Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. des. 1961 r---------^ Margaret Summerton HÚSIÐ VK) SJÓINN Skáldsaga Daniels Wargraves. Lisa ag Tarrand majór sögðu.. Hann greip snöggt fram í: Ég veit það. Eftir að ég fór út í gser- kvöldi býst ég við, að þau hafi gefið þér rækilega lýsingu á Danny, og að því loknu var hann andstyggilegasta skepna, sem á jörðunni hefur skriðið. Og..sem meira er. .var lýsing þeirra svo eem ekki nema rétt og sönn. Til hvers ert þá þú eða aðrir að gæta hagsmuna hans. þegar hann er dauður? Af því að Edvina frænka er að gera sig vitlausa í sambandi við hann. Og nú þegar ég er ihingað kominn, kemur það í Ijós, að ég get gert sjálfum mér greiða um leið. Jæja, þetta er víst nógu hreinskilin játning handa þér, vona ég. Hann glotti. En ég skil þetta ekki ennþá, sagði ég. Eftir því sem Lísa segir, háfði Danny komið sér hér fyrir sem listmálari, en ef nokk- uð er áð marka þessa sjálfsmynd hans, hefur hann ekki verið mik- ill listamaður. Nei. Hann færði sig aftur að glugganum, rétt eins og hann væri að skoða eitthvað í garð- inum. Loks komu orðin, yfir öxl hðns, hægt og með sem- ingi, rétt eins og hann vægi þau vandlega: Nei, það er mála sannast, að Danny gat ekki mál- að. Meðan hann lifði, tókst honum áð ljúga því að sjálf- um sér ,að hann væri leikari, kvikmyndahöfur.dur, skáldsagna- höfundur, kvikmyndastjóri, jafn vel leikhússtjóri — en jafn- ómögulegur á allt þetta. Hann hafði einhverja svolitla hæfileika í sumar þessar áttir en ekkert úthald við neitt. Eða kannski hefur það líka ruglað fyrir honum, að hann hafði svona margar smágáfur, en að- eins eina stóra. Hann leit á mig hugsandi. Þeg ar Danny sneri sér að því að lýsa sjálfum sér, var hann næst- um snillingur. Og í hverju lýsir þessi snilli- gáfa sér? spurði ég. í tuttugu ár, næstum sam- fleytt, hélt Danny dagbók. Ekki veit ég hver tilgangur hans var með því. Kannski hafði hann einhverja óljósa hugmynd um gildi þess arna, eða þá það hefur verið gert til þess að ná sér niður á heimi, sem vildi ekki viðurkenna hann. Ég veit ekki annað en það, að hann var gagnheiðarlegur í þessum skrifum sínum. Hann notaði þau eins og eins konar stækkunar- gler á sjálfan sig. Og ég get sagt þér, að slíkt er mjög sjald- gæft. Það hefur þá verið dagbók misheppnaðs manns? Hann kinkaði kolli. Einmitt. Dagbók manns, sem hafði verið þátttakandi í mörgum smá- hneykslum, umgengizt heilan hóp af ómerkilegu fólki og merkilegu. Kjaftatífa. Maður, sem hafði orðið fyrir vonbrigð- um í metnaði sínum, samvizku- laus og siðferðislaus, að berjast fyrir frægð og auðæfum, en orðið af hvoru tveggja. Maður, sem sveifst einskife, jafnvel ekki þjófnaðar, og skrifaði svo öll afrekin niður í tuttugu ár: Skrif aði sjiifan sig niður. Já, dagbók hálf-glæpamanns. Það getur orðið góð bók, áttu ekki við það? spurði ég tor- tryggin. Það getur orðið hrífandi bók og sterk — einhver bezta bók á þessu sviði, sem rituð hefur verið: heiðarleg rannsókn á einni mannveru. —o— Hann sneri stólnum við og settist klofvega á hann. Æsing- urinn óx svo mjög hjá honum, að það virtist helzt sem hann vissi ekki af mér. Mér datt í hug, að hann væri horfinn inn í sinn eigin heim. En allt í einu var eins og hann rankaði við sér og hann afsakaði sig. Þér leiðist að hlusta á þetta. Það er nú til lítils að vera að tala um þetta .... þú verður að sjá dagbæk- urnar sjálf til þess að skilja, hvað ég á við. Hvernig náðirðu í þær? spurði ég, sem skildi ekki neitt í neinu. Fyrir hreina tilviljun. Danny geymdi þær í gömlum peninga- skáp í svéfnherberginu sínu. Hann slapp úr eldinum og svo var honum fleygt út í garð. Enginn skeytti neitt um hann fyrr en Edvinu datt í hug, að hann kynni að hafa geymt ein- hverjar smærri myndir í skápn- um. Lykillinn var týndur og hún varð að fá mann frá Exet- er til að opna skápinn. Hann kom snemma á mánudagsmorg- uninn þegar ég var inni hjá henní. Af hreinustu forvitni, spurði