Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 5. des. 1961 iu onr.rns nr aðið 23 NA /5 hnútor / SV 50 hnútor X Snjókoma > OSi V Siúrír K Þrumur mss KutíoskH ^ HihtkH H HmS L LagS ■■■■■ —-r 'X — - UM hádegi í gær var komið hæ.gviðri og bjartviðri um vesturhelming landsins, en austanlands var allhvöss N-hríð með 4—5 stiga frosti. Djúp lægð er skammt vestur af írlandi og veldur NA hríð- arveðri í Skotlandi, en á Eng- landi er SV-átt og 12 stiga hiti. Enn virðist rakin N-átt fram undan hér á landi og Skotlandslægðin getur hert á henni einkum á hafinu milli íslands og Skotlands. í Osló var 6 stiga frost, en 4 stiga hiti í Kaupmannahöfn. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Breiðafjarðar og miðin: NA gola, víðast létt- skýjað en sums staðar smáél til fjalla. Vestfirðir og miðin: NA kaldi, sums staðar él norðan til. Norðurland og miðin: Norð- an stinningskaldi, éljaveður. NA-land, Austfirðir og mið- in: Allhvass norðan, éljagang- ur. SA-land og miðin: Norðan átt, allhvass víða austan til, léttskýjað. — Alþingi Framh. af bls. 6. Þá vék ræðumaður að þeirri fullýrðingu Eysteins Jónssonar, að gengisfellingin hefði verið hefndarráðstöfun gegn verkalýðs- samtökunum. Spurði hann E. J., hvort það væri virkilega skoðun hans, að nokkur ríkisstjórn af- greiddi svo alvarlegt mál og setti slík lög í hefndarskini, ef ekki kæmi annað til. Hvort sú væri reynsla hans af samstarfi hans við þessa menn í ríkisstjórn og hvort hann þekkti nokkurt dæmi þess, að lög hefðu verið sett í því skini. Óheilbrigt til lengdar Björn Pálsson (F) tók næstur til máls og sagðist standa við, að nýju togararnir séu ekki fyrir framtíðina. Ef svo væri, mundi vera hægt að selja þá á kostn- aðarverði. Stað- reynd væri, að vinna þyrfti afl- ann um leið til þess að hann sé 1. flokks vara, en það sé ekki eftir kröfum tím ans að geyma hann hálfan mánuð í ís. Ekki kvaðst hann mótfallinn því, að togarar, sem sæmilega væru reknir og bæru sig, væru reknir áfram, eins mætti vera, að hyggi- legt sé að styrkja togarana um stuttan tíma, en slíkt sé óheil- brigt til lengdar. Þá taldi hann, að allar atvinnu- greinar aðrar en fiskvinnslu- stöðvarnar hefðu borið kaup- hækkanirnar í sumar, þess vegna hefði orðið að lækka verðlag á fiski upp úr sjó, nema verðlag erl. hækkaði. Sú lækkun hefði numið 8%, en gengislækkunin hins vegar olli 13% útgjalda- hækkun á rekstrarkostnaði út- gerðarinnar á móti 3% hækkun á fiskverði. Það væri því sýnilegt, að útgerðin hefði tapað á gengis- fellingunni, enda séu útgerðar- menn farnir að skilja að gengis- felling borgar sig aldrei, þótt ríkiástjórmn skilji það ekki. Uúðvík Jósefsson (K) og Ey- steinn Jónsson (F) gerðu báðir stutta athugasemd og ítrekuðu fyrri ummæli um, að þeir væru sammála því að leysa þyrfti vanda togaraútgerðarinnar, þótt þeir gætu ekki fallizt á, að það yrði með þeim hætti að rýmka heimild þeirra til veiða innan fiskveiðilögsögunnar, né með því að leggja giöld á bátaflotann þeim til styrktar. Er Eysteinn hafði lokið máli sínu, var fundi frestað til hálf níu um kvöldið, en þá tók Þór- arinn, Þórarinsson (F) til máls og var hann síðasti ræðumaður- inn, en atkvæðagreiðslu var frestað. I. O. G. T. Hrannarfélagar! Systrakvöldið er í kvöld að Fríkirkjuvegi 11 kl. 8 e. h. —- Lostæti á borðum. Fjölmennið. Dans. Aðgangur 20 kr. Stjórnin. St. Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8.30. — Spiluð félagsvist eftir fund. Gestir velkomnir. Æt. Afhugasemd VEGNA greinar í 279. tölublaði Þjóðviljans í gær undir fyrir- sögninni „Tollaeftirlitið á Kefla- víkurvelli er botnlaust“, óskast tekið fram: Flutningar af flugvellinum til varnarsvæðanna, svo sem radar- stöðvanna á Hornafirði og á Langanesi, hvort heldur er ótoll- aður varningur frá vamarliðinu eða verktökum þess, er að sjálf- sögðu háður tollaeftirliti. Eftirlit þetta er fólgið í því að smá- varningur, hátollavara. sem og áfengi, tóbak og bjór, er undir tollaeftirliti talið í lokaða kassa, oft svonefnd „Conex Box“, sem síðan eru innsiglaðir af tollgæzl- unni o,g skrá gerð yfir varning- inn. Annar varningur, svo sem byggingarefni, er talið upp og sett á skrá og athugað af lög- gæzlumönnum er