Morgunblaðið - 08.12.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.12.1961, Qupperneq 3
Föstudagur 8. des. 1961 M O R C V N Tt T 4 n 1 Ð SIAKSTIIWlt . iíaHtiðuefiar Sjara!M«w EINS og sagt var í blaðinu í gær, kom upp eldur í vél- bátnum Fiskakletti frá Hafn- arfirði, þar sem hann var í róðri 5—6 mílur út af Kefla- vík í fyrrakvöld. Kom varð- skipið María Júlía honum fljótlega til aðstoðar og tókst að mestu að ráða niðurlög- um eldsins, en hann magnað- ist aftur og varð ekki við ráðið. Dró varðskipið Fiska- klett til Hafnarfjarðar og þegar þangað kom var mik- ill eldur og reykur aftan til í skipinu. Erfitt slökkvistarf Slökkviliðið beið bátsins á bryggjunni og hafði þrjá slökkvibíla til taks. Var þeg- ar tekið við að sprauta nið- ur um stiga og loftgöt, en mjög erfitt var um allar að- stæður sökum þrengsla og reykhafs. Vor-u sendir menn með grímur niður í bátinn, en þar var allt yfirfullt af reyk og gufu. Var mjög erf- itt að athafna sig þar, eins og fyrr segir og lítið gekk. Kom að því að dekkið stjóm borðsmegin var rifið, en þar gaus þá upp eldur, sem sprautað var látlaust á. Fór þá ástandið að batna, en alla nóttina voru slökkviliðsmenn að slökkva í nýjum og nýj- um eldum, sem upp komu. Var ekki að fullu ráðið nið- urlögum eldsins fyrr en kom- ið var fram undir morgun. Seig að aftan Að vonum kom mikið vatn í bátinn, því að mikið var sprautað. Annars var dælt jafnóðum upp úr honum með sterkum dælum, en þrátt fyrir það seig hann mjög að aftan. Geta má þess að ljósa- vélin var í gangi allan tím- Hér sést framan á stjórnpall Fiskakletts, þar sem hann liggur Reykmökkurinn var geysiþykkur á tímabili. ann og hafði það auðvitað sitt að segja. Báturinn er allmikið skemmd ur eftir bruna þennan og tek ur vafalaust langan tíma að gera við hann. Urðu bruna- við bryggju í Hafnarfirði. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) skemmdir grí(jarlega miklar : í káetu og annars staðar aftur í bátnum. : < Jón Gíslason útgerðarmaður ræðir hér við stýrimanninn á Maríu Júlíu og var myndin tekin í fyrrinótt, skömmu eftir að varðskipið kom með Fiskaklett logandi til Hafnarfjarðar. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) r Atta ára telpa varð fyrir bíl SL. MÁNUDAG varð það slys að átta ára telpa varð fyrir bíl á mótum Faxagötu og Geirs- götu með þeim afleiðingum að telpan mjaðmagrindarbrotnaði. Nánari atvik voru þau, að faðir telpunnar var að koma heim úr vinnu og reiddi telp- una á hjóli sínu. A fyrrgreind- um gatnamótum varð hjólið fyrir vörubíl, og mun faðirinn hafa misst stjórn á því, og rann það undir bílinn. Sjálfur slapp faðirinn naumlega. Bíl- stjórinn segir að hann hafi ekkr séð til ferða hjólsins fyrr en um seinan og hafi bíllinn auk þess runnið á svelli. — Telpan heitir Katrín Hansen til heim- ilis að Bergstaðastræti 27. — Rannsóknarlögreglan biður þá, sem kynnu að hafa verið vitni að slysi þessu að gefa sig fram. EINS og lesendum Morgunblaðs- ins er kunnugt, hefur blaðið * ofan í æ krafizt þess, að ráðstaf- anir yrðu gerðar til að tryggja raunhæfar kjarabætur. Kjörorð- ið hefur verið: Kjarabætur án verkfalla. En á sama tíma hafa kom.Tnúnistar barizt undir vig- w orðinu: Verkföll án kjarabóta, og meira að segja álpast til að rétt- nefna verkalýðsfélög þau, sem þeir stjórna: verkfalla- hreyfinguna. Morgunblaðið hef- ur bent á, að íslendingar ynnu meira en aðrar þjóðir, en þó hefðu kjarabætur ekki orðið hér á borð við það, sem er hjá ná- grannaþjóðunum. Þetta er fyrst og fremst