Morgunblaðið - 03.12.1961, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.12.1961, Qupperneq 23
Sunnudagur 3. des. 1961 MORCVNBIAÐIÐ 23 Athyglisveið kvikmynd KVIKMYNDIN Risaeðlan sem sýnd er í Bæjarbíó í Hafnarfirði um þessar mundir, er'eftirtekt- arverð (>g ágætlega vel leikin. I myndinni er reynt með ævin- týralegum söguþræði og vísinda- legri nákvæmni að bregða ljósi yfir sköpunarsögu jarðarinnar. Eru börnin, sem leika í mynd- inni látin fara í töfrabáti út á elfu tímans, ekki fram á við til þess ókömna, heldur aftur í frumöld jarðar og mann- kyns, og heimsækja börnin í þessu ferðalagi hin ýmsu jarð- sögu-tímabil og kynnast þar furðulegum lífsháttum í hálf- eköpuðum heimi. i öll er myndin vel leikin, bæði af börnunum sjálfum og hinum vélrænu eftirlíkingum af risa- dýrum jarðsöðunnar. Allir eru — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. ®g bæklinga, sem út hafa komið á íslenzku. ^ - ★ — r t>að gefur hugmynd um, hve Fiske-sáfnið er yfirgripsmikið, eð eina almenna bókmenntasag- an íslenzka sem nær frá upp- hafj til fyrrihluta 20. aldarinnar — „A History of Icelandic Lit- erature" eftir Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins há- skólann er út kom árið 1957 — er að miklu leyti byggð á heim- ildum sem höfundur fann í safninu. — Fiske-safnið er eldra en Cornell-háskóli sjálfur. Það á uppruna sinn í einkasafni próf. Willards Fiske sem hóf að safna islenzkum ritum, er hann starf- Bði við sendiráð Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn 1850—’51, eða <15 árum áður en Cornell-háskóli var stofnaður, — Árið 1868 var W. Fiske skipaður prófessor í norrænum málum og bókavörður 5 Corneli. Þeim embættum hélt Shann til 18&3, er hann lét af störf um við háskólann og hélt aftur til Evrópu þar sem hann andað- ist, árði 1904. Á síðustu árum BÍnum hélt hann þó áfram að efla safnið, þar til það var komið tipp í 8600 bindi. •T Árið 1905 féll safnið til Corn- ell-háskóla, ásamt öllum eignum próf. Fiskes, samkvæmt arf- leiðsluskrá hans. Varð Halldór Hermannsson þá forstöðumaður eafnsins, en hann var náinn vin- wr og samstarfsmaður próf. Fiskes. Og hin næstu 43 ár var þróun safnsins í nánum tengslum við hin yfiirgripsmiklu fræði- Btörf hans. Á þessum árum þre- faldaðist það að bókakosti, og rit- flokkur haps, „Islandica“, um sögu og bókmenntir íslands, kom út, — Próf. Halldór gaf út 32 af hinum 39 bindum þess safns. Síðan prófessor Halldór Her- mannsson lét af störfum árið 1948, hafa þrír menn — allir ís- lendingar — veitt Fiske-safninu forstöðu: Kristján Karlsson, Jó- hann S. Hannesson og Vilhjálm- ur Bjarnar sem er núverandi forstöðumaður. Hann kom til Cornell árið 1960 frá Minnesota, |>ar sem hann starfaði sem bóka- vörður. drengirnir, sem leika í myndinni geðþekkir og fallegir, en ógleym anlegur verður þó öllurn einn drengurinn, Jirka litli, sem aidrei fær sig fullþreyttan á rannsókn- unum og fer því margar rann- sóknarferðir á eigin ábyrgð oig lendir í hinum ótrúlegustu æv- intýrum. Hef ég aldrei séð eins glöggt og vekjandi dregin fram í dagsljósið sérkenni gáfaðra, frum legra drengja, sem loga af fróð- leiksþrá og löngun til ævintýra, eins og í þessari mynd. Eru slík- ir drengir oft misskildir og kall- aðir ódælir. Frú Hulda Runólfsdóttir rek- ur efni myndarinnar og útskýrir hana jafnóðum, og er það til skilningsauka fyrir börnin. Er þetta vel gert hjá frú Huldu, eins og vænta mátti. Eg tel að mynd þessi eigi er- indi til barna á öllurn aldri, en fyrir börn á skólaaldri, sem eitt- hvað hafa um þetta efni, sem myndin kynnir, lesið og lært, er mjög margt af myndinni að læra. Tel ég að myndin auki fróðleiks- þrá barnanna og veki skilning þeirra á hinni dularfullu og að