ég hana, hvort ég mætti lesa þær og hún leyfði mér það. En hefur þá enginn annar lesið þær? spurði ég. Nei, áreiðanlega enginn ann- ar. Eru ekki hin forvitin að sjá þær? Lísa, til dæmis? — Jú, síðan hún vissi, að þær voru til, er hún afkaplega forvitin, svaraði hann og brosti ofurlítið. Þess vegna geymi ég þær áfram í skáp og varðveiti sjálfur lykilinn. Það virðist eftir því, sem ég heyrði í gærkvöldi, að þú sért að reyna að eiga kaup við Ed- vinu. Að vissu leyti, ,já. Hún hefur fengið þá flugu í kollinn að reyna að fá -Danny — og dauðann, úr þvi það tókst ekki lifandi — viðurkenndan sem mikinn lista- mann, og vill því fyrir hvern mun efna til sýningar á verk- um hans í London. Hann and- varpaði og blés frá sér reykjar- strók. Ef mér tekst að koma því í kring, er ég ekki frá því, að hún leyfi mér að gefa út dagbækurnar. En úr því Danny var svona afleitur málari, hver fæst þá til þess að halda sýningu á verk- um hans, langaði mig að vita. Hann glotti. Maður hefur nú ýms sambönd, skilurðu. Mér finnst nú, að Edvina befði betra af því, ef hún gæti látið einhvern sannfæra sig um, áð Danny Var enginn iistamaður, sagði ég og fylgdist ekki al- mennilega með. Þá þekkirðu nú hana ömmu þína ekki mikið. Satt er það. Og ég hélt áfram, forvitin að heyra sannleikann éf hægt væri að fá hann upp úr honum: Þykir þér mjög vænt um hana? í gærkvöldi var eins og þú .... Ég þagnaði. Eins og ég .... hvað? Eins og þú létir þér lynda, að hún skammaði þig talsvert .... lézt hana slá á handarbakið á þér, eins og maður segir. Hann hló. Þú átt við, að ég sé að skríða fyrir henni? Ég róðnaði og ætlaði að hreyfa einhverjum andmælum. Nei, vertu alveg óhrædd. Hlát ur hans var vingjarnlegur. Já, það getur svo sem vel verið, að ég sé að því. En svo getur þetta líka verið til þess gert að lækka ofurlítið blóðþrýstinginn hjá henni, svo að henni sé óhætt. Ef hún heldur áfram að springa svona í loft upp, hvað eftir ann að, getur hún alveg dáið af því. ■ Og úr því að þú spyrð, hvort mér þyki vænt um hana, þá er það nú svona, að ég er búinn að þekkkja hana eins og hún er; geðvond kerling og brögðótt í þokkabót. En ég dáist að kjark- inum í .henni. Það er ekki gam- an að vera orðinn gamall, þeg- ar maður er svona ríkur .... Ég greip fram : Hún er þá raunverulega rík. Eg var farinn að efast um það. Rík! Vitanlega er hún rík. Hvað kom þér til að halda, að hún væri það ekki? Húsið hérna, og hvernig það er rekið. Hún hugsar um eng- in lífsþægindi neinum til handa nema eldabuskunni .... og það er nú meiri eldabuskan! Þar er ég á sama máli. Hann brosti og fékk sér annan vindl- ing. En til þess að skilja, hversu mjög hún forðast að styggja frú Russel, verðurðu að vita, hvað hún hefur átt bágt með að reka heimilið með lágmarks vinnu- krafti, síðan ófriðnum lauk. Þessi vandræði náðu hámarki, þegar Esmond kom heim, því að þá stóð hún bókstaflega ein uppi í tvo sólarhringa. Kerling- in, sem var bæði eldabuska og ráðskona í senn, þaut burt, og Fóstra gamla var í sjúkrahúsi. Svo var það einu sinni síðla kvölds, að Edvina datt niður stiga og mjaðmarbrotnaði. Og þá lá hún án þess að geta björg sér veitt, allt þangað til mjólk- urpósturinn kom, morguninn eftir. Þetta reið. henni nú næstum að fullu. James frændi kom hingað og útvegaði honum hjón, að því er virtist, trúverðug, en mánuði síðar hurfu þau með all- ar töskur fullar af silfurborð- búnaði. Og næsta kona, eða næst næsta, sem hún hafði eft- ir það, reyndist vera drykkju- sjúklingur. Þú sérð þ'ess vegna, að enda þótt Russelhjónin og frú West séu nú ekki neitt sérstakt á al- mennan mælikvarða, þá vill Edvina fyrir hvern mun halda í þau. Hún er hrædd við til- hugsunina um að vera ein og deyja ein, eins og hún var næst um búin að gera. Þetta er hér um bil það eina í heiminum, sem hún er hrædd við. Þú skil- ur, að það er þess vegna sem ég held, að henni hafi þótt svona vænt um Danny. Hann hefði aldrei yfirgefið