Morgunblaðið - 09.12.1961, Síða 2

Morgunblaðið - 09.12.1961, Síða 2
2 MORGVNBL AÐIÐ Laugardagur 9. des. 1961 Tíminn og niður- greiðslurnar TÍMINN telur eðlilegt að halda óbreyttum niðurgreiðsl um. Bkki er langt síðan að það var ádeiluefni á nú~ verandi ríkisstjórn, að niður greiðslur voru nokkuð aukn- ar. Nú kveður við annan tón Og er fullyrt að það sé til tjóns fyrir bændur og laun- þega ef dregið verður úr nið urgreiðslum. Talað hefur ver ið um að laekka nokkuð nið urgreiðslur á kartöflum og e.t.v. nokkrum fleiri vörum. Útsöluverð á kartöflum ef nú kr. 2,63 pr. kg., en niður- greiðsla pr. kg kr. 2,92. Allir sjá að hér er um óhóf lega niðurgreiðslu að ræða og því ekki óeðlilegt þótt útsölu verð kartafla hækki nokkuð. Myndi það tæplega draga úr sölunni þar sem útsöluverð kartaflanna er mjög lágt. Ekki er ástæða til að ætla að bændur biði tjón af því, þótt dregið verði úr niður- greiðslum, þar sem þeir hafa sölutryggingu á ýmsum fram leiðsluvörum landbúnaðarins. Á meðan framsóknarmenn stjórnuðu landbúnaðarmálun- um voru bændur látnir bera þann halla, sem varð á út- fluttum vörum hverju sinni. I>að tap var oft mjög mikið, sérstaklega 1957 og 1958 þeg ar Framsókn skattlagði bænd ur, en tryggði þeim ekkert á móti til þess að mæta hallan um. Mændur báru því tapið af útfluttu vörunum og báru skattana bótalaust. Sölu- og verðtrygging sú, sem bændur nú hafa, er ó- metanleg fyrir bændastéttina. Bændur munu margir hafa gert sér grein fyrir því hversu mikils virði þetta er. Aðrir munu gera það síðar og þakka Ingólfi Jónssyni og núverandi ríkisstjórn fyrir að hafa tryggt hagsmuni stéttarinnar á þennan hátt með lögum.. Meðan Framsókn hafði völd in, var ekki leitast við að veita bændum slí'ka réttarbót, sem þeir fengu með breytingu framleiðsluráðslaganna í árs- lok 1959. Bókfellsútgáfan gef- ur út 5 bækur í ár Rartghermi Þjóð- viljans hnekkt Yíirlýsing frá Studentaráði NÚ er síðasta bók Bókfellsút- gáfunnar í ár, „Konur skrifa bréf“, sem Finnur Sigmundsson bókavörður hefir tekið saman, komin í bókabúðir. f tilefni þess skýrði Birgir Kjaran alþingis- maður fréttamönnum í gær frá „uppskerunni í ár“, eins og hann komst að orði. Og „uppskeran" er þessi: „Frá Grænlandi" eftir Sigurð Breið- fjörð (Eiríkur Hreinn Finnboga- son cand mag. sér um útgáfuna), „Séra Friðrik segir frá“, átta við- töl Valtýs Stefánssonar ritstjóra við hinn látna æskulýðsleiðtoga, „Loginn hvíti“, þriðja bindi ævi- sögu Kristmanns Guðmundsson- ar, ,,Hundaþúfan og hafið", sam- taísbók Matthíasar Johannessens ritstjóra og Páls ísólfssonar tón- skálds, — og loks bók Finns Sig- mundssonar. sem getið var í upp- hafi. Þessi bók er þriðja sendibréfa- bókin, sem komið hefir út hjá forlaginu, og hefir dr. Finnur séð um útgáfu þeirra allra. Fyrst kom „Skrifarinn á Stapa“ (Páll Pálsson stúdent), þar næst „Biskupinn í Görðum" (Ámi Helgason stiftprófastur) — og nú „Konur skrifa bréf“. sem er Stefipsfundur á morgun HAFNARFIRÐI _ Stefnir | heldur fund í Sjálfstæðishús- inu á morgun kl. 3:30. Þar tal ar Eyjólfur K. Jónsson rit- stjóri um kommúnisma. Þá verður kosið í fulltrúaráð og kjördæmaráð. Stefnisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Stúdentaráði Háskóla íslands: 8. desember 1961. VEGNA greinar á Æskulýðssíðu Þjóðviljans fimmtudaginn 7. des. 1961, þar sem gefið er í skyn, að farið hafi verið á bak við stúd- enta um boðun Almenms stúdenta fundar til að kjósa nefndir þær, er annast undirbúning hátíða- 'haldanna 1. desember, óskar Stúdentaráð Háskóla, fslands að gera eftirfaramdi athugasemd: í 15. gr. laga um stúdenta- ráð er svohljóðandi ákvæði: f annarri viku októbermán- aðar ár -hvert skal almenmur stúdentafundur, sem