nokkru leyti óskráðu myndunar sögu jarðar og mannkyns. Stefán Jónsson, námsstjóri. Bók um sigurför skurðlækninganna IJT ER komin hjá bókaútgáfunni Hamar í Hafnarfirði bókin „Sig- urför skurðlækninganna" eftir Jurgen Thorwald í þýðingu Her- steins Pálssonar. Bókin er frá sögn af framlagi margra lækna í baráttunni við dauða og þján- ingu. Hún er þannig til orðin, að 16. október 1846 var framkvæmd fyrsta sársaukalausa skurðaðgerð in við svæfingu í Massachusetts General Hospilal og meðal við- staddra var ungur maður að nafni Henry Steven Hartmann. Hann fylltist svo mikilli hrifn- ingu af þessu, að hann afréð að fylgjast áfram með þessum sigri læknavísindanna yfir sársaukan- um. H. St. Hartmann skrifaði mikið um þróun læknavísindanna eftir þetta og er þessi bók, sem á frummálinu nefnist „Das Jahr- hundert der Chirurgen" byggð á heimildum, sem hann lét eftir sig og dóttursonur hans, þýzki blaðamaðurinn Jurgan Thorwald færði í bókarbúning. — Ekki ástæða Frarnh. af bls. 15. Og stórvirði úr þeim höfuð- áttum sem berjist um landið. Þó verði ekki frostavetur, því heiti straumurinn falli enn að Austurlandinu. Hins vegar gæti orðið á þessu breytingar um sólhvörfin, þó engin bráð hætta sé á ferðum, því straum breytingar eigi sér langan að- draganda. Kristján telur þó ekki ástæðu hvOrki fyrir bú- þegn né sjómann að hræðast þótt hann spái ekki góðu. Hér látum við staðar num- ið um veðurspárnar en bíðum og sjéum hvað setur. — vig. Þórólfur „uppáhald“ ÞÓRÓLFUR BECK, hinn nýorðni atvinumaður í knatt- spyrnu, lék sinn fyrsta leik í dag sem fastur maður hjá Mirren. Þegar hann hljóp út á völlinn í Faisley þar sem St. Mirren starfar, fór mikill fagnaðarkliður um áhorfenda- fjöldann. Þórólfi var fagnað sérstaklega vel. Þórólfur Beck er orðinn „uppá hald“ allra sem styðja St. Mirren, segir í einkaskeyti til Mbl. frá Associated Press. Síð- an hann tók að leika með St. Mirren hefur hann skorað um það bil eitt mark í leik að með- altali. Á’ Framkvæmdastjórinn ánægður „Að geta slíkt er mjðg gott“, sagði Reid framkv.stjóri St. Mirren í viðtali við fréttamann- inn. „En það er ekki meira en við bjuggumst við. Yið vænt- um hið bezta af honum frá því fyrst við sáum hann leika“. Fréttamaðurinn segír að Reid hafi komið auga á Þórólf þeg- ar Mirren lék á íslandi. „Beck lék þá með“, lætur Reid eftir sér hafa, „og skoraði mark í tveim leikum gegn okkur. „Eg var þegar í stað reiðubúinn að undirrita samning við hann um atvinnumennsku". _ Síðan segir í einkaskeytinu til Mbl. — Og af þessum sökum hætti Þórólfur við prentnám, og hef- ur nú undirritað tveggja ára atvinnumennskusamning. „Það var mér sérstakt gleði- efni að undirrita þennan samn- ing“, sagði Þórólfur í viðtali við fréttamann AP. Þórólfur — ég er ánægður Úrslit í körfuknatt- leiksmótinu í kvöld I KVOLD lýkur körfuknattleiks- móti Reykjavíkur. Því fara fram tveir síðustu leikir mótsins. í meistarafl. karla leika ÍR og KFR Þessi lið hafa leikið úrslitaleiki hvers móts undanfarinna daga. Allt getur skeð og baráttan verð- ur ef til vill hörð og jöfn. Bæði liðin hafa til þessa unnið alla sína leiki. A undan leiknum fer Jarðboranir að Lýsuhóli ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis, að fram fari á vegum jarðhita- sjóðs borun eftir heitu vatni að Lýsuhóli í Staðarsveit á Snæfells nesi. Flutningsmenn tillögunnar eru allir þingmenn Vesturlands- kjördæmis. í greinargerð segir svo m. a.: Að Lýsuhóli í Staðarsveit á Snæfellsnesi er nokkur jarðhiti. Ekki er þó kunnugt um, hversu mikill hanns er. Gerð hefur verið tilraun til jarðborana að Lýsu- hóli, en þó með frumstæðum tækj um, svo að árangur reyndist lítill. Mikill áhugi er á því vestra, að úr því fáist skorið, hversu mikill