Morgunblaðið - 08.12.1961, Síða 5

Morgunblaðið - 08.12.1961, Síða 5
/*t Föstudagur 8. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 Guömundur Einarsson frá MWdal ogf mynd af örænlending; um, sem komnir eru af haftirö- ilsveiðum. UM þessar mundir heldur Guðmundur Einarsson frá Mið dal málverkasýning-u í vinnu- stofu sinni að Skólavörðustíg 43. Sýnir hann þar olíumál- verk og vatnslitamyndir. — Margar myndanna eru frá Grænlandi og norðurslóðum, en þar hefur Guðmundur ferð azt talsvert og fór hann síðast í sumar til Grænlands. Fréttamaður blaðsir ; hitti Guðmund að máli upp á Skólavörðustíg fyrir skömmu og á vinnustofunni gat að líta margt annað forvitnilegt en myndir og málverk. T.d. eru þar flöskur og box, sem kona Guðmundar hefur skreytt með skeljum, ýmsir sérkenni- legir steinar og steingerfingar, sedursviðarkista skreytt með ópal-steinum. Sagðist Guð- mundur hafa smíðað hana handa konu sinni undir hátíða búning hennar. Var mjög sér- kennilegur ylmur af kistunni. Guðmundur sagðist hafa feng ið heilt sedrustré frá Ameríku og m.a. notað það til að klæða innan skála í su'marbú- stað sínum. — Er ég var unglingur, dreymdi mig um að eiga hús úr sedrusviði og hefur sá draumur rætzt þó í smækk- aðri mynd sé. Á veggjum vinnustofunnar hanga dýrahorn og þar getur að líta margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Bak við hús sitt hefur Guð- mundur.aðra vinnustofu, þar sem hann geymir aðallega höggmyndir og vinnur að þeim. Þar var t.d. örn úr rauð um jaspis, sém setja á upp í flugturninum nýja, tveir ís- birnir en sú stytta er fyrir framan háskóla í Finnlandi og margt annarra höggmynda. bar geymir Guðmundur einn- ig náhvalstönn, sem honum var gefin í Grænlandi og er um tveir og hálfur meter á lengd. Sagði Guðmundur, að hún væri ein af þremur lengstu náhvalstönnum, sem til væru í heiminum. Við báðum Guðmund að segja okkur frá síðustu ferð sinni til Grænlands. — Það var í ágúst í sumar, sem nokkrir framámenn í flug málum hér á landi fóru til Grænlands og buðu þeir mér með. Við dvöldumst á Græn landi vikutíma við siiungs- veiðar og höfðum fengið leyfi hjá dönsku stjórninni - til að veiða á mjög stóru svæði, 6^- 8 breiddargráðum. á N.-Aust- ur Grænlandi. Við ferðuðumst með katalínaflugbát og dvöld umst t.d. nokkra daga í botni Sauðnautafjarðar. Þar mæ,t- ast botnar þriggja fjarða og er þar mikið undirlendi og margar ár. Við vorum í tjöld- um. Engin mannabyggð er á þessum slóðum, aðeins nokkr- ir kofar norskra veiðimanna, en þeim var leyft* að veiða þarna samkvæmt Genfarsam þykktinni. Sauðnautin, sem nú eru al- gjörlega friðuð eru mjög gæf og komu þau nærri alveg að tjöldum okkar. Guðmundur benti á eing myndina á veggnum og þar sá ust þrjú þessara sauðnauta. Á myndinn við hliðina á henni voru rostungar, sem lágu í flæðarmáli. — Grænlendingar veiða mik ið rostunga hélt Guðmundur áfram. Eg hef ekki bragðað kjötið a,f þeim, en það er sagt mjög gott. Þeir koma upp á land á vorin þegar þeir fara úr hárum og eru þá tiltölu- lega gæfir. En þeir eiga einsk- is annars úrkosta, því að þeir komast ekker.t. Á öðrum tím- um, þegar þeir eru í sjónum, eru þeir' miklu harðskeyttari. Á einni myndinni voru skarfahjón, en Guðmundur sagði að þeir verptu mikið á Grænlandi. Hjónin halda sam- Wr Ég ætlaði bara að sýna honum hvernig fór fyrir drengnum. Fyrirmyndarnemandinn kom of seint í skólann. — Hvernig getur þér dottið í hug að gera þetta, drengur minn? spurði kennarinn. — Ja, það var nauðsynlegt. — Hvað áttu við? — Ég var að hjálpa gömlum manni að leita að 10 krónum, sem hann hafði týnt. — Ágætt. Þú ert bekknum til fyrirmyndar. Fannstu