Morgunblaðið - 08.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 8. des. 1961 JMtripiitM&Mtfr Ctgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Frarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áóm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfúr Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Úla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kriptinsson. Ritstjórn: óðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. GÓÐ STJÖRN BÆJARMÁLA /^EIR Hallgrímsson, borgar-®' ^ stjóri, skýrði frá því á Varðarfundi í fyrrakvöld, að á sl. 4—5 árum hefði starfs- mönnum á skrifstofum Reykjavíkurbæjar aðeins fjölgað um tvo, þrátt fyrir það að bæjarbúum hefði fjölgað á sama tíma um 7000 og að sjálfsögðu hefðu um- svif bæjarins af þeim sökum og öðrum vaxið stórum. Þessar upplýsingar sýna, svo að ekki verður um villzt, að fyllstu hagsýni er gætt í rekstri bæjarskrifstofanna og fráleitt að tala um „skrif- stofubákn bæjarins", eins og andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins þó oft gera. Því miður er reynslan sú hjá mörgum opinberum stofnunum, að kostnaðurinn við rekstur þeirra vex jafnt og þétt, og er það ekki ein- ungis innlent fyrirbæri, enda hefur verið rituð um það skemmtileg bók, sem nefnist: Parkinson-lögmálið. Hjá Reykjavíkurbæ hefur þessi kenning rækilega ver- ið afsönnuð og geta forystu- menn bæjarins verið stoltir af stjórnsemi þeirri, sem ríkir á bæjarskrifstofunum. Borgarstjóri gat þess einn- ig, að fyrirhugað væri að sameina í eina stofnun á vegum bæjarins innheimtu þinggjalda, útsvara og sjúkra samlagsgjalda. Þessi sam- eining mun hafa í för með sér verulegan sparnað, bæði fyrir bæ og ríki, en þó meira BANDARIKIN OG EFNAHAGS- BANDALAGIÐ Kennedy, Bandaríkjaforseti, hefur vikið að því í ræðu, að nauðsynlegt væri að efla samvinnu milli Bandaríkjamanna og Efna- hagsbandalags Evrópu og boðað, að hann muni leggja til við Bandaríkjaþing að tollar verði lækkaðir í Bandaríkjunum í samræmi við ráðstafanir þær, sem Efnahagsbandalagið gerir í þeim efnum. Fregn þessi bendir til þess að nánari samvinna muni verða milli Bandaríkjanna og Vestur-Evrópuþjóða í efnahagsmálum, en áður var kunnugt um. Tollalækkun Bandaríkjamanna virðist muni verða almenn, þannig að aðrar þjóðir en Vestur- Bvrópuþjóðir fáinotið þeirra. Engu að síður sýnir þetta, að þróunin í efnahagssam- vinnumálum mun verða mjög ör á næstunni og því enn brýnni þörf, að við ís- lendingar fylgjumst rækilega með framvindu þessara mála. RÚSSAR AUKA HERNAÐAR- ÚTGJÖLD fyrir ríkið, vegna þess að Reykjavíkurbær hefur áður tekið upp hagkvæmari vinnubrögð en ríkið, þar sem er meiri notkun bókhalds- véla. Meginþýðingu hefur þó í þessu sambandi sparnaður alls almennings, sem nú get- ur farið á einn stað til að greiða öll þessi gjöld, í stað þess að þeytast á milli skrif- stofanna. Opinberum aðilum hættir oft til að líta einhliða á hagsmuni stofnana sinna, en gleyma hagræði borgar- anna. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, hefur í ræðum Og riti bent á nauðsyn þess, að yfirvöld hafi stöðugt hliðsjón af þjónustuhlut- verki sínu við borgarana, og er mál það, sem hér var að vikið, einn liður í þeirri við- leitni Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, hefur verið lögð fyrir Æðstaráð Sovétríkjanna tillaga um að auka útgjöld til hernaðar- þarfa um hvorki meira né minna en 50%. Þessi gífur- lega aukning útgjalda til hersins bendir ekki til þess að mikið sé að marka talið um friðsamlega sambúð. Þvert á móti eru fregn- irnar austan úr Rússlandi í nánu samræmi við það, sem gerðist í Hitlers-Þýzkalandi. Þá var stöðugt hrópað, að Þjóðverjar vildu frið, en út- gjöldin til hernaðar voru aukin í réttu hlutfalli við háværð friðarhrópanna. Meðan Bandaríkin höfðu ein kjarnorkuvopn, höfðu þau ráð Rússa sem annarra í hendi sér, en engum datt í hug að þau mundu gera árás á Ráðstjórnarríkin, þótt þau gætu sigrað, án þess að bíða nokkurt verulegt afhroð sjálf. Fráleitt væri því að huesa sér, að Vesturveldin " ^ Fra oeirðum 1 Bom«T)ay. Tjógreg’lan dreifir mannfjölda^ sem lendniannia en J>eir vilja Portú ^ | krefst brottflutnings Portúgala, með taragassprengjum. gala burt. | Átök um nýlendur veldi og þarna er upphafið. Goa er minnismerki fomrar frægðar. En auk þess balda Portúgalar því fram að ef þeir beygi sig fyrir kröfum Ingverja og láti nýlendurnar af hendi, sé það eftirgjöf, sem geti haft örlagaríkar afleið- ingar í Afríku, þar sem þeir heyja enn harðari baráttu. Þessvegna hafa þeir ekki að- eins