Morgunblaðið - 08.12.1961, Side 20

Morgunblaðið - 08.12.1961, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 8. des. 1961 Margaret Summerton HUSID VIÐ SJÚINN Skáldsaga Hún var orðin róleg aftur og brosið komið á sinn stað. Trúðu mér til, ég verð hér ekki stund- inni lengur en ég þarf. Hún yppti öxlum. En segðu mér: Er það ekki vika, sem þú ætlar að verða hérna? Jú, það var astlunin. Ef ég held lífi svo lengi, svaraði ég. O, vertu óhrædd! Einhversstaðar { húsinu var barið á bumbu. Lísa gekk yfir gólfið til dyranna. Ég verð nú að gera svo vel að borða í bama- herberginu og svo að koma Timmy í rúmið, því að hann leggur sig alltaf eftir mat. Er það í lagi, að Ivor sæki þig klukk an tvö? spurði hún. Ég skal vera tilbúin. En um leið og hún ætlaði út, datt mér í hug að spyrja: Hvar á hann heima? Einhversstaðar hér nærri? Hcinn á heima í húsi niðri við Glissing-víkina. Það er ósköp afr skekkt og frumstætt. Eg skil ekki hvernig hann getur haldið það út, en þetta er nú einmitt ein ástæðan til þess, að hann tók að sér þetta starf. Löngu áður en þetta hús var byggt, átti fjöl- skyidan hans landið, og það var þá kflllað Tarrand. Hú er það bara kallað Sjávarhóll. IV. Þegar á daginn leið var þoku- slæðingur í lofti, og Tarrand majór spóði rigningu, þegar við vorum að stíga upp í heimilis bíllinn. Hann var klæddur gróf- um buxum og vaðmálsjakka með leðurbótum á og leit þá út alveg eins og gósseigandi, sem er að fara í eftirlitsferð um lendur sín ar. Það ruglaði ekkert myndinni þó að þessar lendur væru eign Edvinu en ekki hans. Hann lagði áherzlu á að vekja áhuga minn á bæjunum, sem við fórum fram- hjá. Það var ekki fyrr en við höfð- um ekið í hálfa klukkustund, að ég komst að með að segja: Það var satt ég er með skilaboð til þín frá henni ömmu. Hana lang- ar til að vita, hvað þú ætlar að hafa hana Fóstru hjá þér lengi. Hana er farið að langa til að fá hana heim. Til hvers? Röddin var allt í einu orðin önug. Það hef ég enga hugmynd um. Ég veit ekki einu sinni, hver Fóstra er, svaraði ég. Hún var fóstra hans pabba þíns og seinna Esmonds. Hún er ennþá eldri en frú Elliot og gjör samlega heyrnarlaus. Sem stend- ur er hún hjá mér.. Hann þagn- aði meðan hann var að aka fram úr dráttarvél. Frú Elliot veit vel, hvernig þessu er varið, en ég skal tala við hana þegar við kom um aftur í kvöld. Þao var eins og hún væri eitt hvað óróleg út af þessu. Það get ég illa skilið. Þær skiptast aldrei á vingjarnlegu orði. þegar þær eru saman undir þaki. Fóstra gamla var sárfegin að losna frá Glissing. Er hún búin að vera lengi hjá þér? Tíu daga.. eða eitthvað þar um bil. Það varð þögn. Ég er ein hleypingur og bý þarna einn. Auðvitað kemur kona frá þorp- inu að taka til hjá mér, en svo er stundum meira en hún getur annað, svo sem rúmföt og þess- háttar og Fóstra er að laga það til. eins og er. Hann var ekki lengur önugur. Hann leit við og brosti breitt til mín. Gamlar konur eru vondir húsbændur, máttu vita. Það, sem þeim þóknast í dag. kemur þeim út úr jafnvægi á morgun. En ég ætla að minnsta kosti að tala við frú Elliot og semja frið við. hana, ef hægt er. Við ókum áfram þögul, stund- arkorn. Mig langaði að tala við hann um litla húsið við sjóinn, sem hann átti heima í og ég hafði orðið skotin í við fyrstu sýn. — Sj ónarhól. Ég vogaði að segja: Líf hefur sagt mér, að þú sért fæddur hér. Já. I húsinu, sem ég á nú heima í. Það er við Glissing-víkina, al- vég við sjóinn. Það brá fyrir hreykni í röddinni. Sannast að segja átti afi minn það einusinni og þá hét það Tarrands. Þegar afi þinn byggði Glissing um síðustu aldamót, varð landið hans eign en afi minn fékk lífs- tíðarábúð á húsinu, og þar sem mamma var orðin ekkja, skömmu áður en ég fæddist, flutti hún til hans. En svo fór- um við héðan eftir að afi dó, skömmu eftir 1920. En þú hefur komið aftur? Já, eftir að mér var sparkað út úr Indlandshernum, en þó ekki strax. Það hefur víst verið ’52 sem ég kom