Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 5. des. 1961 MORCUmtL 4 Ðlb 17 Frú Svanfríður Hjart- ardóttir — sjötug 1 DAG á sjötugsafmæli ein af merkiskonum Reykjavíkur, frú Svanfríður Hjartardóttir. Hún er Kiörgum að góðu kunn, mikilhæf ikona, góðviljuð og höfðingi í lund og frábærlega tryggur vin- ur vina sinna. I hugum þeirra rifj ast upp margar kærar minning- ar á þessum merku tímamótum í eefi frú Svanfríðar. Ég horfi til baka til liðinna ára. A heimili foreldra minna í Vík í Mýrdal var oft talað um heim- ilið að Bókhlöðustíg 10 í Reykja- vík. Þar áttu heima merkishjón. in Hjörtur Hjartarson, trésmíða- meistari og kona hans Sigríður Hafliðadóttir, bæði alkunn í Reykjavík á þeirra tíma. Við vissum það systkinin, að þessi hjón voru velgerðamenn for- eldra okkar og tryggðavinir. Og oft var minnst á börnin þeirra, Ólöf Lofts- dóttir — 65 ára 1 DAG þriðjudaginn hinn 5. desember, verður Ólöf Lofts- dóttir (Lóa), þerna á m/s Goða- foss, 65 ára. Lóa eins o,g hún er ávallt kölluð af skipsfélögum og kunnugum, hefur starfað óslitið, á skipum Eimskipafélags íslands á fjórða tug ára. Það verða örugglega margur, karl og kona. innlend og útlend, sem hugsa til Lóu í dag með þakklátum huga, fyrir hennar rómaða og verðskuldaða hjálp- semi, umhyggjusemi og prúð- mannlegu framkomu. Hún er stödd í dag um borð í skipi sínu Goðafoss, á leið til New York. Svanfríði og bræður hennár; Hafliða, síðar trésmíðameistara (dáinn 1961) og Hjört, sem varð lögfræðingur og var nýtekinn við ritstjórn Vísis, er hann lézt 1915. Það var ávalt auðheyrt, hversu fagrar og hugljúfar minningar foreldrar okkar át.tu um þessa fjölskyldu, þessa tryggu, góðu vini í fjarlægð. Frú Sigríður missti mann sinn 1918. Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur, bjó hún ein í íbúð sinni, þar sem allt var vott feg- urðar og fágunar. Mér verður minnisstæð fyrsta heimsókn mín til hinnar virðulegu, gáfuðu konu. Það var eins og að koma í foreldra hús. Vináttan brást ekki. En sama má segja um heimili frú Svanfríðar og Péturs Þ. J. Gunnarssonar, stórkaupmanns. Þar áttum við systkini ætíð góð- vild að mæta, tryggð og vináttu. En þeir eru og margir, sem þakk látum og hlýjum huga minnast þess heimilis, þeirra góðvildar, sem húsráðendur sýndu gestun- um og þeirar gleði, sem hreif hugann á glæsilegu heimili. Frú Svanfríður var uppalin á menningarheimili, þar sem heimilisbragur mótaðist af Kristn um anda og góðum siðum. Þar naut hún ástríkis og umhyggju og hlaut þá menntun, sem bezt gat verið og völ var á. Góðum gáfum er hún gædd- og viður- kennt er hennar listræna, fagra handbragð. Fjölþættir hæfileik. ar hafa nýzt henni giftusamlega í miklu æfistarfi, bæði heima og heiman. Eftir síðasta strið dvaldi frú Svanfríður um skeið í Sviþjóð; Breytingar höfðu orðið á heimilis högum 'hennar. Börnin voru upp- komin, gift og að heiman farin. Eg heimsótti frú Svanfríði á heimili hennar í Stockhólmi 1947. Enn var hún hin sama, glöð í viðmóti og virðuleg í framgöngu, vingjarnleg og höfðingi heim að sækja. Eg naut sömu gestrisn- innar sem fyrr, sömu tryggu vin- áttunnar, svo sem ávalt síðan. Frú Svanfríður hefir unnið mikið starf sem húsmóðir, og frá- bær móðir hefir hún verið börn- um sínum. En utan heimilis hef- ir hún og unnið mikilvæg störf. Það er einkum Thorvaldsens- félagið góðkunna, sem hún hefir helgað krafta sína. Félagið vinn- ur að mannúðar og líknarmál- um. Þeir, sem kyr.nst hafa hjarta hlýju frú Svanfríðar og samúð hennar með bágstöddum, vita, að hér var eðlilegt starfssvið. Hún mun hafa gengið í félagið 1914 og síðan unnið mikilvæg störf í félaginu og hefir verið formaður eða forstöðukona þess hátt á annan áratug. v MACLEENS tannkrem Einu sinni Macleens — alltaf Macleens Heildsölubirgðir: Það er mikið gleðiefni fyrir frú Svanfríði, að hún sér nú á þessum tímamótum sigur þeirrar hugsjónar, sem félagið hefir lengi barist fyrir að koma í fram- kvæmd, en það er bygging vöggu stofu hér í bæ. Er nú sú myndar- lega bygging að rísa við Sunnu- torg og er langt komin. Ég nota þetta tækifæri • til þess að óska Thorvaldsensfélaginu og fostöðu- konu þess, frú Svanfríði, til ham- ingju með þá stofnun, sem mörg- um mun verða til giftu og bless- unar. Frú Svanfríður er enn að starfi og engan veginn að setjast í helg- an stein. Það er von allra vina hennar, að hún megi sem lengst njóta heilsu og starfskrafta til að vinna að áhugamálum sínum og hugðarefnum. Eg veit, að þeir eru margir, sem í dag hugsa hlýtt til þín, kæra vinkona, og óska þér 'heilla og blessunar á þessum tímamót- um, samgleðjast þér og ástvin- um þínum á þessum gleðidegi. Jón Þorvarðsson. Atvinna Höfum atvinnu fyrir duglegar, reglusamar stúlkur við ýmiss störf. VINNUMIÐLUNIN Laugavegi 58 — Sími 23627. Til sölu Nokkrar þriggja herbergja íbúðir. íbúðirnar eru í smíðum, en seljast tilbúnar undir tréverk og frá- gengnar að utan. -Afhendingartími er maí-júní. Upp- lýsingar að Álftamyri 8 kl. 1—4 alla daga og í símum 38016 — 35070. Haukur Pétursson. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifsofa. Austurstræti 10A. Sími 11043. LÚÐVÍK GIZURARSON héraðsdómslögmaður Tjarnargötu 4. — Sími 14855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.