Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 Húsið hér á myndinni er hin nýja áburðageymsla Áburðar verksmiðjunnar í Gufunesi, sem nú er í smíðurn. Er þetta stærsta steinsteypta hús á land inu 35000 rúmmetrar. Húsið er allt steinsteypt og eru veggirnir steyptir £ nýrri gerð móta, svonefndum Breið fjörðsmótum, en þau eru gerð af Agnari Breifjörð, en Eyj- ólfur Þorsteinsson, trésmíða- meistari, sá um uppsetningu þeirra á staðnum. — Bygg- ingu hússins er þannig hagað, að fyrst eru steyptir 5 m hóir veggir og ofan á þá em settir steinsteyptir bogahelmingar, sem mætast í miðjunni og eru boltaðir saman. Eru bogarnir 16 að tölu og vegur hver þeirra 22 tonn. Á milli þessara boga eru settar steinsteyptar plötur frá Byggingaiðjunni h.f. — Allt þakið vegur um 1200 tönn. Það er fyrirtækið Verk h.f., sem byggir húsið, en teikningar gerði verkfræði- stofa Stefáns Ólafssonar og Gunnars Guðmundssonar. — Gólfflötur hússins eru tæpir 3 þús. ferm., en það er 31 meter á breidd, 92 metrar á lengd og hæðin í mæni er 15,5 m. Við fengum þær upplýsing ar, að þetta hús væri það ó- dýrasta miðað við rúmmeter, sem byggt hefði verið hér á landi og kostaði ekki nema rúmar 200 kr. rúmmeterinn. Snerum við okkur til Stefáns Ólafssonar, verkfræðings og spurðum hann um ástæðurnar til þessa. Ýmsar ástæður liggja til þess að kostnaðurinn er svona lágur, sagði Stefán. Bogalögun hússins er ódýrt byggingarlag og hentar vel við svo stórt haf, sem hér er um að ræða. Enn fremur hefur byggingaraðferð in, sem notuð er við þakið meginþýðingu. Var_ frá upp- hafi reiknað með þvi að bog arnir yrðu steyptir niðri við jörð og síðan lyft á sinn stað með krönum, sama gildir um þakklæðninguna og voru allar áætlanir og uppdrættir miðað ir við það. Byggingarefnin eru einnig þýðingarmikill liður. Steinsteypa er okkar ódýrasta byggingarefni og er hún nýtt í byggingunni eins og frekast er leyft og jafnframt er aðal lega notað í húsið, steypu- styrktarstál sem er um helm- ingi sterkara en hér er al- mennt notað og hefur það einnig. sín áhrif. Allir þessir þættir eiga sinn þátt í að byggingarkostnaðurinn er ó- venjulega lágur. ÞARSEM nýjasta Ijóöabók okk- ar veröandi nabblaskálds, hins andríka sénís og úngskálds, pálmars hjálmárs, hefur selzt heldur drœmt, svo ekki sé meira sagt, hefur Jobbi ákveöiö aö birta Ijóöabókina, einsog hún leggur sig, í -menníngar- pistlum sínum. — Annað menníngarstoff veröur þá aö bíöa betri tíma. Sannast hér, sem jabbnan, aö alltaf skalJobbi vera mest- ur menníngarviti hérlendra andansmanna aö Helgasœm meötöldum, því ef fólk hefur ekki vit á aö velja sér listræna lesníngu, veröa menningarfrömuöir aö hafa vit fyrir því. Hefst þá bókmenntafyrirbœriö, sem pálmar hjálmár skáld hefur gefið nabbniö V SKRÍÐANDI MORGUNÞOTA Ljóöperlur og stemningar. Mottó: Le rythme de mon cœur est un rythme comique ..... Tröndur av Jákúpstúvu. b ölv a ö ar horgrinduvr bölvaöar horgrindur eru vísur svo margra eru vísur svo margra fjaröralaus fjaröralaus fugglinn flaug fjaöralaus ánþessaö deiia eins og kalli á hóli II stundum sat ég á skálanum meðan taugaveiklaöir vindar spásséruöu um austurstrœtisdœtur bókabúöirnar skörtuðu kristmanni hannesipé og ingibjörgu sigurðardóttur útvegsbánkinn hrundi ekki hvaösem á gekk strœtisvagnar hámuðu í sig smörribrauö og pilsner Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú íris Tryggvadótt ir, Svanhól, Hellissandi, og Óttar Sveinbjörnsson, Hraunprýði, — Hellissandi. Þorvaldur Klerriensson frá Járn gerðarstöðum í Grindavik er sjö tugur í dag. Ennfremur eiga þau hjónin, Stefanía Tómasdóttir og Þorvaldur, fjörutíu og fimm ára hjúskaparafmæli. — Þau dvelj ast nú á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Sextug/er í dag frú Sigurlína Guðmundsdóttir frá EfrilMiðvík Sléttuhreppi. Hún verður í dag á heimili sonar síns Dunhaga 11 Rvík. 2 herb. og eldhús óskast strax. Uppl. í sima 16739 eftir kl. 1 í dag. Barnavagn — Pedegree ný gerð til sölu. Verð kr. 2000,00. Uppl. í sima 18072. Járnsmíðatæki Atlas fræsivél, lítil. Verk- færaslípivél. Smerkelskífa 10“ á undirstöðu. TiJ sölu, uppl. á Lindargötu 50 kl. 6—8 e.h. Renault Dauphine eða Volkswagen 1958—’61 óskast til kaups. Skipti á Fiat 500 æskileg með milli- gjöf í peningum. Uppl. í síma 11714. Lítill ísskápur til sölu. Uppl. í síma 32119. \ T U U G I Ð að borið saman að útbreiðslu langtum ódýrara ,að auglýsa MorgunblaSinu, en ðörum hlöðum. — -- HLEGARÐUR \ Bazar — Kaffisala Skógrætarfélag Mosfellshrepps heldur bazar að Hlé- garði, Mosfellssveit, sunnudaginn 1,0. des. n.k. kl. 3.30 e. h. — Margt góðra muni, Komið í Hlégarð á sunnudaginn, drekkið eftirmið- dagskaffi og kaupið jólagjafirnar um leið. Bazarnefndin. Knattspyrnufélagsins VALS verður haldinn mánud. 11. des. kl. 8,30 að Félags- heimilinu Hlíðarenda. STJÓRNIN. Söngsveitin Fílharmónía tekur við nýjum söngfélögum. Áhugamenn gefi sig fram við formanninn, frú Aðalheiði Guðmundsdóttur, í síma 1 01 46 kl. 5—8 síðdegis. Verzlunarhúsnœði Gott verzlunarhúsr.æði óskast frá áramótum í mið- bænum. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir þriðju dagskvöld merkt; „Sérverzlun — 7362“. Jólasalan Langholtsveg 89 Opnuð verður í dag jólasala að Langholtávegi 89. Gjörið svo vel að líta inn. JÓLASALAN, Langholtsvegi 89. Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Stofnfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra í Keflavík og nágrenni verður hald- inn í íþróttavallahúsinu Keflavík n.k. sunnudag kl. 4. SJÁLFSBJÖRG. Til sölu Góð 4 herb íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga. Hagkvæm lán áhvílandi. HELGI V. JÓNSSON, HDL., Laugavegi 24 — Sími 18875.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.