Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 24
21 DACUR TIL JÓLA 275. tbl. — Sunnudagur 3. des*ember 1961 DAGUR TIL JÓLA Þingsályktunartillaga um raforkumál í Ðölum og á Snæfellsnesi Í TBÝTf hefur verið á Aliþingi þingsályktunartillögu frá ölluin þingmönnum Vesturlandskjör- dæmis um, að hraðað verði teng- ingu raforkuvirkjana á Snæfells- nesi við aðalraforkukerfi lariids- ins, ennfremur verði hraðað teng ingu rafveitna í Dalasýslu við aðalorkuveitur. í greinargerð segir, að eina vatnsvirkjunin á Snæfellsnesi, Fossárvirkjunin, sé ekki nægi- lega aflmikij til að veita það rafmagn, sem talið er að þurfi á næstunni á Snæfellsnesi. Og þar sem í ráði sé að tengja saman öll stærstu örkuver landsins til að nýta raforkuna betur, þá sé lagt til að tengja Fossárvirkjun- ina Andakilsárvirkjuninni, sem þegar hefur verið tengd Sogsvirkj uninni. Þá segir, að það heyri til Góð síld- veiði GÓÐUR séldarafli fékkst i fyrrinótt norðan til í Kolluál. 45—50 bátar voru þar að veið um og fengu alls um 24 þús. tunnur. Veður var sæmilegt. Þegar Morgun/blaðið átti tal við Jón Einarsson, skipstjóra á Fanney, í gærdag, kvað hann veiðiihorfur góðar, ef veð ur spilltist ekki. ^ hinni svonefndu tíú ára áætlun að leggja rafmagn um mesta þétt býlið í Dalasýslu . Þótt í bili a. m. k. hafi verið hætt við að fara með rafveituna frá Þverá nema í Saurbæ, þá sé ekki útilok að, að í framtíðinni verði sú virkj un tengd aðalorkuveitu landsins, þegar suðurhluta Dalasýslu, sem nú hefur rafoiku frá díselrafstöð, verður séð fyrir varanlegri raf- orku. Framkvæmda- stjórastaða hjá Eimskip Framkvæmdastjórastarf hjá Eimskipafélagi fslands h.f. hefur verið auglýst laust til umsó'knar. Umsóknir ber að senda fyrir 5. jan. n.k. til formanns félagsstjórn ar, Einar Baldvins Guðmundsson ar, hæstaréttarlögmanns. Hafnarfjörður HAFNARFIRÐI — Fundur Landsmálafélagsins Fram verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8:30. — Þar fer fram kosning í fulltrúa- og kjördæmamál. Einnig verða bæjarmálin rædd. — Eru félag ar hvattir til að fjölmenna. Sundlaug Vesturbæjar var opnuð til afnota fyrir al- menning kl. eitt eftir hádegi í gær. Ljósmyndari blaðsins, ÓI. K. Mag., tók þessar myndir vestur frá í frostinu í gærdag. Aldarminning Hannesar Hafstein í Háskólabíói í TILEFNI af því að í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu stjórn- málamannsins og skáldsins Hann esar Hafstein, ráðherra, efna Stúdentaráð Há skóla íslands, A1 menna bókafé- lagið og Stúd- entafélag Reykja víkur til afmæl- ishátíðar í Há- skólabíói í dag kl. 2 e.h. Þar flytur Bjarni Benedikts son, forsætisráð- herra, ræðu um stjórnmálamann inn Hannes Haf- stein, og Tómas Guðmundsson skáld talar um skáldið og skáid skap hans. Krist :nn Hallsson, óperusöngvari syng Innbrot í Vesturhöfn í FYRRINÓTT var innbrot fram- ið í veitingastofuna Vesturhöfn, einhvern tíma á tímabilinu frá miðnætti fram til kl. 7 í gærmorg- un. Brotinn var gluggi í veit- ingastofunni og farið inn um hann. Gengið var fruntalega um staðinn, húrð brotin, skúffur í skrifborði rifnar út og ýmsum varningi hent til. Stolið var tals- verðu magni af vinnuvettlingum ýmiss konar og fimmtán lengjum af sígarettum. ur einsöng við undirleik Fritz Weisshappel, Ævar R. Kvaran, leikari les úr ljóðum Hannes- ar og einnig Hjörtur Pálsson stúdent. Róbert Arnfinnsson leik ari les upp úr ævisögu hans eft ir Kristján Al- bertsson, sem Almenna bókafé lagið gefur út í tilefni afmæJis- ins. Að síðustu syngja kórfélagar úr Fóstbræðrum. Nokkrir óseldir aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Mól ensku sjó- mannonno ÍSAFIRÐI, 2. des. Samkvæmt ákvörðun saksóknara ríkis- ins hefur verið ákveðið að höfða mál á hendur brezku sjómönnunum þremur, sem réðust á lögregluþjón hér á miðvikudagskvöld. Réttur var settur í morgun, og bað þá verjandi sjómannanna, Jón Grímsson, málaflutningsmað- ur, um frest í málinu. Hann var veittur, og verður dómur sennilega kveðinn upp í mál- inu á sunnudag. — A. K. S. r Frakkar cetla að sprengja WASHINGTON, 2. desember. — Frakkar ætla að halda áfram neð anjarðartilraunum með kjarn- orkuvopn, sagði franski varnar- málaráðherrann, sem nú er á ferð í Bandaríkjunum. Hann vildi ekkert segja um það hvOrt Frakkar