til er boðað af stúdentaráði kjósa 5 manna nefnd, er undirbúi og sjái u-m hátíðahöldin . . . o. s. frv. Ennfremur segir í 14. grein um boðu-n Almennra stúdentafunda: Til stúdentafumda ska-1 boða með auglýsingu, er festa skal upp á auglýsimgatöflu háskólans, eigi síðar en tveimur sólarhrimgum fyrr en fundinn skal haida. Fund arefni skal geta í fundarboði. Samkvæmt 15. gr. og 14. gr. laga um SHÍ, ákvað stúdemtaráð á fundi sín-um 9. okt. að boða til nefnds fumdar fimmtudaginn 12. ok-t. kl. 20.30 i Hátíðasal háskól- • Brussel, 7. des. — NTB-AFP Edward Heat, aðstoðarutanrík- isráðherra Bretlands kom til Brussel í dag til þess að sitja ráð herrafund Efnahagsbandalags Evrópu. Mun hann þar ræða værift anlega aðild Bretlands að banda- laginu. ans, en þá þótti hæfilega liðið frá háskólahátíð, sem h-aldin var 6.—7. október. Fundurinn var síðarn auglýst- ur um hádegi 10. október á þremur stöðum í anddyri háskól- ans eða með rúmlega tveggja sólarhringa fyrirvara og strax að fengnu leyfi háskólarektors til að halda h-ann í hátíðasaln-um. Fundurinn var því boðaður fyllilega með réttmætum hætti og skv. lögum og vísum við því á bug og mótmælum öllum full- yrðingum um að stúdentum hafi ekki verið kunmugt um fundinn. Jafnframt skal vakin athygli á því, að stúdentar hafa a-ldrei ver- ið fjölmenmari i skólanum og líklega aldrei mætt betur em á þessu hausti. Virðingarfyllst, STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hörður Sigurgestsson, formaður. Halldór Halldórsson, ritari. Nehrú væntír friðstunlegrar lausnar Gou- mólsins NÝJU DELHI, 8. des. — Nehrú forsætisráðherra sagði | á þingfundi í dag, að hann von , aðist til þess, að Goa-málið mætti leysast á friðsamlegan hátt. Hann talaði gegn tillögu ‘ um það að setja nú Portúgöl- I um úrslitakosti um að hverfa ‘ frá Goa og öðrum portúgölsk 1 um lendum á vesturströnd Ind I lands. " ' i Vér væntum þess einlæg- lega, að Portúgalar bindi enda á nýlendustöðu Goa og hverfi þaðan með friði, sagði Nehrú. — Eftir ræðu forsætisráðherr ans var fyrrnefnd tillaga tek- in aftur. • Róm, 7. des. — AP Tvær farþegalestir rákust sam an í útjaðri Rómaborgar í morg- un og særðust 52 menn —. enginn þó lífshættulega. Næstu íbúðahverri B in KSI g° KATTSPYRNUSAMBAND ís- lands gengst fyrir skemmti- kvöldi í Klúbbnum annað kvöld. Á skemmtuninni verður spilað bingó og eru vinningar m. a. skipsferð til Kaupmannahafnar og heim aftur, strauvél, auk margra annarra ágætra muna, en einn þeirra er að sjálfsögðu fótknöttur. Finnur Si'gmundsson landsbóka- vörður, höfundur bréfabókanna frábrugðin hinum fyrri að því leyti, að þarna er að finna bréf frá 14 konum til ýmissa þjóð- kunnra manna (t. d. móður og eiginkonu Grírns Thomsens til hans). í bókinni eru myndir af bréfriturum og viðtakendum. Á blaðamannafundinum 1 gær lét Finnur Sigmundsson, sem hefir kynnt sér bréfaskriftir íslend- inga á liðnum öldum, að sér virt- ust konurnar betri bréfritarar en karlmennirnir. Bréfin í þessari bók eru rituð á tímabilinu 1897—1907. Vetrarhjálpin í Keflavík VETRARH J ÁLPIN í Keflavík er nú tekin til starfa og yerður aðsetur hennar í Sjálfstæðishús- inu í Keflavík og verður skrif- stofa nefndarinnar opin þar frá 8 til 10 næstu kvöld og veitt þar móttaka bæði hjálparbeiðnum og framlögum til vetrarhjálparinn- ar. í framkvæmdanefnd eru frú Sesselja Magnúsdóttir formaðúr, Ólafur A. Þorsteinsson gjaldkeri, Kristjana Magnúsdóttir frú, Guðný Ásberg frú, Elín Þorkells- dóttir frú og séra Björn Jónsson. Á síðastliðnum vetri kom starfsemi vetrarhjálparinnar í mjög góðar þarfir og bárust henni einnig miklar og rausnar- legar gjafir og er treyst á að svo verði ennþá. Næstkomandi