Morgunblaðið - 03.12.1961, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.12.1961, Qupperneq 15
Sunnudagur 3. des. 1961 M01RGUNBL4ÐIÐ 15 VEÐUROFSINN á Norð- urlandi að undanförnu, og afleiðingar hans, hafa vak ið menn til þrálátra um- hugsana um hvernig vet- urinn verði að þessu sinni. ilenn leiða að því getum livort við séum aftur að fá harðari vetur, en verið hefur að undanförnu. Sem kunnugt er hafa þeir ver- ið mildir og ekkert í lík- ingu við það sem áður var og menn, sem komnir eru yfir miðjan aldur, muna vel. Þá voru gaddhörkur og stórhríðar oft vikum og jafnvel mánuðum sam- an og hcita mátti að eng- um væri fært yfir landið nema fuglinum fljúgandi. Nú fárast menn hins veg- ar yfir því ef ófært er norður yfir Koltavörðu- heiði í nokkra daga og falli niður flugferðir svo blöðin komist ekki norð- ur í land ætlar allt vit- laust að verða. — Ja, hvað ætli menn hefðu sagt í gamla daga, frostavetur- inn 1918 til dæmis, segja þeir öldnu og dæsa við Já, nú er öldin önnur. Allt byggist á hraðanum og enga stund má missa. Veðurguðirnir mega því ekki hefta för okkar. Það er líka ein af staðreynd- um nútíma framþróunar, að því betri sem samgöng ur eru, því blómlegra verður atvinnulífið og þeim mun betri afkoma fólksins. ___ ÞAS ER þvl engin furða þótt mönnum bregði í brún er þeir frétta um hamfarir Kára og Veturs konungs því óneitan- lega er veðrið það sem nánast öll afkoma okkar byggist á. • Álit veðurspámanna Um sumarmálin í vor brá Mbl. sér til nokkurra veður- glöggra manna til þess að hlýða á spár þeirra fyrir sumr inu, hábjargræðistímanum, eins Og það er stundum nefnt. Við skulum nú leita til þess- ara sömu manna á ný og biðja þá að spá fyrir vetrinum. Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur er þar efstur á blaði. Hann heldur sig við stað- reyndirnar og vill síður láta ímyndunaraflið ráða spám sín- um. Hann telur þó enga á- stæðu til að örvænta þótt þetta áhlaup hafi gert Og er ekki serstaklega svartsýnn á veturinn. Vetur hafa verið mildir um langt árabil. Þótt nú sé komið fram í desember hef- ir bæjarstjórn Reykjavíkur ekki þurft að verja einni krónu til snjómoksturs. Sunn- anáttin hefir verið ríkjandi en auðvitað rennur maður blint í sjóinn með þetta. Þess eru svo sem dæmi að fyrri hluti vetrar hefir verið góður en svo hefir hann lagst í ótíð er á leið veturinn. Hann kveðst engin merki hafa séð segja veð- urspómenn IViorgun- blaðsins izt að þvf að búast mætti við umhleypingasamari tíð næstu 2—3 árin en verið hefði að undanförnu. Lægðirnar hefði yfirleitt farið langt fyrir sunn- an landið, en nú mætti búast við því að þær færðu „sig norðar og nær landinu með versnandi áhrifum á veðurfar- ið hér. skyldi segja mér hvernig gömlu mennirnir hefðu séð þetta í gamla daga. Það var haustið 1918, í september, rétt um göngurnar, að hann var á ferð með gömlum manni vestur á Snæfellsnesi. Blíðveð- ur var, sólskin og bjart. Hest- arnir voru fyrst á sléttlendi og bar ekkert á þeim. Síðan tók Magnús eftir því að þeir fóru-að hama sig undir hæðum og klettum eins Og þeir væru að leita sér skjóls. Blíðviðrið var þó hið sama. Hestarnir voru daufir Og hengdu haus- inn. Magnús kveðst hafa spurt gamla manninn hverju þetta sætti. Gamli maðurinn svar- aði honum fáu í fyrstu og sagði svo að þetta væri vetr- Veðurspámennirnir okkar í Hrafnistu Auðun n Oddsson t.v. og Magnús Jón Magnússon. þess að veturinn verði nú verri en verið hefir. # Meðalárið gott Hann kveðst jú hafa rek- izt á það í blöðum að menn nafi verið að spá versnandi veðrum á þessum slóðum, en það hafi komið fyrir áður og reynzt hrakspár einar. Ekki alls fyrir löngu hafi t. d. mað- ur farið hér upp um jökla og verið þar við rannsóknir, kom ið síðan niður og spáð því að ný ísöld væri í nánd. l\Ieðalárið segir Jón hins vegar að hafi verið gott und- anfarna áratugi. Skýrslur sýndu t. d. að í sl. 30 ár hefði meðalhiti í Reykjavík verið sem hér Segir: f nóv. 2,6 stig, des. 0,9, jan. -f-0,4, febr. -4-0,1, í marz 1,5 stig og í apríl 3,1 stig. Meðalúrkoma hefði ver- ið þessa sömu mánuði í nóv. 85 mm., des 81 mm., jan. 90 mm., febr. 65 mm.,’ marz 65 mm. og apríl 53 mm. Við þessu geta menn sem sé búist sem meðalári. # Versnandi næstu árin Á Keflavíkurflugvelli hefir verið unmð að athugun skýrsla um veðurfar og sagði Borgþór