Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 8
8 MORGJUTSBLAÐlh Þriðjudagur 5. des. 1961 Leysa þarf erfiðleika togaraútgerðarinnar 1962 RENAULT • er bifreiðin, sem öll Evrópa hefir þekkt um áraraðir fyrir gæði og sparneytni. Bifreiðin er öll ryðvarin úr hinu fræga franska stáli, og eyðslan er aðeins 5,6 lítra á 100 km. Mótorinn er vatnskældur, hávaðalaus og staðsettur aftan í bifreiðinni. Yatns- miðstöðin er kraftmikil og gefur þegar í stað öflugan hita á fratnrúðu og með tvennsskonar auð- veldri stillingu, notalegan stofuhita um alla bif- reiðina. Bifreiðarnar eru til afgreiðslu strax. Columbus h.f. Brautarholti 20 — Símar 22116 — 22118. BammKmmmmmmmmm^mmmmmmmmmammmmmmmmmm^mmsa Þá væri tekjuaukning hluta- ur verið kafað dýpra í vasa í UPPHAFI fundar í deildum Alþingis í gær minntust forsetar þess, að þá voru hundrað ár liðin frá fæðingu Hannesar Hafstein, ráðherra. Heiðruðu þingmenn minningu hans með því að rísa úr sætum. Á fundi efri deildar var sam- þykkt frumvarp um inmflutning á hvalveiðiskipum og það sent neðri deild tii afgreiðslu. Þá var frumvarpi um alþjóðasamþykkt um varnir gegn óhreinkun sjávar ins vísað til 3. umræðu. I neðri deild var tekið til 1. nmræðu frumvarp um ráðstaf- anir vegna ákvörðunar um nýtt gemgi og tókst að ljúka henni með því að boða til kvöldfundar, en atkvæðagreiðsiu var frestað. Um þrjár leiðir að velja Emil Jónsson sjávarútvegsmála ráðherra tók fyrstur til máls og hóf mál sitt með því að minnast á þau ummæli, sem fallið höfðu um togaraútgerðina og framtíð hennar á síðasta fundi. Gat hann þess, að á síðustu tiu árum hefði togaraútgerðin orðið fyrir þrem verulegum áföllum, sem hlytu að marka spor á afkomu hennar. Fyrst hefði henni verið mismun- að í afurðarverði, þar eð ekki var greitt jafn mikið fyrir togarafisk og bátafisk, þá hefði löndunar- bannið í Bretlandi, sem fylgdi í kjölfar útvíkkun fiskveiðilög- sögunnar í 4 mílur, skaðað út- gerðina, þar sem í Bretlandi var einn bezti fáanlegi markaður fyr- ir ísaðan togarafisk; og loks hefði fiskveiðiiögsagan verið víkkuð í 12 sjómíiur. Minntist ráðherrann næst á, að það heíöi verið látið liggja að því við umræðurnar, að fiskveið- ar togaranna innan 12 mílna markanna hefðu ekki verið veru- legar. Þvert á móti hefði nefnd, sem skipuð var til að athuga af- komu togaraútgerðarinnar, kom- izt að þeirri niðurstöðu, að 37% af afla togaranna á heimamiðum hefði verið aflað innan mark- anna. Og til að bæta togurunum upp þennan skaða þyrfti um 1,2 millj. kr. árlega. Þá ræddi ráðherrann um þá möguleika, sem væru til lausn- ar erfiðleikum togaraútgerðar- innar. Hlyti þá að koma til álita, hvort möguleikar væru á, að heim ila togurunum frekari veiðar innan landhelg- innar að veru- legu eða tak- mörkuðu leyti. Yrði þá að hafa hugfast, að 1. sept. 1958, er mörkin voru færð út, lá fyr- ir umsögn Fiskideildar Atvinnu- deildar Háskólans og Fiskifélags- ins um, að það væri án skaða að hleypa íslenzku togurunum ein- um inn fyrir mörkin, enda greini legt, að meira munar um, að fleiri hundruð erlendra togara fari út fyrir. Einnig hlyti að koma til álita, sagði ráðherrann, hvort veita ætti togaraútgerðinni fjárhags- legan stuðning, annaðhvort frá þeim sjóðum, sem stofnað er tii eða auknir verða eftir frumvarp- inu, eða beint úr ríkissjóði. Um