Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 1
24 siður 48. árgangur Vígstaðan er dljós Átökin í Katanga: — en þó tali$, að lið SÞ hafi heldui betur í baidogunum .Elisabethville, Leopoldville, Washington og London, 8. des. (AP-NTB/Reuter) Þ AÐ gengur stöðugt erfið- lega að gera sér glögga grein fyrir vígstöðunni í Katanga — en svo virtist síðari hluta dags í dag, sem bardagarnir Væru að harðna og færast nær miðhluta Elisabethville, sem hlýtur að þýða það að hermenn SÞ sæki fram. — Tsjombe lýsti því yfir skömmu eftir komu sína til borgarinnar, að hann hefði tekið í sínar hendur yfir- stjórn hernaðaraðgerðanna gegn SÞ. — Á blaðamanna- fundi í dag beindi hann eink um geiri sínum gegn Banda- ríkjamönnum, sem hann „IMiður með de Gaulle“ — „Lifi Kennedy" LEOPOLDVILLE, 8. des. — Um 100 kongóskir stúdentar gerðu í dag aðsúg að sendi- ráðum Frakka og Breta í borg- inni, brutu rúður með grjót- kasti og hrópuðu ókvæðisorð um brezk og frönsk stjórnar- völd. — Stúdentarnir hrópuðu m.a.: „Niður með Frakkland" . . . „niður með de Gaulle“ . . . og „hypjið ykkur heim, vinir Tsjombes“. Þegar stúdentarnir höfðu lokið sér af við umrædd sendi ráð, héldu þeir til sendiráðs Bandaríkjanna, og var fram- koma þeirra þar öll önnur. Þar hrópuðu þeir: „Lengi lifi Kennedy!“ — og hylltu þar með stuðning Bandaríkja- manna við SÞ í Katanga. kvað nú vera að fremja „þjóðarmorð á Katanga, á sama hátt og Rússar á Ung- verjalandi" fyrir 5 árum. Talsmaður SÞ í Leo- poldville komst svo að orði í dag, að átökin í Katanga væru þess eðlis, að ekki væri um neinn samnings- grundvöll að ræða — og mundu hersveitir samtak- anna berjast til þrautar, þar til Katangaher gæfist upp. — ★ — Eitt af því, sem Tsjombe lét sér um munn fara við frétta- menn í dag, var að ef „banda- riskir leigudátar“ héldu áfram að myrða konur og börn og gera árásir á mangannámur í Katanga, í því skyni að lama iðnað landsins, myndi það ein- ungis leiða til þess, að Cyrille Adoula, forsætisráðherra mið- ríkisstjórnarinnar í Leopoldville yrði steypt og völdin í stað þess fengin í hendur Antoine Gizenga í Stanleyville — en þar með væri allri Mið-Afríku „fleygt í faðm kommúnismans". ★ VILL MIÐSTJÓRNIN STYÐJA SÞ? í nótt og í morgun virtist skothríðýi í Elisabethville frem- ur strjál, en eftir því sem leið á daginn hörðnuðu átökin greinilega á nýjan leik. Mikið vatnsveður gengur nú yfir Elisa bethville og nágrenni, og mun það hafa dregið nokkuð úr hern aðaraðgerðum. Hinn írski yfirforingi SÞ í Kongó, Sean McKeown, hélt í dag fr Leopoldville til Elisa- bethville til þess að kynna sér herstöðuna í Katanga. Fyrir brottförina átti hann tal við herrðsforingja miðstjórnarinnar, Mobutu hershöfðingja, sem ýms ar fréttir herma, að hafi boðizt til að leggja SÞ til liðsauka í Framhald á bks. 23. Bandaríkin hafa látið stjórn S-Vietnam ýmiss konar að- stoð í té — einkum hefur hún þó verið fólgin í því, að banda rískir hernaðarsérfræðingar og liðsforingjar hafa tekið að sér þjálfun hersveita stjórnar Diems forseta. Þessi mynd sýn ir bandarískan foringja kenna innfæddum meðferð vél- byssna. Nú telur Bandaríkjastjórn, þörf kunni að vera á aukinni aðstoð við stjómina í S-Viet- nam, með einhverjum hætti, vegna sívaxandi hernaðar upp reisnarmanna kommúnista. Fjárlög Sovét- ríkjanna afgreidd MOSKVU, 8. des. — Æðsta ráð Sovétríkjanna lauk þriggja daga fundum sínum í dag með þvi að samþykkja