hefðu áætlun um að byggja upp kjarnorkuher, fyrst með flugvélum, síðan flugskeyt- um. Frá þeim ráðagerðum yrði ekki horfið á meðan ástandið í heiminum væri óbreytt. Hvassafell í 16 ára klössun, HVASSAFELLIÐ elzta skip Skipadeildar SÍS, hættir nú sigl- ingum um sinn vegna þess að leyfi þess til siglingar án gagn- gerðrar viðgerðar er útrunnið. Skipið er lygt í Genúa 1946. Það mun nú verða sett í 16 ára klöss un hér heima, en bíða þarf marga mánuði eftir varahlutum í aðal- vél skipsins, sem er biluð. Er tækifærið til klössunarinnar not að á meðan. Skreið íyrir 735 millj. seld s.l. ár AÐALFUNDUR Samlags Skreið- arframleiðenda fyrir árið 1960 var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík, fimmtudaginn 30. nóv síðastliðinn. Mættir voru fulltrúar, sem fóru með 350 atkvæði af 592. Fram- kvæmdarstjóri Samlagsins, Bragi Eiríksson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarstjóri var kosinn Jón Arnason alþingismaður. Aður en gengið var til dag- skrár minntist Bragi Eiríksson Jóhanns Þ. Jósefssonar, ráðherra, en hann var fyrsti framkvæmd- arstjóri Samlagsins frá stofnun :þess til ársloka 1960. Formaður stjórnar Samlagsins, Ingvar Vilihjálmsson framkvstj., flutti skýrslu stjórnarinnar um starfsemi samlagsins. Heildarútflutningur nam 6.352 tonnum að F.O.B. verðmæti um 135 milljónir króna. Viðbótargreiðsla við áður út- borgað verð reyndist 5,8 milljón- ir króna. Frarfikvæmdarstjóri las upp reikninga Samlagsins og skýrði þá. Stjórn .og varastjórn vár end- urkosin. Aðalstjórn skipa: Ingvar Vilhjálmsson, Reykja- vík; Jón Gíslason, Hafnarfirði; Sveinbjörn Arnason, Kothúsum; Olafur H. Jónsson, Rvík; Sig. Agústsson, Stykkishólmi; Ásberg Sigurðss., Rvík; Lúðvík Jósefss,, Neskaupstað; Gísli Konráðsson, Akureyri. Varastjórn skipa: Asgeir G. Stefánsson, Hafnarf.; Olafur Jónsson, Sandgerði; Jón Jónsson, Hafnarfirði; Huxley Ol- afsson, Keflavík; Jón Arnason, Akranesi; Jóhann Sigfúss., Rvík; Karvel Ogmundsson, Ytri-Njarð- vík; Ölafur Tr. Einarsson, Háfn. arfirði. Aðalendurskoðendur: Jón Guð- mundsson, löggiltur endurskoð- andi, Jón Halldórsson, Hafnarf. Varaendurskoðandi: Sigurður Jónsson, löggiltur endurskoðandi, Guðmundur Jónsson, Rafnkels- stöðum. Að lokríum haustönnum BRODDANESI, Strandastýslu, 20. nóv.: — Sl. vetur kvaddi með auðri jörð, þurrviðri Og hreinviðri en kuldum. Þetta veðurlag hélzt fram í júní, og greri jörð því seint. Vegna hinna langvarandi kulda og þurrka varð grasvöxt- ur mun minni en sumarið áður og töðufengur bænda því allt að fjórðungi minni en venjulega. Nýting var góð, þurrkar sæmileg- ir. Votheyverkun er mjög almenn Og reynist vel. Hún auðveldar heyöflunina og þannig verkað hey reynist vel sem fóður. Skepnuhöld voru yfirleitt góð. í haust varð bráðapestar nokkuð vart, en lítið hefur borið á henni uncianfann ár. — Bændur munu almennt fjölga fé sínu frá ári til árs. Sauðfjárslátrun er lókið fyrir nokkru, og var mun fleiru slátrað nú en undanfarin haust, enda fáu fargað til lífs eins og gjört var haustið 1960 til fjárskipta- hólfsins á Reykjanesi í Barða- strandarsýslu. Á Hólmavík var slátrað um 13.500 fjár, á Óspakseyri 3.870, Borðeyri um 10.200. Meðalþungi dilka var um 1—2 kg. minni nú á Hólmavík og Óspakseyri en sl. ár. Á Borðeyri var munurinn minni. Hrossaeign bænda hefur -mjög minnkað. Stevenson í framboði? , í WASHINGTON, 2. desember. — Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá S.Þ., hugleið- ir nú hvort hann eigi að taka áskorun flokksbræðra sinna I Illinois-ríki um að bjóða sig þar fram til kjörs í öldungdeild Banda ríkjaþings. Sjevenson ræddi við Kennedy um málið í dag og seg- ist taka endanlega ákvörðun fyrir lok mánaðarins. Hann var áður f^lkisstjóri Ulinois. Fullveldisfagn- aðui Suomis FINNLANDSVINAFÉLAGIÐ Suomi, heldur fullveldisfagnað á þjóðhátíðardegi Finna 6. des. i Tjarnarkaffi. Verður þar margt til skemmtunar. Dr. Sigurður Þórarinsson flytur erindi um Öskjugosið og hálendi íslands og sýni litskugigamyndir frá þessum stöðum. Skúli Halldórsson tón- skáld leikur tónlist eftir Sibelius. Ennfremur verður spurninga- þáttur sem þau frú Maríta Lind og Sveinn K. Sveinsson verkfr. stjórna, og að lokum verður dans að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.