Morgunblaðið - 08.12.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1961, Blaðsíða 24
16 DAGAR TIL JÓLA 16 DAGAR TIL JÓLA 279. tbl. — Föstudagnr 8. desember 19oi Mývetningar drdgu 30 fjár úr fönn Óttast ekki alvarleg skakkaföll. Komu til byggða í gærkvöldi með 12-1300 fjár I GÆRKVÖLDI kl. 9 komu Mývetningar, sem verið hafa í fjárleitum inni á Mývatns- örfum síðustu 10 daga niður að Reykjahlíð með 12—1300 fjár af um 1700, er þeir telja að hafi verið úti er óveðrið skall á. Nokkuð af þessu fé var þó komið heim og segja þeir að telja megi með nokk- urri vissu að ekki sé margt fé úti ennþá. I»ó hefur ekki tekizt að leita þau svæði er fjast liggja Péturskirkju, leitar- og sæluhúsi Mývetn- inga á Mývatnsöræfum. — Leitarhúsið stendur við svo- nefnd Hrauntögl, nokkuð norðvestur af Hrossaborg, skammt frá þjóðveginum. — Enn eru tveir menn í Péturs borg og hlú að fé, sem dreg- ið hefur verið úr fönn, en það er þá jafnan blautt og þarfnast húsaskjóls og að- hlynningar. í gærkvöldi náði blaðið sam- bandi við Ármann Pétursson í Reynihlíð, en hann var einn af leitarmönnura, og spurðist fyrir um leit þeirra félaga. — Segir hann frá á þessa leið: — Við erum búnir að vera 10 daga á ferðinni, en urðum þó að vera 4 daga um kyrrt vegna stórhríðar. í kvöld komum við hingað með 12—1300 fjár, en það mun hafa verið sleppt um 1700 austur. Af því var þó tals- vert komið heim áður en farið var austur til að smala. Um heimtur verður ekki vitað ná- kvæmlega fyrr en í fyrramálið, því sundurdráttur getur ekki farið fram í kvöld. Menn fara um helgina með hunda Svæði þau, sem fjarst voru var þó ekki hægt að leita í þessari ferð og verða gerðir út menn nú um helgina með hunda til að leita að því sem eftir hefur orðið. Okkur var líka kunnugt um nokkrar kind- ur, sem þó var óframkvæman- legt að koma heim sökum fjar- lægðar og ófærðar. Við gátum ekki leitað syðst í svonefndu Veggjastykki, sem er upp með Jökulsá, en þar má búast við að einhverjar kindur séu, þó ekkert verði um það sagt með vissu. Við leitúðum allt niður á Norðurmel, em er ekki langt fyrir ofan Dettifoss, en þangað er um þriggja tíma gangur frá Sæluhúsinu. Þar voru 3 kindur dregnar úr fönn, en það varð að skilja þær eftir því ógem- ingur var að koma þeim í húsa- ikjól. I gær var fénu smalað niður I Sveinahraun um 4 km frá sæluhúsinu og skilið þar eftir. í morgun kl. 4 fórum við svo af stað 8 saman og fundum féð greiðlega, enda lítill kostur fyr- ir það að dreifa sér. í gær var þarna 20 stiga frost en kyrrt og bjart. Nutu slóðar snjóbílsins Rekstur fjárins í dag gekk allvel og nutum við þar mest slóðarinnar eftir snjóbílinn, sem kom til okkar með matvæli. Alls höfum við dregið um 30 fjár úr fönri og af þeim voru 4 kindur dauðar. Tvær þeirra kinda sem af lifðu voru svo illa farnar að ekki var kostur annars en hlú betur áð þeim áður en lagt væri af stað með þær heim á leið. í heild má segja að féð sé ekki illa farið eftir þetta áhlaup, sagði Ármann, og raunar í betra ásigkomulagi en búast hefði mátt við. í>að er mjög óalgengt að fé fari illa á þessum slóðum og að aftakaveður sem þetta haldist jafn lengi og nú var. Kunnugir menn eru nokkuð glöggskyggnir' á þá staði þar sem fénu kann að vera hætt og auk þess höfðum við 2—3 hunda, sem geta leitað fjár í fönn. >að voru einmitt þeir,, sem fundu fé það, sem dregið var úr fönn. Allir leitarmenn voru á skíð- um, enda hefði verið seinfært til leitar fyrir okkur, ef ekki hefði svo verið, sagði Ármann. Heimsóttu Fjallamenn Einn daginn, þegár ófært var til leitar,. fórum við austur að Grímsstöðum á Fjöllum og sát- um þar um kyrrt eina nótt í góðu yfirlæti, spiluðum og gerð- um okkur til gamans. Það var raunar ekki verra að leggja þaðan upp til leitar en frá Pét- urskirkju. Um menn væsti ekki í þessari ferð, þótt stundum yrði að snúa við frá leit vegna veðurs. I lok samtalsins við Ármann höfðum við samband við Pétur í Reynihlíð leitarstjóra, og tók hann undir þau ummæli að ekki væri ástæða til að óttast að af þessu slæma veðri hefði alvar- legt tjón hlotist hjá þeim Mý- vetningum, þótt útivist leitar- manna hefði verið óvenju löng. Jólasvipur er nú kominn á Austurstræti. (Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.) I gær voru 16 bílar ■ lest frá Akureyri Greta sýnir GRETA Björnsson, listmálari, opnar í dag málverkasýningu á Akranesi í gagnfræðaskólahúsinu þar og stendur hún