varningur fer af flugvéllinum að annað sé þar ekki en skráin sýnir. Er flutningur þessi kemur á ákvörðunarstað eru þar til stað- ar löggæzlumenn er telja upp varninginn og endursenda því næst tollskjölin með áritaðri móttöku. Flutningur á varningi með bif- reiðum til varnarstöðvanna við Sandgerði og Grindavík er og tollskoðaður og settur á skrá áður en hann er fluttur út af flugvallarsvæðinu og hið sama er um varning í loranstöðina á Hellissandi og í varnarstöðina í Hvalfirði en við hinar síðast töldu eru og löggæzlumenn er at- huga að varningur komist á ákvörðunarstað og endursenda tollskjöl með áritun þar að lút- andi. Frá því að varnarliðið kom hingað hafa varnarliðsmenn er þeir hafa farið í veiðiferðir, svo sem til vatna þeirra er þeir leigja í Borgarfirði, fengið að •hafa með sér tollfrjálst veiðiút- búnað og nauðsynleg matvæli til ferðarinnar. Er skrá gerð yfir útbúnað þennan og matvæli og það er at- hugað af löggæzlumönnum, er menn þessir fara út af flugvell- inum í ferðir þessar, að annað sé ekki með í flutingi þeirra en leyft hefur verið. Vöruflutnin.gar til varnarliðs- 1 ins frá Reykjavík eru og undir tollaeftirliti, þó að það sé ekki fró þessu embætti. Þetta tilkynnist öllum þeim, er hið sanna vilja vita í þessum efnum. Keflavíkurflugvelli, 4. desember 1961. Björn Ingvarsson. — Ææða Bjarna Benediktssonar Framh. af bls. 15. Að kljúfa rjúkandi kalda gegn það kætir hjartað í vöskum hal. Eg vildi það yrði nú ærlegt regn og íslenzkur stormur á Kalda- dal. Hannes fékk síðar á ævinni að reyna storminn, en hann missti aldrei baráttudug. — Á meðan hann stóð uppi lét hann merkið aldrei falla, hvorki í sigri né ósigri, í hamingju né harmi, og þegar bezt lét skaut hann því svo langt fram, að eng inn eftirmanna hans hefur jafn- langt komtzt. Aðrir hafa lengur ráðið fyrir landi en hann, en eftir honum verður lengur munað en öðrum landsstjórnarmönnum, vegna þess að fremur skal konung hafa til frægðar en langlífis. Úr ýmsum átfum Framh..af bls. 12. ar S. Þ. (FAO). Þannig veiða japanskir fiskimenn eina af hverjum sex lestum, sem veiddar eru í öllum heimin- um. ★ DM 4» HUNDRAÐSHLUTAR þeirrar raforku, sem frana.- leidd er í Evrópu, kom frá vatnsföllum, segir í skýrslu, sem byggð er á rannsóknum ECE (Efnahagsnefnd Evrópu) varðandi vatnsorkulindir Evrópu. ★ DANIR staðfestu hinn 9. nóv. s.l. alheims-höfundarréttar- samþykktina, sem nýtur stuðn ings UNESCO. Hefur sam- þykktin að markmiði að vernda réttindi rithöfunda, hvar sem er i heiminum. Sam- þykktin gekk í gildi 16. sept. 1955. og eru Danir 38. þjóðin seœ. staðfestir hana. Af öðrum Norðurlöndum höfðu fsland og Svíþjóð þegar gerzt aðilar hennar. ★ FRAKKAR eru þriðja ríkið — næst á eftir Haíti og Noregi — sem staðfest hefur alþjóða- samþykktina um öryggi á höfum úti, frá 1960. Samkomui K.F.U.K. A.D. Fundur í kvöld kl. 8.30. — Ferðaþættir frá Reykjavík til Rómar. AUt kvenfólk velkomið. Fíladelfía Safnaðarsamkoma kl. 8.30. — Fórn tekin vegna Stykkishólms. HALLÓ! HALLÓ! Listamannaskálimi Markaðurinn er í fullum gangi. Nú er tækifæri að gera ódýr kaup á vörum til jólagjafa. Gerið jólainnkaupin tímanlega. Nœrfataverksmiðjan Lilla Listamannaskálanum Til leigu nýtt skrifstofuhúsnæði á góðum stað, hentugt fyrir allt mögulegt. Uppl. í síma 12744 og 37915. Húsvörður óskast Óskum að ráða húsvörð strax. íbúð fylgir sem hentar vel barnlansum hjónum. Nauðsynlegt er að umsækjandi geti séð um hreingerningar. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson, Sam- bandshúsinu (Ekki 1 síma). Starfsmannahald S.Í.S. Nýkomin fataefni Getum bætt við nokkrum pöntunum fyrir jóla. Klæðaverkstæði Þorgeirs Þorgeirssonar Lækjargötu 6. UNGLINGA vantar til að bera blaðið í eftirtalið hverfi FÁLKAGÖTU FJÓLUGÖTU LANGHOLTSHVERFI (II.) LAUGAVEG (efri) heldur almennan félagsfund í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 6. desember kl. 21,30. Umræðuefni : Fjármál og framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Frummælandi: Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Allt sjálfstæðisfólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Landsmálafélagið Vörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.