seðilinn? — Já. — Og varð gamli maðurinn ekki ánægður? — Ég veit það ekki, kennari. Hann er ennþó að leita. an og verpa í sama hreiðrið ár eftir ár hlaða . alltaf upp þangi og leir á sama stallinn á hverju ári og getur hann þar af leiðandi orðið nokkuð hár. Á næstu mynd ' oru þver- hnýpt granít-fjöll. , — Þetta er úr Franz Jóseps- firði, sagði Guðmundur, þar ganga björgin í sjó fram 7—800 metra há. Guðmundur benti á aðra mynd. — Þarna sjást skriðjöklarnir, þeir renna fram eins og ísfljót og fjöllin standa upp úr eins og skemmdir jaklar. Granitið þarna er mjög litauðugt og hef ég safnað mörgum stein- um mismuViandi að lit á ferð- um mínum til Grænlands. Við spyrjum Guðmund um fyrri ferðir hans til Græn- lands. — Ég flaug oft þangað á árunum 1951—53 með flug- vélum bæði frá Flugfélagi ís- lands og Loftleiðum, en þær fluttu vistir vísindamönnum, sem voru við rannsóknir. T. d. köstuðu flugvélar Loft leiða vistum niður til leið- angurs, sem var við rann- sóknir á hájöklinum, miðja vegu milli austur- og vestur- strandarinnar. Sá leiðangur var undir stjórn franska landkönnuðarins P. E. Victor, einnig fluttu flugfélögin vist- ir til leiðangurs Lauge Koch, sem hafði aðalbækistöðvar í Scoresby-Sundi. Guðmundur sýndi frétta- manninum málverk af tveim- ur Grænl idingum, sem voru að koma af haftirðilsveiðum. Frumdrögin af þessari mynd gerði ég við Scoresby-Sund, sagði hann. Ég er ekki mikið fyrir að vlnna að myndum mínum úti. Ég geri aðeins skyssur í litla blokk, en mála síðan heima eftir minni. Já, Grænlendingarnir á myndinni þarna eru að koma af haftirðilsveiðum, en haft- irðill þykir mjög mikið sæl- gæti meðal þeirra. Þetta er lítill fugl, sá minnsti af svart- fuglum, nærri því ófleyg- ur. Grænlendingarnir geyma 1 hann í selsbelg með lýsi og á veturna frýs allt saman. Síð- an borða þeir fuglinn hráan og þykir hið mesta lostæti. ★ Sýning Guðmundar í vinnu stofu hans stendur fram til 15. des. Eru allar myndirnar til sölu og sagði Guðmundur, að sýningarskráin, sem hann lét prenta áður en sýningin hófst fyrir viku væri orðin úrelt því að margir hefðu komið og keypt myndir, sem senda þurfti út á land eða til út- landa fyrir jólin. Hefði hann þá tekið þær myndir niður, en bætt öðrum við í staðinn. Auk myndanna frá Græn- landi, sem mest hefur verið rætt um hér, eru á sýningunni myndir frá mör.gum stöðum á íslandi og einnig- frá Lapp- landi. s Húsgagnaframleiðendur Nozak og tilheyrandi fittings fynrliggjandi. HALLDÓR JÓNSSON H.F. Hafnarstræti 18. Símar 12586 — 23995. Bókari Viljum ráða vanan bókara, stúlku eða karlmann. Mjög gott kaup. Upplýsingar gefnar í skrifstofunnh Skipholti 33 milli kl. 5—7. HILMIR H.F. Vantar mann Viljum ráða mann til snúninga. Kaup kr. 4.500,00 á mánuði. Skellinaðra til umráða. , VIKAN. Trésmíðafélag Reykjavíkur Skriflegar umsóknir um styrk úr elli og ekkna styrktarsjóði. þurfa að berast skrfistofu félagsins fyrir 12. þ.m. Umsókninni þarf að greina frá efna- hag og ástæðum umsækjenda. STJÓRNIN. Frá almanna . tryggingum Kopavogi Útborgun bóta hefst mánudaginn 11. des. 1961. Fjölskyldubætur með 3 börnum o. fl. frá 13. des. og fjölskyldubætur með 1 og 2 börnum frá 15. des. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Kjólar í miklu úrvali. Skólavörðustíg 17 — Sími 12990. Ódýr leikföng Verzlunin Miklatorgi við hliðina á ísborg. EASY-OIM LÍNSTERKJAN sparar yður tíma og fyrirhöfn, er einföld i notkun. Nauðsynlegt sérhverju heimili. Reynið „Easy On“ og kostirnir koma í ljós. Uniboðsmenn: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lí*{ /nstUjJ; for sus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.