þessar þrjár leiðir sé að velja, annaðhvort verður að taka ein- hverja eina eða allar saman, meira eða minna úr hverri. Eins konar rekstrartrygging Síðan vék ráðherran að því, að komið hefði fram við umræðurn- ar, að útflutningsgjald yrði of hátt eftir frumvarpinu. Gat hann þess, að hækkunin væri fyrst og fremst í tvo staði, til að greiða vátryggingariðgjöld fiskiskipa og til stofnlánadeildarinnar. En sú ráðstöfun, að ríkissjóður greiði tryggingariðgj öldin með því að hækka útflutningsgjald á fiskaf- urðum, sé komin frá útvegsmönn um sjálfum, þar eð þeir hefðu beinlínis óskað eftir því í fyrra, að útflutningsgjöldin yrðu hækk- uð um 2,5% í því skini, unz vá- tryggingarmálin yrðu komin í betra horf. Þá gat hann þess, að hann hefði aldrei heyrt, að því væri haldið fram, að 2% útflutn- ingsgjald til fiskveiðasjóðs væri or'hátt, né að^ það væri talið eft- ir. Togarar hefðu þannig verið skattlagðir til fiskveiðisjóðs, án þess þeir gætu notið hans Og þann ig bætt úr lánsfjárþþörfinni. Það væri því til að jafna þessi met, ef nokkuð ai útflutningsgjöld- unum rynni til stofnlánadeildar- innar og togararnir nytu þar svipaðrar fynrgreiðslu og báta- flotinn hefur að sínu leyti notið hjá fiskveiðisjóði. Enn fremur upplýsti ráðherr- ann, að komið hefðu fram ósk- ir um það frá útvegsmönnum, að stofnlánadeildin mundi hlaupa undir bagga tii greiðslu á trygg- ingariðgjöldum, þar sem útflutn- ingsgjöld í því skini nægja ekki á þessu ári, þar eð þau eru ein- ungis innheimt fimm mánuði árs- tryggingarsjóðs sízt að ófyrir- sinju. Hlutverk hans væri að koma til hjálpar, þegar aflabrest ur yrði, hann væri því eins kon- ar reksturstrygging fyrir útveg- inn, sem mjög mikla þýðingu hefði að efla til að mæta tíma- bundnum erfiðleikum. Mikil lyftistöng Gísli Jónsson (S) tók næstur til máls og sagðist ekki geta lát- ið þeim ummælum Björns Páls- sonar ómótmælt, að síðustu tog- ararnir, sem keyptir voru til landsins, væru nokkra tugi óra á eftir tímanum. Rakti hann því næst smíði íslenzkra togara, allt frá Jóni forseta, sem smíðaður var 1907 fyrir Alliance, og bar langt af öðrum togurum, sem þá höfðu verið smíðaðir í Englandi, til þessa dags. Hefðu íslendingar ævinlega verið í fremstu röð um allar nýungar, þannig hefði Hannes ráðherra verið drottning togaraflotans á sinni tíð og þeg- ar samið var um smíði þriggja fyrstu dieseltogaranna, Hallveig- ar Fróðadóttur, Jóns Þorlákssonar Og Jörundar, þá voru það fyrstu diseltogararnir, sem ekki mistók- ust, Og aðrar þjóðir fóru síðan að byggja eftir þeim. Það hljóti því að vera átt við togarana Maí, Frey, Narfa, Sigurð og Víking. En orsökin fyrir stærð þeirra sé sú, að um þær mundir, sem sam- ið var um smíði þeirra, var haf- in barátta um að stækka lánd- helgina. Þess vegna urðu þeir að vera þannig úr garði gerðir, að þeir væru færír um að. fara á fjarlæg mið. Hins vegar hefði fyrst komið skriður á notkun skúttogaranna, eftir að sa'mið hafði verið um smíði síðasta tog- arans, en ég get fullyrt, sagði ræðumaður, að útkoma þeirra hefði ekki verið betri fjárhags- lega en togaranna, sem keyptir voru. Þá kom ræðumaður að þeim orðum Björns Pálssonar, að sjálf sagt væri að láta togarana liggja, ef þeir veiddu ekki fyrir reksturs kostnaði, en taka fyrir atvinnu- greinar, sem bera sig. Rakti Gísli síðan sögu