Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 20
20 MOP r.rNfíL 4ÐIÐ Sunnudagur 3. des. tD61 Margaret Summerton KÚSffi VÍÐ SJÖINN Skáldsaga L________'i______J Þetta kvöld hélt ég, að þar sem hún var- í London og þau höfðu hitzt. þá ætlaði hún nú að samþykkja skilnaðinn. Hann var eitthvað svo uppnæmur í sím- anum. En hann kom ekki. Ég beið....og mér fannst tíminn aldrei ætla að líða. Loksins fór ég að ná í kápuna mína og í sama bili kom hann þjótandi inn. Meira vissi ég ekki.... annað en það, að nú var biðin á enda. Hann sagði mér, að hann hefði bílinn fyrir utan og við kyldum tala saman þar. Það, sem hann hafði að segja mér var það, að Eleanor hefði sagt, að hún mundi aldrei skilja við hann, svo að við yrðum að bjarga okkur án þess. Það var dálítið erfitt að renna huganum til baka til þessa tíma- bils ævi minnar, sem kom mér nú fyrir sjónir eins og eyðimörk. Ég lauk því sögunni eins fljótt og ég gat: Þetta kvöld sá ég hann i siðasta sinn. Líklega hef ég haft það á undírmeðvitundinni, að svona myndi fara og það hafi gert mig hálfbrjálaða. Það var beinlínis ein's og ævi mín væri að líða á enda og ekkert fram undan nema gálginn.... Ég brosti til hans. Já, þetta er I heldur ómerkileg saga; það I finnst mér lika sjálfri nú. Trú- irðu mér? Já, ég trúi þér. Ég sá þig sjálf- ur, eins og þú veizt. Og þú hefur auðvitað reiðzt mér? hélt ég áfram. Já, það gerði ég. Hann horfði fast á mig sem snöggvast. Mér fór eins og manni fer venjulega, sem er yfirgefinn á þennan hátt. Varð fyrir.miklum vonbrigðum. Eins og ég sagði þér, hafðirðu haft mikil áhrif á mig, meiri en nokkur stúlka nokkurntíma fyrr. Ég veit ekki, hvernig ég á að skýra það, og hef aldrei vitað. En vitanlega jafnaði ég mig með tímanum. _____ Mark tók upp vindlingaveskjð sitt og bauð ttiér, og er ég hristi höfuðið, sagði hann: Já, ég man það annars enn, að þú reykir ekki. Hann hló. Þarna sérðu, hvor.t þú ert ekki minnisverð. En kannske hefur það verið vegna þessarar ástríðu, sem þú þjáðist svo' af. Kannske ' var ég líka bara afbrýðissamur. Það væri heimskulegt. Kann að vera. En veiztu, að ég hef oft hugsað um það, hvað stúlka, sem hefur verið svona al- varlega ástfangin, eigi eftir. Ég sneri mér við og var næstum orðin reið, en hann endurtók: Geturðu kannske sagt mér það. Jæja, gott og vel, ég skal segja þér það. Það sem svona stúlka á eftir er mæíikvarði, strangur mælikvarði, sem leyfir henni ekki framvegis að líta við nema því allra bezta — ósvikinni vöru. Ja, hjálpi mér sá, sem vanur er! hraut út úr honum. Ef þú ætlar að eyða ævinni í að verða skotin og afskotin í náunga eins og Phiiip Lester. sem giftist tíu árum eldri konu en hann var sjálfur, til fjár, þá læt ég það svona rétt vera. Já, finnst þér ekki það komi mér mest við sjálfri? Rödd mín var hvöss. Hann sendi mér ilikvitnislegt bros. Jú. Ég biðst fyrirgefningar. Að minnsta kosti var það allt búið að vera fyrir löngu. Ég horfði á hann með vaxandi for- vitni. Nú finn ég, að þú ert guð- sonur hennar ömmu minnar. Ertu hérna bara í kurteisisheim- sókn? Já, meira og minna. Föður- bróðir minn. James Halliwell, er er fólkið að hrópa svona mikið ? lögfræðingur hennar, og afi minn var það á undan honum. Hún þurfti á ráðleggingum hans að halda, en svo vildi til, að hann lá veikur, svo að ég kom