Morgunblaðið - 07.12.1961, Page 22
Fimmtudagur 7. des. 1961
Hefur auk þess 24 punda laun á vikuj
og aukagreiöslu fyrir hvern leik
„ÉG ER MJÖG ánægður með lífið. Félagar mínir hér
í St. Mirren eru hver öðrum betri sem félagar. Allir hafa
tekið mér opnum örmum og sérlega vinsamlega“.
Þórólfi Beck í Skotlandi Og sum-
ir þeirra minnast á hina glæstu
daga AJberts Guðmundssonar i
því sambandj, en Albert var
stjarna hjá Glasgow Rangers. —
Fólk sem kynnst hefur Þórólfi
lofar hann einnig fyrir góð-
mennsku og góða siði. Þórólfur
er án efa góður „ambassador“
fyrir ísland, segir Magnús Magn-
ússon' ritstjóri að lokum.
Sveitin sem setti metið. Þorsteinn Ingólfsson, Guðmundur
Gíslason og Hörður Finnsson. Þeir bættu það um meira en 6 sek.
Þessi orð mælti Þórólfur Beck við fréttaritara Mbl.
f Glasgow,'Magnús Magnússon, ritstjóra eins af stærstu
blöðum Skotlands, „The Scotsman“. Magnús hefur fylgzt
með ferli Þórólfs Beck fyrir Mbl. og hefur nú sent sína
fyrstu frétt um hann sem atvinnumann. Nýtur Majpiús
við þetta starf aðstoðar íþróttafréttaritara sinna við „The
Scotsman“.
SAMNINGURINN
Nú er Þórólfur Beck orðinn at-
vinnumaður. Fyrsta leik sinn sem
slíkur lék hann 2. des. sl. Það
var 7. leikur hans með A-liði
Mirren. Miðvikudaginn þar á
undan ritaði hann undir samning
við félagið sem atvinnumaður.
Um samninginn segir Magnús.
„William Reid framkvæmda
stjóri St. Mirren bauð honum
2400 pund. en Þórólfur Beck
hafnaði því boði og kvaðst
ekki skrifa undir samning
fyrr en á móti kæmi 3000
punda greiðsla. Mér skilst að
lokasamningur þeirra hafi ver
ið í kringum 3000 pund. Sem
fullgildur leikmaður hjá Mirr-
en í 1. deild, fær Þórólfur auk
þess 24 punda kaup á viku
fyrir hvern einasta leik sem
hann leikur í 1. deild, og er
sú aukagreiðsla meiri ef félag-
ið vinnúr eða gerir jafntefli.“
* VEL UM ÞÓRÓLF HUGSAÐ
í bréfi Magnúsar segir að ná-
kvæm upphæð samnings Þórólfs
og St. Mirren sé ekki gefin upp
„staðfest". En vinir mínir meðal
íþróttafréttamanna fullyrða að
talan 3000 sé sem næst því sem
undirskrifað var, segir Magnús.
Þó að kaup Þórólfs á viku
hverri, heldur Magnús áfram, sé
ekki ýkja mikið miðað við ísl.
krónur, þá held ég að hann megi
vel við una. Hann hefur fengið
góðan samning miðað við það
sem hér gerizt og ég veit að St.
Mirren metur hann mikils og vill
hugsa vel um hann.
•
VINSÆLL LEIKMAÐUR
Þórólfur Beck er orðinn mjög
vinsæll meðal stuðningsmanna St.
Mirren. Þeir kalla hann „Torry“
— stytting úr gælunafni hans
Hann hefur skorað 4 mörk
í 7 leikjum með Mirren. Venju-
lega leikur hann stöðu hægri inn
herja, en hefur einnig leikið
sem vinstri innherji. Reid fram-
kvæmdastjóri segir um hann.
„Hann er sérlega góður knatt-
spyrnumaður, Hann skortir enn-
þá úthald — knattspyrnan hér í
Skotlandi er harðari en hann á
að venjast. En við erum fullviss-
ir um að hann muni standa sig
vel 1 framtíðinni."
m
LOFAÐUR AF
GAGNRÝNENDUM
Knattspyrnugagnrýnenidur í
Skotlandi hafa farið lofsamleg
um orðum um það hve fljótur
Þórólfur er að átta sig á hlut-
unum á Ieikvelli. „Hann er
ennþá dálitið svifaseinn, en
hann mun taka skjótum fram-
förum er hann venst skozkri
knattspyrnu. Sendingar hans
eru sérlega glæsilegar, hann
veit hvenær hann á að halda
kniettinum og hvenær hann á
að gefa samherja hann. Hann
er fyrsta flokks knattspyrnu-
heili“ sagði einn. „Hann er
fæddur knattspyrnumaður“
sagði annar.
Þetta er mikið lof í landi sem
státar af sérstaklega góðum leik
innherja í knattspyrnu. Þetta er
fyrir Þórólf, „sem þráir knatt-
spyrnu“ góð spá um bjarta fram-
tíð. Ekki á það sízt við þar sem
Reid framkvæmdastjóri segir
mér að hann vaxi með hverjum
leik.
* TIL ÞRIGGJA ÁRA
Samningur Þórólfs er til
þriggja ára og á því tímabili
hefur hann full laun hjá St.
Mirren. Þetta þýðir að han.n
verður að æfa 4 daga í viku
hverri — tvo tíma á mánudög
um og miðvikudögum og 4
tíma á þriðjudögum og fimmtu
dögum.
f 1. deildinni skozku eru nú
18 lið. Mirren gengur ekki vel
þetta árið. Félagið hefur leikið
14 leiki og af þeim aðeins unnið
5 gert 2 jafntefli en tapað 7
leikjum. Af þeim 7 leikjum sem
Þórólfur hefur leikið með í hef-
ur Mirren unnið 3 en tapað 4.