togaraútgerðarinnar og sýndi fram á að hún hefði æv- inlega verið mik il lyftistöng fyr- ir athafnalífið Og uppbyggingu landsins. Örðug- leikar hennar nú væru ekki sízt af þeim sökum, að jafnan hef- togarautgerðarinnar en annarrar útgerðar af hálfu ríkis og bæjar* félaga. M. a. af þeim sökum hefði verið gripið til bæjarút- gerða, þar eð útvegsmenn treyst- ust ekki til að standa undir skattaálögunum, en ekki taldist fært að leggja þennan atvinnu- veg niður. Og þótt nú væri um stundarörðugleika að ræða, væri sjálfsagt að reyna að leysa þá. Um það verði svo að ræða af meiri vizku og sanngirni, en Björn Pálsson gerði, hvort reynsl an sýndi, að togarar eigi og þurfi að vera á íslandi. Sjálfsagt sé hins vegar vinsælt í Austur- Húnavatnssýslu að tala á móti nauðsynlegum styrk við togara- úegerðina. En það var líka vin- sælt 1959 í Austur-Húnavatns- sýslu að telja sig fylgjandi hugsjónum Sjálfstæðisflokksins en bjóða sig fram fyrir Fram- sókn. Iðgjöidin allt náður í 3% Þá minntist ræðumaður þess, að Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra hefði bent á leiðir til úrbóta fyrir togaraútgerðina. Kvaðst ræðumaður ekki vilja gagnrýna þær, aðeins benda á nokkur atriði í því sambandi. Til greina kæmi þá að allur togara- flotinn yrði metinn að nýju og ákveðið það verð, sem sanngjarnfc verður að teljast, síðan yrði út- vegað lán til að standa undir mismuninum á bókuðu eignar- verði. Þá yrði vátryggingarupp- hæðin ekki hærri, en eðlilegt get- ur talizt og hægt er að standa undir. Enn fremur yrðu togararn- ir vátryggðir á einum stað, en með því móti yrði hægt að kom- ast að bezturr. kjörum. Svo hefði verið Og fóru iðgjöld þá allt nið- ur í 3%. Með þessu móti væri ekki óJíklegt, að unnt yrði að lækka iðgjöldin um 50%. Þá komi til greina að fella niður framlag togaraútgerðarmnar í atvinnu- leysissjóð um stundarsakir. Enda er óeðlilegt, að togararnir greiði í sjóðinn, meðan þeir standa ekki undir því, en næg atvinna er i landinu'og sjóðurinn safnar millj. króna. Ekki sé ástæða til að tan- marka fjöida togarasjómanna við 32, meðun aflinn er ekki meiri en svo, að engin vinna er fyrir ailan þann fjölda. Eða hvers vegna er ákveðinn svo fjöldi skipverja á togurum, meðan ekki er ákveðið um áhöfn annarra skipa? En með því að hafa áhöfn- ina 24 menn mætti lækka útgjöld in talsvert. Q.Johnson & Kaaber % Fiskibáfar til sölu 120 tn. norskur stál-fiskibátur mjög glæsilegur, byggður 1957 ný klassaður, útbúinn fyrir tog- og línuveiðar Vökvadrifið togspil og línuspil. Radar, dýptarmælar og fisksjá. Teikningar fyrirliggjandi. 40 tn. Vélbátur, stærð 40 tn. Vél 180 Hk. Alfa diesel. Olíudrifið togspil og línuspil, 2 dýptarmælar. Einn bezti bátur flotans. Mikil og ný veiðarfæri fylgja. 27 tn. vélbátur með 170 Hk. vél, Togspil, línuspil, olíudrifin, ennfremur dragnótaspil og dýptarmælir. Humarútbúnaður fylgir. 20 tn. vélbátur með 160 Hk. vél, olíudrifið línuspil. Báturin ner ný uppbyggður. 7 tn. nótabátur með 20 Hk. Buch-vél. Línuspil og dýptarmæli. Gúmmíbátur og línuútgerð fylgir. 5 tn. trillubátur með 18 Hk. Lister vél. 2% frambyggður trilhbátur með sjó-jeppavél. Selst með eða án vélar. Nanari upplýsingar gefur BÁTA 0(1 FASTEIGNASALAN Grandagarði — Símar: 12431, 19437,—19878. im>. Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.