hingað á föstudaginn, til svo sem tveggja daga dvalar til að vita, hvort ég gæti nokkuð hjálpað. Það verða ein til tvær vikur þangað til hann kemst á f úur aftur, svo að honum datt í hug, að ef hann sendi mig og hún gæti yhaft eitthvert gagn af því, þá mundi hún að minnsta kosti ekki deyja úr eintómri óþolinmæði á meðan. Svo þú ert þá lögfræðingur, eða, hvað? Nei guð forði því. Ég er bóka- útgef^ndi. Pabbi stofnaði fyrir- tækið með'Ted Bracken, og þeg- ar hann svo dó fyrir tveim árum, tók ég við hans hluta. Annars þckkti hann mömmu þína, og það gerði James frændi reyndar líkaj Ég svaraði með ákafa: Þá haf- ið þið líka vitað, að ég var til. TÖluðu pabbi þinn og frændi nokkurntíma um mig? Ja.... hann hikaði.... ja, jú, liklega hafa þeir gert það. Jú, eitthvað hafa þeir víst minnzt á þig. En ef ég á að vera hrein- skilinn, þá.... Hann brosti aftur ....þá hafði ég gleymt, að þú varst til þangað til ég kom hing- að og Edvina frænka sagði mér, að hún hefði gert boð eftir þér. Og vitanlega var engin ástæða fyrir mig til að setja Charlotte Elliot í neitt samband við Jane Elliot. Allt í einu datt mér eitt í hug. Þú þekkir þá Esmond? Já, ég þekkti hánn. Svarið kom kæruleysislega, og vonin sem hafði snögglega risið hjá mér, var hjöðnuð niður áður en hann hélt áfram. Hann var þrem ár- um yngri en ég, svo að enda þótt við gengjum í sama skóla, vorum við ekkert saman sem strákar. En hann var þó einstöku sinnum hjá okkur í fríinu sínu í London og ég kom hingað nokkrum sinn- um á sumrin. Þegar við vorum orðnir upp- komnir, vorum við engir sér- stakir kunningjar en höfðum þó nokkurt samband okkar í milli ... ,og... ,en það hefur nú kann- ske bara verið af því að ég var handbær þá var ég svaramaður hans þegar hann giftist Lísu. En þá er’líka hér um bil upptalinn allur okkar kunningsskapur. Þetta var sjálfsagt ekki nema sönn lýsing á sambandi þeirra, sem unglinga og uppkominna manna, len samt fann ég alveg á mér, að ekki komu öll kurl til gi afar. Til þess að segja eitthvað, spurði ég: Þekktirðu Lísu áður en þau giftust? Nei. Ég hitti hana í fyrsta sinn hjá fógetanum og svo fóru þau til Ródesíu strax eftir brúðk-.up- ið og eftir að þau komu aftur, sá ég þau ekki nema svo sem tvisvar. Einu sinni í London og svo síðustu hvítasunnu, þegar ég var hér yfir helgina. Þú ert enn eitthvað vonsvikin. Hversvegna? Og nú valt það út úr mér, hálfnauðugri, en liklega af ein- hverri innri þörf á því að segja það upphátt við einhvern. Ég hafði búizt við því, að þegar ég væri komin til Glissing, ; rðu all- ir alltaf að tala um Esmond, og ég fengi alla ævisögu hans í eyr- un. En það var öðru nær. Enginn nefndi hann á nafn. Ég kom nú hingað í engum öðr um tilgangi en að fræðast um Esmond, því að mig langar að vita eitthVað um'hann.... Nú kom svo einkennilegur svipur á Mark, að mér hnykkti við,'en ég herti bara á ögruninni: Mér finnst ég eiga fullan rétt á því. Já.... já, auðvitað. Hann stóð snöggt upp og gekk út að gluganum. Ég sneri mér á stólnum og horfði á bakið á hon- um. Fyrir einu andartaki hafði hann verið vingjarnlegur, en nú var ég ekki eins viss um það. Hvað er þetta_, sem þú ert að gera fyrir Edvinu? spurði ég. Hún virtist eitthvað einkennileg og jafnvel reið við þig í gær- kvöldi. Já, hún þarf nú ekki mikið til þess. Þú mátt