fram á sunnu dag. Hugðust komast hingað ■ nótt eftir stranga útivist í stórhríðinni, sem geng- ur nú yfir Norðurland og nær raunar orðið suður fyrir heiðar, hefur færð mjög þyngzt og er víða orðið ó- fært og þá fyrst og fremst fjallvegir. I gær voru 16 bílar í lest á leið suður yfir Holtavörðu- heiði og hafði blaðið þá sam band við einn bílanna, sem búinn er talstöð. Klukkan 6 í gærkvöldi náði símstöðin á Brú í Hrútafirði sambandi við vörubifreiðina A- 704, en þar er bifreiðastjóri Páll Ásgeirsson. Miklar truflanir voru á bylgjunni, því margir bílar eru á ferðinni og eru tal- stöðvar þeirra sýnilega mikið notaðar. Fyrst heyrðum við næsta litið, en er sambandið skánaði, var samtalið eitthvað á þessa leið: Samtal við bíl á Holtavörðuheiði Blaðam.: — Sæll og blessað- ur, Páll. Þetta er á Morgun- blaðinu. Okkur langar til að vita hvernig ykkur liði þarna uppi á miðri Holtavörðuheiði, Aðalbæjaríulltiunn ræust að varafulltrúanum fjarstöddum Á FUNDI bæjarstjórnar í gærkvöldi sneiddi Guðmund ur J. Guðmundsson, bæjar- fulltrúi kommúnista, harka- lega að Inga R. Helgasyni, varafulltrúa flokksins. Guð- mundur hafði borið fram fyrirspurn til borgarstjóra um byggingarkostnað rað- húsanna í Réttarholtshverfi. Borgarstjóri svaraði greið- lega fyrirspurn hans, en Guð mundur hélt því fram, að eigendum húsanna hefði aldrei verið gerð grein fyrir kostnaðarverði þeirra og eng an aðgang haft að reikning- um. Gísli Halldórsson (S) benti þá á, að Ingi R. Helgason, er bæði væri varafulltrúi komm únista og endurskoðandi bæjarreikninga, af þeim kjör inn, hefði verið ráðinn lög- fræðingur eigenda raðhús- anna fyrir fimm árum. Hann hefði sem slíkur fengið að- gang að öllum reikningum varðandi byggingarfram- kvæmdirnar og engri athuga semd hreyft. Las Gísli upp kafla úr bréfi Inga, dagsettu 4. apríl 1958, til eigenda rað- húsanna, þar sem hann ger- ir grein fyrir kostnaðinum. Ingi hefði fengið alla reikn- ingana í hendur fyrir fjórum ár- um, en jafnframt hefði hann ver- ið endurskoðandi bæjarreikninga og aldrei orðað, að ekki væri alit með felldu, enda hefðu reikning- arnir alla tið legið fyrir, svo að bæði hann og bæjarfulltrúar hefðu getað kynnt sér þá. Guðmundur J. Guðmundsson sagði, að bæjarstjórnarmeirihlut- inn ætlaði að hafa Inga R. Helga- son sem sinn skjöld og skjól, „en því í ósköpunum voru ekki menn frá félaginu látnir fara yfir reikn inga“. Hélt hann síðan áfram dylgjum um það, að reikning- arnir væru ekki í lagi, þótt flokks bróðir hans heíði bæði sem lög- fræðingur og endurskoðandi bæj- arreikninga yfirfarið þá. Hinsveg ar fékkst hann ekki til að svara fyrirspurn um það, hvort hann teldi, að Ingi R. Helgason hefði iátið halda fyrir sér reikningum, Framhald á bls. 2. hvemig færið væri og hvemig hefði gengið að brjótast að norðan. Skipti. Páll. — Okkur líður vel. Við fórum frá Akureyri 8 vörubílar saman í gær klukkan tvö ^g höf- um verið á ferðinni síðan. Á Blöndósi kom áætlunarbíU Norðurleiða h.f. I hópinn og fleiri bifreiðar bættust við. Nú erum við 16 á ferðinni yfir heið- ina. Skipti. Blaðam.: — Þetta er orðin nokkuð löng útivist hjá ykkur. Hvað hefir tafið ykkur mest og hvar hafið þið fengið hjálp? Skipti. Páll. — Snjórinn hefir verið mestur í Öxnadalnum á leið okk- ar. Við minnumst ekki að I dalnum hafi verið öllu meiri snjór nú' á síðari árum, einkum frá Krossastöðum óg upp á Öxna- dalsheiði. Aftur á móti er snjór ekki mikill á h< iðinni. Við höf- um alltaf haldið áfram en þetta hefir verið svo þungt; mjakast hægt og hægt. Okkur var hjálp- að vestur á heiði en síðan vor- um við einfærir og svo hefir Vegagerðin hjálpað okkur aftur hérna á Holtavörðuheiðinni. Við erum nú staddir hér skammt of- ain við Fornahvamm. Skipti. Blaðam.: — Hefir nokkuð kom- ið fyrir ykkur á ieiðinni sem sérstaklega hefir tafið. Bílar far- ið útaf eða stöðvast illilega? Páll: — Nei. Það hefir ekkert komið fyrir. En þetta hefir verið þæfingur og lang seinfarnast í Öxnadalnum. Framhald á bls. 2. Jólabingó í kvöld HEIMDALLUR, FUS, efnir tU bingó-kvölds í Sjálfstæðishúsina kl. 20.30 í kvöld. — Að vanda verða þar margir stórglæsilegir vinningar, og er hinn stærsti flugferð til Kaupmannahafnar og heim aftur. — Síðan verður dansað til kl. 1 eftir miðnætti. Aðgangur er ókcypis, og verða aðgöngumiðar afhentir i Sjálf- stæðishúsinu kl. 1—5 í dag. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.