hingað aftur. stone, sagði Tarrand með ó- Svo vildi til, að frú Elliot vant- aði róðsmann, og hún hafði þekkt mig þegar ég var krakki, og þar sem ég hafði nokkuð van- izt sveitastörfum í æsku, þá fékk ég stöðuna. Húsið var tómt og næstum úr sér gengið, þegar hér var kom- ið, og það var með í samningn- um okkar, að ég skyldi taka við því. Ég skal jóta, að ekki hefðu allir orðið hrifnir af því: raf- magnslausu, afskekktu og með einum vatnskrana, en mér líkar það nú ágætlega samt. Þér þykir kannske vænt um það? Já. Hann hló við. Það má segja, að það sé önnur ástiri mín. Og þarna er hin. Hann benti upp í loftið og ég sá þar vindpoka. Nú, er það flug? Já. Fyrir nokkrum mánuðum var ég búinn að öngla saman nægilegum aurum fyrir tveggja manna flugvél. Hún flýgur eins og fugl. Og svo erum við svo heppin, að það er góður flug- klúbbur hérna skammt frá. Ég fór að velta því fyrir mér, hver þessi „við“ væru. Flaug Es mor. 1 líka? Nei, hjálpi oss vel. Hann hafði mest gaman af að sigla. En Lísa hefur gaman af því. Hún er nú ekki búin að taka flugpróf enn, en það ætti ekki að líða á löngu áður en hún fær það. Þú verður að koma að fljúga með mér ein- hvern daginn. Ég þakkaði honum og spurði hann, hversu oft hann gæti sótt flugklúbbinn. Það er misjafnt. Oftast svo sem tvisvar í viku eða svo. Ég var þar í gær og flaug meira en 300 mílur. Ég horfði á hann og minntist mannsins, sem ég hafði séð standa í glugganum á húsinu.... Ef Tarrand hafði ekki verið heima þá, hver var þá sá maður? Ég sagði: Það mundu víst fæst ir una því að búa svona einir, en kannske koma margir að heim sækja þig á sumrin? Ekki aldeilis. Ég vil helzt vera einn, og auk þess hefði ég engan tíma til að sinna gestum. Amma þín heldur fast í taumana á mér, en meðan ég kemst í flugklúbb- inn, er það allt í lagi. Við beygðum inn á mjóan stíg. Þetta er Árbor.g og þar verð ég að koma við. Geturðu beðið á meðan? Ég fullvissaði hann um, að þaði vær allt í lagi. Hann skildi eftir bílinn innan við hliðið, veifaði til mín hendi og gekk burt. ' Þegar ég horfði á kraftalegan en þó mjúkan vöxt hans, datt mér í hug: Tvær ástir. Ég vildi nú geta þess til, að þær væru þrjár, og fór að hugsa um, hvern ig hægt væri að koma saman ó- merkilegu og afskekktu húsi og svo stúlku, sem hafði mestan á- huga á óhófslífi. Tarrand majór var á leiðinni að bílnum aftur, þegar ég sá lög- reglumann á hjóli koma slagandi eftir stígnum. Hann stökk af hjól inu og þeir hittust við bílinn. Halló, Vanstone! Vildirðu tala við mig? Já. ég er feginn að hitta þig, því að það sparar mér ferð til Glissing Park. Hvað er að? spurði Tarrand majór. Lögregluþjónninn leií um öxl á mig, sem sat við opinn glugg- ann. Majórinn sagði. Þetta er ung frú Elliot, systir hr. Esmonds. Vanstone lögregluþjónn. Jó, sagði Vanstone og eins og lifnaði yfir honum. Ég vax ein- mitt búinn að heyra, að.. Tarrand tók fram í fyrir hon- um. Hvað þurftirðu að tala við mig? Jú, ég skal segja þér. hvernig er. Annað stígvélið hans hr. Es- monds hefur fundizt rekið. í gær kvöldi. Einn strandvörðurinn fann það. Nafnið hans stendur innan í því. Ja, yfirmaður minn var að velta því fyrir sér hvað rétt væri að gera við það. Guð minn góður, Vanstone, not aðu nú vitið. sem guð gaf þér. Þú ætlaðir vonandi ekki að fara að skila því heim? Nei. ekki var nú það, en eitt- hvað verður að gera við það. Og fulltrúinn spurði Adkins lögreglu stjóra.. .. Adkins? Hvað í dauðanum hef ur hann með þetta að gera? Hann er farinn heim til sín á aðalstöð- ina. er það ekki? Nei, að minnsta kosti er hann þá kominn aftur og heldur til í kránni. Hvað er hann að gera hingað aftur? spurði Tarrand enn. Það veit ég svei mér ekki. Mér skilst hann vera með kon- una með sér. Kannske er hann bara í fríi. Nei, þetta dugar nú ekki Van- þreyju. Þú hlýtur að vita, hvort hann er hér í embættiserindum eða ekki. Röddin í Vanstone varð þrá- kelknisleg. Nei. það þarf nú ekki endilega að vera. Og