einróma framlagt fjárlaga- frumvarp fyrir 1962. Eins og áður hefir verið frá greint, er m.a. gert ráð fyrir um 50% aukningu fjárframlaga til hermála í frumvarpinu. Kommúnistahættan í Suöur-Vietnam verður æ alvarlegri, segir í skýrslu, sem Bandaríkjastjóm heíir gefið ut Washington, 8. des. BANDARÍSKA utanríkis- ráðuneytið hefur gefið út skýrslu um „tilraunir Norð- ur-Vietnams til að leggja undir sig Suður-Vietnam“. í skýrslunni, sem að megin- hluta er byggð á upplýsing- um, er stjórn S-Vietnam hef- ur safnað á undanförnum ár- um, er sambandið milli kommúnistastjórnar Ho Chi Minhs í Hanoi í N-Vietnam og Viet Cong (en svo nefn- ast hinir kommúnísku upp- reisnarmenn í S-Vietnam) Luthuli hvetur til refsiaögeröa stjórn Verwoerds gegn ÁtÖkin í Jóhannesarborg í gær í sam- bandi við verðlaunaveiiinguna til Luthulis Albert John Luthuli OSLÓ, og Jóhannesarborg, 8. des. — Á blaðamannafundi í Nóbels stofnuninni í Osló í dag sagði afríski blökkumaðurinn Albert Luthuli (sem tekur við friðar- verðlaunum Nóbels á sunnudag- inn), að það væri mikilvægt, að halda áfram efnahagslegum refsi aðgerðum gegn þjóðernissinna- stjór Suður-Afríku, en ýmis ríki hafa sett víðtækt viðskipabann á S-Afríku vegna aðskilnaðar- stefnu ríkisstjórnarinnar í kyn- þáttamálum. Sagði Luthuli, að því víðtækari sem slikar aðgerð ir yrðu, þeim mun betra. — Þá eru meiri likur til að stjórnin sjái sér hag i því að semja við blökkumannameirihlutann í land inu á jafnréttisgrundvelli, sagði Luthuli. -- XXX --- Á fundi, sem haldinn var í Jó hannesarborg í dag í tilefni af verðlaunaveitingunni til Luthulis kom til handalögmáls milli hvítra og svarta. Á fundinum, var haldinn úti fyrir ráðhúsinu í Jóhannesarborg, voru mætt mörg hundruð mánna af ýmsum kyn- þáttum, en til fundarins var efnt af demókratíska flokknum, sem í eru bæði hvítir og svartir og raunar menn af öllum kynþátt- um, sem S-Afríku byggja. -- XXX -- Á meðan fyrsti ræðumaðurinn var að tala, köstuðu nokikrir hvit ir menn að honum skemmdum tómötum, og a.m.k. einn Evrópu maður kastaði eggi að stórri mynd af Luthuli, sem hékk yfir ræðustólinum. Eftir þetta voru tveir af hinum hvítu slegnir nið ur af Afríkumönnum á fundin- um. Lögreglan girti þá af hóp manna, sem stóð næst ræðustóln um, en ryskingarnar héldu áfram úti á götunni að fundinum lokn- um. rakið lið fyrir lið — og seg» ir, að hersveitirnar úr norðri hafi breytt eðli hardaganna í S-Vietnam „úr nær einher- um skæruhernaði í átt til fullkomins hernaðarrekstr- ar“. Er alvarlega varað við Framhald á bls. 23. Ræða um afvopnun- armál NEW YORK, 8. des. — Aðal fulltrúar Bandaríjanna og Sov étríkjanna áttu nær tveggja stunda viðræður í gær um af vopnunarmál. Munu þeir vænt anlega halda nokkra slíka einkafundi, í því skyni að finna grundvöll samkomulags um skipun alþjóðlegrar nefnd ar til þess að f jalla um afvopn unarviðræður. Annar fundur þeirra Adlai Stevensons og Valerian Zorins hefur verið boðáður í kvöld. Því hefur verið Iýst yfir af hálfu Bandaríkjastjórnar, að höfuðmarkmið hennar með einkafundum þessum sé að reyna að ná samkomulagi við sovétstjórnina um, að ríkis- stjórnir beggja stórveldanna standi að ályktunartillögu um afvopnunarmálin á Allsherjar þinginu. Sendinefndir ríkjanna hafa einnig átt viðræður um mögu leika á að bera fram sameigin lega tllögu um friðsamlega notkun geimsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.