Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. des. 1961 M ORGV TS BL iÐIÐ 3 og kumpánar hans — þ.e.a.s. þser stjörnur, sem um þessar mundir ber hæst á hinum akommúníska himni Moskvu- borgar, til dæmis þeir Frol Koslov. Suslov Mikojan o. fl. — Já, þeir stóðu nú á legstað Lenins ein.: að minnsta kosti hafa ekki borizt af því fregnir að annar skálkur sé kominn í stað Stalíns við hlið hans. Krúsjeff veifaði harla glað- ur til mannfjöldans á Rauða g _ gj|j| torginu og hann átti óskerta athygli fréttaljósmyndara og kvikmyndatökumanna —• allra VIÐ lásum fregnir af þessum nema eins, sem var svo hepp- atburði fyrir tæpum mánuði inn að koma auga á hið eina — það var 7. nóvember á 44 raunverulega fréttaefni þessa ára afmæli rússnesku bylting- dags. arinnar. Það var mikið um Aldraður maður í svartri dýrðir í Moskvu, hersýningar loðkápu ruddi sér braut gegn og húllumhæ — og 22. flokks- um mannhafið og hugðist þinginu farsællega lokið. taka sess sinn á grafhýsi for- Smurðlingur Stalíns á brott ingjans, svo sem hafði verið úr grafhýsinu mikla. Krúsjeff venja hans um margra ára ■ . , •• •• Krúsjeff veifar til mannfjöldans. Fyrirgreiðsla um skólavist í Englandi í DAG kemur til landsins for- stöðukona Scanbrit Ltd., sem hef ur haft milligöngu um útvegun skólavistar og heimila fyrir fjöl- marga íslenzka nemendur, er farið hafa til Englands til náms á síðari árum. Hún mun dvelja hér í nokkra daga og verða til viðtals á Hótel Borg miðviku- daginn 6. des. kl. 4—6 e. h. og fimmtudaginn 7. des. á sama tíma fyrir alla þá, sem hefðu áhuga á að fara til Englands til enskunáms, eða sem hefðu á- huga að senda börn sín þangað eða eiga börn á skóla þar nú á vegum Scanbrit. Scanbrit hefur ávallt lagt á- herzlu á að skapa sem bezt skil- yrði fyrir nemendur til þess að læra málið með því að velja handa þeim góð ensk heimili, er gefi þeim tækifæri til að æfa talmálið utan skólatímanna í samney.ti við fólk, sem talar góða ensku. Er föst regla, að aldrei fara fleiri en einn nem- andi frá sama landi á sama heimili. Kynnast nemendur einn- ig með þessu móti ensku heimilis lífi og ensku þjóðlífi yfirleitt betur en væru þeir á heimavistar ekólum innan um útlendinga. Kennslan er svo miðuð við kunnáttu nemenda, og er reynt að hafa bekkina eins fámenna og kostur er á. Scanbrit ráðgerir nú að bjóða upp á rúmlega þriggja mánaða námskeið í Suður-Englandi næsta sumar ásamt flugferðum báðar leiðir og fylgd til skóla þeirra og heimila, sem nemendur dveljast á. Með því vinnst, að kostnaður verður allur minni en ella, og einnig þurfa nemendur þá engar áhyggjur að hafa af að ferðast einir til framandi lands. Miss T. Vane-Tempest mun veita allar upplýsingar um þetta mál, og einnig Sölvi Eysteinsson, kennari, sem hefur fyrirgreiðslu hér á landi fyrir Suanbrit. skeið — en — nei, herra mjnn. þér eruð ekki lengur einn af oss, gjörið svo vel að hverfa héðan. Áttræður öld- ungur í loðkápu, fyrrverandi forseti hinna voldugu Sovét- rikja, honum höfðu að vísu verið borin brigzl á hendur á nýafstöðnu flokksþingi, hafði hann ekki fengið fyrir- gefningu? Ojæja, „Allt er í heiminum hverfult —“. Og honum var bent að standa við hlið konu, sem seldi rjómaís. Voroshilov hyggst taka sinn gamJa sess á grafhýsi Lenins \ þér eruð ekki einn af oss — en borgaralega klæddur öryggislögrcglumaður stöðvar hann: Herra minn, — þér eruð ekki lengur einn af oss. SIAKSTEINAR , V erkf allshr ey £ingin‘ ‘! Kommúnistar fara ekkert dult með þau áform sin að styrkja samvinnu við Framsóknarflokk- inn. Framsóknarmcnn fara aftur á móti hægar í sakimar, þótt þeir raunar styðji kommúnista ætið í kosningum í verkalýðsfélögum og gerðu bandalag við þá í sum ar, þegar svikasamningar SÍS voru gerðir. f ályktun nýafstað- innar ráðstefnu kommúnista er vikið að þessu samstarfi. Þar seg ir m.a.: „I baráttu sinni fyrir bættum lifskjörum hefur tslenzk alþýða notfært sér annarsvegar verk- fallshreyfinguna (!) en hinsvegar samvinnuhreyfinguna. Verka- lýðsfélögin hafa verið aðalvopn alþýðunnar í bæjunum, en sam vinnufélögin í sveitunum“. Kommúnistar komast þarna sannarlega mjög hnyttilega að orði, þegar þeir kalla þau verka- lýðsfélög, sem þeir ráða, „verk- fallshreyfinguna“. Eru þeir þar sýnilega að undistrika vígorð sitt um verkföll án kjarabóta, þar sem þeir hafa hafnað öllum kjara bótum án verkfalla. Innrás í samvínnuf élögin f ályktun kómmúnista segir ennfremur: „Flokksstjórnarfundurinn vill því leggja áherzlu á nauðsyn þess, að flokksmenn Sósíalista flokksins og fylgismenn um land allt, taki þátt í félagsstarfsemi kaupféiaganna og beini viðskipt- um sínum til þeirra, hver eftir sinni getu. Sérstaklega beinir fundurinn því til forystumanna verka- lýðshreyfingarinnar að gera gUdi og starfsemi verkalýðshreyfingar innar að baráttumáli sínu í rík- ara mæli en verið hefur“. Þannig er nú skipulögð innrás kommúnista í kaupfélögin um land aUt. Þeir eiga þar að berj- ast tU áhrifa, en ætla að blíðka núverandi forystumenn SÍS með því, að þeir beini viðskiptum manna sinna til kaupfélaganna. Með þessari yfirlýsingu er opin beraður einn þáttur þess leyni- makks, sem átt hefur sér stað að undanförnu milli Ieiðtoga Fram sóknarflokksins og erindrcka heimskommúnismans á íslandi. Ekki er vitað, hvort stjórendur SÍS eru beinir aðilar þessa samn ingamakks, en viðbúið er, að þeir beygi sig a.m.k., þegar á herðir, í þessu efni, eins og þeir gerðu í sumar, þegar þeir léta hafa sig til að gera svikasamning ana. En svo kynni að fara að þeir fengju nóg af þessu samstarfi um það er lyki, því að vissulega kunna kommúnistar betur klæk ina og undirferlin, og munu einsk is svífast til áð efla áhrif sín og lama mótstöðu gegn þvi, að sam vinnufélög verði hér hagnýtt á svipaðan hátt og var í lepprikj unum, þegar kommúnistar voru þar að brjótast til valda. „Greinar á sama meiði“ Og ályktunin heldur áfram: „Verkalýðshreyfingin og sam vinnuhreyfingin eru tvær grein ar á sama meiði“. Stundum áður hefur verið ann að hljóð í þessu strokki kommún ista. Þeir hafa ekki alltaf talið sig náskylda SÍS, en finnst nú sýnilega rétt að viðra sig upp við Framsóknarflokkinn til að rjúfa einangrun þá og niðurlægingu, sem þeir eru í eftir síðustu at- burði austur í Kreml. Því miður virðast sumir af leiðtogum Fram sóknarflokksins fúsir til að hjálpa þeim, vegna eigin fram- girni, en spurning er um pað, hvort hinir gegnari Framsóknar menn bera gæfu til -ið stöðva það leynimakk, sem nú á sér i stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.