Morgunblaðið - 05.12.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.12.1961, Qupperneq 13
Þriðjudagur 5. des. 1961 MORGVN 8L AÐIÐ 13 Aldarminning Hannesar Hafsfeins: Eftir honum verður lengur rnunað en öðrum landstjdrnarmönnum Ræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra ÉG VEIT engan íslenzkan mann, er lifáð hefur á þessari öld, að í ævi hans væru svo mörg yrkis- efni fyrir skáld, sem með kynnu að fara, eins og Hannes Hafstein. Sjálfur var hann meðal helztu skálda sinnar samtíðar Og mót- aði sikáldskaparhneigðin ekki einungis lífsviðihorf hans heldur Ihafði úrslitaáhrif á lífsferil hans og þar með sögu íslands. Um skáldskap hans mun ég þó ekki ræða. Það gerir annar mér miklu fœrari. Ég mun einungis tala um stjórnmálamanninn Hannes Haf- stein Oig veit þó, að því fer fjarri, að ég geti gert þeim þætti lífs- starfs hans þau skil, sem vert væri. Löngun mín er að líta hann hlutlausum augum, ekki skoða hann sem goð á stalli heldur mann, sem barðist harðri baráttu, þar sem rök mátti færa á báða bóga, og meta síðan hver staða hans er meðal íslenzkra stjórn- málamanna á þessari öld. Ætt og upphaf Faðir Hannesar, Pétur amt- maður, var mikil atkvæðamaðúr, ódeigur til ákvarðana en ekki einhamur á stundum. Hann hafði verið tvíkvæntur áður en hann fékk fyrir konu Kristjönu, móð- ur Hannesar, er var honum miklu yngri. Pétur amtmaður dó á með- an Hannes var enn í æsku, en Kristjana lifði son sinn, og var hann henni ætíð mjög handgeng- inn, enda ber öllum saman um, að hún hafi verið afbragð ann- arra kvenna. Foreldrar hennar og bræður voru þjóð'kunmr og var Tryggvi Gunnarsson þeirra þekktastur, einkavinur o-g hjálp- arhella Jóns Sigurðssonar á hans efstu árum. Sjálfur var Tryggvi einn mestai athafna- og áhrifa- rnaður á síðasta fjórðungi 19. Og fyrsta tug 20. aldar. Ætíð var mjög gott með Tryggva og Hann- esi, systursyni hans, og varð Hannesi mikill styrkur að þeirri frændsemi. Hannes var þegar í æsku manna álitlegastur, gott skáld og líklegur til höfðingja. Hann valdist til foringja meðal skóla- pilta og stúdenta, bæði í Reykja- víkurskóla og við Hafnarháskóla. f lærða skólanum reyndist hann ágætur námsmaður, en skáld- skaparáhugi seinkaði laganámi hans og gerði að verkum, að hann fékk þá lægri einkunn en ella Skömmu eftir heimkomuna kvæntist Hannes Ragnheiði, dótt- ur miðkonu föður síns. Mjög þótti jafnræði með þeim hjónum að höfðingsbrag og var til þess vitnað, hversu hjónaband þeirra væri ástríkt. Þrátt fyrir barna- missi var hjónaband þeirra Hann- esi hans mesti hamingjutímá, enda vann hann á þeim árum þau verk, sem getið hafa honum orðstír, sem aldrei deyr. Hannes verður þingmaður Fyrst eftir að Hannes kom fra Kaupmannahöfn, og meðan hann vann á skrifstofu landshöfðingja í Reykjavík, fóru af honum litlar sögur, en Magnús Stephensen, landshöfðingi, maður vitur og margreyndur, fékk á honum miklar mætur. Þess vegna var Hannes gerður sýslumaður ísa- fjarðarsýslu, sem vandskipað var i, bæði vegna þess að embættið þótti í sjálfu sér erfitt en tekju- mikið, og af því að um það stóð enn mikill ófriður, eftir Skúlamál in svokölluðu. Hannes gat sér gott orð sem sýslumaður og frægðar um allt land, þegar hann fór að brezkum togara á Dýrafirði. Tog- aramenn reyndu að granda hon- um Og bátsverjum