Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 10
10 IHORGVNLLAÐ1Ð Þriðjudagur 5. des. 1961 I A 93 Estundum l i i i 1 1 J i * 9 ! i X x i I I ? X 1 i f SKAGASTRÖND — Valdi- mar Númi Guðmunds hefur í nokkur undanfarin ár hald- ið uppi vikulegum ferðum, þegar fært er, milli Skaga- strandar og Reykjavíkur. J— Hann hefur með þessu reynt að leysa brýnustu samgöngu- vandræði okkar, og telja má l x I i Valdimar Númi Guðmundsson við flutningabifreið sína. (Ljósm.: Þórður Jónsson). aftur og með tækjum þeim, sem hann hafði meðferðis, tókst það. Síðan aðstoðaði hann mig við að komast upp brekkuna. Var kl. þá um 16.30. — Kvaddi ég þá Jón og bað hann fyrir skilaboð í Fornahvamm að ég þyrfti ekki á aðstoð að halda. Veðurteppt í Hrútafirði og á Blönduósi Ferðin yfir heiðina gekk svo sæmilega ,en þegar ég kom að Stað í Hrútafirði hafði veðrið enn versnað og taldi ég ekki fært að halda lengur áfram. Þeir bræður, Magnús og Eiríkur á Staðar- skála, tóku okkur opnum örmum og komu okkur fyr- ir á 'Bálkastöðuni og Stað. frá Reykjavík til Skagastrandar að allar smærri vörusending- ar séu nú fluttar með hon- um Einnig hefur hann flutt nokkuð af farþegum til hins mesta hagræðis fyrir þá, því að með því að ferðast með honum sparast að kaupa bíl til Blönduóss í veg fyrir Norðurleiðabílana, en það kostar 180 kr. í norðan veðrinu nú fyrir helgina var Númi á leiðinni frá Reykjavík. Aðspurður um hvernig ferðin hefði gengið, sagði hann svo frá: Með 8 farþega og hlaðinn vörum — Á fimmtudagsmorgun, 23. nóv. kl. 8 lagði ég af stað frá Reykjavík með bil- inn hlaðinn vörum og 8 far- þega á aldrinum 4—70 ára. Veður var þá gott, norðan gola og dálítið frost og hafði kastað úr éli um nóttirra. — Ferðin gekk að óskum upp að Fornahvammi, en dálítil skafhríð var þegar kom að Sveinatungu og fór heldur versnandi. í Fornahvamm kom ég kl. 12.45. Þar fengum við okk- ur hressingu og lögðum af stað aftur kl. 13.30. Veður fór alltaf yersnandi eftir því sem ofar dró. Er við komum í Hæðarsteinsbrekkuna, þurfti að fara vetrarbrautina og þar festi ég bílinn í aur- bleytu, sem var undir snjón- um. Stöðvaðist nú öll um- ferð um veginn. Þarna komu að sunnan tveir vörubílar og ein jeppi. Þá gerðist það, að vélin stöðvaðist og hafði olí- an krapað eða frosið. Kom- in var nú norðan stórhríð með um 10 stiga frosti. Fyrsta hugsun mín var að reyna að koma ferþegunum aftur niður í Fornahvamm. Ekki var hægt að grípa til talstöðvarinnar, því hún var engin, og heldur ekki hjá þeim bílum, sem þarna voru komnir. Ég hefi verið að reyna að fá talstöð í bílinn nú í tæpt ár, án árangurs, en vona fastlega að úr ræt- ist á næstunni. Fékk ég þá jeppann, sem þama var kom inn til að fara niður að Fornahvammi til að biðja Gunnar Guðmundsson um aðstoð. Er jeppinn var nýfarinn, bar að flutningabifreið frá Hvammstanga á leið suður. Bifreiðastjórinn, Jón Sigurðs- son, fór þegar að hjálpa mér að koma bifreiðinni í gapg Kl. var þá að ganga sjö. Þarna vorum við svo veð- urteppt í góðu yfirlæti þar tij á laugardag kl. 13, að við lögðum af stað til Blönduóss, ásamt bílalest, sem hjálpað hafði verið yfir Holtavörðu- heiðf og komum til Blöndu- óss kl. 18 á