stundu svo skýrt sem auðið er, að ef Sovétstjórninni líki ekki við stj órnmálaforystu Finnlands, þjóðþing, ríkisstjórn og forseta lýðveldisins, þá sé við búið, aði landið verði hernumið að öllu eða einhverju leyti. . Og ekki er nóg með það. REYKJAVÍKURBRÉF Æðsta skylda að draga sig í hlé Kekkonen vék að klofningnum í sósíal-demókrataflokki Finn- lands og taldi, að hann hefði vald- ið erfiðleikum einnig í utanríkis- málum. Hann minnti og á aðvör- un, sem hann hefði áður gefið um að ekki tjáði að sýna þver- móðsku, og hélt áfram: „Þvermóðska er nú þjóðar- hætta. Við höfum féngið áminn- ingu um, hvað er okkur fyrir beztu, og tími ér kominn til að hætta óraunhæfri stjórnmála- stefnu, sem byggist á persónuleg- um biturleik, stefnu sem hefur leitt þá, er henni fylgja, í blind- götu. Þegar þeir hverfa á braut, vita þeir. að þeir fullnægja æðstu kröfu sem hægt er að gera til borgara, sem sé að tryggja öryggi föðurlandsins." Þessi orð í ræðu forsetan.s hafa verið skilin svo. að með þeim beini hann því til núverandi for- ystuma-nna sósíal-demókrata, að þeim beri skylda til að draga ■si°- í hlé frá stjórnmálastörfum. Aður var Honka, óflokksbund- inn maður. búinn að hætta við forsetaframboð sitt, nú er ætlazt til, þess að ónafngreindir forvstu- menn einstakra flokka hætti stjórnmálaafskintum! Allir eru sammála um, að fvrst og fremst sé átt við Tanner. formann sósial- demókrata, háaldraðan mann. sem Sovétstjórnin hlutðist til um að dæmdur var í fangelsi eftir stríðslok en í hu»um flestra Finna er sönn þióðhetia. Eins mun Eeskinen, einn af hinum yngri forvstumönnum flokksins, eiea að taka ábendinguna til sín, en hann hefur að sösn þegar látið ur>ni, aA hnnn muni hana að engu hafa. Til hins sama kann að benda sú ákvörðun sósíaldemó- krata að bióða nú fram eiein frambjóðanda við forsetnkjörið, en bar er bess að gæta, að engar likur eru taldar til að sósíaldemó kratar einir geti nrðið Kekkonen skeinuhæt'ir. Með afturköllun framkoðs Honka var F“VV0nen úr allri raunverulegri hættu. Kekkonen sagði að vísu, að engir leynisamningar hefðu verið gerðir í Síberíu, enda er þetta ærinn biti að melta í einu fyrir frjálshuga, sjálfstæða þjóð. Eftir er að sjá hvað gerist að loknum þingkosningum í vetur, hvort kommúnistum verður þá lengur haldið utan stjórnar Víst er, að með öllum þessum hótunum, er finnskum almenningi ætlað að skilja, að bezt fari’ á því að hafa kommúnista í heiðri, enda fagna finnskir kommúnistar nú mjög og telja það andrúmsloft skapað, sem geri líklegan ávinning þeirra við kosningar. Laugard. 2. desemher. Ognunin vofir yfir Því að þess ber vel að gæta, að sjálf ógnunin um hernaðar- viðræður er síður en svo úr sög- unni. Berum orðum er fram tekið af Krúsjeff, að hernaðarviðræð- unum sé einungis frestað. Sovétstjórnin lætur þannig eng an minnsta vafa leika á því, að þegar henni sjálfri sýnist, muni hún krefjast þess að slikar við- ræður verði hafnar. Viðræður, sem samkvæmt beinu samnings- ákvæði eiga einungis að hefjast, ef ytri hætta gefur ástæðu til en eru látnar vofa yfir í.því skyni að þjóðin kjósi forseta. þjóðþing, rikisstjórn og forystumenn í stjórnmálaflokkum, eins og hin- um volduga nágranna líkar. Eiga að fv]<*»ast með bví » c>«/ * sem gerist í Norður-Evrópu En afstöðunni út á við er held- ur ekki gleymt. I niðurlagi frétta tilkynningarinnar, um viðræður Kekkonen.s og Krúsjeffs, segir: „Nikita Krúsjeff lagði áherslu á, að stjórnin vonaði, að með til- liti fll hagsmuna bæði Sovéts- samveldisins og Finnlands varð- andi tryggingu fvrir öryggi landamæra beggja. mundi finnska stjórnin af sinni hálfu nákvæmiega fylgjast með því sem gerist í aðstöðunni í Norður Evrópu o» á Eystrasaltssvæðinu og ef nauðsyn krefur láta Sovét- stiórninhi í té skoðanir sínar á ráðstöfunum, er þörf kynni að vera á “ 1 ræðu sinni staðfesti Kekkon- en þetta, og sagði: „Við eigum að fvlgjast með bró un aðstöðunnar í Norður-Evrópu og á Eystrasaltssvæðinu og ef óhjákvæmileg nauðsyn krefur, segja Sovét frá beim ráðstöfun- um, sem við teljum að gera þurfi.“ „Ef bréf kemur frá Moskvu64 Stærsta blað Norpgs, Aften- posten, birti á mánudaginn var forystugrein um ferð Kekkonens undir fyrirsögninni: „Anægjuleg lausn.