hans með þeim afleiðingum, að sumir drukkn- uðu, en Hannes hélt með herkj- um lífi vegna frábærrar karl- mennsku. Næst vakti Hannes alþjóðar- athygli, þegar hann, flestum að óvörum, feldi séra Sigurð í Vig- ur við þingkosningar í ísafjarðár- sýslu árið 1900, og hlaút þar sjálfur kosningu ásamt' Skúla Thoroddsen, einum helzta stjórn- málaandstæðingi sínum fyrr og síðar. Fram að þessu hafði Hann- es ekki tekið neina forystu í stjórnmálum. Hann hafði raunar tvívegis boðið sig fram til þing- setu án þess að ná kosningu, en að því er virðist látið sér úrslit- in í léttu rúmi liggja. Honum gazt lítt að tillögum Benedikts sýslumanns Sveinssonar í stjórn- skipunarmálinu, taldi þær ekki raunhæfar, og þótti Islendingar um of eyða kröftum sínum í gagnslaust þóf við Dani, í stað þess að einbeina huga sínum að framikvæmdum og framförum innanlands, sem hlytu að vera forsenda fyrir auknu stjórnfreisi. Á mieðan Benedikt réði enn stefn- unni og í Danmörku var við völd harðsvíruð íhaldsstjórn, sem hafnaði öllum sjálfstæðiskröfum íslendinga, varð Hannes því nokkuð utan við meginstraum ís- lenzkra stjórnmála. Það var fyr^t, þegar við lá, að tillögur Valtys Guðmundssonar, „Valtýzkan" svokallaða, næðu fram að ganga, að Hannes lét verulega að sér kveða og hélt fram þeim skoðun- um, sem fengu almennan hljóm- grunn. Þegar hér var komið má segja, að tillögur Benedikts væru úr sögunni, enda andaðist hann í þessum svifum, en Hannes hafði sameinast honum og fylgismönn- um hans í eindreginni anistöðu við Valtýzkuna, þá hugmynd að skipa skyldi sérstakan íslands- ráðherra m>eð búsetu í Dan- mörku en með setu á Alþingi og ábyrgð fyrir því. Þetta var hin mesta breyting, sem von þótti til, að þáverandi íhaldsstjórn í Dan- mörku fengist til að samþykkja á stjórnarhögum íslands, en ýms- ir, þar á meðal Hannes, töldu hana verri en ekki. Aflar heimastjórnar Valtýingar töpuðu kosningum 1900 en á Alþin^i 1901 stóð mjög glöggt, hver skoðunin hefði meiri hluta, og réðu Valtýingar sarnt meðferð mála þar vegna þess að einn þingmanna, Arnljótur Ólafs son, komst ekki til þings sökum ellihrumleika. í miðjum klíðum bárust fregnir af því, að stjórnar- skipti væru orðin í Danmörku og frjálslyndari menn teknir þar við völdum. Engu að síður knúðu Valtýingar með offorsi fram sam- þýkkt frumv. síns. Varð þá að ráði, að andstæðingar þeirra fengu Hannes til að fara næsta vetur til Kaupmannahafnar í því skyni að fá dönsk stjórnarvöld til að fallast á aðra og íslendingum hagfeldari skipun. Áður drap ég á það, að skáld- skaparhneigð Hannesar hefði dregið úr áhuga hans fyrir lög- fræðinámi. Nú kom hún sér aftur á móti í góðar þarfir. Einangrun frá þarlandsmönnum einkenndi löngum dvöl íslendinga í Kaup- mannahöfn. Ég hefi stundum furðað mig á því, að allar þær aldir, sem ísland var í fram- kvæmd óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, skyldi enginn íslend- ingur komast til verulegra eða a. m. k. varanlegra valda í Dan- mörku. Því að ekki eru ílending- ar Dönum þeim mun ver gefnir, að þeir séu ekki hlutgengir á við þá. Sannleikurinn er sá, að ís- Bjarni Benediktsson lendingar héldu lengst af flestir hópinn og lifðu mest í eigin heimi í Kaupmannahöfn. Hugurinn var stöðugt á íslandi. „Heim allir girnumst vér“, segir Bjarni Thor- arensen. Auðvitað