ekki taka það of- alvarlega þó að hún skipti skapi af litlu tilefni. Hann talaði án þess að líta við og ég varð hálf-kvefsin við þess- ar undaníterslur hans og sagði: Hvaða fyrirætlun er. það, sem hún hefur á prjónunum? Hvað ertu raunverulega að' gera hérna? Nú sneri han* sér við, gekk hægt að borðinu aftur, en séttist þó niður. Gera hér? Ja, hvernig aetti ég að útskýra það? Hann hugsaði síg um og teygði fram ncðri vörina. Maður gæti sagt, að ég væri að gæta hagsmuna hinna dauðu. Dramatískt, finnst þér ekki? Hann brosti háðslega. En það skrítna er, að þetta er bókstaflega satt. Hagsmuna Esmonds? Hann hlepti brúnum. Nei, ekki Esmonds. Þér verður tíðrætt um hann, finnst þér ekki? Hann var nú tvíburabróðir minn. Hann leit hvasst á mig. Þið hittuzt aldrei. var það? Nei aldrei frá því við vorum smákrakkar. Ég setti frá mér kaffibollann. Ef þú ert ekki að gæta hagsmuna Esmonds, hvers þá? ajUtvarpiö Sunnudagur 3. desember 8:30 Létt morgunlög. 9:00 Fréttir. 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morgunhugleiðing um músik: — „Ahrif tónlistar á sögu og siði“ eftir Cyril Scott; VII. (Árni Krist jánsson). 9:35 Morguntónleikar: a) Orgelkonsert nr. 5 I g-moll eftir Thomas Arne (Albert de Klerk og kammerhljómsveitin í Amsterdam leika; Anthon van der Horst stj.). b) Sónata fyrir tvær fiðlur, víólu da gamba og sembal (Gullna sónatan) eftir Purcell (Isolde Menges, William Primrose, Ambrose Gauntlett og John Ticehurst leika). c) Pavane og Chaconne eftir Purcell (Hátíðarhljómsveitin 1 Luzern leikur; Rudolf Baum- gartner stj.). d) Enskir og ítalskir madrigalar. e) ,,Góði hirðirinn", svíta eftir Hándel (Konunglega fílharm- oníusveitin í Lundúnum; Beecham stjórnar). 11:00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ur: Séra Jakob Jónsson. Organ- leikari: Páll Halldórsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:15 Úr sögu stjörnufræðinnar; T. er- indi: Náttúruspeki og stjörnu- fræði frá Pýþagórasi til Brúnós (Þorsteinn Guðjónsson). 14:00 Miðdegistónleikar: Síðari hluti >f >f X- GEISLI GEIMFARI >f >f >f —Nú fer Mystikus metallikus að svara seinni spu?ningu Lúsí Fox.... ,— Lúsí Fox, maðurinn við hlið þér er svikari! — Vilduð ekki frændi þinn, heldur bæta, herra Fox? þér nokkru við þetta óperunnar ,,AidaM eftir Verdi (Tomislav Neralic, Christa Lud- wig, Gloira Davy, Jess Thomas, Josef Greindl, Sieglinde Wagner o. fl. syngja með kór og hljóm- sveit Berlínaróperunnar; Karl Böhm stjórnar. — Þorsteinn Hannesson flytur skýringar). 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veðurfr.). a) Magnús Pétursson og félagar hans leika. b) Renato Bery og hljómsveit hans leika létt lög. 16:15 Á bókamarka^ðinum (Vilhjálmur Þ». Gíslason útvarpsstjóri). 17:30 Barnatími (Anna Snorradóttir): (18:20 Veðurfregnir). . a) Hvað veiztu um Chopin?: Svör frá prófi. b) Ævintýriaskáldið frá Óðinsvé* um; sjötta kynning: Ævar R. Kvaran les úr ævintýrum Andersens. c) ..Ljúfa álfadrottning", nýtt framhaldsleikrit með söngvum eftir Ólöfu Árnadóttur; I. þáttur. — Leikstjóri: Klem- enz Jónsson. Söngstjóri: Sig- urður Markússon. d) Lesið úr þremur nýjum barna bókum ísl. höfunda. 19:00 Tilkynningar. 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 Tónleikar: Pólski þjóðlagaflokk- urinn ,,Slask“ syngur og leikur. 