“ Af greininni sjálfri sést þó, að blaðið telur lausnina ekki eins ánægjulega og fyrirsögnin bendir til. Þar aætir bersýnilegr- ar tortryggr ' Það segir sig sjálft, að frá dönsku og norsku sjónarmiði mun hulinn sovézkur þrýstingur gegnum Finnland skapa í mesta máta viðkvæma aðstöðu, sem get ur fengið alvarlegar afleiðingar fyrir norræna samvinnu, byggða á gagnkvæmu trausti, í öllum myndum sínum, og jafnviðkvæm hlýtur aðstaðan að verða fyrir Finnland, ef nokkur sannur raun veruleiki er í því, að það eigi héðan í frá að verða „varðhund- ur meðal norrænu þjóðanna" — það er Svenska Dagbladet, sem hefur' orðað þetta svo. Við skul- um ekki hefja nánari íhuganir, um það, sem framundan kann að vera samkvæmt fréttatilkynning unni' af fundinum í Novosi- birisk og skýringum Kekk- onens forseta, en við getum ekki lokað @ugunum fyrir, að þetta er skuggalegs eðlis og lofar ekki neinu góðu fyrir fram- búðarsamvinnu milli norrænu landanna.11 Svipaðs eðlis eru ummæli sumra helztu blaða í Danmörku og Svíþjóð, jafnframt því, ,sem hvarvetna er lögð áherzla á, að ekki komi til mála, að Sovét- stjórninni megi takast, hvorki með hótunum né klækjum, að hrekja Dani, Norðmenn og Svía frá því að tryggja öryggi sitt á þann veg, sem þessar þjóðir sjálf- ar telja sér nauðsynlegt. „Hinn bezti árangur44 Allt eru þetta dapurlegar fregn ir. Frelsi og sjálfstæði Finna er skert svo, að fáum hefði til hug- ar komið fyrir hinn 30. okt. s.l., að á næstu grosum væri. Til við- bótar er sáð tortryggni milli Norðurlandabj óðanna. tortryggni og e.t.v. úlfúð, sem á þes.su stigi er erfitt að sjá til hvers leiða kann. Ef ekki væri fyrir hendi sú ömurlega skýring, að allir vita, að Finnar eru ekki sjálfráð- in, er hætt við að dagar norrænn- ar samvinnu í núverandi mynd væru taldir. Vonandi fer ekki svq. Þess ber að óska. að allir sýni þolinmæði og 'skilji aðstöðu þjóðar, sem 1 ítrustu neyð og hættu er stödd. Þegar þannig er komið, leyfir Þjóðviljinn sér að segja: „— viðræður Finna og Sovét- ríkjanna höfðu borið hinn bezta árangur. San\a daginn og góðvilj að fólk um öll Norðurlönd fagrp aði — „Skiptir ekki máli hvort fregnin er sönn“ Þjóðviljinn heldur áfram að ítreka lygina, þótt hann viti hvers eðlis hún er. Með þvi brennimerkir hann sjálfan sig svo, að aldrei verður afmáð. En þó að Þjóðviljinn skammist sín ekki, verður að játa, að forystu- menn flokks hans gera það. Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósefsson voru þegar á Alþingi krafðir sagna um það, hverjar hinar „öruggu" heimildir Þjóðviljans fyrir lygafregninni væru.' Þeir færðust undan að svara og a.m.k. Lúðvík vildi gefa í skyn, að hann hefði ekki tekið eftir Þjóðvilja- fregninni fyrr en hann heyrði um hana i umræðunum á Alþingi. Hvað sem um það er, þá hafa þessir þingmenn nú haft heila viku til að kynna sér heimildir Þjóðviljans. Ef þeir hefðu talið þær fúllnægjandi, var þeim 'í Jófa lagið að skýra á Alþingi frá því, að nú hefðu þeir kynnt sér málið og heimildirnar væru þess- ar og þessar. Eða, ef þeir vildu ekki opinbera sjálfar heimildirn- ar, þá að skýra þingheimi frá því, að þeir hefðu nú sjálfir sann- færzt um, að frétt Þjóðviljans værf rétt. I stað þessa hafa þeir kosið þögn um málið. Þeir hafa látið við það, sitja sem Lúðvík Jósefsson sagði á Alþingi á dög- unum, að engu máli skipti, hvort fregn Þjóðviljans væri rétt eða ekki. Öllu skipti, hverju ráðherr- arnir lýstu yfir. Nýmæli Níðin^sverk af ásetíu ráði I sömu grein og þessi gleði- i hróp Þjóðviljans hljóma, fullyrð-j Oneitanlega er það nokkun nýmæli, að formaður þingflokks skýri frá því á sjálfu Alþingi. a? hann telji ekki koma málinu við hvort hans eigið málgagn segii satt eða ósatt um atriði, sem ei þannig vaxið, að málgagnið sjálfi 'heldur fram, að það væru svih við vinveitta þjóð sem framin hefði verið, ef blaðið segði satt, en þá þeim mun meiri níðings- skapur af því að ljúga slíkri fregn upp frá rótum. Málflutningur Einars Olgeirs- sonar var litlu burðugri en Lúð. viks félaga hans Hingað til hefui Einar sífellt haldið því fram, að herstöðvar á Islandi væru ögrun og hótun við Sovétstjórnina. Nú taldi hann, að auðvitað gæti Sovétstjórnin ekki borið fyrir sig gagnvart Finnum þótt þýzk her- stöð væri á Islandi, því að vitan- lega yrði fremur ráðizt á Rúss- land, t.d. frá Skotlandi en Is- landi! Þarna ómerkti Einar í einni setningu áratuga málflutn- ing sjálfs sín og síendurtekið japl Þjóðviljans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.