hana. Mark virtist allt í einu hafa misst allan áhuga á að ræða um Edvinu. Hann laut fram og greip rósina, sem ég hafði skil- ið eftir lijá diskinum mínum. Er þetta gjöf frá Timmy? Já, fyrir tilviljun. Hann átti að fara með hana til Edvinu. Jú, jú. Hann lagði rósina frá sér aftur. Það er daglegt skyldu verk hans — og þú ættir að vita, hvað hann hatar það! Hversvegna er þá verið að píná hann til þess? Háðsbrosið kom aftur á and- lit Marks. Hugsaðu það út sjálf: Drengur, sem færir henni elsku langömmu sinni rós á hverjum morgni! Finnst þér þ^ð ekki hrærandi!? Ekki ef .... Eg þagnaði. Eg sá hann í stiganum. Hann er ekki nokkra vitund likur Lísu. Er hann líkur Esmond? Nei, Esmond var ljóshærður, næstum eins og Lísa. Guð má vita, hvernig þau hafa farið að því að framleiða svona kolsvart hærðan krakka. SHlItvarpiö Þriðjudagur 5. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Emil Björnsson. — 8:05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson. — 8:15 Tón- leikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp — (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. — 17:00 Fréttir). 18:00 Tónlistartími barnanna (Jón G. I»órarinsson). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Kórsöngur: Karlakórinn „Adolp- hina“ í Hamborg syngur. 20:15 Framhaldsleikritið „Hulin augu'* eftir Philip Levene, í þýðingu Þórðar Harðarsonar; 7. þáttur: Dularfullt fyrirbrigði í Penwood. — Leikstjóri; Flosi Ólafsson. —• Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Haraldur Björnsson, Helga Val- týsdóttir, Indriði Waage, Brynj- ólfur Jóhannesson, Klemenz Jóns son og Jónas Jónasson. 20:55 Tónleikar: Lítið næturljóð í G- dúr (K525) eftir Mozart (Hljóm- sveitin Philharmonia í Lundún- um leikur; Colin Davis stjórnar). 21:15 Ný ríki í Suðurálfu; II: Franska samveldið (Eiríkur Sigurbergsson viðskiptafræðingur). 21:40 Píanómúsik eftir Liszt: Mersjan- off leikur þrjár etýður, kenndar við Paganini. 21:50 Fbrmáli að fimmtudagstónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslönds (Dr. Hallgrímur Helgason). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög ungafólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svavars- dóttir). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 6. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:06 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar) 13:00 „Við 'Vinnuna**: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón leikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka- Knútur" eftir séra Jón Kr. ís- feld; III. (Höf. les). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttlr Tónleikar. — 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Bela Sanders og hljómsveit hans leika vaisa- syrpu. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Grænlend- inga þáttur (Dr. Kristján Eld- járn þjóðminjaVörður). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Þór arin Guðmundsson. c) Sigurbjörn Stefánsson flytur siglfirzkar sagnir skráðar a£ Guðlaugi Sigurðssyni d) Jóhannes skáld úr Kötlum le3 úr þjóðsögum Jóns Árnason ar- 21:45 íslenzkt mál (Jón AðaTsteinn Jónsson cand. mag.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: Dean Acheson rif.iar upp liðna tíb; III. Um Ernest Bevin (Hersteinn Pálsson ritstj.) 22:30 Næturhljómleikar: a) „För Gullivers til Putalands**, sinfónía nr. 1 eftir Edgar Stillman Kelly (AmeriKu- hljómsveitin leikur; Richard Korn stjórnar). b) „Grand Canyon", svíta eftir Ferde Grofé (NBC-hlJómsveit in 1 New York leikur; Toec- anini stjórnar). 23:30 Dagskrárlok. >f >f >f GEISLI GEIMFARI Rafeindahei' - rS læknis hefur þú fram að færa? Að þú skulir — Ég ætla ekki að vera hér og lýst Geisla koma með svikara hingað í 100 ára láta þennan rafmagnsheimskingja ,— Lúsí i ua, nvaða afsökun hefur klúbbinn! kalla mig lygara! Komdu, Roger! — Þessa umferð vann Gar læknir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.