Morgunblaðið - 08.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 8. des. 1961 M O R CV1\ nr. 4 f) 1 Ð 17 Þórhallur Daníelsson kaupmaður Hornafirði Minningarorð ÞÓRHALLUR Daníelsson andað- isrt í Landsspítalanum þann 28. tf. m. 88 ána að aldri. Með hon- um er horfinn einn elzti og merk- asti athafnamaður þessa lands. Göfugmenni og ógleymanlegur brautryðjandi í framfarasögu Iþjóðar vorrar á fyrri hluta þess- arar aldar. — NHelztu æviatriði: Fæddur var hann að Hafursá £ S.-Múlasýslu þann 21. ág. 1873. Foreldrar hans voru Daníel Sig- urðsson, hinn nafnkunni norðan- landspóstur, síðast bóndi á Steins stöðum í Skagafirði og kona hans, Sigríður Þorbergsdóttir, hrepps- stjóra í Þingmúla Bergvinssonar, prests á Skeggjastöðum. — Ungur missti hann móður sína, en ólist upp í skjóli góðra ætt- ingja á Norður- og Austurlandi. 15 ára að aldri réðst hann í þjón ustu Höpfnersverzlunar á Blönduósi, er Pétur Sæmundsen veitti þá forstöðu og vann þar í þrjú ár. — Árið 1893 útskrifaðist Þórhall- ur úr Möðruvallaskóla. Því næst stundaði hann kennslustörf, en gerðist oft leiðsögumaður er- lendra ferðamanna á sumrum. Næstu þrjú árin vann hann við verzlanir á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. En árið 1899 heldur hann til Kaupmannahafnar til verzlunarnáms og lauk þar góðu prófi. — Á Hafnardvöl sinni kynntist hann hinum merka fram- kvæmdamanni Thor E. Tuliniusi, er var Austfirðingur í móðurætt. Tulinius var maður glögigskyggn, og árið 1901 réð hann hinn unga glæsilega íslending sem forstjóra fyrir verzlun sinni á Hornafirði. Þar með var teningunum kast- að og brautin ráðin — Árið 1901 gekk Þórhallur að eiga Ingibjörgu, dóttur Friðgeirs hónda í Garði í Fnjóskadal, Olgeirssonar og konu hans, Önnu Ásmundsdóttur að Þverá, Gíslásonar. En bræður Önnu voru þeir Einar albingismaður og umboðsmaður í Nesi og Gísli hreppsstjóri að Þverá, faðir Garð ars stórkaupmanns og þeirra systkina. Þau hjón eignuðust átta börn. Geir, fór ungur til Ameríku; Olga, ekkja Kristjáns Þ. Jakobs- sonar, Iögfræðings; Anna, söng- kona í Reykjavík; Ásta, gift Guðmundi Gíslasyni, prests Kjart anssonar, umboðssala í Reykja- vík; Bertha, gift Vigfúsi Sigur- geirssyni Ijósmyndara frá Akur- eyri, hún lézt 1932; Hulda. gift Knúti Kristinssyni frv. héraðs- lækni nú í Reykjavík; Þorgerð- ur, gift Thulin Johansen verzlun- arfulltrúa á Reyðarfirði; Daníel, kvæntur Dagmar Fanndal, út- gerðarmaður á Siglufirði. Dóttur sonur og kjörsonur þeirra hjóna er Haukur, sem hann tók miklu ástfóstri við, nú 1. stýrimaður á Tungufossi, kvæntur Önnu, dótt- ur Sigurðar Heiðdals rithöfund- ar. — Fósturdætur þeirra tvær, báðar látnar, voru Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, systurdóttir frú Ingibjargar, kona Bjarna Guð- mundssonar, fyrrv. kaupfélags- stjóra og listmálara á Höfn og Þóra Tryggvadóttir, bróðurdóttir Þórhalls, gift Jóhanni Jó'hannes- syni, bankaritara í Reykjavík. ÖU eru börnin hin glæsilegustu í sjón og reynd, og segja má, að þar sannist 'hin fornu orð „Að ekki fellur eplið langt frá eik- inni.“ Árið 1908 ákvað Tuliníus að selja verzlun sína á Hornafirði, og réðist Þórhallur í að festa kaup á henni, enda þótt litlum efnum væri fyrir að fara. En annað hafði hann áunnið sér á þessum sjö árum, vinsældir og traust héraðsbúa, sem buðust til að ganga í ábyrgð fyrir kaup- verðinu. Því drengskaparbragði gleymdi Þórhallur aldrei, og er hann hafði rekið verzlun um 20 ára skeið og bændur héraðs- ins fengu hug á að stofna sitt eigið kaupfélag, vildi Þórhallur muna þeim fornan drengskap og bauðst til að selja hinu nýja kaupfélagi verzlun sína, heldur en að taka- upp samkeppni við forna styrktarmenn og vini. — Þórhallur hafði fest of djúpar rætur í þessu héraði til þess að þær yrðu rifnar upp, enda þá orðinn nær fimmtugur að aldri. Fram að þessu hafði Hornafjörð- ur alla tið verið nær eingöngu landbúnaðarihérað. En Þórhallur eygði nýja möguleika. Sínu stóra heimili þurf'ti hann fyrst og fremst að sjá borgið, ekki á kostnað héraðsbúa, heldur á kostnað Ægis. Úti fyrir Hornafirði voru og eru auðug fiskimið sem lítt höfðu