þetta stíg- vél. Hvað eigum við að gera við það? Gera við það, hvað ykkur gott þykir en farðu bara ekki undir neinum kringumstæðum að koma þjótandi með það til gömlu kon- unnar. Ég vil hvorki láta koma henni né frú Esmond úr jafn- vægi. Skilurðu það, Vanstone? Já. Ég vil fyrir engan mun gera þeim neitt til miska. Verið þið nú sæl bæði. Tarrand ók bílnum aftur á bak og síðan eftir ósléttum stígnum, svo að ég hristist öll og skókst. Þessar sveitalöggur eru svei mér alveg met í heimsku, kvart- aði hann. Ef ég hefði ekki rekizt á Vanstone hefði hann komið upp eftir til ykkar með stígvélið hans Esmonds dinglandi við stýr ið. Og hefði það vakið óróa? sagði ég spyrjandi. Hann snarstöðvaði bílinn. —. Hvað áttu við? Ekki annað en það að síðan ég kom til Glissing, hef ég ekki heyrt eitt einasta saknaðarorð sagt í sambandi við Esmond. Það er misskilningur hjá þér. Dauði bróður þíns var mikið á- fall fyrir okkur öll. En lífinu heldur áfram og verður að halda áfram. Hann setti vélina í gang aftur, furðu ófimlega af svo fim um manni. ailltvarpiö Föstudagur 8. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 JVeðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón leikar). 17:40 Framburðarkennsla 1 esperanto og spænsku. 18:00 ,,í»á riðu hetjur um héruð": Guð mundur M. t>orláksson talar um Hrafnkel Freysgoða. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttlr Tónleikar. — 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag). 20:05 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvarar; VI.: — Nellie Melba syngur. 21:00 Upplestur: Einar M. Jónsson skáld les kvæði eftir nokkra höfunda. 21:10 Dönsk orgeltónlist: Jörgen Berg frá Kaupmannahöfn leikur á orgel Dómkirkjunnar í lteykja- vík. a) Fjórar stuttar prelúdíur úr op. 51 eftir Carl Nielsen. b) Prelúdía, pastoral og fúgato op. 11 eftir Leif Thybo. 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn eftir Kristmann Guðmunds- son; XXXIII. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson fréttamaður). 22:30 Á síðkvöldi: Létt klassísk tón- list. a) Wolfgang Marschner leikur fiðlulög eftir Kreisler. b) Joan Sutherland syngur a^íur úr óperum eftir Thomas, Delibes og Meyerbeer. c) Konunglega fílharmomusveit- in 1 Lundúnum leikur norska dansa op. 35 eftir Grieg; — George Weldon stjórnar. 23:20 Dagskrárlok. Laugardagur 9. desember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn —- 8:06 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón-‘ leikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — (15:00 Frétt ir og tilkynningar). 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristiins >n>. 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur — (Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Sverrir Sigurðsson kaupmaður velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka* Knútur" eftir séra Jón Kr. ís- feld; IV. (Höf. les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. — 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Skógar og veiðimenn: Þýzkir listamenn syngja og leika laga- syrpu. 20:20 Leikrit: „Mennirnir mínlr þrír" (Strange Interlude) eftir Eug* ene O’Neil; annar hluti. Þýðandis Árni Guðnason magister. — Leik stjóri: Gísli Halldórsson. Le)k- endur: Herdís ÞorvaldsdQttir, Þorsteinn Ó. Stephensen, R(')bert Arnfinnsson og Rúrik Haralds- son. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10Danslög, þ.á.m. leikur dans* hljómsveit Renalds Brauner. — 24:00 Dagskrárlok. x Ég nernti ekki a8 loka dyrunum. Það er ekkert eftir inni, sem er einhvers virði. GEISLI GEIMFARI X- >f ->f — Ég skil ekki hvernig Gar lækn- ir fóðrar rafeindaheilann með nýj- ustu upplýsingum. Rafeindaheiiinn var ekki í sambandi við rafmagn. Hann hefði getað verið fjarstýrður .... en þetta tæki mældi engar út- varpssendingar meðan fundurinn stóð yfir! — Sannar það ekki að Mystikum 5 metallikus hugsar? 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.