Þórólfur skoraði ekki í sínum
fyrsta leik sem atvinnumaður,
en átti góðan leik að dómi gagn-
rýnénda. St. Mirren er nú í 12.
sæti í deildinni. Sl. sumar (1960)
vann liðið bikarkeppnina skozku
og liðið á góða sögu að baki og
getur verið gott.
BJÖRT FRAMTÍÐ
Knattspýrnugagnrýnendur hér
spá því að björt framtíð blasi við
Höröur vann bezta afrekið
- en Guömundur var f jölhæfastur
Frá sundmóti KR i fyrrakvöld
SUNDMÓT KR — fyrsta;
suhdmót vetrarins — lofar
góðu um góð afrek í sundi á
þessum vetri. Tvö met voru
sett eftir að æfingar hafa
staðið aðe'ins í 1% mánuð. —
Ber met Harðar Finnssonar,
Erlingur Jóhannsson KR —
setti svip á. unglingasundin og
færði KR 2 sigra.
ÍR, sérlega hátt, þar sem
hann bætti gamla metið —
sem þó var aðeins nokkurra
mánaða gamalt — um meira
en sekúndu. Hitt metið, sem
sveit ÍR setti í þrísundi
karla, var rækilega slegið,
^enda var það 10 ára gamalt.
„Viltu í nefið, nafni“ sagði Pétur Eiríksson við nafna sinn
Kristjánsson er Pétur hafði sigrað í 50 m flugsundi. Pétur
keppir nú 13. árið i röð og er alltaf jafn snar á 50 m sprctti.
— Og Kristjánsson þáði boðið, og hnerraði.
Sundfólk IR hafði verulega
yfirburði á þessu móti. Það
vann allar greinar fullorðinna
— nema eina og það setti tvö
ísl. met. Það vann auk þess
þrjú beztu afrek mótsins og
vann alla bikarana 3, sem um
var keppt. Án þessa allt of
fámenna hóps sundfólks ÍR
hefði mótið verið harla lítils
virði. Og það er einkennilegt
hve fát't fólk laðast að sun.d-
íþróttinni, svo skemmtileg sem
hún er. Að vísu komu efnileg-
ir unglingar þarna fram en
engan veginn nógu margir.
Heil félög virðast lögst í
eitthvert dá. Ef fólkið vill
ekki koma til æfinga, þá verða
félögin að sækja fólkið. Fé-
lögin verða að gera eittlivað.
• Met Harðar
Afrek Harðar Finnssonar í
bringusundi var sérlega gott og
var bezta afrek mótsins. Hörður
hefur náð tökum á mjög árangurs
ríkum sundstíl og hleypur nú
fram í afrekum sem mörgum
sekúndum munar. Er það spá
okkar að á næstu mótum eigi
Hörður eftir að ná sérlega athygl-
isverðuhi árangri og framförum,
fyrst framfarabylgjan er komin
af stað.
• Frábær afreksmaður
Guðmundur Gíslason setti
svip sinn á þetta mót. Hann
gersigraði keppimautana í 200
m skriðsundi svo að munaði
nær laugarlengd (sf 8 leiðum).
Síðan brá hann sér í 100 m
bringusund og hjó nærri
gamla metimi. Þá sýndi hann
glæsilegan flugsundssprett og
var á tíma sigurvegarans, loks
synti hann baksundið í boð-
sundssveit ÍR og skapaði mest
af því forskoti sem ÍR vann
með. Engin íslenzkur sundmað
ur gæti leikið þetta bragð eft-
ir Guðmundi að synda allar
sundaðferðir á sama móti —
og vera við íslandsmet í
hverri þeirra.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
vann Flugfreyjubikarinn og átti
ágætan skriðsundssprett, keppnis
laust. En bringusund hennar er
verra nú en áður. Þar er hún
algerlega ein á báti — engin
keppni i nánd.
Hörður Finnsson ÍR með bik-
arana tvo, Sindrabikarinn og
afreksbikar mótsins.
• Unglingasumd
Unglingar vöktu margir at-
hygli þetta kvöld. Fyrstan skal
telja nýliðan Davíð Valgarðsson
ÍBK. Hann varð annar á 28,2
1/10 úr sek. á eftir Guðmundi
Harðarsyni Æ í 50 m skriðsundi
og setti drengjamet í 50 m flug-
sundi á 32,7 sek. Þetta er mikið
sprettssundmannsefni — og
kannski meira éfni. Það ber fram
tíðin í skauti sínu. Guðmundur
Gíslason hefur nú hafið þjálfun
í Keflavík. Þetta er fyrsti ávöxt-
urinn. En það kemur niður á
Guðmundi sem ekki hefur sama
tíma til æfinga og fyrr.
Sama má segja um Guðmund
Harðarson svo Og Erling Jó-
hannsson bnngusundmann hjá
KR. Þetta eru mikil efni. Ung-
lingar í Hafnarfirði lofa og góðu
en eru óreyndir enn.
• Fáir kunna baksunid
Athygli vakti að aðeins 3
menn virtust kunna baksund
af 10—20 sem syntu það þetta
kvöld. Þessir voru Guðmund-
ur Gíslason, Þorsteinn Ingólfa
son og Siggeir Siggeirsson. —
Hinir misþyrnetu svo sundstíl
og allri fegurð að ógleði vakti
Hvar er stílkennsla á við það
sem kennd var í gamla daga?
— A.St.
Þórólfur Beck fékk 3000
pund fyrir 3 ára samning