Jönsson veðurfræð- ingur þar í vor að við laus- lega athugun hefðu þeir kom- Þetta hafa nú fræðimennirn- ir okkar sagt. Löngum áttum við enga fræðimenn á sviði veðurfræði nema glögg- skyggna sjómenn Og bændur Og þá helzt gamla menn. Þeir tóku eftir ýmsu, sem gaf þeim merki um veðurbreytingar. Svo fundu þeir þetta á sér og þá dreymdi fyrir þessu. Við bregðum okkur því inn í Hrafnistu þar sem sjómenn- irnir okkar gömlu hafagt við og leitum á vit þeirra. Þetta gerðum við einnig í vor Og nú tökum við tvo þá sömu tali. Við setjumst í skrautlegan forsalinn hjá þeim Magnúsi Jóni Magnússyni og Auðuni Oddssyni. • Dýrin segja fyrir um veður Magnús Jón segir strax og hann hefir haltrað til okkar, að gigtarskraftinn sé slæmur í dag. Hann er heldur svart- sýnn á veturinn, lítur til lofts og grettir sig. — Ekki kannske harður vetur, en áhlaupasamur og rysjugur. En tókst þú ekki eftir þessu í haust á hestun- um? spyr hann mig. Eg svaraði því neitandi, enda kunni ég ekki að marka veður af hestum. Jú, Magnús Jón sagðist arkvíði í hestunum. Þetta spáði ekki góðu um veturinn. Enda reyndist svo eins og fram kom. Fleiri skepnur segja fyrir um veturinn. Báðir bentu þeir Auðunn og Magnús á músa- ganginn í húsum fyrir hörk- ur. T. d. hefðu öll hús fyllst af hagamús fyrri frostavet- urinn 1918. # Álftirnar veðurspármenn Auðunn er ættaður austan úr Álftaveri og fer þangað á hverju hausti. Tekur hann þá jafnan eftir því hvernig álftin hagar sér. Sé hún niðri í byggð og nærri býlum bend ir það á harðan vetur. Fyrir nokkrum árum tók Auðunn eftir því að hún var venju fremur nærri. Þá kom það líka fram að hart gerði framan af vetri þótt ekki verði sagt að það væri vetur á borð við það sem stundum var hér áður fyrr. Álftin á líka allt sitt undir veðrinu og hún strá- fellur í hörðum vetri. Gaddi vötn og læki eru henni allar bjargir bannaðar, þar sem hún lifir mest á marhálmi og fiski. í haust sýndi álftin í Álftaveri engin merkí þess að hún kviði vetrinum. Auðunn hefir enga trú á því að vetur verði harður þótt hann telji ekki gott að spá Jón Eyþórsson, veðurfræðingur. um það enn. Hann leggur mik- ið upp úr veðrinu á jólanótt Og segir að eftir því fari gjarna vertíðarveðrið. Þetta var reynsla hans sem sjó- manns í Vestmannaeyjum. • Marka má undirstraum Magnús Jón benti á að ein- kennilegt mætti telja að veð- ur væri fyrst og fremst reikn að út frá loftmælingum. Hins vegar væru sjávarmælingar engar. Hann mundi eftir göml- um manni frá því um alda- mót, sem lagði ekki síður upp úr að athuga sjóinn og straum þunga hans en loftið. Karlinn hafði þann sið þegar menn voru sjóklæddir að hann óð út í sjóinn eins langt og brók- in leyfði og stóð þar nokkra stund. Eitt sinn var veðurút- lit gott ög sjór svo dauður að ekki lóaði við sker. Þá stóð karl lengi úti í sjónum og óð síðan á land, skipaði mönnum sínum að setja bátinn og sagði þá hvergi myndu fara í dag. Það brást ekki. Hann skall á með versta veður. Þá sögðu þeir félagar að sæi maðui hnýsu mætti ráða af he'nni veður. Ef hún strik- aði be»nt og héldi sömu stefnu kæmi vindur úr sömu átt Og hnýsan. Færi hún hinsvegar í hring og kæmi upp hér og hvar mætti treysta góðu sjö- veðri. • Draumar Auðunn er maður draum- spakur Og dreymir fyrir veðri Og aflabrögðum, einnig fyrir mannslátum. í sumar réri hann bát sínum frá Ólafsvík. Dreymdi hann þá eina nótt- ina að til hans kemur Sigur- jón Ólafsson og er einkar blíð ur við hann. Þann draum réði Auðunn svo að hann mundi afla vel. Hitt frétti hann síð- ar að Sigurjón var þá að deyja hér á Hrafnistu. Eitt sinn. dreymdi Auðun einnig, er hann réri í Fuglavík á Mið- nesi fyrir mörgum árum, að hann sá 11 tungl á lofti. Dag- inn eftir réru þeir ekki á Mið- nesi en þá fórst opið skip frá Grindavík með 11 mönnum. Eg kveð nú þá félaga. Magn- ús Jón er fremur svartsýnn á veturinn en Auðunn telur hann ekki muni verða slæm- an. Báðir segjast þeir geta bet- ur um þetta spáð er kemur fram um jólaföstu. • Umhleypingar og stórviðri Að síðustu spyrjum við Kristján Guðmundsson í Seli við Seljaveg hvað hann álíti um veturinn. Kristján var einn ig einn af spámönnunum okk- ar í vor. Hann telur veturinn verða erfiðan bæði til sjávar og sveita. Umhleypingar verði Frh. á bls. 23 Kristjón í Seli iMh

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.