haldið fast við kröfur sínar, heldur einnig senit auk- ið herlið til nýlendnanna. í augum Indverja eru portú gölsku nýlendurnar hluti af Indlandi. Og þeir halda áfram baráttunni, sem varð til þess að Bretar afsöluðu sér öllum yfirráðum 1947 og Frakkar um svipað leyti. Fyrst komu kröfur Indverja fram árið 1950, þegar Nehru forsætis- ráðherra fór þess á leit við Salazar einræðisherra að tekn ar yrðu upp samningaviðræð- ur um málið. Þessu neitaði einræðisherrann eindregið, og síðan hafa Indverjar hvað eftir annað og árangurslaust borið fram þessar kröfur sín- ar. ★ Nú virðist baráttan vera að komast á nýtt stig, svipað og 1 portúgö-lsku Afríkunýlend- unni Angola. Laksmi Menon aðsboðarutanríkisráðherra lagði í nóvember fram kröfu í Indverska þinginu um að málinu yrði hraðað og Nehru hefur síðan ítrekað þau ' orð. Helzt vilja þeir komast hjá valdbeitingu við innlimun ný- lendnanna, en þeir vilja Portú gala burt. SL. þriðjudag var skýrt frá því í Nýju Delhi að nauðsynlegt hafi þótt að senda aukið herlið til landamæra Goa. Fylgdi það fréttinni að ráðstöfun þessi væri gerð vegna ógnunar, sem Indland staf aði af umsvifamiklum her æfingum portúgals.ka hers ins í nýlendunni. Indlandsstjórn notaði 76 járnbrautarlestir til her- flutninga að landamærun- um, og var talið að búast mætti við hernaðarátök- um. Þá var tilkynnt að þrír portúgalskir hermenn hafi verið drepnir í Goa á þriðjudag og að þar hafi verið sett á útgöngubann. Lítið eftir Portúgalska nýlendan Goa er lítt þekkt. Þetta er ein af fimm nýlendum Portúgala á Indlandsskaga, hinar eru Damao, Dadra, Nagar-Aveli og eyjan Diu. Samtals eru þessi landsvæði um 4.000 ferkílómetrar með tæplega 650.000 íbúa. Þetta eru leifar fyrsta evrópska nýlendu- veldisins í Asíu, sem portú- galski sæfarinn Vasco da Gama stofnaði 1497 er hann kom fyrstur Evrópubúa til Indlandsstrandar. Þarna reis brátt upp afar víðáttumikil og auðug nýlenda, sem Portúgalar nefndu Estado da India, en höfuðborg hennar var Goa. Nú er lítið orðið eftir af þessu stórveldi Portúgala. Og það litla, sem eftir er, er síður en svo nokkur gull- náma. Verða Portúgalar að greiða til nýlendunnar 14—15 sinnum hærri upphæð árlega en þeir fá þaðan. En aðal- útflutningur nýlendunnar er mangan og járn, fiskur og kryddvörur. Kaþólska kirkjan er að vísu hreykin af kristniboði sínu á þessum slóðum, en þó eru aðeins 36% íbúanna kristnir móti 60% hindúa. En þetta munu vera einhver beztu hlutföll, sem þekkjast í nýlendum. Fjárhagslegur baggi Og til hvers eru þá Portú- galar að halda í þessar ný- lendur sínar? Fyrst og fremst er það álitsins vegna. Það verður að minnast fortíðarinn ar þegar Portúgal var stór- mundu gera árás á Rússa, þegar það mundi kosta stór- kostlega eyðileggingu og jafnvel endalok mannlífsins. Allar fullyrðingar komm- únista um að Rússar vígbúist sér til varnar eru því út í bláinn — því miður. — Þær virðast þvert á móti benda til þess að Rússar láti sér enn til hugar koma að hefja ægilegustu styrjöld veraldar sögunnar. Meðan sú hætta vofir yfir, er eina leiðin til að afstýra átökunum, að lýðræðisþjóð- irnar séu nægilega öflugar hernaðarlega. Þess vegna er það skylda okkar íslendinga að leggja af mörkum það, sem við megum, til að tryggja sameiginlegt öryggi okkar oe bandamanna okk- ar. —■ i . > IVIannað peimfar í janúar Washington 6. desember. NTB-AP. TILKYNNT var í Washington í dag, að Bandaríkjamenn muni senua mannað geimfar á braut umhverfis jörðu ' snemma í janúarmánuði nk. Eru þar með bornar til baka fyrri fregnir um að sá atburð- ur væri í vænum fyrir jól. Jafnframt var tilkynnt að ekki yrðu send fleiri banda- rísk geimför umhverfis jörðu fyrr en hið mannaða far færi. Hefði seinasta tilraunin, er apinn Enos fór umhverfis jörðu sýnt, að allt væri nú tilbúið fyrir sams konar för manns. Eigur fijóðnýttar ef — Key West, Florida, 6. des. (AP) KÚBANSKA stjórnin hefur lýst því yfir, að eigur manna, sem fara frá Kúba og snúa ekki aft- ur innan tilskilins tíma, verði gerðar upptækar og þjóðnýttar. Það var útvarpið í Havana, sem tilkynnti þetta í morgun, en ekki var kveðið nánar á um hver hinn tiLskildi tími væri. Hins- vegar sagði Fidel Castro nýlega í ræðu, að mönnum væri heim- ilt að dveljast einn mánuð f Bandaríkjunum, tvo mánuði f Suður-Ameríku og þrjá mánuði í Evrópu. HELSINGFORS, 1. des. Finnska stjórnin hefur lagt frumvarp til laga um breytingu á gjaldmiðli ríkisins, sem er fólgin í því, að 100 finsk mörk verða nú jafngildi eins marks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.