laugardag. Þar fréttum við að leiðin til Skagastrandar væri lokuð vegna snjóa, og þurftum við að bíða þar þangað til kl. 11.30 á sunnudagskvöld, þar sem tæki vegagerðarinnar voru ekki tiltæk til að opna veginn fyrr. Hingað til Skagastrandar komum við svo kl. að verða 5 á mánudagsmorgun, heil á húfi og hafði ferðin á tekið 93 klukkustundir og þótti sumum nóg. — Þ. J. I t i x x I x t T '4 4 4 4 4 4 4 4 4 | I I I l I x i f Salffiskur • Saltfiskur .1. flokks í 10 kg. pökkum tH sölu í fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur við Grandaveg. — Verð kr. 72.50 pakkinn. Bæjarútgerð Reykjavíkur. VERZLUNIN TASKAN Ingólfsstræti 6 hefur móttöku á fatnaði til hreinsunar fyrir okkur. EFNALAUGIN LINDIN H.F. Lögmannafélag Islands 50 ára afmælishóf félagsins verður haldið að Hótei Borg, laugardaginn 9. des. næstkomandi kl. 18,30 Þátttakendur eru vinsamlega beðnir að tilkynna þátttöku sína og sækja aðgöngumiða til stjórnar félagsins eigi síðar en fimmtudaginn 7. des. STJÓRNIN. Atvinna Laghentur reglusamur ungur maður óskast við léttan iðnað. Upplýsingar í síma 22453. Afgreiðsla Duglegur piltur óskast nú þegar til afgreiðslustarfa í einni kjötverzlun okkar. Upplýsingar í skrifstofunni sími 11249. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS. Skúlagaiði 20. Endurskoðun Ungur reglusamur maður með verzlunarskólapróf eða aðra hliðstæða menntun óskast í endurskoðunar- skrifstofu nú þegar eða um næstu áramót. Uppl. um aldur, menntur. og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 10. þ.m. merkt: „Endurskoðun — 7216“. Félagslíf Valur, handknattleiksdeild. Meistaxa-, 1. og 2. fl. karla. Munið æfinguna í !d kl. 9.20. Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku í Sjálfstæð- ishúsinu fimmtudaginn 7. des. 1961. Húsið opnað kl. 8. Fundarefni: 1. Dr. Sigurður Þórarinsson tal- ar um Öskju og Öskjugos og sýnir litmyndir. 2. Árni Stefánsson sýnir lit- kvikmynd sína af öskjugosi. 3. Myndagetraun, verðlaun veitt. 4. Dans til kl. 24. Aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlunum Sigfúsar Eymunds- sonar og ísafoldar. Verð kr. 35,00. Sundmót K.R. Undanrásir fyrir mótið í kvöld verða í 50 m bringusundi telpna sveina kl. 19. Stjórnin. SKIPAUTGCRB RIKISINS Ms. BALDUR fer til Gilsfjarðar og Hvamms- fjarðarhafna í dag. Vörumóttaka árdegis. Einar Asmundsson hæstaréttarlögmaöur Lögfræðistörf - Fasteignasala Austurstr. 12 3. h. Sími 15407 Sjálfvirk stillitæki Segullokar eru notaðir við hitaveitu. Opna eða loka fyrir rennsli, með rafmagni. Stjórnast af hitastilli, þrýstirofa o.s.frv. * Talið við HÉÐINN og leitiá frekari upplýsinga _____________________39003 Skrifborð — Snyrtiborð — Ko nmóða Skattholin okkar leysa vandann á fjölmörgum heimilum því það gegnir hlutverki 3 gagnsamra muna sem hver um sig er næstum ómissandi á hverju heimili, en færri geta vegna plássleysis, veitt sér og hafa alla. Skattholin frá Skeifunni eru með spegli og 3 skúffum og notast sem kommóður, skrifborð og snyrtiborð. SKEIFAN Kjörgarði Laugavegi 57. — Sími 16975. Skólavörðnstíg 10. — Sími 15474. 1 - 3 skatthol sparar rœstingu peninga pláss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.