voru frá þessu nokkrar undantekningar, en þær staðfesta einungis regluna. Hannes Hafstein var ekki und- antekning að því leyti, að hann fýsti að ílendast í Danmörku eða komast til áihrifa þar. En vegna skáldhneigðar sinnar gekik Hann- es á stúdentsárum sínum' á fund Georgs Brandes, sem þá og lengi síðan var mesti andans maður í Danmörku og gerðust þeir góð- ir vinir. Eftir stjórnarskiptin í Danmörku sumarið 1901 varð Brandes áhrifamaður meðal valdamanna þar, þótt hvorki sæti hann í stjórn né á þingi. Vinátta Brandes og Hannesar kom sér nú í góðar þarfir fyrir Islendinga. Hygg ég sízt ofmælt, að hún hafi ráðið úrslitum. Fyrst um, að Hannes var valinn til far- arinnar, og það, sem meira var um vert, að hann fékk því fram- gengt, að íslendingum var gefið færi á að velja um fcvo kosti. Frumvarpið, sem ALþingi hafði samþykkt 1901, og frumivarp, þar sem heimastjórn var tryggð, þ. e. búseta ráðherra íslands á land inu sjálfu. Hnigu að lokum allir að því ráði að samþykkja fremur það frumvarpið, sem var fcví- mælalaust árangur af sendiför Hannesar Hafstein til Danmerk- ur. Ríkisráðsfleygurinn Danska stjórnin bætti þvi raun- ar yið, að berum orðum skyldi fram tekið það, sem áður hafði tíðkast, að íslenzk mál skyldu borin upp fyrir konung í ríkis- ráði. Þessi fleygur Albertis varð til þess, að ekki komst á sá friður um lausn málsins, sem menn höfðu vænzt. Hún var að vísu samþykkt svo að segja sam- hljóða á ALþingum 1902 og 1903. En ríkisráðsákvæðið varð til þess, að nýr flokkur, Landvarnarflokk urinn, myndaðist. Þetta ákvæði, sem Danir hugðu, að myndi tryggja rétt sinn, hafði þvi alveg þveröfug áhrif. Fleygurinn stóð eins og fleinn í holdi manna og nokkuð á annan áratug varð það eitt aðalviðfangsefni íslenzkra stjórnmálamanna, þar á meðal Hannesar Hafstein sjálfs, að fá hann numinn úr íslenzkum stjórn lögum, þótt hann í fyrstu þætti naumast úmtalsverður. Fyrr og síðar hefur ýmsum þótt sem þarna gætti um of orðhengils- háttar. En það, sem undir niðri réði, var vaxandi ósk um að brjótast út úr dönsku ríkisheild- inni, og umfram allt að binda sig aldrei með eigin samþykki til neins, er festi þjóðna þar. Mögnuð andstaða margra, eink urn ungra manna, við Hannes, skapaðist af því, að þeir töldu hann hafa keypt heimastjórnina of dýru verði með samiþykkt rík- isráðsákvæðisins. Af því stafaði tortryggni og andúð, sem aldrei varð yfirunnin. Ríkisráðsfleygur- inn varð fcákn, sem hafði áhrif langt umfrám raunverulega þýð- ingu sína. Því að reynslan átti eftir að sanna, að í framkvæmd varð hann íslendingum lítt eða ekki fjötur um fót. En skaðinn var skeður og átti eftir að kasta skugga sínum langt fram í tím- ann, Auðvitað sá Hannes þetta ekki fyrir, enda er óvíst, að honum hafi verið kunnugt um fleyg Al- bertis fyrr en í konungsboðskap löngu eftir heimkoihuna. Hvað sem um það er, þá var Hannes ekki einn þeirrar skoðunar, að þetta skilyrði væri naumast um- talsvert, svo meinlaust væri það. Allir þingmenn á Alþingi 1902 og allir nema einn á þingi 1903 voru á sama máli. Eins og þá horfði, hafði Hannes því unnið einn frækilegasta sigur, sem ís- lenzkur stjórnmálamaður nokkru sinni hefur unnið, þegar hann fékk dönsku stjórnina til að bjóða heimastjórn með frum- varpinu 1902. En hverfulleiki stjórnmálanna lýsti sér