jarðhiti er þar í jörðu. Þarf eng- an að undra þó að svo sé, þar sem lítið er um jarðhita á Snæ- fellsnesi, en hins vegar mikill áhugi á notkun hans þar sem annars staðar. fram úrslitaleikur í 3. fl. drengja. Þar leika IR og KR. KR var meist ari í fyrra — en allt getur skeð nú. Haldið vopnahléið LONDON, 2. des. — Bretar og Rússar hvöttu prinsana þrjá 'i Laos til þess að halda vopnahléið. Var hvatning þessi í sameigin- legri orðsendingu Breta og Rússa Skákkeppni á Snæfellsnesi HELLNUM, 28. nóv.: — S.l. sunnudag fór fram Skákkeppni milli Olafsvíkur, Sands og Breiðuvíkurhrepps, 1 félagsheim- ilinu á Arnarstapa, 6 manna sveit úr hverjum hreppi. Leikar fóru þannig, að Breiðuvíkur- hreppur vann, hlaut 8 vinninga, Olafsvík 7 vinninga og Sandur 3. Sveit úr Staðarsveit átti að keppa á mótinu, en mætti ekki. Skákkeppnin er á vegum Ung- mennasambandsins í sýslunni og er þetta í fjórða sinn, sem slík keppni fer fram. — Sýslunni er skipt i 2 keppnissvæði. 10. des. n. k. verður svo framhaldskeppni í Olafsvík, þar sem allar skák- sveitir sýslunnar mæta til keppni eftir styrlcleika úr svæðakeppn- unum. — K. K. ■Á Ánægður ,Eg elska knattspyrnu. Á ís- landi gat ég aðeins stundað knatt spyrnu í 3 mánuði á ári hverju vegna þess hve „árstíðin" er stutt“. Hér er spiluð knattspyrna í 9 mánuði á ári, og það er miklu betra“. „Unnendur Mirren eru mér mjög góðir. Eg nýt leiikjanna vegna þess að ég finn að fólkið á áhorfendapöllunum er með mér“. Beok fer vel fram í enskunni segir í skeytinu. Hann býr hjá íslenzkri fjölskyldu Ólafi Jóns- syni og frú, en Ólafur starfar hjá Flugfélagi íslands. Fréttamaðurinn segir að Þór- ólfi finnist skozka knattspyrnan harðari en sú íslenzka. „Heima leikum við hægar og notum styttri sendingar" segir hann, „en ég hef algerlega vanizt og lært að þekkja hinar skozku aðferðir". Mirren tapaði 20 UMFERÐ ensku deildarkeppnlnnat fór fram í gær og urðu úrslit þessi: 1. deild: Arsenal — We9t Ham ....... 2:S Birmingham — Cardiff ..... 3:0 Bolton — Blackburn ........ 1:1 Burnley — Sheffield U... 4:2 Everton — Manchester U.. 5:1 Fulham — Wolverhampton .... 0:1 Ipswich — Chelsia ...... 5:2 Leicester — Aston Villa _ 0:S Manchester City — Blackpool 2:4 Sheffield W. — N. Forest .... 3:0 W.B.A. — Tottenham .. 2:4 2. deild: Derby — Leed ........... 3:3 Huddersfield — Bury ...... 2:0 Leyton Orient — Norwioh .... 2:0 Luton — Rotherham ...... 4:3 Middlesbrough — Stoke .... 2:2 Newcastle — Sunderland ... 2:2 Plymouth — Brighton ...... 5:0 Preston — Scunthorpe ..... 4:1 Southampton — Liverpool .^. 2:0 Swansea — Charlton ...... 1H) Walsall — Bristol Rovers_0:0 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Dundee — Stirlin Albinion .... 2:2 Rangers — St. Johnstone 2:0 St. Mirren — Hibernian ........ 2:3 Staðan er nú þessi: 1. deild (efstu og neSstn liðin); Burnley 19 13-2-4 59:38 28 st. Ipswich 20 11-3-6 52:37 25 — Everton 20 11-2-7 41:25 24 — Sheffield W. 20 10-3-7 40:26 23 — Manch. City 20 7-2-11 37.46 16 — Blackbum . 19 5-6-8 21:30 16 — Manch. U 19 6-4-9 28:43 16 — Chelsea 20 5-5-10 38:44 15 — 2. deild (efstu og neðstu liðin); Liverpool .... 20 14-3-3 51:17 31 — Leyt. Orient 20 10-5-3 38:21 25 — South.ton 20 9-5-6 37:24 23 — Preston 21 5-6-10 24:31 16 — Bristol Rov. 20 6-2-12 28:40 14 — Charlton .... 19 3-3-13 21:42 9 — í Skotlandi er DUNDEE efst meS 25 stig og næst koma RANGERS og KILMARNOCK með 19 stig. WASHINGTON, 2. des. — Banda ríkin munu bráðlega senda flot- anum í Suður-Vietnam hrað- skreiðari gæzluskip. TOKYO, 2. des. — Sjórn N-Viet nam hefur mótmælt því, sem kall að er „stöðugar sprengjuflugvéla og þotu sendingar Bandarikja- manna til S-Vietnam“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.