afleiðing verkfalla- stefnu kommúnista, sem hindrað hefur atvinnuöryggi og eðlilegar umbætur. Blaðið hefur bent á nauðsyn þess að taka upp viku- launagreiðslur, ákvæðisvinnu- jfyrirkomulag, meiri vinnuhag- ræðingu og heilbrigt samstarf milli launþega og vinnuveitenda. En stöðugt hefur verið talað fyr- ir daufum eyrum hinnar kom- múnistísku forystu „verkfalla- hreyfingarinnar". Gkfötf umsfcSptS Morgunblaðið hlýtur þess vegna að fagna mjög þeirri hug- arfarsbreytingu, sem fram kemur í þingsályktunartillögu Björns Jónssonar, Eðvarðs Sigurðssonar, Hannibals Valdimarssonar og Gunnars Jóhannssonar um ráð- stafanir til að koma á 8 stunda vinnudegi verkafólks. Þar er gert ráð fyrir. að Alþingi kjósi 5 manna nefnd, sem rannsaki á hvern hátt megi bæta hag launa- manna, m.a. m.?ð breytingu á vinnutilhögun, bættri hagkvæmni o. s. frv. Morgunblaðið hefur að vísu Iagt til að launþegar sjálfir annars vegar, og vinnuveitendur hins vegar, kæmu á fót sjálf- stæðri stofnun í þessum tilgangi, en viðurkennir að þótt það hefði verið skemmtilegra form, þá hafi það enga úrslitabýðingu. Vel megi hugsa sér, að fara þá leið sem þingmennírnir Ieggja til, enda sé þá gengið út frá að starf- svið nefndarinnar verði víðtækt. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, hefur á. Alþingi lýst ánægju sinni yfir því, að vax- andi skilningur virðist vera á þessu mikla nauðsynjamáli og Iýst sig fúsan til að stuðla að því að frumvarpið fái greiða með- ferð á þingi. Skynseiwin slgri Með flutningi þessarar tillögu hillir loks undir það að skynsem in nái að sigra í þessum veiga- rréklu málum. Morgunblaðið lýs- ir þvj yfir, að það vill styðja alia viðleitni til að fara leið hinna raunhæfu kjarabóta, og efnislega felst það í tillögu þeirri. sem hér Froncoíse Sagan Danmerkur BÓKAtTTGÁFAN Hildur í Reykjavík hefur nýlega sent frá eér þrjár bækur eftir erlenda höfunda. Tvær bókanna eru eft- ir danska höfunda og er annar þeirra, Ib Henrik Cavling, þekkt- ur hér af tveim bókum, sem komið hafa út á íslenzku. Hinn rithöfundurinn er Ulla Dahler- up, 18 ára stúlka, sem vakið hefur mikla athygli í Dan- mörku. Bók hennar, sem nefn- ist Æskuþrá, en á frummálinu Glöder i Asken, varð metsölu- bók í Danmörku og seldist fyrsta útgáfa upp á skömmum tíma. Dagblöðin kepptust við að birta fregnir og myndir af hinum nýja rithöfundi, og sögðu að nú hefðu Danir eignazt sína Francoise Sagan. Æskuþrá er ástarsaga og seg- ir söguhetjan, Trine Snee, sjálf söguna. En Tiíine Snee er vmg og falleg stúlka eins og hö|und- urinn, sem vafalaust á eftir að eignast marga aðdáendur hér eins og heima hjá sér. Hinar bækurnar frá Hildi eru Karlotta eftir Ib Henrik Cavling og Ræningjar á reikistjörnum eftir Carey Rockwell. Höfundur Karlottu er þekktur af bókum sinum „Héraðslæknirinn“ og „Ást og auður“, sem báðar hafa komið út í íslenzkri þýð- ingu. En „Ræningjar á reiki- stjörnum“ fjallar um loftliðann Tómas Corbett, sem áður hefur verið kynntur íslenzkum les- endum í bókinni „Ferðbúinn til Marz“. (a Dahlerun um ræðir. Nú má ekki láta hleypi dóma, forms — eða aukaatriði hindra framgang málsins, held- ur ber mönnum að taka höndum saman um að hrinda því fram í þann veg, sem þeim — eftir heil- brigðar umræður — sýnist heppi legast, og enda þótt þeir fjór- menningarnir seir. tillöguna flytja, hafi ekki sýnt þessu máli mikinn áhuga áður, verður að óreyndu að treysta þvi, að hugur fylgi máli, og ber því að þakka þeim frumkvæðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.