í því, að Hannes féll sama ár við kosning- ar í Isafjarðarsýslu — og sízt af öllu vegna ríkisráðsákvæðisins, sem andstæðingar hans þar voru sjálfir samþykkir. Árið eftir var hann kjörinn þingmaður í átt- högurn sínum í Eyjafirði og naut þar óbilandi fylgis æ síðan. Fyrsti ráðherra Þegar að því kom-að velja ráð- herra, samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá, sem meira var að þakka Hannesi Hafstein en nokkr um öðrum, hefði sýnzt eðlilegt, að Heimastjórnarmenn, sem voru í meirihluta á. Alþingi 1903 hefðu sjálfir nefnt einhvern til starfs- ins. Ekki komu þeir sér samt saman um það. Danska stjórnin réði því þess vegna ábendingar- laust frá Alþingi, hver valinn skyldi. í Danmörku minntust ráð herrarnir enn komu Hannesar Hafstein á sínum tíma til að semja um stjórnarskrármálið, en nú eins og þá sýnist vinskapur Georgs Brandes hafa ráð’ið úrslit- um. Ef Hannes hefði ekki öðlast vináttu Brandes á skólaárunum vegna þess að hann Hó slöku við laganám og lagði meiri stund á skáldskap, er hvorttveggja hæp- ið, að heimastjórnin hefði feng- izt svo snemma sem raun varð á, og að Hannes Hafstein hefði orðið fyrsti ráðherra íslands. Oft er erfitt að sjá fyrir hvað úrslit- um ræður um örlög einstaklinga og þjóða. Nú þegar menn hafa haft 'nn- lenda ráðherra hátt á sjötta tug ára, marga og misjafna, eins og gengur, eiga þeir erfitt með að gera sér grein fyrir, hver ger- breyting varð, þegar hinn fyrsti íslenzki áðherra var skipaður né hver tignarstaða það var í augum landsmanna. f hinu forna ]ýð- veldi hafði enginn einn maður vald yfir öllu landinu og eftir að það kom undir konung, voru æðstu valdsmenn hér á landi und irmenn erlendra höfðingja. Hannes Hafstein var þess vegna ebki einungis fyrsti íslendmgur- inn, heldur fyrsti maður búsettur hérlendis, er hafði æðsta vald yfir landinu öllu. Honum var því mikill vandi á höndum og mikl- ar vonir voru bundnar við valda- töku hans. Á þessum árum var Hannesi stundum brugðið um, að hann hneigðist um of til hóglífs og óraunsærra skáldadrauma. Raun in varð öll önnur. Með ráðherra- dómi hans urðu þau þáttaskil í sögu landsins, sem hinir bjart- sýnustu höfðu búizt við, og þótt þjóðin væri enn örsnauð var af meiri röskleika og glæsibrag af stað farið en nokkru sinni síð- ar hefur verið við haldið. Öflugt löggjafarstarf Á fyrstu trveimur þingum eft- ir að Hannes varð ráðherra, 1905 °g 1907, voru samiþykkt rúmlega 80 stjórnarfrumivörp margvíslegs efnis: Almennar réttarbætur, mikilsverðar framkvæmdir, betri tilhögun gamalla úrlausnarefna Og nýskipan í samræmi við kröf- ur tímans. Mun það aldrei hafa bomið fyrir nema 1907, allt frá því að Alþingi fékk löggjafar- vald, að það fengi fleiri stjórn- arfrumvörp til meðferðar en frv. flutt af einstökum þingmönnum. Til dæmis um hið umfangs- mikla starf sem á þessum árum var unnið, auðvitað af mörgum góðum mönnurn, en undir yfir- stjórn ráðherra, til undirbúnings löggjafar, skal ég nefna nokkur stjórnarfrumvörp, sem þá .voru samþykkt: Lög um hefð, um fyrningu, um veð í skipum, um metramæli og vog, um rithöfundarétt og prent- rétt, um stofnun geðveikrahælis, um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma, um skipun læknishéraða, um skipun presta- Framihald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.