20:10 Hugleiðing: Heimkoma (Eggert Stefánsson söngvari). 20:25 Léttir'kvöldtónleikar: a) Leonard Pennario leikur á tvö píanó. c) Capitol hljómsveitin leikur vinsæl óperulög. 20:55 Hratt flýgur sturid: Jónas Jónas- son efnir til kabaretts í útvarps- sal. Hljómsveitarstjóri: Magnús Pétursson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Dánslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 4. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Emil Björnsson. — 8:05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson. — 8:15 Tón- leikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp — (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 13:15 Búnaðarþáttur: Magnús Marteins son vélfræðingur. talar um diesel vélar landbúnaðarins. 13:30 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilfc, — Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. — 17:00 Fréttir). 17:05 „í dúr og moll“: Sígild tónlist fyrir ungt fólk (Reynir Axels- son). 18:00 Rökkursögur: Hugrún skáldkona talar við börnin. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Hannes Hafsteln: Aldarmfnning, Dr. Bjarni Benediktsson forsæt'* isráðherra og Bernharð Stefáns- son fyrrum alþm. flytja erindf, Lesið úr ræðum Hannesar Haf- steins og minningum Matthíasar Ólafssonar, Jóns Stefánssonar og í>orsteins Gíálasonar um hann, svo og nýrrl ævisögu hans eftir Kristján Albertsson. Sungin lög við kvæði eftir Hannes Hafstein, — Vilhjálmur Þ*. Gíslason út- varpsstjóri undirbýr dagskrána, Auk hans lesa leikararnir Valur Gíslason og Gestur Pálsson. 21:30 Útvarpssagan: ,,Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds son; XXXII. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 HljómpKjtusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23:00 Dagskrárlok. l»riðjudagur 5. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Emil Björnsson. — 8:05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson. — 8:15 Tón- leikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. 9:10 Veðurfregnir. — 9-:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp — (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. — 17:00 Fréttir). 18:00 Tónlistartími barnanna (Jón Cr. Þórarinsson). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Kórsöngur: Karlakórinn ,,Adolp- hina“ í Hamborg syngur. 20:16 Framhaldsleikritið „Hulin augu'* eftir Philip Levene, I þýðingu Þórðar Harðarsonai;; 7. þáttur; Dularfullt fyrirbrigði í Penwood, — Leikstjóri: Flosi ‘Ólafsson. — Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Haraldur Björnsson, Helga Val- týsdóttir, Indriði Waage, Brynj- ólfur Jóhannesson, Klemenz Jóne son og Jónas Jónasson. 20:56 Tónleikar: Lítið næturljóð 1 G« dúr (K525) eftir Mozart (Hljóm- sveitin Philharmonia I Lundún- um leikur; Colin Davis stjórnar). 21:16 Ný ríki I Suðurálfu; II: Franska samveldið (Eiríkur Sigurbergsson viðskiptafræðingur). 21:40 Píanómúsik eftir Liszt: Mersjan- off leikur þrjár etýður, kenndar við Paganini. 21:50 Formáli að fimmtudagstónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslanda (Dr. Hallgrímjar Helgason). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lö& ungafólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svavars- dóttir). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.