verið nýtt fram að þeim tíma. Og einmitt á þessu sviði 'hóf Þórhallur nýtt brautryðj- andastarf,- með því að búa í hag- inn fyrir stórútgerð frá Höfn i Hornafirði. Hann reisti íbúðar- hús fyrir viðlegusjómenn, ver- búðir, bryggjur. ishús, bræðslu- hús og rafstöð fyrir kauptúnið. Framhald hins vaxandi atvinnu- lífs í Höfn í Hornafirði er al- þjóð kunnugt. Nú er þessi héraðshöfðingi horfinn. Þannig er lögmál lífs- ins. En hér hef ég margs að minnast. Frá fomu fari var hann tryggðarvinur foreldra minna, og tryggð hans og vinátta féll mér í skaut sem arfur frá þeim. Eg minnist þess sem bam, þegar þennan glæsilega mann bar að garði hjá foreldrum mínum á Kálfafellsstað, á fögrum vordegi, er hann sat inni í stofu, greip í orgelið og söng með sinni hljóm fögru rödd: „Vorið er komið . .“ Segja má, að verkfall hafi þá orðið á heimilinu. Eg smásnáð- inn, ásamt öllum vinnuhjúunum, þyrptumst að stofuhurðinni og hlustuðum hugfangin. — Ilvílík- ur vormaður Islands! — Þórhallur Daníelsson var hlað inn bjartsýni og lífskrafti, er bauð öllum erfiðleikum byrginn. Við erfið hafnarskilyrði og sam gönguleysi þeirra tima leysti hann hlutverk sitt af hendi með 'þeirri frálbæru fyrirhyggju og dugnaði, að lengi mun í minnum haft. Oft söðlaði hann sína hesta og reið um hávetur yfir flest vatnsföll óbrúuð1 alla leið til Reykjavíkur, tók sér þar far tii útlanda til þess að byrgja hér- að sitt nauðsynjum, enda varð þar aldrei vöruþurrð, meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð. þótt skortur herjaði önnur byggðar- lög. Heyrt hef ég, að ferðamaður einn-, er dvaldist um skeið á Höfn í Hornafirði, hafði síðar látið þau orð falla, að fle.star borgir ættu ráðhús. Höfn í Hornarfirði ætti sitt. Það væri heimili Þórhalls Daníelssonar og hans göfugu konu. Og víst er það, að þangað var gott að leita. Þar „sat gest- risnin að guðastóli" með öllum þeim kostum, sem einkennt geta heimili eins og bezt má verða, með menningu, glaðværð og höfðingsskap. Þetta heimili var ekki aðeins héraðskunnuat, heldur meir og minna um allt | land og jafnvel meðal nágranna- | þjóðanna, því að marga útlend- inga hafði þar einnig borið að garði. „En maðurinn einn er ei nema i hálfur, / með öðrum er hann meir en hann sjálfur “,Hin ágæta kona Þórhalls Daníelssonar I reyndist honum jafnan hin styrk- asta stoð, því að ósjaldan varð hún að vera i senn húsbóndinn og húsfreyjan í fjarveru manns , síns. Frú Ingibjörg andaðist 1934, treguð af eiginmanni og börnum sem og öllum ættingjúm og vin- um. Eftir lát frú Ingibjargar dvald ist Þórhallur á heimili Huldu, dóttur sinnar, og manns hennar Knúts Kristinssonar héraðslækn is á Hornafirði, fluttis't síðan með þeim að Reykhólum og var lengst af í skjóli þeirra hjóna það, • sem eftir var æyinnar. Á morgun verður hann jarðsettur við hlið konu sinnar frá sinni fornu sóknarkirkju að Bjarnar- nesi. Þórballur Daníelsson hafði hlotið þann lífskraft í vöggugjöf. sem kerlingu Elli gekk illa að beygja, og andlegri orku og lífs- gleði hélt hann til hinztu stund- ar. Sérstæður persónuleiki er horfinn, og margir munu hans sakna. Farðu vel Þórhallur Danielsson og hafðu þökk, „það er gott til guðs að hverfa góðum manni eins og þér.“ Jón Pétursson. Alu m i n i u m Prófílar Rör, Stengur. Sléttar plötur Báraðar plötur Lítið inn eða hringið i síma. Verðið ei hagstætt. Aluminium er létt og endingargott. Laugavegi 178 Sími 38000 PHILIPS rafmagnsrakvélar gigtarlampar (innfra-rautt) straujárn hrærivélar e* f n rw Mk mm, VESTURGÖTU Z -SÍMI 2W30 HAPPDRÆTTI HÁSEÍÖLA BSLAIMDS Dregið á mánudag í 12. flokki 3,150 vinningar að fjárhæð 7,890,000 krónur Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. Ath.: Aðalskrifstoían verður lokuð l»riöjudaginn 12. desember. HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLAMDS 12 fl. 1 á 1.000.000 kr. 1.000.000 kr. 1 - 200.000 — 200.000 — 1 - 100.000 — 100.000 — 117 - 10.000 — 1.170.000 — 564 - 5.000 — 2.820.000 — 2.460 - 1.000 — 2.460.000 — Aukavinningar: 2 á 50.000 kr. 100.000 kr. 4 - 10.000 — 40.000 — 3.150 7.890.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.