mánudagskvöld munu skátarnir fara um Kefla- víkurbæ og safna fé til vetrar- hjálparinnar og verður skátun- um væntanlega eins vel tekið og áður. GEIR Hallgrímsson, borgarstjóri, skýrði frá þvi á fundi bæjarstjórn ar Reykjavíkur 7. des., að næst- unni yrði væntanlega tekið til undirbúnings íbúðabyggingar svæði við Elliðavog, sem skipu- lagt var fyrir nokkrum árum. Tók hann fram, að íbúðahverfið á þeim stað mundi ekki koma í bága við hugmynd um höfn í sundunum. Þá sagði hann, að þegar undir- búningi þessara svæða væri lok- ið, yrði væntanlega að hefja und- irbúning byggingalóða í Foss- vogi og halda áfram skipulags- vinnu á því svæði í áframhaldi af skipulagssamkeppninni. Skýrðr oorgarstjóri frá því, að á yfirstandandi ári hefði verið unnið við að gera íbúðahverfið við Sundlaug Vesturbæjar og Kaplaskjólsveg byggingarhæf, svo og svæðin beggja vegna Miklubrautar, austan Hlíðar- hverfis. Væru þessi svæði þegar byggingarhæf, sagði borgarstjóri, ef verkföllin í sumar hefðu ekki komið í veg fyrir það — og sér- staklega verkfræðingaverkfallið, allt til þess tíma, — en nú verði áfram unnið við þessi svæði og ættu þau að koma til úthlutun- ar næsta vor. Jólakort Sólskríklusjóðs f FYRRA gaf Sólskríkjusjóður, sem frú Guðrún Erlings stofn- aði 1948 til minningar um mann sinn, Þorstein Erlingsson, í fyrsta sinn út jólakort, sem urðu mjög vinsæl. Sjóðurinn hefur því ákveðið að gefa einnig út kort fyrir þessi jól. Gefnar verða út fimm gerðir korta, gerð af lista- mönnum: Kjarval, Höskuldi Bjömssyni og Guðmundi frá Miðdal. Sólskríkjusjóður beitir sér fyrir fóðurkaupum handa smó- fuglunum. f fyrra var keypt fóð ur fyrix k-r. 7.000,00 og dreift til yfir 20 aðila víðsvegar um bæinn. En þörf er miklu meiri fóður- kaupa, og ef kortasalan gengur vel, verður hægt að auka þau til muna í vetur. Frú Guðrún Erlings var for- maður Sólskríkjusjóðsins frá stofnun og þar til hún lézt á s. i. ári. Formaður sjóðsins nú er son ur hennar, Erlingur Þorsteinsson læknir. Meðstjórnendur eru frú Unnur Skúladóttir og Marteinn Skaftfells. Dýraverndunarfélagið og blaðið Dýraverndarinn taka á mó-ti framlögum þeirra, sem vilja styrkja sjóðinn. Vetrarhjálpin í Hafnar- firði tekin til starfa H AFN ARFIRÐI — Vetrarhjálpin er nú tekin til starfa og er það í 25. skiptið frá upphafi. Eins og fyrr sjá um hana söfnuðirnir hér í bænum: Þjóðkirkju og Frí- kirkju, en í stjórn eru sér Garðar Þorsteinsson, séra Kristinn Stefánsson, Gestur Gamalíelsson, Guðjón Magnússón og Þórður ÞórðarsOn. Til þeirra má koma framlögum. í fyrra söfnuðust kr. 35.885.00 meðal almennings, bærinn lagði fram kr. 25 þús. og auk þess var gefinn fatnaður. Vetrarhjálpin úthlutar bæði til heimila og einstaklinga. Hefir framlag hennar vafalítið komið að góðum notum, því að margir eru þeir,.sem aðstoðar þurfa með. Hjálpin hefir glatt marga fyrir jólin, og vonandi verður svo einnig nú. Skátar munu fara um bæinn nú á næstunni, en þeir hafa haft söfnunina á hendi undanfarin ár og unnið með því göfugt starf. Er þess að vænta að bæjarbúar taki þeim vel, eins og jafnan áð- ur. — GE. Z' NA /5 hnúfor j/. SV 50 hnúfor H Snjókoma 9 OÍÍ V Skúrir ‘/////Rogn- KuUookil HjtHmt | R Þrumur ////oraV ^ Hitoskit L* Lagi l I GÆR var mihil lægð yfir hafinu suður af íslandi. — Lægðarmiðjan hreyfist hægt norður eftir, e» hins vegar fellur loftvogin meira fyrir SA land en SV. Því eru horf ur á, að vindáttin verði A eða jafnvel NA-stæð. Eitt- hvað mun hlýna, þótt hægt fari, einkum A-lands og við S-ströndina. Víðast var stillt veður í innsveitum sums staðar mikið frost. Á Sauðár króki var t.d. 18 st. frost, en ekki nema 3 st. í Grímsey.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.